Ísafold - 01.02.1893, Blaðsíða 2
18
garðar úr grjóti höfðu verið hlaðnir 1312
faðinar, þar af tvíhlaðnir 1157 fðm.; varn-
arskurðir skornir 9340 fet (108,413 ten.fet);
framræsluskurðir 3468 fet (22752 ten.fet);
lokræsi 134 faðmar; þúfnasljettur rúmar
16 dagsláttur, mest gjört með handverk-
færum; maturtagarðar nýir teknir upp rúm-
lega 5V2 dagslátta og 3 steinlímd áburð-
arsafnhús (928 ten.fet) tilbúin. Þessir ein-
stakir menn höfðu unnið eða látið 'Vinna
yfir 50 dagsverk hver: Einar Zoega (128
dv.), síra Jóh. Þorkelsson (120 dv.), Krist-
inn Ólafsson á Steinum (120 dv.), Jul. Schou
(104 dv.), H. Kr. Friðriksson (95 dv.), Pjet-
ur Hjaltested (95 dv.), Jón Jensson (88 dv.),
Pálmi Pálsson (93 dv.), Magnús Vigfússon
á Miðseli (78 dv.), Sturia Jónsson (74 dv.),
Þorsteinn Kögnvaldsson á Jaðri (68 dv.),
Jón Þórðarson kaupm. (59 dv.), Dr. J. Jón-
assen (55 dv.), Geir Zoega kennari (53 dv.j,
síra Þórh. Bjarnarson (53 dv.), Sigurður
Þórðarson á Skólavörðustíg (53 dv.), Árni
Gíslason póstur (52 dv.). Jón Jörundsson
á Helgastöðum (51 dv.), Erlendur Hannes-
son á Melnum (50 dv.), Þorsteinn Tómas-
son (50 dv.). Búfræðingur Gísli Þorbjarn-
arson hafði um tíma verið í þjónustu fje-
lagsins. Fjelagsmenn voru nú 89 að tölu
og átti fjelagið í sjóði kr. 1078,29 Ept-
ir uppástungu fjelagsstjórnarinnar var sam-
þykkt, að verja mætti upphæð þessari á
þessu ári sumpart til að halda búfræðing
í þjónustu fjelagsins, og sumpart að kaupa
hesta, plóg, herfi, sleða og fleiri jarðyrkju-
verkfæri, til að leigja þau fjelagsmönnum
fyrir sanngjarnt verð; ennfremur var og
fjelagsstjórninni veitt heimild til að verja
hjer um bil 50 kr. til að kaupa ódyrjarð-
yrkjuverkfæri, er veita mætti fátækum fje-
lagsmönnum sem verðlaun fyrir dugnað
við jarðrækt.
Fjelagsstjórnin var endurkosin (H. Kr.
Friðriksson, Eir. Briem, Þórh. Bjarnarson),
og til yfirskoðunarmanna voru kosnir Björn
Jónsson ritstjóri og Jón Jensson yfirdóm-
ari.
Kvennaskólinn í Ytri-Ey. Námsstúlkur
á kvennaskólanum á Ytri-Ey veturinn 1892—
1893: 1. Björg Kristjánsdóttir frá Teigarhorni
í Suiiurrnúlasýslu. 2. Björg Þorláksdóttir frá
Yesturhópshólum í Húnavatnssýslu. 3. Elin-
borg Jónatansdóttir frá Staðarbakka í Húna-
vatnssýslu. 4. Elinborg Jóhannesdóttir frá
Bjargi í Húnavatnssýslu. 5. Guðiaug Einars-
dóttir frá Kjapteyri í Suðurmúlasýsiu. 6.
Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi í Stranda-
sýslu. 7. Guöný Sigfúsdóttir frá Snjóholti í
Suðurmúlasýslu. 8. Guðrún Sigurðardóttir frá
Syðriey í Húnavatnssýslu. 9. Helga Hall-
dórsdóttir frá Rangá í Noröurmúlasýslu. 10
Helga Pjetursdóttir frá Stóranúpi í Árnessýslu.
11. Hildur Sveinsdóttir frá Geitaskarði í Húna-
vatnssýslu. 12. Ingibjörg Sigurðardóttir frá
Grímstungu í Húnavatnssýslu. 13. Ingibjörg
Jóhannesdóttir frá Bjargi í Húnavatnssýslu
14. Ingibjörg Ólafsdóttir frá Svínavatni í Húna-
vatnssýslu. 15. Jónína Tómasdóttir frá Siglu-
firði i Eyjafjarðarsýslu. 16. Jóhanna Jóhann-
esdóttir frá Vopnafirði í Norðurmúlasýslu.
17. Jóhanna Guðmundsdóttir frá Stórholtsseli
í Dalasýslu. 18. Júdit Þorsteinsdóttir frá
Sœbóli í Isafjarðarsýslu. 19. Kristin Sigurð
ardóttir frá Gröf í Húnavatnssýslu. 20. Mar-
grjet Jónsdóttir frá Hjarðarholti í Dalasýslu.
21. Margrjet Þorsteinsdóttir frá Dæli í Húna-
vatnssýslu. 22. Maria Jónsdóttir frá Hvassa-
felli í Eyjafjarðarsýslu. 23. Magðalena Jóna-
tansdóttir frá Söndum í Húnavatnssýslu. 24.
Kannveig Nikulásdóttir frá Hjarðarholti í
Dalasýslu. 25. Ragnhildur Sveinsdóttir frá
Grund í Húnavatnssýslu. 26. Rósa Eíríks-
dóttir frá Seyðisfirði í Norðurmúlasýslu. 27.
Sesselja Kristjánsdóttir frá Stóranúpi í Árnes-
sýslu. 28. Sigríður Bjarnadóttir frá Isafirði í
ísafjarðarsýslu. 29. Sigríður Guðmundsdóttir
frá Arnkelsgerði í Suðurmúlasýslu. 30. Sig-
ríður Hannesdóttir frá Frostastöðum í Skaga-
fjarðarsýslu. 31. Sigurlaug Sigurðardóttir frá
MöðruvöJlum í Eyjafjarðarsýslu. 32. Sigurlaug
Indriðadóttir frá Ytriey í Húnavatnssýslu.
33. Sólveig Jónsdóttir frá Krossi i Norður-
múlasýslu. 34. Sveinbjörg Bjarnadóttir frá
Hafrafelli i Norðurmúlasýslu. 35. Valdís
Gunnarsdóttir frá Borðeyri i Strandasýslu.
36. Þórey Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum í
Suðurmúlasýslu. 37. Þórunn Bjarnadóttir frá
Hafrafelli í Norðurraúlasýslu.
Barðastr.sýslu vestanverðri 15. desembr.:
Haustveðráttan var hjer sem annarstaðar á-
gæt, sífelld hægviðri og hlýindi frain að vet-
urnóttum, úrfelli mjög lítil og veður hið hag-
stæðasta til starfa bæði á landi og sjó, þvi
óvenjulega brimalítið var til sjávarins. Það,
sem liðið er af vetrinum, má og heita að
verið hafi yfir höfuð fremur hagstætt, þótt
veður hafi verið óstöðugra síðan og all-hörð
frost og töluverðir stormar og nokkurt úrfelli
hafi verið með köflum, einkum síðan með
byrjun jólaföstu. Þannig kom all-hart norð-
anhret í fyrstu viku jólaföstu með töluverðu
frosti, hæstu dagana 3.-5. des.: 9—12 st. R.
All-hvasst norðaustanveður kom og fyrir
næstl. helgi, 10. þ. m. Þessa daga hefir gjört
blota, svo haglítið er orðið, og fje og hestar
komið á gjöf. En það er óvenja hjer almeunt
fyr en nm hátiðar.
Málnyta þótti einnig vera í lakara lagi úr
búfjenaði á sumrinu, og íeins kvarta sumir
um, að kýr sjeu lágmjólkaðar,) siðan þær vorn
teknará innigjöf. Það væri því almennt bágt
útlit með bjargrœði fólks á vetrinum, ef eigi
hefði bæði verið góður afli á haustinu, þar
sem það varð notað, og menn hefðu eigi
fengið meiri og minni bjargræðisstyrk af
hvaikjöti, einkum í Rauðasandshreppi og næstu
hreppum.
En yfir höfuð var fiskiaflinn óminnilega
mikill, einkum í Arnarfirði, sem líka er aðal-
afl istaðurinn að haustinu. Þar var afli sagður
um 80,000 á bæjunum inn að Bíldudal, að
honura undanskildum, eða í Dalahreppi einum,
e n það er lítill hreppur. Engu minni eða öllu
meiri var aflinn við norðanverðan Arnarfjörð.
Verðið á fislri varð á endanum 36 Jrr., bæði
fyrir smáan og stóran fisk. Fyrir kjöt var
geliö í haust hæst 15 aur. Varð þó að láta í
mesta lagi af fje í kaupstað sökum lítilla
heybirgða, en hefði samt líklega verið látið
töluvert meira, ef verð á kjötinu hefði þótt
viðunandi hátt. Ejgi hefur orðið vart við, að
matvara hafi verið lækkuð hjer að verði,
nema gegn peningaborgun. En því mun svo
sem enginn geta sætt hjer um sveitir eða á
útsuðurtanga sýslunnar, því peningar sjást
hjer eigi, svo að teljandi sje, í viðskiptum
manna, og eru menn opt og almennt í stand-
andi vandræðum með, að fá þá í opinber
gjöld sín,
Síðan sparisjóðurinn komst á fót í vor,
hefir liJra verið svo mikil eptirsókn eptir pen-
ingum tír honum, að hann er sem stendur
alveg tómur, enda er hann enn, sem von er,
eigi fær um, að lána mikið fje.
Umferðarkennarar eru síðan með vetrinum
teknir til sinna starfa. Þeir eru 1 og 2 í
hverri sveit, og fást varla nógu margir, því
allt af finna menn nú orðið betur og betur
til þarfar á bæði þeirri og annari kennslu.
FróðJeiks- og framfaralöngun fer smátt og
smátt í vöxt, sem betur fer. Blaða- og bóka-
kaup bafa stórum aukizt áhinum síðari árum.
Og þó að enn sje skammt á veg komið al-
xiennt að menntun og framförum, er þó þess;
konar andi meira og meira að lifna, [og hinn
eldri búraháttur meira og meira að úreldastjj
húsakynni og annar aðbúnaður að smá-færast
í lag, meðferð á skepnum mjög mikið að
batna, og menn mikið meira og almennara
farnir að hugsa um almenn málefni, bæði
andleg og líkamleg.
Skagafirði 2. jan.: Haustveðráttan var
hjer góð fram í jólaföstubyrjun, þá brá til
illviöra, og fannlcomu, sem hjelzt til sólstaða,
þennan tíma voru einlægar linjuhríðar og-
stundum stórhríöar af norðri, þó hefur ekki
orðið skaði í þeim hjer í sýslu, það jeg til
veit. Nú fyrir jólin var komin mikil fönn,
samstaðar orðið því nær haglaust. Milli jóla..
og nýárs gjörði hláku, svo nú er víðast upp-
komin allgóð jörð.
jlvet'vesöld í fólki, nokkur gamalmenni dáið.
Mjög mikill grasbrestur var hjer um pláss.
í sumar. Töðufall nær því heliningi minna,.
en í betri grasárum, að þvi slrapi engjar, ein-
kum í miðsveitinni; þar var grasbrestur
mestur. Af því Jeiddi, að heyföng urðu með
minna móti og djörf ásetning, þó lógað væri
miklu af búpeningi. Skuldir manna miklar,
einkum hjá kaupmönnum; þó minnkuðu þær
nokkuð í haust þrátt fyrir hið lága verð, sem
var á sláturfje. Og hagur bænda er síður en-
eigi glæsilegur, útlitið slæmt með alla verzlun^
sjerstaklega peninga-eklan.
Austur-Skaptafellssýslu í miðj. desbr..
1892 : »Hjeðan er nú fátt tíðinda, nema alls-
laust í kaupstaðnum á Papós, því að þangað'
kom ekki haustskip; ekkert lán fæst á Djúpa-
vog og er fólk því illa statt. 3.—5. þ. m. var
hjer ofsaveður af norðri með talsverðu frosti,.
skemmdust þá en ýmsar jarðar af grjótfoki,
er ekki höfðu náð sjer eptir veðrin í fyrra.
verur, og horfir slíkt til mikilla vandiæða«.
Um Arnarbæli eru þessir prestar í kjöri:.
síra Bjarni Þórarinsson próf. á Prestsbakka;
síra Jónas Jónasson á Hrafnagili og síra Ólaf-
ur Ólafsson í Guttormshaga.
UU1 Háls i Fnjóskadal eru i kjöri fl
prestaskólakandidatar: Einar Pálsson, Ófeigur
Vigfússon og ViJhjálmur Briem.
Möti »tálbeitunni« hans Baldvins
agents, eöa »Hagskýrslunum frá íslendinga-
byggðum í Canada«, er útbýtt var í vet-
ur með »Fj.konunni« og höf. sjálfur fór
með á klyfjuðum hesti til að sá þeim út
um land,—hefir hr. Halldór Jónsson banka-
gjaldkeri gefið út »Nökkrar athugasemdir«
mikið fróðlegan samtíning af lineykslan-
legum öfgum og óskiljanum vitleysuin í
nefndum Hagskýrslum.
Athugasemdir þessar fá allir innlendir
kaupendur ísafoldar utan Reykjavíkur nú
með blaðinu ókeypis. Að öðru leyti fá
þeir sem vilja eintak af því á afgreiðslu-
stofu blaðsins, bæði bæjarmenn og aðrir.
— Nokkru mun og útbýtt með »Þjóðólfi«.
Dáinn 24. f.m.Mattías Sigurðsson, bóndi á
Syðravelli í Gaulverjabæjarhrepp. »Hann
var alkunnur sómamaður, gestrisinn, hjálp-
samur og fjelagsmaður hinn bezti«.
Slysfarir. Gamall maður einn varð
úti í Skagafirði á jólaföstunni, Jóhannes.
frá Skuggabjörgum, hvarf í einum bylnum
svo, að eigi liefir til hans spurzt nje hann
fundizt.
Lítils háttar farvið hefir rekið á land af
bátnum, er fórst á Skerjafirði 16. f. m.,
og húfu af einum karlmanninum, og reynd-
ist missögn, er hermt var í næstsíðasta bl., að'
sjálfan bátinn liafði rekið og með líki
i