Ísafold - 11.01.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.01.1893, Blaðsíða 2
6 vík skulu yfirsetukonur, hver fyrir sig, hafa 100 kr. í laun á ári; í hinum kaup- stöðunum og í Vestmannaeyjum 60 kr., en í sveitunum 40 kr.« o. s. frv. Hvaö mælir nú með þessum launamis- mun? í Reykjavík er yfirsetukona sjald- an sem aldrei sótt lengri leið en svo sem x/2 stundar gang, eða varla það, joptast að- eins eptir sljettum höfuðborgarstrætum, þar sem, eins og allir vita, er svo að segja jafnbjart nætur og daga, og þar sem al- drei kennir hláku nje bleytu, svo teljandi sje, nje nokkurrar annarar ófærðar. Yfir- setukonan kemur ])ar til efnaðra manna (margra að minnsta kosti) og þiggur allan þann beina, hressingu og þægindi, sem borgariýðurinn getur öðrum fremur veitt. Og hún þiggur að launum hærra gjald í peningum f'yrir starfa sinn en hinar yfir- setukonurnar fá úti látið í «lambarusli og skorpnum skinnum«. Hún þarf auk þess engin meðul að eiga, fremur en vill, með því að lyfjabúðin er við hendina. í sveitum er yfirsetukonan sótt langar leiðir, hverju sem viðrar, í hvernig færð sem er, og hvort heldur er á nóttu eða degi; hún verður að gösla ófærðina hold- vot eða helköld og í myrkri stundunum sam- an, og kemur loks í fátæklings-hreysi, þar sem engin kaupstaða- því síður höfuð- borgar-þægindi er að hafa. Og það gjald, sem hún opt og einatt fær fyrir ómak sitt, vos og volk, er, að leggja fátæklingunum til meðul ókeypis. Sumstaðar fær hún auðvitað peningaborgun og hana sæmilega; víðar fær hún misjafnlega úti látna borgun í öðrum aurum; og opt fær hún ekkineitt. Þetta kann að bera við, og ber sjálfsagt við í kaupstöðum og í Reykjavík, að yfir- setukonunni sje ekki borgað; en eflaust sjaldnar en í fátækum sveitum. 5. gr. hljóðar svo: »Engin getur orðið skipuð yfirsetukona, nema hún hafi notið kennslu og gengið undir próf 1, annað- hvort á hinni konunglegu fœðingarstofun i Kaupmannahöfn eða 2, hjá landlœkninum í Reykjavílc eða 3, (hjá) hjeraðslœkninum á Stykkishólmi, Isafirði, Akureyri eða Eski- firði«, o. s. frv. Þetta hljóta þó að vera ólíkir fræðslu- og reynslu-skólar! En allar yfirsetukon- ur hafa þó líklega nokkuð svipað verk að vinna. Hvað vakir þá fyrir löggjafanum, er hann heimtar svo ólíka tryggingu fyrir fræðslu manna í sömu stöðu, sem eiga að inna sama verk af hendi? Það er eins og lesa megi milli iínanna: kostnaðurinn við ferðalög og námið! Hann skal greiða úr landssjóði, og það verður varla nokkur önnur ástæða fundin fyrir þessari hjákátlegu þrískipting en sú, að hlífa landsjóði við, að greiöa feröakostnað fyrir yfirsetukonur t. d. úr Múlasýslum eða Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu, til Reykja- víkur. Niðurlag 5. gr.-er svo: » Yfirsetukonurn- ar í Reykjavík skulu liafa notið kennslu á hinni konunglegu fœðingarstofnun«. Það er ekki furða, þó að óbreyttur al- múgamaður þurfi nokkuð lengi að hugsa sig um, til að geta skilið þennan vísdóm. í bæ, þar sem eru 3 lærðustu læknar landsins, og þar sem ná má til þeirra á stundarfresti hvenær sem eitthvað ber út af, þar þarf yfirsetukonan að vera lærðari, reyndari og duglegri, heldur en þar sem | margar dagleiðir eru til næsta læknis, og I eingöngu verður því að byggja upp á kunnáttu og dugnað yfirsetukonunnar! Eru þetta bara höfuðborgar fínheit? Eða hvað? Ekki getur það þó hafa vakað fyrir löggjafanum að fæðingar sje yfir höf- uð örðugri í höfuðborgum en annarsstað- ar? Ekki er heldur vel ljóst, hví landlækn- irinn sjálfur skuli ávallt hafa þessa kennslu á hendi í Reykjavík. Hví mátti ekki vísa kennslunni t.il læknaskólans, í þcirri vissu von, að sá kennari skólans, sem í það eða- það sinnið er færastur í þeirri grein, hafi kennsluna á hendi. Það gæti hugsazt, að landlæknirinn sjálfur hefði svo sem enga verklega reynslu í þessari grein; en undir henni hlýtur þó mest að vera komið. Manni blöskrar, þegar maður hugsar til þess, að óvalinn og ómenntaður kvenn- maður er tekinn, settur á skólabekk svo sem 6 vikur, og síðan falið það starf, sem svo er vandasamt, að líf eða dauði móður og afkvæmis er undir því komið, hvernig það er unnið. Eru engin ráð til að fá meiri tryggingu fyrir bóklegri þekkingu og verklegri reynslu yfirsetukvenna, og viðunanlegri laun handa þeim en þessi lög heimta , og heimila? Jeg skýt þessari spurningu og öðrum, j sem felast í línum þessum, til hins al- kunna el ju- og áhugamanns, Dr. J. Jónas- j sens, sem svo opt hefir sýnt, að hann læt- ur sjer annt um þá umkomulitlu ekici síð- ur en hina, og bið hann skýra þetta inál og upplýsa fyrir næsta þing, svo að bót verði á ráðin. Því það sem hann leggur til, því mun þingið sinna. Pertinax. Landsbókasafnið 1892. Afnot lands- bókasafnsins árið sem leið m. m. hafa verih sem hjer segir Ljeð bindi Lántakend. Á lestrar.-al Lesendr Janúar 303 158 265 98 Febrúar 197 105 256 93 Marz 320 165 263 90 April 174 87 217 82 Maí 138 71 244 86 Júní 172 74 148 62 Júlí 206 78 142 67 Agúst 194 89 268 65 September 151 76 224 69 Október 190 100 173 84 Nóvember 178 101 224 68 Desember 64 27 187 65 2287 1131 2611 929 Saf'ninu hafa bætzt um 900 bindi. Þessir hafa gefið því bækur eða prentuð rit: Magn- ús landshöföingi Stephensen, justitsráð Chr. Bruun, rektor Jón Þorkelsson, Þorvaldur adj. Thoroddsen, docent Eir. Briem, próf. Fiskei síra Jón Bjarnason í Winnipeg; Möller og Meyer materialistar í Kh.; Dr. Jón Þorkelsson í Kh.; Höst bóksali í Kh.; próf. Dr. Vetter í Bern; Thompson dómari í St. Louis; kirkju- og kennslumálastjórn Norðmanna; Fornfræða- fjelagið danska; stjórnarnefnd Arna Magnús- sonarlegatsins; vísindatjelagið danska; Den norske Kildeskriftkommission; Meteorolog. observator. í Upsölum; Útgáfunefnd norsku noröurhafsferðarinnar 1876—78; Tlie Smith- sonian Institution; Accademia dei Lincei; Har- vard University; Geol. and Natural History Survey of Canada; St. Louis Mercantile Li- brary; Livsforsikr.- og Forsörgelsesanst. af 1871; Halldór Jónsson bankagjaldkeri; Jón Gunnarsson faktor í Keflavík; Gunnar alþm. Halldórsson í Skálavík ; Þorleifur alþm. Jóns- son; síra Eggert Ó. Brím; háskólinn í Ne- braska (Lincoln, Nebr.); br. Jón Borgíirðingur ; bóksali Sigurður Kristjánsson; Hannes ritstj. Þorsteinsson; útefendur Heimskringlu (og Aldarinnar); br. Jakob Andrjesson á Hvassa- t'elli; Björn kaupmaður Kristjánsson; skóla- piltarnir Jón Stefánsson, Guðm. Eggerz, Guðm. Björnsson, Gísli Skúlason; cand. mag. Pálmi; Pálsson. Af handritum heíir safnið fengið nm 30; 5 geiin af adj. Þorv. Thoroddsen; 1 af yiirkenn- ara Halld. Friðrikssyni; 2 af Halld. Jónssyni bankagjaldkera; 2 af ritstjóra Hannesi Þor- steinssyni; 1 af' Jóni faktor Gunnarssyni; 3 af cand. mag. Pálma Pálsson. Rvík 4/i 1892. Hallgr. Melsteð. Af almennum skemmtunum hjer { höf- uðstaðnum um ný-af'staðnar bátíðir má, auk áður umgetins samsöngs 3—4 kvöld, minnast á sjónleiki þá, er skólapiltar hjeldu 5 kvöld í röð milli jóla og nýárs, í Good-Templara- búsinu; því þó að þeir í orðni kveðnu ekki ættu að vera banda almenningi, heldur að eins piltum sjálfum til dægrastyttingar og til gamans vandamönnum þeirra og kunn- ingjum, þá er nú bærinn ekki stærri en svo, að hann getur svo sem allur komizt f'yrir í kunningjahóp skólapilta. Munurinn verð- ur því sá helzt, að hjá piltum fæst skemmtun þessi fyrir ekki neitt, en aðrir selja hana. Bæjarmenn Ijetu, sem ekki var þakkandi, vel .yfir þessum gefnu skemmtunum, enda munu þær hafa jafnazt við það sem almennast ger- ist hjer f þeirri grein. En eitthvað virðist það miður vel við eigandi, að skólapiltar baldi uppi almennum skemmtunum úti í bæ, svo sem eins og sjálfstæðir, fullorðnir borgarar, af'skipta- og eptirlitalaust af' hálf'u kennara þeirra eða yfirboðara, og eru það vandræði að skólinn skuli eigi hafa öðru vísi hýbýlum varið en svo, og ööru þar að lútandi, að pilt- ar verði að flýja eittbvað burt þaðan til þess, að geta stytt sjer stundir þegar leyfl eru, öðru vísi en í tómu iðjuleysi, og notið heilsu- samlegrar glaðværðar í sinn hóp. Aflabrögð. Svo var mögnnð lóða-bjá- trúin í mörgum núna um áramótin, þó að ekki gæti hún komið þeim til að mæta á fiskisamþykktarfundinum síðasta (á Yatns- leysu 5. f. mán.), að ekki töldu þeir til nokkurs hlutar að reyna fyrir fisk eptir nýár hjer í sunnanverðum Faxaflóa, úr þvi að þá mætti ekki bafa lóðina. En hátt á 2. hundrað í hlut og jafnvel yfir 2 hundr. hafa þeir komið með sunnan úr Garðsjó margir hjer nú um helgina eptir 2 róðra þar, og það af mikið góðum fiski, og allt afiað á færi! Garðmönnum, sem lóðina brúka, veitir miður. Nú er almenn- ingur syðra hjer af Inn-nesjum og Yatns- leysuströnd, og telja menn líklegt, að þeir hlaði á hverjum degi eða fram undir það, með því að ágætis-sjóveður er dag eptir dag. Akranesi 23. desember 1892: Nú er ekki eins og í vetrarvertíðarlokin 1891; «þá var frá svo litlu að segja, að það tók þvi ekki» sjá ísaf. 2. des. 1891. Nú er í þessi haustvertíð- arlok frá miklu að segja. Hjer hefur verið sem víðar við Faxaflóa mikill og góður afii, og bafa bæði góðviöriskaflar og það að fiskur var fyrst framan af baustinu á grunni, stutt mikið að því. Hjer haf'a fiskiveiðar verið stundaðar allvel, aldrei þó verið notuð lóð og engin tálbeita, einungis kræklingur. Ekkert tjón orðið, slys eða hrakningur, svo teljandi sje. Af' Skaganum bafa gengið 25 fleytur taf- arlítið mestalla vertíðina, og mun láta nærri, að af þeim bafi skipzt 200 hlutir. Þeir sem stöðuglega hafa stundaö róðra, segja minnst 1000 og mest 2000 til hlutar, margir 13—14 hundruð; þar í hafa allir fengið nokkurn þorsk (málsfisk), 100, og margir 200, og nokkrir full 4 hundruð. Beztan hlut mun Einar Ingj- j

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.