Ísafold - 30.04.1892, Qupperneq 1
Keraur út á miðvikudögum
og laugardögum. Verft árg
(um 100 arka) 4 kr., erlend-
ia 5 kr.; borgist fyrir miðjan
júlímánuð.
ISAFOLD.
Reykjavík, laugardaginn 30. apríl 1892-
Uppsögn (skrifteg) bundin
við áramót, ógild nema kom-
in sje til útgefanda fyrir 1.
októbermán. Afgreiðslustofa
í Austurstrœti 8.
í 35. blað
XIX. árg.
Ættjörð mín!
|>eir segja jeg hafi hrópað fár
Og heipt yfir þínar slóðir, —
En brenni mín sál um eilíf ár
Ef ann jeg þjer ekki, móðir!
Að vísu gerði’ jeg galdraspil,
Sem get jeg að niargan fæli;
En óargadýr var aldrei til,
Sem unui’ ekki sínu bæli.
Hvað gekk mjer til? — Jeg veit ei vel,
þó vildi jeg ekkert dylja;
'Gott ef það var ei gamla Hel,
Sem glapti mjer sál og vilja.
'Gott ef jeg var ekki viti fjær
Og volegri sturlun brenndur,
Sem maður á bát, ef beljar sær
Og bundnar sjer allar hendur.
Gott ef það var ekki ofurást,
Ó, lsland, á foldu þinni,
Er sviplega í heiptarhlátur brást,
Er Heljar jeg tæmdi niinni.
'Gott ef jeg eygði’ ekki ísa-vök
Og ísland í gjánni miðri,
Og heyrði mín gömlu, heilögu rök
Sem hlátur í víti niðri.
I ógnarheimum er engin trú,
En eilífur þagnardraumur,
'Ginnungagap og Gjallarbrú
Og aandur og heljarstraumur.
Jpá fannst mjer eitt — og það frelsaði mig,
Að freistað mín að eins væri,
'Og, fósturlandið mitt, fyrir þig
Jeg forlög og þrautir bæri.
En signið þið ykkur, þið guðsbörn góð,
Jeg get ekki sannara talað,
Og skiljið, að slíkan Islands óð
Hafi’ óminnishegrinn galað.
atth. Jochumsson.
Um sýslu- og hreppamörk.
Arlega heyrast umkvartanir, úr öllum
áttum, um vanskil og illar heimtur á fje,
og það ei að orsakalausu. Reyndar er nú
komin nokkur lagfæring á í því efni, þar
sem vfðast er farið að auglýsa í blöðunum
óskilafje það, sem selt er á haustin. En
þótt þetta spor sje stigið áfram til hins
betra í þessu efni, þá er sauat mikið eptir
er þyrfti að laga, til þess að fjárskil gætu
orðið greiðari og betri, en hingað til hefur
átt sjer stað.
Að minni hyggju er bezta ráðið við slœm-
um fjárskilum að taka upp sýslu- og hreppa-
mörk. |>ótt jeg gangi að því vísu, að
nokkrir og jafnvel margir, við fyrsta álit
geti ekki fellt sig við þessa nýbreytni, þá
þykir mjer það eðlilegt, því svo hefur það
gengið, að flestar nýungar hafa fengið marga
mótmælendur, þótt þær þyki ágætar, þegar
þær eru komnar á, og þegar reynslan er
búin að sannfæra menn um nytsemina.
Jeg man það, að margir voru ekki lítið
óánægðir, þegar peningabreytingin varð um
árið. Jafnvel skynsömustu menn ljetu óá-
nægju í ljósi og óttuðust, að breytingunní
mundu fylgja margir erfiðleikar, en fáir
kostir. Nú eru þær raddir þagnaðar.
Sama má segja um bankann og seðlana
hans. Sumir hjeldu, að sú stofnun setti
landið á höfuðið, og seðlana skoðuðu þeir
einskisvirði. Nót held jeg, að flestir sjeu
kornnir á þá skoðun, að sú stofnun sje, með
góðri stjórn, mjög þarfleg, og óánægjan með
hana fer þverrandi.
Ef sýslu- og hreppamörk kæmust á, mundi
reynslan eptir nokkur ár sýna mönnum ó-
kosti hinnar gömlu markatilhögunar og kosti
hinnar nýju, sem vaninn nú að miklu leyti
hylur.
Jeg vil leyfa mjer að bera þá spurningu
upp fyrir þá, sem eru sýslu- og hreppa-
mörkum mótmæltir, hvort þeir haldi ekki,
að öll rjettarstörf og fjárskil mundu ganga
reglulegar og margfalt greiðara, ef aliir,
sem að því starfa, kynnu allar markaskrár
utan að? Minna mætti það ekki vera, því
að sami maður getur verið eitt árið á vest-
urlandi og annað á austurlandi. Jeg vona,
að menn verði að svara spurningunni með
jákvæði.
þar sem það er ómögulegt, að almenning-
ur geti lært allar markaskrárnar, svo sem
fimmta hvert ár, þá væri ekki lítið unnið
við það, að hver maður gæti þegar í stað
sjeð, úr hvaða sýslu og hreppi þessi og þessi
kind væri.
Að sundurdráttur fjárins yrði við það
margfalt rjettari, fyrirhafnarminni og fljót-
legri, en nú á sjer stað, er svo ljóst, að jeg
efast ekki um, að öllum greindum mönnum
geti skilizt það. þeir, sem sendir eru árlega
í utansýslu- og hrepparjettir, gætu bezt
borið um það, hvert hagræði það væri fyrir
þá, að þurfa ekki að hafa í huganum nema
eitt eða tvö mörk, í staðiun fyrir þann
markasæg, er þeir nú þurfa að muna.
Ekki væri það heldur lítilsvert fyrir þá
menn, er stjórna rjettarhöldum. f>að mun
vera fyrirskipað í mörgum eða flestum fjall-
skilareglugjörðum, að rjettarstjóri, eða annar,
er hreppsnefndin kveður til þess, skuli sjá
um, að fje sje ekki rangt dregið í dilka.
Já, maðurinn sá veit, hvað hann á að gjöra,
ef hann vill trúlega gegna starfi sínu; því
að mínu áliti er slíkt alveg óframkvæmilegt
fyrir nokkurn lifandi mann, þar sem rjettir
eru meira en að nafninu; nema því að eins,
að hann hafi fjölda manna með sjer, og
geti látið bera saman við markaskrár mörk
á fje í hverjum dilki, þegar sundurdráttur
er hættur. Ekki er ólíklegt, að talsvert
langur tími útheimtist til þess, og því getur
enginn neitað, að umsvifaminna og fljót-
legra væri að þurfa ekki að gæta nema að
að eins sýslu- og hreppamörkum. Ef
markabreytingin kæmist á, yrði ekki hætt
við, að úrtíningsfje það, sem geymt er til
skilarjetta, yrði eins margt og nú á sjer ár-
lega stað, í sumum sveitum, þar sem það
skiptir hundruðum, og náttúrlega sætir mis-
jafnri meðferð, og ef til vill týnir töl-
unni.
En það er ekki einungis í rjettunum, er
sundurdráttur fjárins yrði auðveldari og
fljótlegri og af því leiðandi minni flækingur
á skepnunum, heldur ætti það sama sjer
stað á hverjum einasta bæ á öllu landinu,
þar sem nokkurt fje er. f>á kæmi og sjaldn-
ar fyrir en nú, að kindur væru reknar í
öfuga átt, skepnunum til kvalar, en eigend-
um til skaða.
Jeg býst við, að margur muni verða mót-
fallinn þessari áðurnefndu markabreytingu,
á meðan að menn hugsa ekki rækilega um
það, sem mælir móti og með.
Helztuókostir breytingarinnar munu taldir,
að mörkin verði of náin, og að ekki verði
hægt að marka upp kollótt fje, sem sje
víðs vegar aðfengið eða flutt til á milli
sýslna og hreppa.
Enginn efi getur Ieikið á því, að sýslu-
mörk geta verið hvert öðru ólík, þar sem
ekki þarf að hafa sýslumörlt fleiri en 6—8
á öllu landinu, því 2 eða 3 og jafnvel 4
mjög fjarlægar sýslur geta haft vel sama
markið.
Um hreppamörkin má líkt segja, þótt
undirben sjeu; þau geta verið mjög ólík
hvert öðru, því undirben eru svo mörg og
geta verið svo margvíslega sett, að slíkt væri
of langt að telja upp.
Jeg er eins sannfærður um það, að ekk-
ert er hægra en að finna nægilega mörg
ólík mörk fyrir hvern markeiganda í hverj-
um hreppi.
Að það hljóti að verða námerktara en nú
á sjer stað, er bara ímyndun og ekkert
annað.
f>ar sem herra |>órður Guðmundsson á
Hálsi segir í ísafold 5. tbl. þ. á., að hann
hafi eigi getað gjört markaskrá fyrir sinn
hrepp öðru vísi en svo, að víða hafi ekki
skilið nema eitt undirben »lítíð«, þá á jeg
ekki gott með að skilja það; því jeg hygg
að öll undirben geti verið stór og lítil. f>að
er undir þeim komið, sem marka; einn hefir
t. d. bitann stóran, en annar lítinn, og svo
getur verið með öll undirben.
f>að er heldur ekki nýtt, að eitt undirben
skilji mörk; jeg þarf ekki annað en gæta
að mörkum að eins í tveimur hreppum, í
markaskrá, er jeg hef við höndina, til að
sannfærast um það. í öðrum hreppnum
eru 59 markeigendur og hjá 13 af þeim
skilur eitt undirben. í hinum er 165 mark-
eigendur, en hjá 59 af þeim skilur undir-
ben.
Að menn í spmu sýslu þurfi að eiga ná-
merktara, þótt markabreytingin kæmist á,
en áður hefur viðgengizt, er ekki að óttast.
Jeg þarf ekki annað en fletta upp einni
opnu í markaskrá, þeirrar sýslu er jeg bý í,
til að sjá, að eitt undirben skilur hjá 11 og