Ísafold - 04.05.1892, Síða 3

Ísafold - 04.05.1892, Síða 3
143 sig »Öldina« hans. Kemur hið nýja sam- steypublað út tvisvar í viku, eins og Isafold, og Lögberg sömuleiðis. Morðmálið. f»ví er enn vísað heim írá landsyfirrjetti, í fyrra dag, morðmálinu úr Bárðardalnum (Jóns Sigurðssonar), á kostnað hjeraðsdómarans, Benidikts sýslu- manns Sveinssonar, er á nú að dæma það í þriðja sinn', «allc er þá þrennt er«. Nu hafði hann flaskað á því, að hann tók eigi eið af meðdómsmönnum sínum. Verzlunarfrjettir frá Khöfn 20. apríl: Ull enn í litlu gengi. Óseldir um 250 ball- ar; boðnir 55 a. fyrir sunnlenzka ull, 63 a. fyrir norðlenzka vorull prima. Til Liverpool komu 100 ballar prima norðlenzk vorull, og seldist á d. = 60 aura. J Saltfiskur. Með sama skipinu, sem flutti þessa 100 balla af ull til Liverpool, komu um 50 smálestir af austfirzkum saltfiski ým- iss konar og seldist fyrir 17 pd. sterl.^ smá- lestin, nema ýsa 14 pd. Hjer (í Khöfn) óseld um 200 skpd. af stórum saltfiski, sem fæst fyrir 36 kr. skpd. — í Lófót var afl- inn orðinn laugardaginn að var 36 milj. af þorski (í fyrra um sama leyti 32 milj.); í Finnmörk nú komnar á land 2J milj., í fyrra 2 milj. því miður engin útlit fyrir minnstu toll- ívilnun á Spáni. Af harðfiski óseld um 30 skpd., sem er í hæsta lagi 60 kr. virði skpd. Lýsi. 120 tunnur af »prima« gufubræddu hákarlslýsi seldar 33J kr. tunnan (210 pd.). En óseldar hjer 300 tnr. Sauðakjöt norðlenzkt »prima« í boði fyrir 38 kr. tunnan, fást ef til vill 35 kr. Oselt um 350 tnr. Sauðskinn söltuð, seld síðast á 4 kr. vönd- ullinn (2 gærur). Sundmagar 45 a. Dúnn norðlenzkur »prima« seldur á 9 kr. Tólg seinast seld á 23 a. Búgur nú í 790—825 a. (100 pd.) eptir gæðum. Búgmjöl 850—875 a. Bankabygg nr. 1: 925 a„ nr. 2: 840—875 a„ nr. 3: 825 a. Hrísgrjón stór 950 a„ meðal 800—850. Kaffi 62—70, lakara 58—60. Kandís 18—19 a. Hvítasykur 17J. Púðursykur 14J—15 a. Ú tflutningsb annið. f>að mun vera áreiðanlegt, eptir því, sem nú frjettist, að hið brezka innflutningsbann nái ekki til hesta, enda kvað vera von á Coghill með næsta skipi til hrossakaupa, jafnvel þótt heldur líti illa út með verð á þeim. Að öðru leyti frjettíst það, sem þó heldur er gott að heyra, að stjórnin danska hefir gjört sjer allt far um; að fá banninu af ljett hvað ísland snertir, 0g að ekki er vonlaust um, að eitthvað kunni að ávinnast í því efni. Skal að því leyti vísað í eptirfarandi útdrátt- úr auglýsingu, er landshöfðingi hefir út gefið í gær, og sjest þar meðal annars, að mörg- um er grunur um, að eigi kui heilt undir með þetta almenna innflutningsbann Breta; með öðrum orðum: að það sje atkvæðaagn handa enskum bændum til fylgís við stjórn- ina í næstu kosningum, eða eitthvað í þá áttina. Auglýsing landshöfðingja er að aðalefni á þess leið: »Samkvæmt brjefi ráðgjafans fyrir Island til landshöfðingja, dags. 20. f. m„ er kom með póstskipinu »Laura« í nótt, hafa þegar verið gjörðar tilraunir til þess, að fá bann hinnar brezku stjórnar gegn innflutningi á skepnum frá öllum löndum Noðurálfunnar af numið að því er ísland snertir, en því máli var ekki ráðið til lykta, þegar skipið fór. Af hálfu stjórnarráðsins fyrir ísland hefir því einkum verið haldið fram, að jafnvel þótt álitið yrði, að hnattstaða Islands og fjar- lægð þess frá meginlandi Evrópu væri ekki nægileg trygging fyrir því, að sóttnæmi fjen- aðarsjúkdóma gæti eigi dreifzt þaðan út, þá hlyti þó að minnsta kosti öll slík hætta að vera útilokuð af þeirri ástæðu, að eptir núgild- andi lögum (1. 17. marz 1882) hefir undan- farin ár algjörlega verið bannað að flytja til landsins sauðfje, nautgripi og hesta frá út- löndum (að Danmörku meðtaldri), að sjer- staklega sýki sú, sem tilefni gaf til bannsins (Mund- og Klovesyge) hafi aldrei gjört vart við sig á Islandi, og að bann þetta, sem Is- land sakir hnattstöðu sinnar og sjerstak- legrar tilháttanar að þvi er sjúkdómshættu snertir, vel gæti verið undanþegið frá, þott almennt eigi að heita, mundi að nauðsynja- lausu verða til sannarlegs stórtjóns fyrir Is- land, svo fátækt land og sjerstaklega sett að ýmsu leyti. Sendiherra Danmerkur í Lundúnum hefir í skýrslu sinni, dags. 7. apríl, skýrt frá, að hann hafi þegar áður en hann fjekk þar að lútandi umboð frá utauríkisráðaneytinu, snuið sjer til hinnar brezku stjórnar til þess að leita fyrir sjer um það, hvernig á banninu stæði að því er ísland snertir, og sent Salis- bury lávarði ýtarlega rökstudda kröfu um apturköllun bannsins fyrir ísland. þykist hanu hafa orðið þess vísari, að Island muni vera tekið inn undir bannið einkum af þeirri formástæðu, að það telst í landfræðislegu tilliti til Evrópu, sem yfir höfuð sje talin grunað svæði, og er hann ekki vonlaus um, að eitthvað kunni á að vinnast. Hann lýk- ur máli sínu þannig: »-------Ef svo er, að bannið stafi í raun rjettri fremur af því, að herra Chaplin [mun vera formaður í Board of Agriculture, er bannið hefir út gefið, samkvæmt þar að lút- andi heimildarlögum] álíti tíma og kringum- stæður hentugar til þess að koma fram lög- verndarstefnu í akuryrkjumálum, heldur en af því, að menn sjeu í raun og veru hrædd- ir við sóttnæmishættu, þá liggur í augum uppi, að unnið er fyrir gíg, þótt sannað sje, að ekki sje að óttast sóttnæmi frá Islandi, það því fremur, sem sama mætti segja t. d. um Noreg, er hefir haft mikla fjárflutninga til Englands og Skotlands, og mundi vafa- laust verða hreift miklum kvörtunum og kröf- um þaðan, ef Danmörk fengi áunnið hags- muni íslandi til handa, er Noregi væri neit- að um«. í annan stað hefir hr. L. Zöllner, kaup- maður í Newcastle, lagt sig mjög í fram- króka um, að hafa áhrif á ýmsa málsmet- andi menn enska íslandi í vil, og ráðgerði síðast, að ferðast til Parísar í því skyni, að leita fyrir sjer á Erakklandi um markað fyrir íslenzkt fje á fæti. Sýning skólavinnu. það er orðið altítt erlendis, að sýna á kennarafundum ýmsa handvinnu, sem unn- in er í skólunum, og eins akriflega úrlausn ýmissa verkefna. þetta hefir þótt gefast vel til þess að vekja kapp skólanna, og er heillaráð til þess, að skólakennarar, sem annars eiga ekki kost á að kynna sjer kennsluaðferðir og framfarir annara skóla en sinna eigin, — fái tækifæri til að bera sig saman um ýms atriði viðvíkjandi kennslu og skólahaldi. |>að var orð í tíma talað, er fröken Elín Briem, forstöðukona kvennaskólans á Ytri- ey, hreyfði því á aðalfundi kennarafjelags- ins í fyrra, að reynt yrði til þess að koma á slíkri sýningu á skólavinnu og setja hana í samband við fundi hins íslenzka kennara- fjelags. það er ekkert efamál, að þetta ráð muni einnig vel reynast hjer á landi, og vil jeg með línum þessum innilega mæl- ast til þess, að sem flestir kennarar taki mál þetta til yfirvegunar, og sinni því, hver á þann hátt, sem honum er auðið, bæði með því að koma á kennarafundinn í vor, og eins með því að senda sýnishorn af skólavinnu, hver frá sínum skóla, svo sem af skript, ritgerðum ýmislegs efnis, rjettrit- unaræfingum, alls konar handvinnu o. s. frv. — Herra skólastjóri Morten Hansen í Keykja- vík veitir móttöku öllu því, sem sent verð- ur, og væri æskilegt, að allt það, er sýna skyldi, væri komið til hans að minnsta kosti einum degi fyrir ársfund í vor, en stjórn kennarafjelagsins mun annast um, að húsnæði fáist svo hentugt, sem kostur er á til sýningarinnar. Flensborg 30. apríl 1892. JÓN þÓBAEINSSON. Eiðaskólaskýrslan. þessar viðsjárverðu villur í síðustu skýrslu, er prentuð var í fyrra (1891), eru lesendur hennar beðnir að leiðrjðtta: Bls. 167 í 1. og 15. dálki 4f fyrir 4f. — 18s og 18s vantar fetsmerki ('). — 195 nægum fyrir næpum. — 238 0,000 : 4 fyrir 0,002 : 4. — 25^ 166,93 kr. fyrir 176,93 kr. — 26 og 27 í reikningnum of taldir 10 aur. — 27ls 250 laugar f. 250 faðma langar. Biðum í janúar 18 2. Jónas Eirílcsson. Uppboðsauglýsing. Eptir ákvörðun á skiptafunddi í dánar- og fjelagsbái Steinunnar sál. Auðunsdótttir og ept- irlifandi manns hennar Jðns þorðarsonar, bónda á Eyvindarmúla, verður að Eyvindar- múlu haldið opinbert uppboð fimmtudaginn 19. ncestkomandi maímánaðar og þar seldar hcest- bjóðanda, ef viðunanlegt boð fcest, eignir tjeðs dánarbús: jörðin Vindás í Hvolhreppi 8.6hndr. n. m. og af hjáleigum Eyviniarmúla: hálfur Háimúli, sem allur er 12.3 hndr. n. m. og hálf Árkvörn, sem öll er 15.96 hndr. n. m.; enn- fremur sauðir og ef til vill meira af lausafje búsins. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum. Uppboðið byrjar kl. 10 fyrir hádegi. Skrifstofu Rangárvallasýslu, 5. april 1892. Páll Briem. Meðlimum bindindisfjelagsins „VILJINN11 5 Stykkishólmi vottast hjer með okkar innilegasta þakkleeti fyrir þess drenglyndi með, ótilhvatt að gefa minnisvarða yfir 1 framliðinn meðlim tjeðs fjelag8, Erlend Lárus Hjálmarsen, bróður og tengdabróður okkar hjer undirritaðra. Reykjavik, Kálfárvöllum og Ólafsvík i apríl 1892. Philipía Hjálmarsen. þorsteinn Hjálmarsen. Hólmfr. S. þorsteinsdóttir. Pálína Hjálmarsen. Jóh. St. Stefánsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.