Ísafold


Ísafold - 17.09.1892, Qupperneq 2

Ísafold - 17.09.1892, Qupperneq 2
294 4. gr. er um ferðir Norðmanna til ísland.s og landnám þeirra. Fyrst minnist höfund- urinn á fund íslands og fer þar tvennum sögum um, hver Norðmanna hafi fyrstur fundið það, livort heldur Naddaður víkingur, færeyskur (Sturlub. af Landn.) eða Garðar Svavarson, sænskur (og danskur) að kyni (Hauksb. af Landn.). Höf. hallast, svo sem Finnur Magnússon og Konráð Maurer, fremur að frásögn Hauksbókar, og færir það til stuðnings, er framast má, en rök- semdir fyrir því sýnast eigi mikils verðar. Frá Jandnámum segir hann fátt, enda átti það trautt við. Vísar hann í því efni til Landnámu og Tímatalsritgerðar G. V. í Safni t. s. ísl., en taka hefði mátf fram, að mikil þörf væri á sjerstakri landnáma- sögu landsins. Þá minnist hann á helztu aðferðir til að helga sjer land, en við mundi hafa getað átt, að það efni hefði verið betur tæmt. Þá nefnir hann og stuttlega helztu eyðibyggðir uppi í landi, svo sem Geitland, Langavatnsdal, Króksdal, Þegj- andadai, Hrafnkelsdal, Laugarvalladal, Þjórsárdal, Þórsmörk o. fl. Um sumt af þessu hefir hann gjör frætt annarsstaðar. A landkannanir á Islandi í fornöld og forna fjallvegu bendir hann og nolckuð, og bendir um leið á mótsögn í Tímatali G. V., að því er snertir Hvinverjadal. Annaðhvort Jiefir Skagafjörður byggzt fyrr en G. V. telur, eða þeir Öndótts synir kráku hafa síðar út komið en hann telur, nema hvort- tveggja sje, en eigi er það frekara rann- sakað. 5. gr. er um menntan fornmanna, ferðir þeirra og landaþekking. Þar eru nefnd allmörg dæmi upp á ferðir íslendinga til Noregs og annarra landa frá upphafi og allt fram undir siðabót, bæði um norður- höfin allt austur í Gandvík og allt suðurí Miklagarð, og svo um landferðir þeirra austur í Garðaríki, suður um Saxland o. s. frv. Framan af fóru menn einkum af landi til þess að leita sjer fjár og frama, svo sem með kaupferðum og víkingaferð- um, eða til þess að sækja heim konunga og gerast þeim handgengnir. Síðar varð erindið einkum að áfla sjer menntunar á erlendum skólum og að sækja heim helga menn (Tómas Bekket á Englandi, Jakob postula á Spáni) eða vitja hejgra staða (sbr. Jórsalafarar, Rómferlar). Með því að ís- lendingar í þá daga voru svo víðförlir, gat eigi hjá því farið, að þeir öfluðu sjer talsverðrar landaþekkingar, enda lýsa og forn rit þeirra því, að þeir báru gott skyn á landaskipun. Er minnzt á helztu land- fræðisrit þeirra og talin dæmi til, hversu þeir ákváðu fjarlægðir (í dagleiðum á landi, dægrasiglingum á sjó) og hnattstöðu landa með því að lýsa sólargangi og miða við leiðarstjörnu (pólstjömu). I 6. gr. telur höf. hinar elztu lýsingar á Islandi, innlendar og útlendar, og tilfærir kafla úr þeim ritum eða ágrip þar af, og rannsakar svo lýsingamar, og sýnir, að ýmislegt, er sýnist miður rjett, er þó eðli- legt frá sjónarmiði þeirra tíma og hefirvið rök að styðjast, enda munu erlendar lýs- ingar á íslandi að mestu eiga kyn að rekja til íslendinga sjálfra, þótt sumt hafi þeir misskilið, svo sem að ís væri þar hafður tQ eldneytis — sú sögn kemur fyrst fyrir í þýzku kvæði frá 11. öld og ber liöfund- urinn fyrir sig Ragnfröð (Reginpreth) bisk- up, er verið hafi á Islandi —, og er þar auðsjáanlega blandað málum, talað um rekís fyrir rekavið, er ísnum fylgir. Eigi er nema ein lýsing íslenzk, Arngríms ábóta á Þingeyrum í Guðmundarsögu biskups (á 14. öld). Önnur er norræn, í Konungs- skuggsjá (frá öndv. 13. öld). Hinar eru latneskar. Ilelztir þeirra, er íslandi lýsa, eru: 1. Adam frá Brimum, er skráði rit sitt á síðara hluta 11. aldar, vart 2 tugum ára eptir að ísleifur biskup var vígður í Brimum (10515); getur liann ísleifs og er líklegt, að hann hafi heyrt hann borinn fyrir ýmsu um ísland. 2. Gii’aldus Cam- brensis enskur (á 12. öld). Hann settist að í Linkoln 1192 og gat vel haft sögur af Islandi eptir Þorláki helga, er var þar að námi litlu fyrr. 3. Saxi grammaticus, danskur (f n. 1208). Ilann vitnar til ís- lendinga, enda fóru íslendingar títt til Dan- merkur um þær mundir. 4. Norrænn liöf- undur að latínskri Noregs-kroníku (frá öndv. 13. öld). — Enn minnist höf. á ferð- ir þeirra Zeni-bræðra (1340—1405), sem margt hefir verið um skráð. Þar er nefnt Island og »Frislanda,« sem sumir hafa ætl- að að væri ísland. En það rit reynist að vera mestmegnis skrum og skrök. 7. gr. er um Island á landabrjefum rtiið- aldanna. Fyrst er fróðlegur inngangur um landabrjefagjörð frá elztu tímuni. Á mi,ðöldunum var kortagjörð mjög ófull- komin. Fyrst voru ,hjólkort‘ — og eru sýnishorn þeirra í íslenzkum handritum — og síðan kompáskort (frá byrjun 14. ald- ar). Elzti uppdráttur, þar sem ísland er sýnt, er engilsaxneskur (frá 10. öld). Síð- an er það sýnt á fjöldamörgum landabrjef- um allt f'ram á miðja 16. öld. Er lega þess og lögun víðast allfjarri lagi. Á einu or það nefnt Stocfis(k), — og í einni ferðasögu eptir grískan mann frá 15. öld er það nefnt ,Fiskætuey‘. í 8. gr. segir frá um verzlun og menn- ingu íslendinga á 14. bld og viðskipti fs- lendinga og Englendinga á 15. og 16. i)ld. Er þar í eigi ófróðlegt ágrip af verzlunar- sögu íslands á þeiiu tímum. Áður hefir Finnur Mngnússon ritað (á dönsku) all- fróðlegan þátt um verzlun Englendinga á Islandi á 15. öld, og hefir þar leitazt; við sanna, að Kolumbus hafi komið til Islands 1477 og muni þar hafa féngið vitneskju um fund Vínlands. Er það byggt á brjefi, sem eignað er Kolumbusi, þar sem segir: »árið 1477 í febrúarmánuði sigldi jeg meir en 100 mílur hinum megin við (fyrir norð- an, norður um) Tíli«. En eigi segir hjer, að Kólumbus kæmi til Islands, enda sýnir höf. (Þ. Th.), að engin líkindi eru til eptir þeirri stefnu, er Kólumbus tók, þá er hann fór í Indlands-leit 1492, að honum hafi ver- ið kunnugt um Vínlands-ferðir Islendinga í fornöld. 9. gr. er um upþhaf hinnar þýzku verzl- unar á Isiandi (um miðja 15. öld og fram um siðaskiptin) og um Islandslýsingar frá byrjun 16. aldar, og cinkanlega um Ólaf Magnús, sænskan höfuðklerk og fræði- mann (f 1558), er gjört hefir íslands-lýsing með myndum, ásamt uppdrætti. Er þar margt rjett, en sumt, nokkuð lijákátlegt innan um. 10. gr. er um norðurferðir Englendinga (að finna norðvesturleið til Indlands) og Da/na (að finna Grænland) og um Islands- lýsingar frá síðara hluta 16. aldar. Ýmsir sjógarpar Engla komu á þeim tímum við á íslandi, og Danir komu þar við á leið- öngrum sínum og höfðu sögur af íslend- ingunj. Um þessar mundir tóku og að koma út níðrit, er svo má nefna, um ís- land og íslendinga, er lítið virtust annað hafa við að styðjast en sjómanna-þvaður. Einna fyrstur þessarra níðhöfunda, erhver- lapti síðan eptir öðrum, voru þeir Andrew Boorde, enskur maður (1547) og Gemma Frisíus, þýzkur (f 1555), og margir fieiri síðan. Er tilfærtliið helztaúr ritum þeirra,. satt og logið, gott bragð af hvoru. 11. gr. segir enn um viðskipti íslendinga við Pjóðverja (til 1602, framhald verzlun- arsögunnar) og um níðrit um ísland eptir þjóðverska menn, Gories Peerse (1561), Ditlimar fílefken (1607), og David Fabrici- ns (1616). Arngrímur hinn lærði reis upp gegn mönnum þessum og hrakti óhróður þeirra. 12. gr. er um menntun á íslgndi um siðaslciptin og frá því, er íslenzkar bók- menntir rakna við, og einkum um Guð- brand Poriáksson (f 1627) og Arngrím Jónsson (f 1648), og segir nokkuð greini- lega frá æfi þeirra, einkum hins siðar- nefnda, er enginn hefir fyrr orðið til að rita, svo að ráði sje. Með þeim hefst nýtt tímabil í landfræðissögu íslands. Guð- brandur biskup mældi hnattstöðu fslands og gerði uppdrátt af landinu, langtum betra en fyrr hafði verið, og er liann enn til (og hefir verið eignaður A. S. Vedol). Síðan tók lega og lögun landsins að verða nærri sanni á landabrjefum. En Arngrímur prestur hnekkti ósannindum um ísland og- íslendinga með ritum sínum, er skráð voru á latínu, svo að útlendingar áttu kost á að fá rjettari hugmyndir um landið. 2. hepti flytur að líkindum sams konar fróðleik frá 1600 og fram á vora daga. E. FyrirlitÞ'gra kvikindl skríður ekki á guðs grænni jörðu en það, er f'elur sig meðan á bardaganum stendur, — þorir með hvorugum að vera, meðan það veit eigi, hvorir muni bera hærra hlut —, en skríður siðan fram úr fylgsni sínu, glennir skoltinn og geltir hátt að þeim, sem undir urðu, en dillar skottinU framan í hina! Skiptapi. Bátur fórst á ísafjarðardjúpi á heimleið úr kaupstað snemma í þ. mán., með 3 mönnum; formaður Jón bóndi Þórð- arson frá Skarði á Snæfjallaströnd. Þingmannaefni. í Strandasýslu kvað Páll prófastur Olafsson eigi gefa kost á sjer framar. En þar eru 3 aðrir um lioð- ið: síra Arnór á Felli Árnason, síra Ey- ólfur Jónsson í Árnesi og Guðjón Guð- laugsson búfræðingur á Ljúfustöðum. í Dalasýslu bjóða sig fram 3 prestar: síra Jens Pálsson, síra Guðm. Guðmunds- son í Gufudal, og síra Jóhannes L. Jó- hannsson á Kvennabrekku. Síra Jens er talinn langliklegastur að ná þar kosningu. Eitthvað af sóknarmönnum síra Jóhannes- ar var að ráðgera að skora á Halldór í Langholti að bjóða sig þar fram, er þeir frjettu að hann varð undir i Borgaríirð- inum. Alþingiskosningar. ísfirðingar kusu 5. þ. m. sýslumann Skúia Thóroddse.n og~ síra Sigurð Stefánsson í Vigur. Höfðu ýnisir Djúpmenn, brennheitir átrúendur

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.