Ísafold - 10.09.1892, Blaðsíða 3
287
aðarkona, og má fullyrða, að hún stóð í
engu á baki bræðrum sínum, er þóttu þó
þjóðnýtir menn. Hún var skipuð yfirsetu-
kona í Tungusveit, Suðursveit og Kollaflrði,
og gegndi hún því embætti með framúr-
skarandi dugnaði og mestu heppni til
dauðadags. Hún var og góður læknir og
hin ágætasta hjúkrunarkona, enda helgaði
hún þeim starfa eingöngu hin efstu ár æfi
sinnar, eða síðan hún hætti búskap árið
1882. Yflr höfuð að tala var óþreytandi
starfsemi í þarfir hinna nauðlíðandi og
hinn óeigingjarnasti náunganskærieiki lifs-
einkunn hennar, svo að hún átti sjer fáa
líka, og er liennar því að maklegleikum
sárt saknað af hinum mörgu, er notið
höíðu góðs af verkum hennar. A.
Þingmálafundur í E.vik. Eptir prent-
aðri fundarboðsauglýsingu frá nokkrum
mönnum (ritstjórum »ísaf.« og »Þjóð.«,
Indr. Ein., Sigf- Eymundss. og Þórh. Bjarn-
ars.) fjöimenntu Reykvíkingar mjögáfundi
i gærkveldi í Good-Templarahúsinu t-il imd-
irbúnings undir kosninguna í dag. Yoru
um 300 manns á fundi, þar á meðal sjálf-
sagt 200 kjósendur. Þar voru og komin
bæði þingmannaefnin (yflrkenn. H. Kr.
Eriðr. og síra Jóh. Þork.). Fundarstjóri
var tiikvaddur Olafur Rósenkranz biskups-
skrifari. Fundurinn stóð fram undir 4
stundir.
Síra Jóhann Porkelsson lýsti fyrst sínum
skoðunum á nokkrum helztu væntanl.
þingmálum. Hann vildi efla kröptuglega
þilskipaábyrgð með þilskipaábyrgðarsjóði
og ríflegu láni til þilskipalcaupa; sömul.
samgöngur með nægum styrk til hagkvæmra
gufuskipsferða og sömui. gufubátsforða á
Eaxaflóa; stjórnarskrárendurskoðun vildi
hann halda fram afdráttarlaust hvenær sent
nokkur tök væri á; a.mtmannaembættin
vildi hann leggja niður; eptirlaunabyrðina
á landssjóöi vildi hann minnka að miklum
mun með niðurfærslu hinna hærri eptir-
launa.
II. Kr. Friðriksson þrætti fastlega fyr-
ir, að hann vildi eigi kosta »miklu« til
samgöngubóta og bauð þegar betur en
síra Jóh. að þvi er sjávarútveg snertir:
vildi einnig styrkja ábyrgð á opnum skip-
um; þrætti líka fyrir að hann væri á móti
allri linun á eptirlaunabyrðinni, en fór
ekki nánara út í það mál; stældi sem fyr
á móti því, að sparnaður yrði að afnámi
amtmannaembættanna og taldi ókleif vand-
ræði að fá löglærðan formann í fjórðungs-
ráðin, ef amtmanna missti við. Mjög var
honum illa við, að konungkjöma liðinu á
þingi hafði verið talinn liðsauki að hon-
um, heldur kvaðst hann fylgja sannfæringu
sinni (eins og hinir konungkj. gerðu það
ekki!).
Björn Jónsson ritstj. sýndi fram á, að
síðast, þegar hann (yflrkenn.) var á þingi,
1885, hefði hann verið á sama bandi og
hinir konungkj., t. d. bæði í stjórnarskrár-
málinu og amtmannamálinu; mundu lands-
málaskoðanir hans hafa yfir liöfuð á seinni
árum hallazt í aðra átt en áður og hann
orðið með ellinni sama sinnis og hið kon-
ungkjörna lið, í þeim málum, er það greindi
ávið þjóðkjörna flokkinn; hann fylgdisjálf-
sagt sannfæringu sinni, en húnhefði smá-
breytzt þetta. Enda hefði það sýnt sig á þingi
1885, að mjög hefði verið farið að kárna
gengi hans og áhrif á þingmál. Alls eitt
mál hefði hann þá flutt sjálfur, um stækk-
un á lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, en
það hefði verið steindrepið fyrir honum
við 1. umr. Að vísu hefði hann verið
bæði í stjórnarskrárnefnd og fjárlaganefnd
(öðrum nefndum eigi, nema til að semja
ávarp til konungs), en í þær hefði hann
verið settur í upphafl þings af virðingu við
hann sem einn hinn elzta og reyndasta
þingmann. Mundi því óráð fyrir kjör-
dæmi þetta að ætla honum nú, 6 árum
síðar, fulltrúasæti á þingi, og það í 6 ár
enn.
Enn fremur sýndi sami mælandi fram a,
að viðbáran gegn afnámi amtmannaembætt-
anna væri hjegómi, og að undirtektir yflr-
kennarans í samgöngumáli og eptirlauna-
máli væru svo óákveðnar, að ekkert væri
á þeim að græða.
H. Kr. Fr. þrætti óspart fyrir þetta allt
saman, og vildi sanna með ágreiningsat-
kvæði sinu í stjórnarskrármálinu á þingi
1885, að hann hefði haft allt aðra skoðun
en hinir konungkjörnu. B. J. vitnaði í
ræður hans á þingi það ár, að hann hefði
þá haft sömu viðbáruna gegn stjórnarbót
sem hinir konungkjörnu fyrr og síðar: að
vJer gætum stundað atvinnuvegi vora ó-
hindraðir af' stjórnarfyrirkomulaginu; og að
hann hefði viljað láta nægja þá ónýtu bót
á gamalt fat, að íslandsráðgjafinn mætti á
þingi.
Að öðru leyti var mest átt við að leggja
fyrirspurnir fyrir þingmannaefnin. Var
svo að sjá og heyra, sem margmennið og
návist annars þingmannsefnis hefði þau
töfrandi áhrif á yfirlcennarann, að hann
umskapaðist í bráðfjörugan frelsis- og
framfaramann. Kvennfrelsismaður varð
hann t. d. svo mikill, að hann vildi láta
konur hafa bæði kosningarrjett og kjör-
gengi til alþingis. Yistarskylduafnámi var
hann og meðmæltur og öllum atvinnu-
höptum. Gagnfræðakennslu vildi hann
hafa í Reykjavík, þó ekki við latínuskól-
ann, og var dæmalaust hlynntur mennta-
málum, nema vildi ekki hafa barnaskóla
til sveita (nema í sjóplássum). Tóku þing-
mannaefnin bæði hjer uni bil eins undir
flestar þessar fyrirspurnir. Þó bar þeim á
milli um tollmál, er H. Kr. Fr. vildi þar
ekki neina breytingu, en síra Jóh. með-
mæltur hækkun á áfengistolli, ef það mál
yrði upp borið á þingi. Afnámi biskups-
embættisins, er Kr., Ó. Þorgrímsson mælti
eindregið með, var yfirkennarinn mótfall-
inn, meðan ríki og kirkja væri eigi aðskil-
in — það væri stjórnarskrárbrot, eins og
nú stæði —; en síra Jóh. var því eigi frá-
hverfur, ef yflrumsjón kirkjunnar yrði
komið fyrir á hagfelklari hátt. í sambandi
við það mál gat biskup þess að eins, að
Kr. O. Þ. hefði sagt biskupsvísitazíu-
kostnaðinn hjer um bil helmingi hærri en
hann væri. Þingfararkaup vildi síra Jó-
hann hafa fast-ákveðið, en hinn gilti einu,
hvort heldur væri.
Sem meðmælendur H. Kr. Fr., en móti
kosningu síra Jóh. komu fram á þessuin
fundi hinir sömu tveir ræðumenn sem|á
Valgarðar-fundinum: Kr. Ó. Þorgrímsson
og Sigm. Guðmundsson.
188
var festist taugin um fót bjárnarins og dró hann með
sjer spölkorn, unz hann veltist um koll. Við þetta tryllt-
ist hann enn meir, og hamaðist að klárnum helmingi á-
kafara en áður, er hann komst á fætur aptur. Jeg hefði
haft stórum gaman af að horfa A þenna hrikaleik, hefði
leikslokin eigi tekið svo mjög til mín og jeg verið allur
á glóðum um, hver þau myndi verða. Enn þrevttu þeir
hlaupið nokkrar mínútur, og mátti enn eigi í milli sjá.
Það lá við, að jeg færi að fá daufa von um, að bangsa
kynni að leiðast þóf þetta, sem bæði var þreytandi, enda
reyndist árangurslítið, 0g snauta á burt.
En í sömu svipan tók björninn að beita nýrri árás-
araðferð, er virtist hlita mundu. Taugin hafði aptur
flækzt um fætur honum. En nú reyndi hann eigi að
greiða hana af sjer, heldur þreif í hana með tönnum og
klóm. Jeg ætlaði fyrst, að hann myndi slíta hana 1 sund-
ur, og jeg tók að hlakka yflr því, að Móró myndi losna.
En eigi varð mjer að því. »Efraim gamli« var eigi svo
skyni skroppinn, og jeg sá með skelfingu, að hann tók
að fiska sig hægt og hægt áfram eptir tauginni, og færð-
ist svo á henni nær og nær bráð sinni. Hesturinn rak
upp ógurlegt angistarvein. Þetta gat jeg eigi lengur
staðizt. Mjer hvarflaði þá allt i einu í hug, að byssan
min lá hlaðin á gjárbarminum, þeim megin, er orrustan
stóð. Jeg flýtti mjer þá allt hvað af tók, ofan í gjána,
185
Eitt sinn er bangsi brá sjer spölkorn upp á flatneskjuna,
kom hann aUga á antilópuna, er jeg hafði fellt, og tók
nú að fást við hana. Hann dró hræið eptir sjer ofan í
gjána og var þegar kominn i hvarf bak við hamariun.
Jeg synti nú nokkra faðma áfram og óð síðan hægt
og svo skvamplaust sem jeg gat til lnns landsins og upp
á sandbakkann þar. Þarna stóðjeg holdvotur náttúrlega
og hriðskjálfandi, og vissi alls eigi, hvað nú skyldi til
bragðs taka. Jeg gerði það af ásettu ráði, að snúa til
þess bakkans, er öndvert var þeim, er jeg hafði vaðið
út frá, því að mjer datt í hug, að björninn kynni að
snúa aptur upp til vatnsins. Það var eigi ósennilegt, að
hann drægi antilópuna heim í bæli sitt, og snöri svo apt-
ur til þess að svipast eptir mjer.
Jeg var á tveim áttum, hvað gera skyldi. Átti jeg
að flýja svo langt inn á flatneskjuna, að hann gæti eigi
náð mjer? Nei! Það var ógjörningur. Hvað sem öðru
leið varð jeg að komast yfir gjána aptur, til þess að vitja
um hestinn minn. Það var og ekki meira vit í að hætta
sjer hestlaus út á flatneskjuna en hætta sjer á lítilli og
ljelegri kænu út á reginhaf. En þó að jeg hefði átt það
vist að ná óskaddaður til byggða, ef jeg skildi eptir hest-
inn minn, þá hefði mjer aldrei getað komið sú óhæfa i
hug. Mjer þótti vænna um hann »Móró« minn en svo,
að jeg gæti skilið hann svo eptir í greinarleysi. Það var