Ísafold - 26.10.1892, Blaðsíða 3
8S9
kynni okkar og högum orðuir. okkar eptir því.
Ef við getum orðið ásáttir um þetta, þá
mundi jeg kalla betur farið en heima setið.
Pálmi Pdlsson.
Líflátsdómur.
Báröardals-morðsmálið var loks dæmttil
fullnaðar i yflrrjetti í fyrra dag, og stað-
festur hjeraðsdómur frá 3. sept. þ. á., en
þar var hinum kærða, Jóni Sigurðssyni
frá Mýri í Bárðardal, dæmt iiflát samkvæmt
191. gr. hegningarlaganna, fyrir að hafa
13. septbr. f. á með ráðnum huga drepið
stúlkuna Guðflnnu Jónsdóttur frá Svartár-
koti, sem var þunguð af hans völdum. —
Morðinginn kannaðist við, að það hefði
löngu áður verið farið að hvarfla i huga
sinn, að losast við stúikuna með ein-
liverju móti, til þess að komast hjá að eiga
hana; »en tii þess hugkvæmdist honum eigi
annað ráð en að fyrirfara, henni. Þessi
liugsun, að ráða Guðfinnu af dögum, vakn-
aði hjá ákærða 3 vikum eða hálfum mán-
uði áður en hann framdi glæpinn, festist
smátt og smátt hjá honum ogvarð að fuil-
um ásetningi. Hann fór að Svartárkoti
laugardaginn 12. sept. f. á., meðfram til
þess að framk’, æma þennan ásetning; var
hann þá þar um nóttina, og á sunnudags-
morguninn 13. , , m. átti hann tal við Guð-
flnnu þarábærum, ogí því skyni að fram-
kvæma áform sitt fekk hann hana til að
lofa að hitta sig þá um daginn eptir kl. 2
einhversstaðar á svæðinu frá beitarhúsun-
um í Víðirkeri og að Ullarfossi í Svartá
við ána sjálfa. A sunnudagsmorguninn fór
hinn ákærði frá Svartárkoti, og síðar um
daginn eptir hádegi fekk Guðflnna Jóns-
dóttir leyfi húsmóður sinnar til að bregða
sjer út af heimilinu. Þegar hún eigi kom
heim aptur, var gjörð ieit eptir henni, og
fannst hún loksins 16. s. mán. örend í
Svartá í svo grunnu vatni, að það rann
eigi yfir allan líkama hennar. Eptir áliti
ldutaðeigandi læknis, sem hefir skorið lik-
ið upp og rannsakað það, hefir Guðfinna
dáið köfnunardauða, og hyggur hann, að
hún hafi verið köfnuð áður en hún kom í
vatnið. Hinn ákærði hefir nú og tregðu-
laust kannazt við það, að hann hafi.þegar
hann eptir umtali þeirra hitti Guðfinnu á
hinum ákveðna tíma og stað við Svartá,
án nokkurra umyrða lagt hendur á hana,
þar sem hún sat á árbakkanum, sett vetl-
ing sinn og vasaklút fyrir vitin á henni,
legið ofan á, henni og haldið þannig fyrir
vit hennar, þangað til hún var köfnuð, en
að því búnu dró hann líkið út í ána, þar
sem það síðar fannst«.
»Um meðferð málsins í hjeraði er það
að athuga«, segir yfirrjetturinn, »að hjer-
aðsdómarinn«—Benid. sýslum. Sveinsson—
»hefir tvívegis áður látið dóm ganga í því,
hinn 12. oktbr. f. á. og 14. jan. þ. á., en
báðir þeirdómar hafa verið ómerktir, hinn
fyrri af því, að meðdómsmenn voru eigi
kvaddir til að dæma með undirdómaran-
um, en hinn síðari af því, að hinir til-
nefndu meðdómsmenn eigi voru eiðfestir,
og hefir þetta gert að nauðsynjalausu mjög
mikinn drátt á málinu. Það þykir þó eigi
ástæða til að láta dómarann sæta frekari
ábyrgð fyrir þetta en að liann greiði all-
an kostnað, sem af máiinu hefir leitt frá
því að það var fyrst dæmt í hjeraði 12.
oktbr. f. á. og þangað til það var dæmt
nú síðast 3. sept. þ. á«.— Annan málskostn-
að, þ. e. til 12. okt. f. á. og eptir 3. sept.
þ. á., var ákærði dæmdur til að greiða.
Auðvitað fer málið fyrir hæstarjett.
Lausafregnin um, að síra Þorsteinn
Halldórsson í Mjóaíirði væri iátinn, reyndist
vera missögn, sem betur fór.
Hitt og þetta.
Meðfæddur fábjánaskapur. Sá sjúk-
dómur heíir hingað til reynzt ólæknandi eða
líttlæknandi. Nú telur f'rakkneskur sáralæknir,
er Launelongue heitir, sig hafa fundið upp
lækningar-aðferð, sem vonlegt þykir, að geti
að nokkru leyti ráðið bót á þess konar mein-
um. Raunar eru það eigi allir fábjánar, er
hann þykist geta læknaö, heldur einungis þeir,
sem hafa heilakreppu (eru mikrokefal), af því
að heilabeinin og hauskúpan hafa eigi eðli-
legan vöxt. Það kemur af því, að brjósksam-
tengingarnar millum hauskúpubeinanna verÖa
allt of fijótt beinmyndaðar. Við því er hið
einfalda ráð, að losa í millum þeirra, svo að
heilabeinin nái eðlilegum vexti. Hann helir
gjört þess konar tilraun við nokkur börn, og
fáeina aðra, og hefir flestum þeirra nokkuð
farið fram að vitsmunum. Þá er> vel hefir
gengið, hafa sjúklingarnir fengið málið á 5—6
dögum og verið farnir að tala þó nokkuð af
viti eptir mjög stuttan tíma.
Nær 110,000 eimreiðir eru á ferðinni
7 »
um heiminn alls, árið um kring, mjög víða
bæði nótt og dag. En hver eimreið dregur á
eptir sjer marga flutningsvagna, ýmist fulla
af fólki eða varningi. Eimreiðin er forustu-
vagninn í hverri lest, flytur gufuvjelina, sem
knýr alla lestina áfram. Af þessum meira en
100,000 eirareiðum eru 63,000 á ferðinni hjer
um álfu, Norðurálfu, en 40,000 um Vesturheim,
3,300 um Austurálfu, 2000 um Eyja-álfu, en
ekki nema 700 um Suðurálfu. Hjer í álfu er
mest um eimreiðir á Bretlandi hinu mikla og
Irlandi, eða ekki færri en 17,000; þá kemur
Þýzkaland með 15,000; þá Frakkland 11,000.
þá Ítalía 4,000; þá Rússland 3,500; þá Belgía
2000; þá Holland 1000 og Spánn 1000; þá
Sviss 900. Önnur lönd minna.
Má af skýrslu þessari marka ailgreinilega
hversu háttað er um greiðar samgöngur í
ýmsum ált'um og með ýmsum þjóðum.
Kóleran i Hamborg. Hún hefir og geng-
ið þar tólf ár áður, frá því um miðja öldina,
en aldrei orðið nándarnærri eins skæð og í
sumar. enda voru þá 19 ár liðin frá því hvin
kom þar síðast. Fyrsta árið, 1848, drap hún
nær 1700 manns; tvö árin næstu 4—600; árin
1853—1859 frá 100 til 1100 á ári; 1866, 1048;
1871 141; 1873 1001.
232
Farið að mínu dæmi, maður minn! Jeg' segi yður satt,
að líf yðar styttist eigi um eina viku fyrir það, og' þá
hafið þjer og leyst það starf af hendi, er þjer gátuð gjört
og áttuð að gjöra«.
»Það er aðdáanlegt«, mælti sonur minn, er lypt
hafði höfðinu frá hægindinu, meðan á lestrinum stóð.
»En skyldi sjúkdómur læiknisins hafa verið banvænn'?«
»Hann var jarðaður í gær«.
Móritz þótti mikils um vert slíka karlmennsku, er
læknirinn sýndi. En nú tók jeg til máls:
»Það er eigi svo fátítt, sem þú kannt að ætla, að
menn sýni af sjer slíka karlmennsku. Saga mannkyns-
ins er auðug af dæmum um framúrskarandi þrekraunir
manna, er eigi hafa látið ægilegustu þjáningar aptra
sjer frá að gegna skyldum sinum eða framkvæma störf,
er verið hafa einkar-nytsamleg fyrir mannfjelagið. Pascal
var þjáður af sárum og þrotlausum tannverk, er hann
fann einhverja hina helztu meginreglu tölvísinnar. Rous
seau var sárþjáður af hættulegum nýrnakvilla, er hann
skráði eitt af merkisritum sínum. Moliére var ban-
vænn af sótt, er hann fór í síðasta sinni í leikhúsið, til
ábata fyrir meðleikendur sfna, og andaðist i leikslok.
Richelieu ]jet eigi blóðspýting aptra sjer frá að rækja
yfirráðherrastörf sin. Markskálkurinn af Saxlandi ljet í
öríustunni við Fontenoy bera sig um í burðarstóli og
229
að beita sjer við og reyna á þolrifin. En hjer þótti mjer
ábyrgðarhluti, og hann eigi svo lítill, að grípa til því-
iíkra úrræða.
Jeg ráðfærði mig við lækninn, en eptir því sem hon-
um fórust orð, virtist mjer það allsendis hættulaust. Hann
sagði á þessa leið: »Jeg get eigi imyndað mjer, að það
geti haft nein hættuleg eptirköst, þótt hann taki þegar til
bóklegra starfa, En þó er það eigi ráðlegt, nema því að
eins, að hann leggi mikið á sig, enda geri það ótilknúður.
Sonur yðar hefir þraut í höfðinu samfara sleni í heilan-
um, er honum mun eigi auðið verða að hrista af sjer
nema með talsverðri áreynslu, en mikil áreynsla myndi
verða kröptum hans ofvaxin, nema honum sje það ljúft að
leggja svo að sjer. Jeg hefi ósjaldan veitt því eptirtekt,
að sálin, er hún af frjálsum og fúsum vilja stefnir í mikla
liættu eða sökkur sjer ofan i mikilsvarðandi störf, svo
sem teymir líkamann á eptir sjer og eykur þrótt hans.
Annars vegar er afar-liáskalegt, að reyna mjög á sig,
hvort sem er af uppgerðarþreki eða nauðung, og við því
verður mjög að gjalda varhuga, að ota öðrum til þess,
að sýna í framkvæmdinni af sjer meira þrek en þeim í
raun rjettri býr í brjósti. Og í stuttu máli »—kvað hann
að endingu —« reynið til að fá son yður til að taka til
starfa, en þröngvið honum eigi til þess*.
Heilræði þetta kom mjög vel heim við þær megin-