Ísafold - 26.11.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á miövikudögum
og liiugardögum. Yerb árg.
(um 100 arka) 4 kr., erlendis
ð kr.; borgist fyrir miðjan
júlimánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin viD
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
bermán. Afgroiöslustofa i
jLusturatrœti 8.
XIX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 26. nóv. 1892.
92. blað.
* ‘/J&ís 5$%?
Kristján Þorgríinsson,
knupmaður, ÍO Kirk,iustr. 10,
selur ódýrastan s e g ídúk , f œri,
ló ð ar ön gla , netag arn, og
fleira, scm sjávarútveg hentar, enn
fremur þ a kj á r n af ýmsum lengd-
um, þakkili, vatnsfötur,
kolaskrínur, waterproofs-
kápur (ótal tegundir), s erv ant a,
o. fl., allt komið beint frá verk-
smidjunum og selt fyrir þeirra reikn-
ing.
§
%)
Útlendar frjettir.
flestum þjóðum, en hvorttveggja mest svo
orðið af umliðnum styrjöldum og vaxandi
herbúnaði. Ástand Európuþjóðanna bend-
ir þeim á veg apturhvarfs og betrunar.
Ríkjaskuldir álfu vorrar nema ekki minna
en 117 miljörðum franka. Svo nýlega í
frönsku blaði talið. í ársborgun og leigu-
gjald ganga 5V4 miljarðs. Hjer eiga Frakk-
ar undir mestu að rísa, eða 31 miljarð
franka. Á Rússland koma 18, England
173/4, Ítalíu ll'/.i, Austurríki og Ungverja-
land 7V4 og á Þýzkalandi 9 miljarðar. Hin
minni (15) ríki eiga samtals að svara til
103/4 milljarðs. Hjer verður þó þess að
minnast, að þegar Englendingar eru lrá
skildir, eiga engir svo til efna og auðs að
taka sem Frakkar.
Kaupmannaliöfn 7. nóv. 1892.
Veðrátta. Hún er í betra lagi íflestum
löndum vorrar álfu, og að svo komnu hefir
frosta ekki kennt á Norðurlöndum.
Kólera. Nú kallað, að hún mun innan
■ skamms vera til hvíldar gengin í vorri álfu,
en margir læknar ætla og spá, að hún
risi upp aptur með vorinu til nýrrar og
verri atgöngu og mannskæðis. I Hamborg
vann hún á bjer um bil 8,000 manna, en
af henni sýktust allt að 18,000.
Friðarhorf. Þó hvergi sje dregið úr
útgjöldum til hers og varna á sjó og landi,
en víða meira beiðzt — einkum á Þýzka-
landi — segja allir höfðingjar og vitring-
ar þeirra, að um friðinn þurfi ekki að
ugga, að minnstakosti ekki fyrst um sinn,
og sumir spá heiðríkju friðarins í 2—3 ár,
eða lengur. Sama heflr Bismarck látið í
ljósi við gesti sína fýrir skömmu, en hann er
mótfallinn hinum nýju heraukakvöðum sam-
bandsráðsins. Ástæður hans í stuttu máli
þessar: Þeir, sem menn helzt tortryggja,
og gusturinn stendur af, Frakkar og Rúss-
ar, munu nú að engu flana, heldur hugsa
vandlega fyrir sjer, áður en þeir hætta sjer
út í nýja styrjöld. Frökkum líður nú
mæta-vel, og friðurinn er alþýðunni kærst-
ur, og þeim ekki miður, er þjóðveldinu
stýra, því þeir vita, að veg þeirra er þá
lokið, þegar nýr hernaðargarpur kemur
heim úr stríði með nýja kórónu frægðar
og sigurs á höfði.
Rússar kjósa líka friðinn, og keisari
þeirra flestum fremur, þó hjer sje til ófrið-
ar ötullega undir róið; en það er hjer bót í
máli, að allir skynberandi menn vita, hvað
hjer brestur á til fulls vígbúnaðar, en að
óáran og pest hefir til muna dregið fjör
úr fólkinu og búið ríkinu margar hömlur.
Hitt er auðsætt, að öllum hlýtur að óga
við afleiðingum nýrrar styrjaldar, kyrking
alls þrifnaðar hjá þeim, sem ósigurinn bíða
og binum líka að miklu leyti. Framlaga-
■ og skuldabyrðin er þegar þung orðin hjá
Danmörk. Hjeðan ekkert nýnæmislegt
að segja. Enginn veit enn, hvort svo tekst
með »bræðsluna« á þinginu. eða samruna
hægrimanna og hinna nýju bandaliða þeirra
(Böjesensliða), að lögmætum íjárhagslögum
sje að fagna með vorinu.
í höfuðborginni ný stofnun reist og vígð,
en það er reisulegt skólahús handa lyfsala-
efnum.
Friðrik konungsefni gistir bróður sinn í
Aþenu, en þar hefir nýlega staðið silfur-
brúðkaup þeirra Georgs konungs og Olgu
drottningar.
Frá Noregi og Svíariki. Norður-
leitaskip Friðþjófs Nansens er nú reist og
á flot komið. Lengd milli stefna um þil-
far er 39 franskar mælistikur eða metrar
(1 metir lítið yfir 38 þuml.); breiddin mesta
11 mælistikur. Kjölurinn af álmi frá Am-
eríku, allt annað af eikarvið timbrað.
Þegar skipið rann af bakkastokkum,fh 1 aut
það nafnið »Fram«. Fyrir skírninni stöð
kona Nansens.
Þingmenn Svía sitja nú á aukaþingi, og
eru þar rædd herbótanýmæli. Meðal ann-
ars gert ráð fyrir, að 90 dögum verði var-
ið til vopnaburðarnáms, í stað 42. Her-
bótunum fylgir kostnaðarauki, sem talinn
er til 3,562,000. kr. Vant þykir enn að vita
hvernig nýmælunum reiðir af, en við er
búizt, að mikill hluti annarar deildar
mælist til, að alþýðunni verði þægt á móti
með útfærslu kosningarrjettar.
Látin er Anna Charlotte Leffler, ein af
merkari skáldkonum Svía. Eptir hana
liggja mörg leikrit og skáldsögur. Hún
átti nú heima 1 Napóli og var þar gipt í-
tölskum hertoga, Cajanello að nafni, og
prófessori í stærðafræði við háskóla þeirr-
ar borgar.
England. John Morley hefir sett nefnd
til að rannsaka málstað þeirra leiguliða á
Irlandi, sem enskir landsdrottnar hafa vik-
ið burt af jörðum sínum, og til að flnna
hvað tiltækilegast mundi til að leiguliðarn-
ir kæmust aptur í bólfestu sína.
Sögulegra tíðinda frá þinginu verður að
biða þangað til i lok janúarmánaðar, þeg-
ar viðureignin byrjar um heimastjórnar-
(Home Rule)- nýmæli Gladstones fyrir ír-
land.
Charles Dilke er nú meðal þingmanna,
en hefir áður setið í ráðaneyti Giadstones.
I ræðum og ritum liafa álit lians jafnan
þótt mikils metandi, þar sem hann átti við
utanríkismál Englands. Fyrir mánuði síð-
an mæltist honum svo í gildi, að Rosebery,
ráðherra utanríkismálanna, gæti vel í sumu
fetað feril Salisbury lávarðar, en bezt
mundi að þoka sjer heldur frá en að þrl-
veldasambandinu; hitt ekki síður: að gera
sem fyrst lyktir á hersetunni á Egiptalandi
og koma sjer saman við Frakka í öllu
sem það land snertir.
Hinn 6. október andaðist fyrirtaksskáld
Englendinga, Alfred Tennyson, 83 ára að
aldri. Fyrir 8 árum gaf drottningin hon-
um lávarðarnafnbót, og hvílist hann með-
al þeirra höfuðskörunga, sem leg hafa hlot-
ið í Westminsterkirkjunni. Um hann heflr
landi vor dr. Jón Stefánsson ritað snildar-
ritgjörð í dönsku blaði, og má bæði ætla
og óska, að hann sjái sjer færi á að flytja
löndum sínum þann fróðleik á íslenzku.
Þýzkaland. Höfuðtexti blaðanna eru
nú heraukalögin, en mjög ósýnt enn, hver
forlög þeirra verða á þinginu. Allir horfa
í kostnaðinn: ársútgjöld til hersins aukin
um 64 miljónir marka, en framlög í bráð
allt að 66 milj. og 800 þús. marka. Þar
að auki kallar Bismarck og fylgiblöð hans
kostum hersins spillt, ef það gengur frám,
sem í ráði er haft um breyting á undir-
búningi hermannanna.
Bismarck gengur nú meir og meir í ber-
högg við stjórnina og hennar fylgisliða, og
þegar hann hrekur áburð þeirra um glap-
ræði eða ósannsögli, þá vitnar hann til
leyndarskjala stjórnarinnar í Berlín, og seg-
ir þar finnast sönnur fyrir öllum framburði
sínum, en margt sje í hirzlum sjálfs hans.
Hinn 31. október voru 375 ár liðin frá
því er Lúther festi upp greinirnar (95)
móti syndlausnarsölunni í hallarkirkjunni
í Wittenberg. Þann dag fór fram vígsla
kirkjunnar, sem nú stóð endurskreytt ept-
ir vandlega viðgerð. Hjer var viðstaddur
Yílhjálmur keisari, drottning hans og fleiri
Lútherstrúar-höfðingjar. Borðliald í »Lúth-
ershúsi« og þar drakk keisarinn af bikar
Lúthers og fór orðum um, að andi evan-
geliskrar trúar hjeldi mönnum til umburð-
arlyndis i trúarefnum, og trúarjátningin sjálf
minnti á samband allra kristinna manna,
þrátt fyrir það margvíslega, sem hefði
valdið aðskilnaði þeirra