Ísafold - 16.03.1892, Síða 4

Ísafold - 16.03.1892, Síða 4
68 „New HaiTÍsoir* eru nú viðurkenndar að vera hinar fullkomnustu prjónavjelar sem til eru í heimi. fær hafa fengið lang-hæstu verðlaun á öllum helztu og nýjustu heimssýningum (4 gull-medalíur, ema af þeim á Parísar sýningunni miklu 1889, enn fremur 22 önnur heiðurs- verðlaun). Vjelarnar fást af ýmsri gerð og mismunandi verði, eptir því hvað stórar og hraðvirkar þær eru. jpær prjóna úr hverju sem er, silki, bómull, ull o. 8. frv. Vjelar, sem kosta um 250 krónur, eru mjög hentugar á Is- landi; þær prjóna af flötu prjóni, hvort sem vill venjul. prjónuðu eða alla vega brugðnu, yfir 14,000 lykkjur á mínút- unni, yfir 3 álnir á 10 mínútum, og eina sokka á 20 mínútum, sem þær íullgera án þess að sauma þurfi saman. Með tiltöluiegum hraða vinna þær hvers konar annað prjón sem er, fyrir unga og gamla, til dæmis: alls konar utanyfirföt, nærföt, ábreiður, dúka, sjöl, trefla, fingravetlinga, húfur, morgunskó o. s. frv., allt með margvíslegum munstrum. Til frekari fullvissu er hjer neðan undir vottorð frá herra járnsmið Sigurði Jónssyni í Rvík, sem hefir nákvæmlega skoðað vjelarnar og reynt þær, og er alþekktur að því, að hafa manna bezt þekkingu á þess háttar. Nánari upplýsing- ar getur hver sem vill fengið hjá aðal-umboðsmanni verksmiðjunnar fyrir allt ísland, sem er l»orbjörn Jónasson í Beykjavík. * í;í i'fi Eptir beiðni herra f>orbjarnar Jónassonar í Rvík hefi jeg undirskrifaður skoðað prjóna- vjelar þær, sem hann hefir til sölu, frá Harrison, og eru þær fullkomnustu vjelar, sem jeg hefi sjeð eða haft með að gjöra. Keykjavík 12 marz 1892. Sigurður J ó n s s o n, smiður. Nýkomið með Laura í verzlun W- Christensen: Appelsiner Citroner Annanas Ribsmarmelade Stykkelsbærgelé Pickles Anchovis Delicatesesild i Daaser Lemonasier o. fl. 3 kúlurifflar (bakhlaðningar) fást hjá Tandirskrifuðum fyrir afarlágt verð, ef keypt- ir eru áður Laura fer. Björn Kristjánsson. Nýkomið er með Laura: Mikið úrval af fallegum Smásjölum, Flonellum og Tvisttauum, allt í fleiri litbreytingum; enn fremur mikið af fallegum Höttum Húfum o. fl. o. fl. enn fremur sterk og ódýr Moleskin o. fl. G. Zoega & Co. HÁTT KAUP fá 3 vinnuhjú <1 karlm. og 2 kvennm.) 1 góðri vist á Austtjörðum, ef þau gefa sig fram við verzlunarmann Ásgeir Eyþórsson i Reykjavik. Kína-lífs-elixír (ekta, fluttur beint fr Valdimar Petersen Frederikshavn) fæst verzlun Helga Helgasonar Pósthússtræti 2. K'ÆSTLIÐIÐ HAU.ST var mjer dregin hvít ær, 5—6 vetra, með minu marki, sem er: heil- rifað biti fr. h. hálftaf aptan, biti fr. v.; brenni- mark óglöggt. Kindina á jeg ekki. Eigandi gefi sig fram. Dalbæ í Hrunamannahreppi 4. jan. 1692. Helgi Eiríksson. L HAUST var mjer dregið hvitt gimbrailamb með marki: Blaðstýít apt. lögg tr. h., sylt vinstra (spotta dregið). Rjettur eigandi getur vitjað andvirðis þess til mín að frádregnum áföllnum kostnaði. Pljótstungu þ. 10. jan. 1892. Jón Pálsson. LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar pplýsingar. Porngripasafnið opió hvern mvd. og Id. kl. 1—2 Landsbankinn opinnhvern virkan dagkl. lP/a—2‘/a Landsbókasafnið opið hvern rúmh. dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og id. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar í Kvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. a-9, 10-2 og 3—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánud. í hverjam mánuði kl. 5—6 v eðurathuganir í R.yik, eptirDr. J, Jónasseu raarz Hiti (á Oelsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt. á nótt.|umhd. fm. em. fm. em Ld. 12. 6 I 0 769.2 769.6 A h b 0 b Sd. 13. -7- 8 | -7- 1 769.6 762.0 0 b 0 b Md. 14. -1- 8 -7 1 759.5 754.4 0 b A hd f>d. 15 -k 2 + 1 751.8 749.3 0 b Ahd Fsd. 16. -7- 2 749 3 Nahvb Logn og fagurt veður alla undanfarna daga, þar til að fór að gola á austan í gær (15.). í morgun landnorðan, bjart veður. RitBtjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðia í»afoldar. 70 Síðla um kveldið fór jeg upp í svefnklefa minn og var mjer ærið þungt í skapi. Jeg var fyllilega sannfærður um sakleysi bróður míns; en allþungt horfðist á um mái hans. J>að varð eitthvað að vera bogið við vitnaframburð þeirra Harms og Krafts. Annaðhvort varð að vera, að þeir hefði tekið skakkt eptir, eða framið meinsæri af ásettu ráði. Og ef þeir hefði vísvitandi framið meinsærið, var eigi annað lík- ara, en að þeir væru sjálfir valdir að morðinu. þess varð jeg vís af orðum manna, að eigi höfðu þeir neitt tiltakanlega gott orð á sjer og vöndu komur sínar á drykkjuhús. Jeg hugsaði mjer að hafa vakanda auga á þeim. Klukkan var við það 10, er jeg lagðist í rekkju. En mjer tókst eigi að sofna. Hætta sú, er bróðir minn var í, hjelt fyrir mjer vöku. Svo bættist það ofan á, að jeg fekk ákafan tannverk, sem líklega hefir stafað af því, að kalsi var í veðrinu um daginn. Jeg hafði ekkert viðþol fyrir tann- verknum. Mjer þótti eigi ólíklegt, að rúmhitinn kynni að auka verkinn, og fór því á fætur. Síðan læddist jeg ofan stigann, svo að enginn varð þess var, og fór út, því að jeg gerði mjer von um, að mjer kynni að svía ögn í næturlopt- inu. Veður var hið bezta og bjart af nótt. f>orpið var lítið og húsin lágu á víð og dreif öðrumegin árinnar. Jeg var því innan stundar kominn út úr þorpinu og hjelt eitthvað áfram eptir veginum í hugsunarleysi. f>á er jeg hafði gengið nálægt fjórðung mílu, ætlaði jeg að fara að hverfa aptur. En í því bili heyrði jeg sárt vein skammt frá mjer, og var hrópað um hjálp. Jeg heyrði brátt, hvaðan hljóðið kom, og gekk á J>að. Sá jeg þá, að kona nokkur sat við veginn og bar sig 71 hörmulega. Jeg frjetti eptir, hvað að henni gengi. Hún sagðist hafa dottið af hestbaki og hefði annar fóturinn brotn- að um öklann eða gengið úr liði. Jeg laut niður að henni, til þess að rannsaka, hvað að væri, og fann þegar, að hægri fóturinn hafði gengið úr liði, um öklann, og hafði hún óþol- andi kvöl í fætinum. Jeg var eigi óvanur að fást við þess konar, því að það hafði nokkrum sinnum komið fyrir mig, að kippa í lið. Jeg bauðst því til að reyna að kippa í lið- inn, ef hún vildi. Hún tók því með þökkum. Svo fór jeg að reyna það. Konan barst furðulega vel af, og þó að slíkt væri ekkert hægðarverk, tókst mjer á endanum að kippa í liðinn. En bólga var mjög mikil í hlaupin og enn hafði hún sáran verk í fætinum. Jeg batt um fótinn sem bezt jeg kunni. Svo bauðst jeg til að hjálpa henni heim. Hún varð því fegin, því að hesturinn var hlaupinn frá henni, og ætlaði hún hann kominn heim í hús sitt, en hún átti eigi langt heim. Konan var eigi þung, en jeg hafði allgóða burði, svo að jeg tók hana í fang mjer og bar hana áleiðis, því að eigi var viðlit, að hún gæti gengið. Á leiðinni spurði jeg hana að heiti. Hún kvaðst heita Matthildur Harm, og að maður- inn sinn hjeti Mattías Harm, og spurði, hvort jeg þekkti hann. Jeg neitti því, með því jeg væri ókunnugur í þessu byggðarlagi. Jeg hefði um kvöldið komið til veitingahússins og hefði dvalið þar fyrri hluta næturinnar. f>á er jeg hafð skammt farið, lá götuslóð til hægri handar, og lá hún heim að húsi hennar. Jeg bar hana nú inn í herbergi hennar. f>ar var enginn, nema dálítil stiilka, sem var dóttir hennar. »Hvar er hann faðir þinn?« spurði konan.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.