Ísafold - 17.09.1892, Page 1
Kemur út á mi(!)vikudögum
og laugardögum. Yer?) árg.
(um 100 arka) 4 kr., erlendis
B kr.; borgist fyrir miöjan
júlímánuö.
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifieg) bundin viö
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
bermán. Afgroiöslustofa i
Au8tur8trœti 8.
XIX. árg.
Heyásetning og fjárfækkun.
Hinar mikln og tíðn áminningar í blöð-
nm og búnaðarritum nú hin síðari árin
tim gætilega heyásetning, afskipti löggjaf-
■arvaldsins af því máli og vaxandi menn-
ingar- og mannúðarhugur almennings hefir
borið þann ávöxt, að gapaleg ásetning og
þar af leiðandi harðÝögismeðferð á skepn-
um og jafnvel horfeliir er orðið fátíðara
■en áðnr gerðist. Hugöunarhátturinn hefir
vissulega breytzt til batnaðar í því ofni
hjá öilum fjöldannm.
En mest er undir því komið, að þessi
nýi og betri hugsunarháttur sje nógu stað-
fastur til að standast megnar freistingar.
Freistingin til að setja djarft á vetur
hefir lengi ekki verið jafn-rík og ein-
mitt nú.
Fyrst og fremst heyskaparbrestur feyki-
mikill, og hitt þó þaðan af verra, að lítil
sem engin von er um fjármarkaði í haust
•og jafnlitil von um nýtiiega fjársölu á
blóðvelli; helzt útlit fyrir, að bændur fái
þriðjungi eða jafnvel helmingi minna fyrir
skepnur sínar hjá kaupmönnum en í með-
«.lári, og það að eins í vörum, í stað þess
að annars hefir fjársalan á fæti verið aðal-
peningalind landsmanna í býsna-mörg ár.
Það eru geigvænleg umskipti, þetta og
annaö eins, og voðaleg freisting fyrir
bændur að fleygja ekki fjárstofni sínum
út fyrir hálfvirði, heldur tefla að fornum
vanda á tvær hættur með líf þeirra vetr-
■arlangt, í von um að betratakivið að ári,
æða með öðrum orðum: »að setjaáguð og
gaddinn«.
Nú reynir á, livort sannfæringin um
skaðsemi djarflegrar ásetningar fyrir efna-
-hag þjóðarinnar er nógu rótgróin og stað-
föst. Ilvort almenningi er nógu fastloga
Innrættur sá óyggjandi sannlciki, að aldrei
lifnar efnahagur þjóðarinnar við að marki
nje að staðaldri fyr en horfellisósóminn
leggst alveg niður. Hvort almenningi skilst
það til hlítar, að hyggileg heyásetning
samsvarar hjer á landi vátrygging þeirri,
er aðrar þjóðir eru fyrir löngu komnar upp
á að varðveita með efni sín og þær eiga
mest og bezt auðsæld sína að þakka.
Allt er betra en að hafa bústofninn í
sýnni hættu fyrir heyskorts sakir. Betra
að láta mikið af honum.í kaupstað fyrir
lítið verð og það upp í skuldir, ef Sv0
vill verkast. Betra að farga til heimilis
miklu meiru en þörf virðist; það er góð
fæða, ef vel er með farið, og útgengileg
þegar fram á kemur fyrir fiskæti frá sjó
eða annað.
Sauðfje er ótrúlega ílj'ött að komast upp
aptur. Það þekkja líka horfellismennirnir
og hugga sig viö það; en það er skræl-
ingjahuggun hjá þeim; því aldrei verður
Reykjavík, laugardaginn 17. sept. 1892.
aptur tekin hin voðalega fjársóun, sem í
því felst, að skepnaii fellur til ónýtis, ept-
ir að eytt hefir verið í hana vetrarlangt
heyforða þeim, er til var, og allri fyrir-
höfn að hirða hana. Hitt., að farga henni
í haustholdum, það er engin fjársóun,—
það er þvert á móti hyggileg fjárafneyzla,
svo framarlega sem eigi er full trygging
fyrir nægum fóðurbirgðum handa henni
vetrarlangt. Það getur í hæsta lagi orðið
nokkur gróðatakmörkun eða ábataskerð-
ing. En slík ábataskerðing er margfalt
ákjósanlegri en sá meira en tvísýni gróða-
hnikkur, að setja skepnur »á guð og
gaddinn«, að ógleymdri þeirri guðlausu
harðýðgismeðferð; er slíkt getur leitt yfir
saklausa guðsgjöf.
Bókarfregn.
Landfræðissaga íslands. Huc/myndir
manna um Island, náttúruskoðun og
rannsóknir. Eptir Porvald Thorodd-
sen. Fyrra hepti. Rvík (ísaf.prentsm.)
1892. (2+) 238 bls. 8.
Rit þetta, er sæmt hefir verið að meiri
hluta verðiaunum af gjafasjóði Jóns Sig-
urðssonar, er gefið út af hinu íslenzka Bók-
menntafjelagi. Það hefir, sem vænta má,
að geyma margvíslegan fróðleik, erlendan
og innlendan, landfræðislegan og söguleg-
an o. s. frv. Sjerstaklega útlistar höf. hug-
myndir manna um Island og Islendinga á
fyrri tímum eða lýsingar þar á, sem nátt-
úrlega eru meira og minna mengaðar öfg-
um og ósannindum, og gefaþví tiltölulega
lítinn sanninda-arð. En segja verður hverja
sögu svo sem hún gengur, og verður eigi
hjá því komizt í slíku riti, að tilfæra marg-
ar öfugar hugmyndir, sem lítið eða ekkert
er á að græða út af fyrir sig. En engan
veginn er þó þýðingarlaust að sjá, hversu
öfugar hugmyndir myndast og æxlast, unz
þær verða að víkja fyrir öðruin rjettari.
Ritið lýsir afarmikilli víðlesni og ákaflegu
ritþoli höfundarins. Hann nefnir mjög
marga höfunda, er minnast á ísland, og
lýsir að öllum jafnaði æfiferli hvers þeirra,
að því er kostur er á. Hann kemur og
allmjög við verzlunarsögu og menningar-
sögu landsins. Ritið er mjög ljett og lipurt
skrifað og furðulega skemmtilegt aflestrar.
Ritinu (hepti þessu) er skipt í 3 kafla,
en hverjum kafla í nokkrar (alls 12) grein-
ar. Fyrirsagnir kaflanna eru þessar:
1. Frásagnir um Island á undan lundnámi
(1.—3. gr., bls. I.—20.). 2. Ilugmyndir
manna um ísland fyrir siðaskiptin (4.—10.
gr., bls. 21.—145.). 3.. Siðaskiptin. Níðrit
um ísland. íslcndingar rakna við (11.—12.
gr., bls. 14P>.—238.). Má þar af ráða um
efni ritsins; en til þess að sýna gjör fram
á hinn fjölbreytilega fróðleik þess, skal
drepa á hinar einstöku greinár.
74. blab.
1 1. gr. eru sagnir um Ihule. Nafnið
Thule (Thyle, Tíli) á kyn sitt að rekja til
Pyþeas’s frá Massilíu, er uppi var 1100 ár-
uin fyrir fslands byggð, en svo hefir hann
nefnt eitthvert kynjaland lengst norður i
höfum. Frásagnir hans um Tíli voru sið-
an teknar upp í fornaldarrit Grikkja og
Rómverja og siðar upp í miðaldarit, með
ýínsum breytingum og viðaukum, og er
svo að sjá, að menn sunnan úr heimi, er
bárust norður í höf, hafi ætlað, að livert
það land, er lengst var í norður frá átt-
högum þeirra, mundi vera Tíli hinna fornu
höfunda og hafi heimfært athuganir sínar
þar til. Þá er Norðmenn höfðu fundið ís-
land, varð sú ætlan almenn, að það mundi
vera Tíli, og svo hafa íslendingar í forn-
öid sjálfir ætlað (Landn., upph.). Arngrim-
ur lœrði varð einna fyrstur til þess (1610)
að mótmæla því, að Tíli í fornritum suð-
rænna manna væri ísland. Þó varð það
eigi brátt almennt viðurkennt, og enda
Pórður Porláksson (síðar biskup í Skálholti)
hjelt J>ví fram (1666), að Tíli væri ísland.
Nú eru allir skynberandi menn komnir af
þeirri skoðun, enda sýnir höfundurinn fram
á, að slíkt er fjarstæða, að ísland hafi þekkzt
og að þar liafi byggð verið, áður en iandið
fannst af Norðmönnum.
í 2. gr. eru fornar sacjnir um ísland’
áður en það fannst. í sjálfu sjer hafa
engar sagnir getað verið til um það áður.
En í sagnaritum frá miðöldunum er ísland
nefnt í sögum, er eiga að hafa gjörzt löngu
fyrir byggð íslands. Þannig er í Breta-
sögum (í Hauksbók) nefndur Malvasíus
Tíle konungur eða íslands. Á slíku er auð-
vitað engar reiður að henda. Svo er og
ísland nefnt í ýmsum latínskum brjefum,
er snerta rjettindi erkistólsins í Hamborg
og Brimum, en þau eru sjálfsögð falsbrjef
og er ætlun ýmsra manna, að Aðalbert
erkibiskup í Brimum (f 1072) hafi falsað
þau.
3. gr. er um það, er írar finna ísland.
Það er kunnugt af íslendingabók og Land-
námu, að þá er Norðmenn tóku að byggja
ísland, voru þar fyrir kristnir menn írskir,
er þeir nefndu papa, og voru þaðan dregin
ýms örnefni, er sum hafa haldizt enn, en
sum eru týnd, svo sem Papós, Papey, Papýli,
en sams konar örnefni koma fyrir á Orkn-
eyjum og á Hjaltlandi. Sú sögn styrkist
af frásögn Ducuiis munks (825), þar sem
hann minnist á viðtal við klerka nokkra,
er fyrir 30 árum (n. 795) hafi haft vetur-
setu á Tíli. Lýsing hans á Tíli kemur
lieim við ísland, og hefir höf. (Þ. Th.) sýnt
fram á, að kristnir menn frá vestureyjum
muni fyrstir hafa fúndið landið á 8. öld
og flýð jiangað fyrir yfirgangi norrænna
víkinga og tekið sjer þar bólfestu, og hafi
þá samgöngur verið milli íslands og vest-
urlanda, en byggð liafi verið mjög strjál,
endá stukku papar aptur þaðan á öndverðri
landnámstíð.
t