Ísafold - 20.04.1892, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.04.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Yerð árg. (um 100 arka) 4 kr., erlend- is 5 kr.; borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. XIX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 20. apríl 1892- Fjenaðar-útflutningsbann. f>að var ónotafrjett, er hingað barst til lands í fyrra dag (með Díönu); að Englend- ingar hafa bannað aðflutning fjenaðar til sín, þ. e. til Englands og Skotlands, hjeðan af landi frá 1. apríl þ. á.; en það er sama sem algjörlegt útflutningsbann hjeðan á öilum fjenaði, með því að þetta er hinn eini mark- aður vor fyrir útflutningsfjenað, bæði hesta og sauðfje á fæti. Hvernig bann þetta er undir komið, hefir enn eigi fengizt vitneskja um. f>að er út gefið 22. f. mán. og nær til Noregs, Sví- þjóðar, Spánar, Portúgals og íslands. f>ar á móti virðist bannið ekki ná til Danmerk- ur. Hefði þetta verið um þann tíma árs, sem fjárflutningar eru hjeðan til Englands og Skotlands, þá var hugsanlegt, að grunur hefði getað komið upp um einhverja næma veiki í skepnum hjeðan, og að sá grunur hefði haft sín áhrif, þótt hann væri ástæðu- laus. En þetta kemur alveg eins og skrugga úr heiðríkju, alveg út í bláinu, að því er hjer •er frekast kunnugt. f>að frjettist raunar með síðasta póstskipi, að vart hefði orðið við nautapest í vetur á nokkrum stöðum í London og þar í grenud, -og jafnvel hjá einum manni í Edinburgh. Var þá auðvitað skipað mikið strangt eptir- lit með því, að veiki þessi breiddist eigi út, og var að heyra á síðustu blöðum, frá 4. marz, að það eptirlit hefði borið góðan ávöxt, svo að jafnvel mætti fara að lina á því og hræðsla almennings væri að hverfa aptur. En hins vegar höfðu enskir lávarðar og stórbændur risið þegar upp, er á veikinni bryddi, og viljað fá fyrirskipað bann gegn öllum aðflutningi lifandi fjenaðar frá öðrum löndum, af þeirri mjög skiljanlegu ástæðu, að það er vegur til að koma innlendum af- urðum af búpeningi í hærra verð. í sama streng tóku þá einnig kaupmenn þeir, er hafa sjer til atvinnu að flytja til Englands geysistóra farma af kjöti frá Ástralíu og Suður-Ameríku; aðflutningsbann fyrir fje á íæti er einnig vatn á þeirra myilu. Ein slík verzlun, er flytur kjöt frá Suður-Ameríku til Englands, átti að hafa tapað á því í fyrra 70,000 pd. sterling, þ. e. talsvert á aðra mil- jón króna. Hafi fleiri slíkir kaupmenn orðið fyrir sams konar skakkafalli, er eigi að kynja, þótt þá fýsi að búa svo um hnútana, ef hægt er, að þeir standi betur að vígi eptir- leiðis. Sennilegast er, að nautapestin hafi magn- azt meir, er á leið veturinn, og hafi þá þessir menn haft sitt fram við stjórnina, sem nú er skipuð þeirra sveitungum, lávarða og stóreignamanna, eins og kunnugt er, í- haldsmönnum, er mega búast við ósigri við kosningar innan skamms, nerna lið þeirra verði því einbeittara og fylgisamara. Sjálf- sagt hafa þeir þá farið fram á algjört aðflutn- ingsbann, frá öllum þeim löndum hjer um bil, sem Iifandi fjenað flytja þangað, þar á með- til Danmörku, þýzkalandi, Hollandi og Belgíu, og getur vel verið, að þeir hafi fengið því framgengt, þótt eigi sjáist það beinlíuis á þessari nýju tilskipun, er hingað hefir verið send; það getur verið, að eldri tilskipanir, hvað þau lönd snertir, hafi einnig verið látin ganga í gildi. Vitanlega eru fjenaðarflutningar hjeðan af landi eigi svo miklir, að þeir einir út af fyrir sig hafi nokkur hin minnstu áhrif á enskan markað, svo að innlendum fjáreig- endum þar hefði eigi mátt standa alveg á sama um þá. En úr því að almennt að- flutningsbann var út gefið, hefir þótt við eiga, að láta Island fljóta með. það mun og eiga »formælendur fá« að vanda á mál- Btefnum erlendra stórhöfðingja. Hefði slík- um verið til að dreifa, virðist hefði átt að vera hægðarleikur að færa hlutaðeigendum heim samiinn um það að minnsta kosti, að ekki gæti nautapestarhætta hjeðan stafað, úr því að eigi eru dæmi til að nokkur naut- gripur hafi hjeðan verið fluttur til Englands eða Skotlands, og engar líkur, að það standi til, næsta mannsaldur að minnsta kosti. það er nú vonandi, að reynt verði til, að koma viti fyrir stjórnina ensku í þessu efni, ef verða mætti, að hún fengist þá til að af- nema aptur þetta bann hvað Island snertir. Hún ætti að geta sannfærzt um, að bæði væri það hættulaust og þá líka sannarleg gustuk. það er meira en lítill hnekkir fyrir land- ið nú sem stendur, ef bann þetta vérður látið standa, þótt eigi sje nema nú í sumar, hvað þá heldur lengur. Fjárverzlunin við Englendinga hefir all- lengi verið hjer um bil eina peningalindin almennings hjer á landi, hrossaverzlunin í 30 ár eða meir, sauðfjárverzlunin skemur að vísu, en þó mörg ár nokkuð og það í miklum mæli. það yrði því meira en bagalegt, ef alveg tæki fyrir þá uppsprettulind. í annan stað standa og falla pöntunar- fjelögin íslenzku að miklu leyti með hinni ensku fjárverzlun. Og einmitt nú voru þau í óvanalegum kröggum, vegna hins lága verðs og markaðaleysis í haust sem leið, og gjöra því ýmist að skulda viðskiptamönnum sínum á Englandi, eða þá hafa, fyrir milli- göngu einstakra manna, hleypt upp á sig allmiklum bankalánum, í von um að geta losast við þau aptur jafnvel þegar á þessu ári, með væntanlegri góðri fjárverzlun í baust. Yæri í annað hús að venda með vörur þessar, er gengið hafa á hinn enska markað, sem sje fje og hesta, þá væri öðru máli að gegna. En það er ekki því að heilsa. Hest- Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema kom- in sje til útgefanda fyrir 1. októbermán. Afgreiðslustofa í Austurstrœti 8. 32. blað ar hjeðan seljast eigi til annara þjóða, eða mundu hvergi nærri seljast eins vel, t. d. til Frakklands eða Belgíu, vegna lengri ferð- ar og aukins flutningskostnaðar. Sauðfje á fæti er og loku skotið fyrir að geta selt ann- arstaðar, af sömu eða líkum ástæðum. það verður að látast í kaupstað hins vegar, með gamla laginu, hauda dönskum markaði, þar sem kjötið er saltbrennt og gjörð þar með hálf-óæt vara og með engu verði við það, sem vera ætti og vera mætti. En ekki er árennilegra að koma með íslenzkt salt- kjöt á enskan markað, þar sem það á að keppa við hinar afarmiklu birgðir af slíku kjöti frá Suður-Ameríku og Ástralíu, sem selt er á Englandi fyrir 15 aura pundið (2 pence). Sumir kynnu að halda, að takast mætti að flytja hjeðan nýtt kjöt á enskan markað, í skipum með kuldavjelum. En til þess mun þurfa svo stór skip og miklar birgðir frá sömu höfn, ef svara á kostnaði, að slíkt mun eigi að byggja upp á að svo stöddu. Hins vegar má segja um þetta mál, að »fátt sje svo illt, að einugi dugi«. Hið mikla hrossauppeldi og hrossasala hefir og sína miklu annmarka, sem opt hefir verið bent á í þessu blaði, auk þess sem sýnt hefir verið fram á, að meiri búhnykkur er að slátra ungum hrossum og jeta þau, en selja Englendingum fyrir jafnlítið verð og tíðkast hefir hin síðari árin. Og þá væri einnig þjóðinni mun hollara að borða sjálf meira af sauðakjötinu sínu í stað hins útlenda korn- metis m. fl., og nota heldur sjálf sauðskinn- in sín, en að vera að kaupa í þeirra stað kynstur af útlendum húðum. En af fyrgreindum ástæðum erþessi óvænta og skyndilega markaðarteppa mjög bagaleg í svip að minnsta kosti, og ætti sízt að láta neins ófreistað til að fá þar bót á ráðna, ef auðið er. Kosningarlög til alþingis- Með lögum um kosningar til alþingis 14. sept. 1877 er hjer um bil 6,500 mönnum á íslandi gefinn rjettur til að kjósa alþingis- menn. Auðvitað er það, að sá er tilgangur lag- anna, að allir þessir 6,500 menn, eða sem flestir þeirra, noti sjer þennan kosningarrjett. En reynslan hefir sýnt, að mikið vantar á, að þessum tilgangi hafi orðið náð. Við kosningar þær, er fóru fram 1880, not- aði að eins einn fjórði hluti, eða 1616, þenn- an rjett, og við kosningarnar 1886 ekki nema tæpur þriðjungur, eða 2,036 allra kjósenda. Eigi mun lengi þurfa að leita að rökum til þess, að þessi mikilsverði rjettur er svona lítið notaður. Ekki er því að neita, að fleiri ástæður en ein liggja til þessa. En einhver helzta ástæð- an liggur í lögunum sjálfum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.