Ísafold - 30.04.1892, Page 2
188
hjá 8 er sammerkt, og í opnunni eru þó
ekki nema 66 mörk, en í allri sýslunni eiga
32 sammerkt af 415 markeigendum.
Ef markabreytingin kæmist á, gæti enginn
utanhreppsmaður tekið upp markið manns,
þar sem nú fjöldi manna getur tekið það
upp, án þess maður geti fengið nokkra
vitneskju um það, fyrri en markaskrárnar
eru prentaðar á ný, og eru dæmi til, að
það hefur valdið töluverðum ruglingi og
jafnvel, að hinn rjetti eigandi hefur misst
eign sína fyrir það.
Um kollótta fjeð er það að segja, að
jeg er þeirrar skoðunar, að hægt veiti
að marka það upp alveg eins og nú
tíðkast. það verður aldrei meira kák en
nú á sjer stað. Bezt væri að þurfa ekki
að vera að soramarka, og til að losast við
þá ófögru aðferð, er að mínu áliti bezt, að
setja sýslu- og hreppa-brennimörk á pjötlu
úr görfuðu skinni, og hinu megin brenni-
mark eigandans. Pjötlu þessa mætti festa
við traust band, sem dregið væri í gegn um
eyrað, og ef umbúnaður væri góður, færi
það sjaldan eða aldrei úr eyranu. Menn
gætu líka haft hina mörkuðu skinnræmu í
báðum eyrum, og til enn meiri tryggingar
gætu menn brennimerkt kindina á klaufum.
Með þessum umbúnaði hygg jeg, að eigand-
inn þyrfti aldrei að missa eign sína, nema
ófyrirsjáanlegt slys vildi til. Jeg hef ekki
minnzt á hyrnt fje, því þess gjörist ekki
þörf, þar sem hægt er að setja á það bæði
hornamark og brennimark.
Jeg hef hjer að framan bent á það helzta,
er mjer virðist athugavert við það, að taka
upp sýslu- og hreppamörk, og get jeg ekki
sjeð neitt, sem verulega geti mælt á móti
því, nema ef vera skyldi gamall vani og
fastheldni við gömlu mörkin, en menn ættu
að gjöra sjer það ljóst, hverju þ#ir sleppa
og hvað þeir hreppa.
Kostirnir við markabreytinguna hljóta að
vera miklir, en ókostir hinir sömu og hafa
verið með sumt, en verða miklu færri en
nú eiga sjer stað. þetta vona jeg að hver
skynsamur maður geti sjeð, ef hann hugsar
nokkuð um málið.
Kjörseyri, í marz 1892.
PlNNUK JÓNSSON.
Smápistlar um mjólkurgerð-
Eptir Ólaf Ólafsson búfræðing.
IV.
þegar vjer komum nú í mjólkurhúsið, er
þar margs að gæta; þar á allt að vera hreint
og fágað og allt í röð og reglu.
En hvernig er það nú almennt?
Vanalega mun mjólkin vera sett upp í
miður hrein eða vönduð trjeílát í búrinu,
þar sem öllum búsafurðum er safnað, skyri,
kjöti, slátri, sýru o. s. frv., er hver maður hlýtur
að sjá, sem nokkuð hugsar um mjólkurgerð,
að er mjög skaðlegt, ef fást á vönduð vara
úr mjólkinni. Litlu betra er, eins og sum-
Btaðar tíðkast á sumrin, að hafa mjólkina í
hesthúsi eða öðrum óvönduðum útikofa, nema
hvað hitinn er minni og jafnari og henni því
síður hætt við að súrua.
Mjólkurhúsið þarf að vera bjart og lopt.
gott (ekki samt súgur), og hitinn sem jafn-
astur árið um kring, heldur svalt en heitt
og úr því efni gjört, sem hægt er að gjöra
hreint. f>að er ekkert á móti því að hafa
torfveggi, og jafnvel betra en margt annað,
því með þeim getur hitinn orðið jafnastur,
en sjálft mjólkurhúsið ætti að vera þiljað
innan. Gólfið þarf að vera úr vatnsheldu
efni, helzt lagt í sement, í fyrsta lagi til
þess, að ýms óhollusta og skaðlegar lopt-
tegundir komist ekki neðan frá, og í öðru
lagi til þess, að það, sem niður hellist,
sígi ekki niður, súrr i og ummyndist og
síðan komi upp í annari mynd og skemmi
svo loptið í mjólkurhúsinu. Eptir miðju
gólfi er betra að hafa rennu, er gæti haft
útrás undir vegginn og út, til þess að úr
henni geti runnið það sem niður hellist á
gólfið eða þegar gólfið er þvegið o. s. frv.
Betra er en ekki að hafa fjalagólf, en það
getur ekki orðið endingargott; það fúnar fljótt.
Húsið þarf að vera það stórt, að nægilegt
rúm sje fyrir mjólkina og mjólkuráhöld; en
annað ætti ekki að vera í því.
Mjólkurílát ættu, ef þau eru höfð úr trje,
öll að vera úr hörðu trje (brenni eða eik)
og mjólkurbyttur allar málaðar (trog ætti
ekki að hafa). þegar þau eru máluð (þau
þurfa að vera vel maluð, engar sprungur í
málningunni; ef það er, er hún verri en eng-
in) er hægra að þvo og hreinsa þau og súr
gengur síður í þau. Betra en trjeílát álít
jeg samt skálar og fötur úr galvaníseraðri
járnþynnu, því bæði er þá hægra að þvo
þau og svo er járnþynnan betri hitaleiðir en
trjeð, mjólkin kólnar því fyr og sezt betur
í þeim; þær fást nú orðið víða í verzlunum.
V.
í sambandi við þetta skal að endingu
stuttlega minnast á þær aðferðir, er mest
og bezt hafa þokað mjólkurgerð áfram ann-
arstaðar seinni part þessarar aldar.
Fram yfir miðbik þessarar aldar var mjólk-
urgerð viðast hvar á mjög lágu stigi. Voru
þá allvíðast, eins og hjer er enn á landi,
ómáluð trjeílát notuð til að setja mjólk upp
í. Af því loptslag í flestum löndum er
heitara en hjer, var það miklum erfiðleikum
bundið, að halda mjólkinni nógu lengi ósúrri.
f>á hún er súr orðin, er, sem víst flestar
sveitabúkonur vita, öll von úti í það sinn
um að fá meiri rjóma úr henni; ennfremur
er erfitt að ná súrnum aptur úr ílátunum,
þá hann einu sinni er kominn í þau. Eptir
miðja öldina, er öllu tók að fleygja áfram,
varð mjólkurgerðin einnig að vera með; þá
fóru einstöku menn, bæði vísindamenn og
búmenn, að gefa sig eingöngu við mjólkur-
gerð. Fyrsta breytingin var, að mjólkin var
sett upp í ílát úr járnþynnu, aflöng, stór
um sig, en grunn; fannst það brátt, að það
var öllu betra en trje. þó varð þessi að-
ferð aldrei mjög almenn. Árið 1864 kom
maður nokkur, Schwarz að nafni, sænskur
að ætt, með þá nýlundu, að setja mjólkina
upp í djúp, en fremur mjó ker úr galv-
aníseraðri járnþynnu, og setja þau niður í
vatn, er kælt var með klaka, ef með þurfti,
svo þar væri aldrei heitara en 1—4°. þetta
sætti allmikilli mótspyrnu í fyrstu, því
mörgum þótti útriilegt, að fituagnirnar gætu
á svo stuttum tíma sem hann til tók (12—
24 kl.stundum) komizt svo langan veg, eins
og þær þyrftu að fara, sem væru í hinu
neðsta mjólkurlagi við botninn, og upp á
yfirborðið. Ker þessi voru 17—20 þuml. á
dýpt og 7—12 þuml. á vídd, öll jafn víð.
Schwarz tókst sarr.t brátt að sannfæra mót-
stöðumenn sína, og eptir nokkur ár var þessí
aðferð hans orðin að heita mátti almenn á
öllum stærri mjólkurbúum.
Með því að kæla mjólkina þannig, var
hægt að halda henni ósúrri langan tíma. —•
Súrinn í mjólkinni orsakast af ósýnilegum
smákvikindum, er sveima um í loptinu, en
sje hitinn minni en 5°, geta þau eigi þrifizt
°g tímgast. — Ekki einungis varð mjólkinni
haldið ósúrri í sterkasta sumarhita með þess-
ari aðferð, heldur settist hún einnig langt
um fyr og betur, eins vel á 24 kl.-stundum
og áður á 36—48 kl.-stundum. Meðan bytt-
ur voru eingöngu notaðar, var opt á sumr-
um ómögulegt að fá viðunanlega mikið smjör
lir mjólkinni. þurfti þá opt 40 pd. af mjólk
og þar yfir í 1 pd. af smjöri, í stað 25—28
pd. — J>ar að auki þurfti ekki eins vandað
eða stórt mjólkurhús og miklu minni fyrir-
höfn með að halda ílátum hreinum, og loks
varð þessi aðferð í alla staði kostnaðarminni
í lengdinni. Að öðru leyti vísast til ritgjörð-
ar Sveins búfr. Sveinssonar í Andvara 2. ár
»Um mjólkurgerð«; þar er þessari aðferð lýst
all nákvæmlega.
þó þetta væri mikil framför, þar smjör og
ostur varð jafnari og betri vara, þá var þó
ekki hjer látið staðar nema, með því líka
ýmsir annmarkar komu einnig í ljós við þessa
aðferð, svo sem erfiðleikar að vera vel birg-
ur af ís, þá vetrar voru frosta- og snjóalitlir.
jþegar klakann þraut, varð að brúka hina
eldri aðferð (byttur), en þar við jókst kostn-
aðurinn, þegar þurfti að vera birgur af
áhöldum til beggja aðferðanna (klaka, bytt-
um). Einnig var ekki jafn hægt að fá alla
mjólk til að setjast jafn vel með þessari
nýju aðferð; einkum átti þetta sjer stað á
haustum og framan af vetri, meðan kýr voru
óbornar, eins ef mjólkin var til muna farin
að kólna, áður en hún var sett upp, en við-
því má gjöra með því að hita mjólkina apt-
ur til 25—30°.
Eptirmæli.
t Síra Stefán Thorarensen var fæddur að
Stórólfshvoli 10. júlí 1831. þar, i Stórólfs-
hvolsþingum, var þá faðir hans prestur,
síra Sigurður Gíslason prófasts þórarinsson-
ar í Odda ((1807), bróður Stefáns amtm.
þórarinBSonar; en kona síra Sigurðar, móðir
síra Stefáns, var frændkona hans Guðrún
’Vigfúsdóttir sýslumanns þórarinssonar á
Hlíðarenda (11819), bróður þeirra Stefáns
amtmanns og Gísla prófasts; var Guðrún
systir Bjarna amtmanns Thorarensens. Níu
vetra fluttist Stefán með foreldrum sínum
að Hraungerði í Flóa, kom í Beykjavíkur-
skóla 1847, útskrifaðist þaðan 1853 og tveim
árum siðar (1855) af prestaskólanum með
I. einkunn, vígðist s. á. 7. okt. aðstoðar-
prestur föður síns að Hraungerði, en fjekk
Kálfatjörn 1857, þjónaði því brauði nær
30 ár og bjó alla þá tíð rausnarbúi á Kálfa-
tjörn, unz hann fjekk lausn frá prestsskap
sakir heilsubrests vorið 1886, og fluttist
þá til Reykjavíkur. Hann var tvíkvæntur,
fyrst Bannveigu Sigurðardóttur, kaupmanns
í Reykjavík, Bjarnasonar riddara Sivertsen,
er andaðist 1856, og síðan systur hennar,
Steinunni, er lifir mann sinn. Hvorttveggja,
hjónabandið var barnlaust.