Ísafold - 03.05.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.05.1893, Blaðsíða 2
98 Skaptafellssýslu vestri, af tilhöggnum viði, plönkum, og enda skipsbrot með. Sýslu- maður meðhöndlaði reka þenna eins og strand, svo sem vera bar að sjálfsögðu, enda amtmaður staðfest það lögum sam- kvæmt. Er þess getið vegna þess, að bændur hafa alveg ranglega misþykkt það við sýslumann, að þeir fengu ekki að gera úr viðinum vogrek. Eitthvað mun og hafa rekið í Vestmannaeyjum af sama farmi líklega, ogjafnvel vestur á Mýrum, hvernig sem með það er farið. Póstgufuskipið »Laura« (Christian- sen) kom hingað í fyrra, kvöld, 1. maí, og hafði fengið blíðasta veður alla leið frá Khöfn. Með henni var margt farþega: hinn nýi bankastjóri, Jryggvi Gunnarsson; amtmannsfrú E. Christiansson, alkomin hingað aptur; margir kaupmenn: konsúl N. Chr. Gram til Þingeyrar, Lárus Snorrason til ísafjarðar, Markús Snæbjarna.rson til Patreksfjarðar, S. E. Sæmundsen til Ól- afsvíkur, fyrr. kaupm. Stefán Daníelsson frá Grundarflrði; hingað B. Kristjánsson, D. Thomsen, Guðm. Sch. Thorsteinsson og W. O. Breiðfjörð. Ennfremur Baldvin agent aptur, og 1 nýr frá Ameríku, hr. Sigtryggur Jónasson (fyrir Beaver-línuna), ásamt fleiri Islendingum vestan að, ein- hverjum alkomnum. Gufuskipið »Black Rock« frá Liver- pool kom hingað í dag með 278 smál. af salti til G. Zoega & Co. og W. Christen- sens, Hundapest. Flugufregnin um hunda- pest í Skaptafellsýslu, er brugðið mun hafa fyrir í »Fj.kon.« einhvern tíma í vetur, mun vera tilbæfulaus. Að minnsta kosti heyrist ekkert á neina slíka veiki minnzt í brjefum þaðan. Brauð veitt. Arnarbæli sjera Ólafi Ólafssyni í Guttormshaga og Háls kand. Einari Pálssyni, 7. apríi. Prestvígður 30. apr. kand. Kjartan Kjartansson til Staðar í Grunnavík. Skúla-málið. Síðasta frægðarstryk þjóðhetjunnar ísfirzku, Sk. Th., sem kunn- ugt er um hjer, er það, að ferð hans hing- að með »Stamford« um daginn var strok. Hann stalst burtu af ísafirði og hingað suður á náttarþeli, í forboði yfirvaldsins og án þess vitundar, hafandi fám dögum áður skuldbundið sig til fyrir rjetti »upp á œru sina og trú«, að fara ekkert burtu úr kaupstaðnum, meðan á rannsókninni í máli hans stæði, án leyfis lögreglustjóra! Erindið mun hafa verið að »drífa í gegn« afsetning rannsóknardómarans, með svo kröptugri árjetting á hinar alræmdu kærur gegn honum, að allt yrði undan að láta, — þessar makalausu kærur, sem vinir Slc. Th. og skjólstæðingar segja flesta bændur í sýslunni standa undir, þó að þar sje eng- inn maður úr heilum 5 hreppum sýslunn- ar, og úr einum hinna t. d., þar sem eru 25 bæir og líklega um 40 bændur, heil 7 nöfn alls, bænda og búlausraf?), og þó að innan um undirskriptirnar sje svo og svo mikið af vinnumönnum og vinnukonum, gaumastúlkum og kvenniegnm »borgurum« («Petrina Bardardotter Borgare«!); en um það, hvernig undirskriptirnar sjeu til komn- ar sumar hverjar, gefurbrjefið ísfirzka hjer í blaðinu allgreinilegar bendingar. Því virðist vera nokkuð frábreytilega háttað, sakleysinu »þjóðhetjunnar« þessar- ar, úr því að nauðsynlegt er að beita þessum smáræðis-gauragangi og brellum tii þess að afstýra fullnaðarrannsókn og dómi í málinu. Annars eru saklausir van- ir að bíða dóms allra manna róiegastir, ekki sizt þegar jafnlitil ástæða er að kvíða neinu órjettlæti i hinum æðri rjettum að minnsta kosti, eins og hjer munu allir verða við að kannast að sje. Stórkostlegir skiptapar. Um skip- tapann úr Yestmannaeyjum laugardaginn fyrir pálmasunnudag (elclci mánudaginn ept- ir) hefir frjettaritari ísafoldar þar skrifað svolátundi ýtarlega skýrsiu: »Skiptapi varð hjer 25. f. m.; drukknaði þar öll skipshöfnin, 15 manns. Yeður var hjer gott þennan dag, og góðfiski undir Sandi^Landeyjasandi). Um kvöidið gjörði stinningsvind á austan, og nokkuð ylginn sjó. Það sást síðast til þessa skips, að það orðið var helzt of hiaðið undir Sandi, er það iagði á stað til Eyja, og eru miklar iíkur til, að það hafi sokkið nálægt miðjum vegi milii lands og eyja, en ekkert skip þar ná- lægt til að bjarga. Skip þetta var búið að flytja hingað út annan farm fyrri um daginn. Þeir sem drukknuðu voru: 1. formaður- inn Jón Brandsson, bóndi í Hallgeirsey, kvongaður maður á sextugs aldri; 2. Sig- urður Gíslason; 3. Magnús Jónsson, báðir kvongaðir bændur frá Oddakoti; 4. og 5. Guðlaugur og Magnús Óiafssynir frá Hóim- inum,fyrirvinnurhjá aidraðri móður; 6. Guð- mundur Diðriksson, vinnumaður frá Bakka; 7. Guðni Guðmundsson, vinnumaður frá Krossi; 8. Jóhann Kristmundarson; 10. Guð- mundur Ólafsson, báðirfrá Ulfstöðum, fyr- irvinnur hjá uppgefnum foreldrum og ætt- ingjum; 11. Jóhann Þóroddarson frá Úlf- staðahjáleigu, fyrirvinna hjá uppgefnum foreldrum; 12. Óiafur Einarsson, 16 vetra drengur frá Haligeirsey. Allir þessir voru úr Austurlandeyjum. Tveir (13—14) voru úr Ut-landeyjum: Jón Einarsson bóndi í Káragerði, og Páll Jónsson, ókvongaður maður frá Arnarhóli; 15. var Guðmundur Sveinsson vinnumaður frá Vatnskoti í Þykkvabæ. Auk hins mikla harms allra ættingja og vandamanna hefir Austurlandeyjahreppur beðið fjarska mikinn hnekki í fráfalli allra þessara manna, sem flestir voru dugandi menn á bezta aldri. Ættu slík voðaslys að verða öðrum til viðvörunar, að tefla eigi kærulauslega með líf sitt og annara, svo sem hlut, er menn gætu veitt sjer aptur, er það einu sinni er tapað«. Mánuði síðar, eða nú í vikunni sem leið, miðvikudag 26. apríl, varð aptur annar eins skipskapi úr sama plássi, Landeyjum, þar sem drukknuðu enn 14 manns í fiskiróðri. Formaður á því skipi var Sigurður Þor- björnsson frá Kirkjulandshjáleigu; 2. Arni Jónsson frá Lágafelli; 3. Hjörtur Snjólfsson fráÁlptarhói; 4. MagnúsMagnssonfráVatna- hjáleigu; 5. Jón Guðmundsson frá sama bæ; 6.—7. Magnús og Helgi Guðmundssynir, bræður, frá Hólmahjáleigu og Bakka; 8.— 9. Guðmundur og Jón Þorsteinssynir frá Rimakoti og Kirkjulandi; 10. Finnbogi Ein- arsson frá Bryggjum; 11. Grímur Þórðar- son frá Norðurhjáleigu; 12. Guðinundur frá Brúnum; 13. Jón Ólafsson (frá Hvammi í Mýrdal) umboðsmanns Pálssonar á Höfða- brekku; og 14. ónefndur bóndi frá Suður- Hvammi í Mýrdal. Skipshöfn þessi hafði; verið í Eyjum í vetur, voru komnir til' lands fyrir IV2 viku og ætluðu út aptur, en reru þennan eina róður í millibili; var stinningsvindur á landsunnan með brimi. Skipið var á heimleið og fórst »á útróðri«, sem kallaður er. Skipið sást glöggt af landi, og var sett fram skip til að bjarga,. en ófært að hinu fyrir brimi. Að því er ráða má af bæjarnöfnunuin, hafa 11 af þessum, sem nú drukknuðu, verið úr Austur-Landeyjahreppi, og iík- lega margir bændur og margra barnafeð- ur. Auk þess drukknaði á góunni í vetur bóndinn á Krosshjáleigu, Pjetur Pjetursson, í lendingu. Hafa þannig farið í sjóinn á skömmum tíma 24 menn úr einum og sama hreppi, þar sem ekki eru nema eitthvað 50 býli alls, eða maður frá öðrum hvorum bæ hjen um bil, og flestallir sjálfsagt á bezta skeiði. Matthíasar-samskotin í Ameríku, til þess að komast á Chicagosýninguna, voru orðin 8. f. mán. samkv. »Heimskr.« tals- vert á 8. hundrað dollara, eða 26—2700 kr. Er það haria drengilega gert; og hefði auðvitað farið eins vel á því, að slík sam- skot hefðu verið gerð hjer á landi, enda hefðiþaðeftil vill mátt takast,ef þeirra hefði verið leitað þegar í upphafl, er það vitn- aðist, að manninn sárlangaði til að fara þessa skemmtiferð, — í stað þess að vera að reyna að skrúfa hana upp í hátíðlega, fulltrúa-sendiför, löngu eptir dúk og disk og til einskis gagns, og vilja þar á ofan láta landsstjórnina gerast fingralanga við iandssjóð til farareyris handa honum. Það er að heyra á »Lögbergi«, sem margan grunaði áður, að þessi »folldorecongress«, sem síra Matth. J. á að vera kjörinn full- trúi á, muni vera liumbug, endavitamenn nú, að það hefir fleirum hjer staðið til boða slík fulltrúamennska, en ekki látið sjer- detta í hug að sinna jiví að neinu. Ilitt tekur og blaðið (Lögberg) skýrt og greini- lega fram, að þessi fyrirhugaði þjóðsagna- fræðimannafundur stendur ekki í neinu í liinu minnsta sambandi við Chicagosýning- una\ það er tilviljan tóm, að hann er hald- inn í sama bæ og sýningin og einhvern tima á sama tímabili, er hún stendur yfir, sem er heilt missiri; stjórn fundarins á alls.. ekkert skylt við forstöðu sýningarinnar. En hjer átti að gera úr »fulltrúakjörinu« hjer um bil sama sem heimboð eða hátíð- lega kvaöning frá sjálfri sýningarstjórn- inni. Þvílikt humbug! Málareksturlnn ísfirzkl. TJr brjefi frá ísafjarðardjúpi 12. apríl: Þú minnist á mála- ferlin hjer og bihur mig að skrifa þjer eitt- hvað um þau. Við þeim tilmælum þínum get jeg ekki orhið, fyrst og fremst aí því, að jeg.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.