Ísafold - 20.04.1892, Blaðsíða 4
128
Sv. Vinnutími námslærlinga er eigi ákveðinn,
og verða þeir í því tilliti að svo komnu að sætta
sig við það, sem venja er á hverjum stað.
1022. Hafa lærlingar ekki fulla ástæðu að
fara i burtu, ef þeim er ekki hjúkrað þá þeir
verða veikir?
Sv. Naumast. nerra það komi í bága við samn-
inga. Hins vegar getur skeytingarleysi með að
lúta sjúkum nauðsynlega hjúkrun i tje varðað
sektum.
Uppboðsauglýsing.
Miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 11 f. hád.
verður stórt skipsakkeri með 16 faðma langri
járnkeðju, sem hvorttveggja var slætt upp
hjer á höfninni næstliðið sumar, selt við
opinbert uppboð á stakkstæði kaupmanns
W. Christensens hjer í bænum. Sömuleiðis
verður þá strax á eptir selt gamalt timbur
úr hafnarbryggjunni. Söluskilmálar verða
birtir á undan uppboðinu.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 19. aprtl 1892.
Halldór Daníelsson.
Við verzlun Snæbjarnar porvaldssonar á
Akranesi, sem nú er orðin eign stórkaup-
manns Salómons Davidsen í Kaupmanna-
höfn, geta menn fengið til kaups ýmslegan
varning, sumt fyrir innkaupsverð og þar
undir. Allir þeir, sem skulda við tjeða
verzlun eru beðnir að greiða skuldir sínar
sem fyrst, annaðhvort til mín eða alþingis-
manns porleifs Jónssonar, sem veitir verzl-
uninni forstöðu fyrst um sinn. þeir, sem
eiga inni, geta og samið við hann um inn-
eign sína.
Reykjavík 19. apr. 1892.
Sigurður Briem
sem ur»boösmaður Salomons DavidsRn.
Saumavjelar.
Siugers saumavjelar hafa ávallt verið í
mesta áliti hjá öllum skröddurum og það
svo, að sjaldgæft er að þeir kaupi aðrar
saumavjelar. Nú eru saumavjelar þessar
að mörgu verulegu eudurbættar; þær sauma
því nœr hljóðlaust og mjög fljótt, er auðvelt
að þrœða skyttuna og henni eigi hœtt við sliti;
yfirtvinninn losnar þegar klœðið er dregið und-
an til þess að ekki sje hœtt við að nálin þá
bogni. fiað stendur öldungis á sama hvort
saumað er í þeim þykkt eða þunnt; það verður
jafnvel gjört. Saumavjelar þessar fást hjá
undirrituðum, bæði með tilheyrandi póler-
uðum kössum og fyrir utan þá.
SömuleiðÍB er til hjá sama gnægð af margs-
konar vasaúrum, stofuúrum og úrfestum.
Magnús Benjamínsson. Reykjavík.
Nýkomið í verzlun G. Zoéga & Co.
með seglskipinu »August«:
Bankabygg
Baunir
Rúgmjöl ágætar tegundir.
Kaffi, Hvítasykur, Kandíssykur
Kalk, Múrsteinn, Trje og borð.
Járnpottar, rör, katlar, könnur o. fl.
Rokkar.
Mikið úrval af:
Sirzum
Tvisttauum
Flonellum
Katatauum
Skyrtum úr ull og bómull.
Sjöl, Lakaljerept, Lífstykki, Silkibönd í slifsi,
mikið úrval af Hnöppum. Tvistgarn o.fl.o.fl.
í Reykjavíkur Apóteki fæst: Port-
vín hvítt, fl. 2,00, do rautt, l,6ð. Sherry, 1,50.
Madeira, 2,00. Malaga, 2,00. Pedro
Ximenes, 3,00. Rauðvín, 1,25. Rínarvín,
2,00. Whisky, 1,90. Cognac, 1,25. Aqvavít,
1,00.
"Vindlar, 4,00—9,00 hundraðið.
Ilmvötn glasiðá2,25, 1,40, 1,25, 0,85, 0,75.
Handsápa stykkið á 0,75, 0,50, 0,30, 0,25,
0,20, 0,10,_____________________________
LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim,
gem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar
upplýsingar.
Skrifstofa fyrir almenning
10 Kirkiustræti 10
opin hvern rímhelgan dag kl. 4— 5 e. h
l\Xeðlimir Stigmusterisins »SAMBANDIЫ>
geta hjer eptir fengið lánaðar bækur úr
bókasafni þess, ef þeir snúa sjer til bóka*
varðar P. V. Bjering’s eða aðst.-bókavarðar
Stefáns Egilssonar. Skrá yfir bókasafnið
er til sýnis hjá bókaverði.
Rvík 9. marz 1892.
Bened. Pálsson,
Stig.-Templar.
Bókaverzl. ísafoldarprentsm.
(Austurstræti 8)
hefir til sölu allar nýlegar islenzkar bækur
útgefnar hjer á landi.
Nærsveitamenn erubeðnir að vitja
„ísafoldar“ á afgreiðslustofu hennar (í
Austurstræti 8).
Porne;ripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2
Landsbankinn opinnhvern virkan dagkl. ll'/n—21/,
Landsbókasafnið opið hvern rúmh. dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og Id. kl. 2—3
Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern
rúmhelgan dag kl. 8-9, 10—2 og 3—5
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánud. í
hverjum mánuði kl. 5—6
Veðuratliuganir i R.vík, ept.ir Dr. J. Jónasspn
Apríl Hiti (á Oelsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Yeðurátt.
á nótt.jum hd fm BTT fm. em.
Ld. 1 k. -:-i 1 +- 4 769.6 769.6 0 b 0 b
Sd. 17. -r- 9 -1- 1 767.1 7h7.1 0 b A h d
Md. 18 -1- 3 + 1 762.2 759.5 A hv d A hv d
Jd. 19 Mv.d20. + 1 + 2 4- 6 7-44 2 746.8 746.8 A hv b Sv h d Sv h 4
Logn hjer (norðan úti fyrir) h. 16. og logn h.
17. og ýrði snjór úr lopti allan daginn. Hekktil
austurs, dimmur, síðari part dags, nokkuð hvass.
Hvass á austan h. 18. með ofanhríð allt iram að
hádegi, er fór að rigna. Ákaflega mikið austan-
veður aðfaranótt h. 19. með dynjandi rigningu
fram undir morgun, er stytti upp. (lekk ti) út-
suðurs eptir hádegi, með brimi. 1 morgun (20.)
hægur á suð-vestan, með skúrum.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Prentsmið.ia Ísaíoldar.
94
inn margan dollarinn. Hefði það eigi verið, hefðu þau orðið
við mikil bágindi að búa. Hennar dugnaði og ósjerhlífni var
það að þakka, að þau gátu borgað húsaleiguna, og gátu farið
svo með eptirlætisgoðið sitt, hann Hermann litla, að hann
gat notið æskugleðinnar í fullum mæli. Hann var unun for-
eldra sinna.
Kristín sat við gluggann við sauma sína, svo sem áður
var sagt, og þó ekkert væri vð sjá úti eða inni, er hrezt gæti
hugann að horfa á, þá skein þó gleðin út úr augnm Kristínar
í hvert sinn er hún kom auga á litla, Ijóshærða drenginn
siun, er var að leika sjer niðri í garðinum, eða er hún heyrði
hinn skæra, glaðlega málróm hans.
Og þarna kom hann þá, stúfurinu litli sjálfur. það var
rjett eins og sólarljósið væri komið inn í herbergið raeð hon-
um; svo Ijómaði af gullgulu lokkunum hans; svo bar bjarma
úr hinum djúpu, heiðbláu augum hans. — »Líttu á, mammaU
kallaði hann, »— á hestinn, sem hann Villi bjó til handa mjerU
Og qann sýndi móður sinni einhverja skrípissmíði úr gömlum
spilum, sem átti að vera hestur, en var öllu líkari húsþaki
eða hallfleyttum reykháfi eða jafnvel hvalkálfi.
»En fæturnir vilja eigi tolla á honum, mamma! þeir eru
hjerna«, og hann sýndi henni fjórar smáspýtur, er hann hafði
í lófa sínum. »Villi segir, að jeg þurfi ofurlítið af vaxí til þess
að festa þá með. |>ú átt það þarna í körfunni þinni«, og
hann benti á saumakörfu hennar, er stóð í glugganum. »Gef
mjer svo litla ögn, mammaU
Madama Steinbecker tók þá vax, og tók að líma fæturna,
sem áttu að vera, á hvalkálfinn hans, til þess að gera hann
95
að ferfætlingi. Á meðan hún var að því, klifraði Hermanu
litli upp á stólinn og náði í spegil, er var innan á lokinu á
á henni. Hann skældi sig og afmyndaði sem mest hann
mátti f spegilmn, svo að hlægilegt var að sjá, og terrði sig
aptur á bak. Allt í einu sá hann dökkleitan blett, á soærð
við jarðarber, á hálsinum á sjer.
»Hvaða blettur er þetta, mamma mín?« hrópaði sveinninn.
»Gefðu mjer vatn. Jeg ætla að þvo hann af«.
»Hann gengur ekki af, elskan mín!« sagði móðirin brös-
andi. »Hefði verið hægt að þvo hann af, hefði jeg verið bú-
in að því fyrir löngu. En hann gerir þjer raunar ekkert,
þessi blettur. þegar þú ert orðinn stór, þá getur þú haft
klút um hálsinn, svo að enginn sjái blettskömmiua. — En nú
er hesturinn þinn búinn«, bætti hún við. »þú mátt nú fara
út i garðinn aptur að leika þjer við hann Villa og vera þar,
þangað til hann faðir þinn kemur. En mundu mig um að
fara ekkert út á götuna!«
Drenghnokkinn flýtti sjer þá út og ofan í garðinn, og
rjett á eptir heyrði móðir hans barnslegan hlátur glymja út*
fyrir, er hún þekkti ofur-vel.
Konan tók nú aptur til vinnu sinnar, andvarpaði og mælti
fyrir munni sjer: »J>að vildi jeg að guð gæfi, að hann Friðrik
minn ynni sjer nokkuð inn í dag. Jeg verð ekki búin með
klútana þá arna fyrr en hinn daginn; og nú er svo að segja
ekkert til í húsinu, til þess að kaupa fyrir, það sem þarf«.
Hún hjelt nú áfram að sauma og saumaði af miklu
kappi, og tók eigi eptir, hvernig tíminn leið. það voru liðnar
tvær stundir. þá hrökk hún upp við það, að hún heyrði