Ísafold - 11.01.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.01.1893, Blaðsíða 3
7 aldsson á Bakka hafa fengið, 1850, þar af 450 þorsk; hjer nm bil 15 þúsnnd á skip. Það er mikill haustafli. Sumir segjast hafa blóbg- að þorskinn þegar hann var innbyrtur, en enginn stútunginn og því síður þyrsklinginn, sem lítið hefur nú fengizt af'. Enda er sú reynd farin að ryðja sjer til rúms hjá sumum bjargráðanefndarmönnum: að ekki sje þörf á að blóðga fisk, hvort sem eigi að salta hann eða herða, og þá heldur ekki til innlagningar. Það eru líkur til, að menn hjer sjeu nú vel staddir eptir þenna mikla haustafla; en því er miður, að hjá mörgum sjer þess lítil merki; aptur eru nokkrir sem eiga mikinn flsk í salti, en þó lang-mestan þessir 2 kaupmenn, sem hjer verzla. Þeir hafa keypt blauta fiskinn 3 aura pundið og 4 aura i þorski, borgað nátt- lega með þeirra verzlunarvöru, en ekki með peningum, og sjálfsagt þegið hann í skuldir, sem flestir sitja fastir í, eins og í álögum, hvernig sem árar. Það væri sú mesta og bezta stjórnarbót, sem Islendingar gætu fengið, ef verzlunarlaginu yrði breytt í annað og betra horf og munaðarvörukaupin minnkuð. TJm leið ogjeg hef nú svona greinilega skýrt frá haustvertíðinui hjeðan, vildi jeg mega bæta við dálítilli skýrslu um gjafir til Ekkna- sjóðsins okkar. Snemma í haust var farin bænarleið til allra fiskimanna á Skaganum, að gefa 4—5 srnáfiska af hverjum hlut eða eptir veglyndi hvers eins, sem skyldi leggja inn til kaupmanns eins. Þessi bænaraðferð sýndisflvera heppileg fyrir sjóðinn og hægt að sinna henni í slíkum upp- gripaafla, enda bar hún þann árangur, er hjer segir, og er það, sem inn var lagt. reiknað til peninga: Kr. a. i. Bjarni á Sýruparti . af 1 hlut « 72 2. Þorbjörn í Sandgerði — 1> /* - 1 20 3. Sveinn í Garðhúsum — 3 — <i 75 4. Þórður í Efstabæ . — 2 — 1 80 6. Sigurður í Teigabúö — 1 — 1 16 6. Hallgrímur Jónsson . — 2 — 1 96 7. Nikulás í Skuld . . — 1 — « 76 8. G-uðmundur Magnússon — 1 — 1 « 9. Jón Gunnlögss. Sjóbúö — 4 — 3 56 10. Níels í Lambhúsum . — 3 — 1 20 11. Sigurður í Iíirkjubæ — 2 — 1 28 12. Einar á Bjargi ... — 2 — « 92 13. Jón Siguröss. í Sjóbúð — 2 — 1 « 14. Einar Gíslason, Hliði — 1 — 1 08 15. Kristján á Akri . . — 3 — 3 « 16. Einnbogi á Kringlu . — 2þ2 — 2 « 17. Sigurður í Melshúsum - 1>/. - 1 « 18. Oddur Kristjánsson . — 1 — 1 « 19. Guðm. Ólafss. Götuhús — 2 */. — « 64 20. Guðm. Þorsteinsson. sjóm., Sjóbúð . . . — 1 — 1 « 21. Guðbjartur í Brekkuk. — 1 — « 33 22. Þórður í Brekkubæ . — 1 — « 33 23. Halldór Guðbjarnarson — 3 — 1 84 44 29 50 Ef svona vel hefði gefizt af öllum 200 hlut- unum, það hefði orðið dálagleg og sómasam- leg upphæð, 134 krónur. II. J. AHrahátíðlegastur úrskurður, er lesa má ýtarlegri rökstuðning fyrir í *Þjóðólfi» á þrettánda. Svo er mál með vexti, að þegar vjer á önd- verðum þessum vetri höfðum ályktað, að leika nokkra sjónleiki fyrir borgarbúum í jólaleyfinu, sjálfum oss til hressingar og þeim til glaðnings og fagurfræðilegs menntunar- auka, og vjer í því skyni höíðum fastráðið, a.ð leigja oss hiö mikla hjór-naust Yalgarðar',j tók að brydda á óviðfelldnum kurr meðal kennaralýðsins við skólann, og gerðist smám- saman af þeim kolum fullur samblástur, er vel hetði mátt gera oss óviðurkvæmilegan tálma, ef vjer hefðum eigi átt þar »bauk í hornic, er voru hin virðulegu og vel innrættu stiptsyfirvöld. Það gerðist svo djarft, fyrnefnt kennaralið, að það gekk á nokkurs konar ráðstefnu og mælti þar ýmsum ósvinnum orðum um fyrir- ætlan vora og miður hógværum í vorn garð, og hurfu þar allir að einu ráði, er oss var fjandsamligt, nema einn millibilskennari. Og þót.t eigi fengi þeir vilja sínum framgengt, býður skyldan oss og sframgangur sannleik- ans«, að »fletta ofan af gjörðum» hinna seku og velja þeim hæfilega refsing-u, en um- buna hinum, er hættu ráð sitt, þótt eigi væri fyr en utn 11. stundu, og studdu þá vort mál eins drengilega eins og þeir höfðu staðið harðlega á móti því upphaflega — og er þar fyrstan í flokki að telja ljúfmennið »rektor«, sem »aldrei hefir haft þann vana, að kalla pilta slóða«. Fyrir því úrskurðast'. 1. Með því að »rektor« ber eptir atvikum að meta »saklausan« í máli þessu, er hverjum skólapilt hjer með fyrirboðið 4 sunnudaga samfleytt að reykja hjá honum við sunnudags- bænir, og í kennslustundum má enginn reykja hjá honum 7 daga hina næstu. Item er »skóla- bræðrum, er elska sannleikann«, fyrirboðið, er þeir gera eldspýtustokkadrífu í bekknum eða þess háttar í kennslustundum hjá »rektor«. að halda þá fram við hann þeirri kenningu, að stokkarnir eða aðrir slíkir munir hafi flog- ið inn í gegn um bekkjarhurðina, af völdum umrennandi »bræðra« úr öðrum bekkjum. Item er einum og sjerhverjum fyrirboðið að fela sig hjá honum undir kennarapúltinu og gala þar eins og hani. Item að fela Jón »sinnep« inni í skáp í bekknum og hleypa honurn fram á sjónarsviðið í miðri kennslustundinni. Item að stappa niður fótum og reka allir í senn upp uppgerðar-skellihlátur í miðri kennslu- sfund. 2. En er kemur til hinna seku kennara, er síðar munu auglýstir með nafni, þá skulu fyrst um sinn allar fyrnefndar artes rectorales proprice heimilar við þá, eptir því sem við verður komið og eigi brestur áræði til, og ýmsar aðrar listir af liku tagi, hvort heldur áður tíðkaðar eða eptirleiðis upphugsaðar, og munu þeim veitt verðlaun úr fjelagssjóði, er mest hugvit sýna í þeirri grein og fjölbreyti- legastý */4 pd. til l'/a pd. lostætt bonum úr bakaríinuj) eptir mati ráðaneytis Vors ; þó skal sannleiksvörður Vor í «ÞjóöólG» jafnan tví- gildur, er til verðlaunaveitinga kemur. Eptir þessu eiga sjer allir hlutaðeigendur fúslega að hegða. RitaT) þrem nóttum eptir þrottAnda áriÓ 1898. Undir Vorri landsverndarlegri hendi og innsigli. N.* N., yflrforstjóri hins sameÁnaba frarn- kvœmdarvalds hinnar yncjri skólapiltakynslódar i Rvik veturinn 1892—1808. SBSr Þessi allrahdtíðleyasti úrskurður birtist í öllum landsins blöðum. 8 og rcnndi til hans ljómandi augnaráði. Hann svaraði svo, að hann tók ofan og hneigði sig djúpt. — Hann ætlaðist til, að hún skildi það, að hanii vitdi sýna henni allan þann sóma, er hann hefði framast vit á. Sunnanvert á ey nokkurri, sern mest var á lengd- ina, bjó Holgeir gamli Bjarki. Hann hafði framan af verið fiskimaður, síðan var hann fyrir flutningaskútu í mörg ár; nú í elli sinni var hann orðinn fiskikaupmaður. Ilann var vel við álnir, og Ásmundur var einkabarn hans; lagði hann því eigi stórum kapp á kaupmennskuna nú orðið, heldur hafði hana meir til þess að liafa eitthvað um að hugsa. Hann hafði verið kvongaður. Kona hans var litil- mótleg og lítilsigld. Hún var því nær allt af í eldhúsinu, °g ef hún átti eitthvert harla brýnt erindi inn í stofurn- ar: þú skauzt hún þangað rjett eins og mús út úr holu sinni, er ekki heyrir neinn hávaða úti fyrir og bregður sjer snöggvast út í dagsbirtuna. Ekki mátti hana ósæla kalla að öllu leyti; því að þá er hún hafði verið tvö ár í hjónabandi, ól hún son og kvaddi heiminn um leið. Ekki þótti neitt annálsvert við andlát hennar. Þó lá mönnum við að henda gaman aú því, hvað likkistan hennar var stór, og sögðu sín í millum, að meðan hún hefði lifað, hefði maður hennar »Það er líklega ólund í þjer, af því að þjer var ekki tekið«, sagði hún í engu óhæðilegri róm. »Jeg veit ekki til að jeg hafi gefið kost á mjer— hm!« »Þú manst vænti jeg ekki eptir dálitlum kofa, þar sem tvær stúlkur áttu heima einar síns liðs? Svo bar til eitt sunnudagskvöld, að þangað rakst einmitt þess kon- ar flysjungsgrey og vildi komast inn. En stúlkan sú arna þuldi yfir hausamótunum á honúm svo sem hann hafði til unnið. Hefði það verið jeg, sem fyrir svörum var, mundir þú sjálfsagt hafa kannazt við málróminn núna; því að óþokkamennið, sem eigi skirrðist við að leita á heiðvirða stúlku, var enginn annar en þú, kunningi!« Að svo mæltu snöri hún við honum bakinu og fór sina leið. Pilturinn stóð þar eptir húðsneyptur og niður- lútur. Sjer til skapraunar gat hann eigi varizt þess, að rifja upp fyrir sjer það sem gerzt hafði þetta kvöld. Það var satt; hann hafði verið á vakki þar í verstöðinni, og barið að dyrum hjá stúlkum tveim, er hann vissi að höfðust þar einar við í lítilli búð. Hjá stelpum er röru til fiskjar! — En aldrei fyr á æfinni hafði hann fengið slika hrakyrðadembu ofan yfir sig. Og nú var þessu aptur kastað honum í nasir! Það var svo fjúkandi illt í honum, að hann vissi ekki, hvað hann átti af sjer að gera. Hann lá æðistund fram á öldustokkinn, til þess að láta fýluna úr sjer rjúka á sæ út; en þegar hún fór að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.