Ísafold - 18.01.1893, Page 1

Ísafold - 18.01.1893, Page 1
Kemur út ýmist éinn sinni eða tvisvar i viku. Yerc) érg. (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. ©c)a l1/* doll.; borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslnstofa blaÖs- ins er í Austurttrœti 8. XX. árg Reykjavík, miðvikudaginn 18. jan. 1893. 3. blað. Heiðarnar og sandarnir á Jótlandi. Eptir Sæm. Eyjólfsson. II. í suðvestur frá Vebjörgum er Alheiði, mjög eyöileg og strjálbygð. Þar fyrir sunnan er Graðarheiði. Þar vann Valdi- mar mikli sigur á Sveini konungi Eiriks- syni (1157). Alheiðin og heiðaflákar þeir hinir miklu, er þar eru fyrir vestan (um 12 □ mílur að stærð), eru nefndir einu nafni »Karúp-sljetta« (Karup Flade). Allt þetta svæði tekur nafn af bæ þeim, er Karúp heitir. Sá bær er við Alheiði vest- ■anverða. Þar er kirkja, er mjög var fræg á miðöldunum. Þá var þar iíkneski Maríu meyjar; var á því mikil helgi, og fyrir því tíðkuðust þá mjög heitgöngur og pílagríms ferðir til Karúp; sótti þangað múgur og margmenni úr öllum áttum, einkum á Val borgardag (1. maí). Þötti öllum fýsilegt að heimsækja liina heilögu Maríu í Karúp. Þetta Maríulíkneski var í líkum veg í Dan- mörku sem Hofstaða-María hjer á landi. í fornöldvapKarúpsljettan víða skógi vax- in, og lengi frarn eptir öldum voru þar all- miklir skógar, en þeir eyðilögðust smám saman fyrir sakir illrar meðferðar. Þar sem skógurinn hvarf, kom lyng í staðinn. Þessvegna eru nú víða lyngheiðar þar sem áður var skóglendi. Sú heiðasljetta er .stærst, er Varde-á renn- ur um; hún er um 15 ferhyrningsmílur að stærð. Þar er og strjálbygt mjög og víða miklar auðnir. Þar má víða sjá sama dauða- svipinn á öllu sem á Karúpsljettunni. Nú á síðustu árum er þó útlitið nokkuð ■að breytast á heiðunum. Áýmsumstöðum hefir landið varpað llkblæjunni. Akrar, ■engi og skögar eru nú óðum að rísa upp frá dauðum. Það er geysi-mikið, sem unnið hefir verið að heiðaræktuninni á siðari árum. Jeg sá all-mikið af því í sumar. Jeg sá, að Jótar leggja mikið kapp á að leiða líf og frjóvsemi þangað, sem auðn og dauði ríkir í landi þeirra. Jeg minntist þess þá, hversu vjer förum að hjer heima á íslandi. Vjer gjörum lítið að því að rækta og iífga, en þö er liitt meira, að vjer stýðjum náttúru-kraptana til þess að eyða og deyða. Áður fóru Jótar líkt að og íslendingar gera enn í dag. Þeir hirtu eigi að verja land sitt fyrir skemmd- um, og þeir studdu að eyðileggingunni á ýmsan hátt. Fyrir því var svo komið, að stór svæði, er áður voru skógar, akrar og -engi, voru orðin að lyngheiðum eða eyði- söndum. Þessu fór fram þangað til um miðja 18. öld. Þá voru ýmsir hinir beztu og vitrustu menn með Jótum, er sáu, að landar þeirra mundu eigi hafa farið hyggi- lega með sínu ráði. Þeir sáu, að það var landsmönnum sjálfum að kenna, að landið hafði spillzt mjög og gengið úr sjer frá ;því sem það var í fornöld. Feður þeirra höfðu veitt ættlandi sínu mörg sár og stór. Nú bar nauðsyn til að græða þessi sár og bæta fyrir brot fyrri manna. Þeir sáu að eigi mátti lengur sitjanda hlut i eiga, en hjer þurfti mikilla aðgerða, og leit eigi vænlega út með fyrstu, að mikið mætti verða ágengt. í þann tima var alþýða manna á Jótlandi fátæk og þoldi eigi mikinn tiikostnað. Annars vegar vantaði alla reynslu og þekkingu, er þurfti til þess að rækta heiðarnar. Alþýða manna hafði Og litla trú á ný-breytni allri og viðieitni til umbóta. Um þessar mundir var Friðrik V. kon- ungur í Danmörku. Hann ljet sjer annt um hvers konar umbætur atvinnuveganna; veitti hann stórmikið fje til slíkra umbóta, svo sem Islendingum má vera kunnugt, því eigi fór ísland varhluta af viðleitni hans og fjártillögum til ýmsra umbóta, þótt margar af umbótatilraunum þeim, er hann studdi, gæfist eigi svo vel sem til þótti stofnað í upphafi. Þá er byrjað var á heiðaræktuninni, var það Friðrik V., er fyrstur varð til aðgerða, og þeir er mestu rjeðu með honum. Konungur gekk fyrir því, að fengnir voru um 1000 fátækir bændur sunnan úr Eínfylkjum á Þýzka- landi til þess að flytja til Jótlands, og setjast þar að á heiðunum. Þeir komu þangað með slculdalið sitt, og fengu heiða- fláka all-mikla til ábúðar. Flestum þeirra var fengið land á Alheiði. Þessir menn áttu að rækta heiðalönd þau, er þeir fengu til ábúðar, og svo áttu bændurnir józku að læra af þeim. Jótar kunnu svo litt til jarðræktar í þá daga, að eigi þótti annað ráð vænlegra en að fá útlenda bændur til þess að kenna þeim að rækta sitt eigið land. Það er vert að veita því eptirtekt, að einmitt um sama leyti sem þýzkir bændur eru fengnir til Jótlands til að kenna Jótum jarðrækt, eru józkir bændur sendir til íslands til að kenna íslendingum jarðrækt. Eigi varð mikið af heiðaræktun bændanna þýzku. Flestir þeirra voru ó- nytjungar, og drykkjumenn svo miklir, að Jótum ofbauð; drukku Jótar þó drjúgum í þá daga og kölluðu eigi allt ömmu sína. Svo mikið gerðist að um drykkjuskap þessara bænda, að meiri liluti þeirra var rekinn af landi burt. Margir af hinum, er eigi voru reknir burt, undu eigi hag sínum á Jótlandi. Þeim þóttu landkostir þar eigi góðir, og allt verra en talið liafði verið fyrir þeim, er þeir fluttust þangað. Þá fengu þeir og tilboð frá Rússlandi, að koma þangað, og byggja land austur við Volgu. Fór svo, að nokkrir þeirra fluttu austur þangað. Aðrir hurfu aptur til átt- haga sinna við Rín. Eptir nokkur ár voru eigi nema fáir af þessum þýzku bændum eptir á Jótlandi. Þeir gerðu nokkrar til- raunir til að gróðursetja ýmsar trjátegund- ir á heiðunum. Flestar þessar tilraunir mistókust með öllu, en nokkrar þeirra gáfust þó all-vel. Af því þóttúst menn skilja, að takast mætti að rækta skóg á heiðunum, ef rjett væi'i að farið. Eptir þetta urðu margir ágætir menn til þess að styðja heiðaræktunarmálið af miklumáhuga. Má til þess nefna fjmstan Reventlow greifa (d. 1827). Eptir að hann varð formaður i rentu-kammerinu, var árlega lagt mikið fje til heiðaræktunarinnar úr fjárliirzlu konungs. Þá voru gerðar margar og miklar tilraunir til að rækta skóga á heið- unum. Þessar tilraunir mistókust mjög framan af, en urðu þó til mikils gagns, með því að þær leiddu til rjettrar aðferð- ar. Reynslan sýndi, hvað illa gafst og varast þurfti, sem og hitt, er betur reynd- ist. Nú vita menn, hverjar trjátegundir geta þrifizt á heiðunum, og hver meðferð er bezt við ræktun þeirra. Nú er svo komið, að skógræktin á heiðunum mistekst nálega aldrei, en löng og dýr er sú reynsla, er svo mjög hefur aukið kunnáttu manna í þessu efni. Heiðaræktunin byrjar þó eigi með full- um krapti fyr en eptir að Heiðafjelagið kemur til sögunnar. Fjelag þetta var stofnað 1866. Síðan hefir það starfað með sívaxanda krapti að heiðaræktuninni. Ept- ir eitt ár var tala fjelagsmanna 767, en nú eru fjelagsmenn um 4000. Fjelagið heflr unnið geysimikið, þótt enn sje eigi nema litill hluti heiðanna orðinn að ræktuðu landi. Framan af var einkum fengizt við skógrækt á heiðunum. Nú er meira starf- að að hinu, að breyta heiðunum í akur- lendi, þar sem nokkur vegur er til þess, eða það getúr launað kostnað. Það sem heið- arnar vantar mest til þess að geta orðið að nýtilegu akurlendi, er kalk í jarðveg- inn. Úr því er bætt með því, að blanda jaröveginn mergli. Yíða verður að flytja inergilinn mjög langan veg, og er sá kostnaður mestur, er heiðaland er gert að akurlendi. Sumstaðar hefir tekizt að veita vatni á all-stóra heiðafláka, og hefir þar alstaðar orðið frjóvsamt land. Jeg kom í þorp eitt, er Felding heitir, austur frá Skjern. Þar hafa verið gerðar vatnsveit- ingar á stóru svæði úr Skjerná. Það eru 5 eða 6 ár síðan vatnsveitingar þessar voru fullgerðar, en síðan hafa jarðirnar á því svæði margfaldazt í verði, sumar tí- faldazt eða meir. Þar sem heiðalandið verður eigi gert að ökrum eða engi, þar er það gert að skóglendi. Nú á síðustu árum er það einkum fjallfura (pinusmont- ana), sem gróðursett er á lieiðunum, því reynslan liefir sýnt, að hún þrífst þar bezt af öllum trjám. Fjallfuran er afar-harð- fengt trje; hún þrífst í nálega alls konar jarðvegi, og þolir kalt loptslag og kalda og rakafulla vinda framar flestum trjám. Það væri vert að gera nokkrar tilraunir til að gróðursetja fjallfuru hjer á landi, því hana tel jeg líklegasta af öllum trjám, er jeg þekki, til að geta þriflzt hjer.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.