Ísafold - 06.05.1893, Síða 1

Ísafold - 06.05.1893, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Verð órg. (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. et)a l1/* doll.; borgist fyrir mibjan júlímíin. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blaðs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. maí 1893. 26. blað. r Utlendar frjettir. Vöruvöndunarmálib. Koma mnn þurfa við það enn. Það er hart að þurfa sí og æ að vera -að tygg.ja í almenning, að bera sig að sjá •sjálfs sín hag og hleypa eklii frá sjer eða varpa á glæ hundruðum þúsunda króna á hverju einasta ári með illri verkun á verzlunarvöru sínni. Það var fyrir nokkrum árum í mikið góðri ritgerð í Andvara (eptir Ólaf Davíðs- son) talinn saman verðmunur á málsflski útfluttum frá Reykja.vík og frá ísafirði um 5 ára tímabil. Það var ld1/^ kr. á skip- pundinu, en nær 300,000 kr. nam verð- munarupphæðin samanlögð. Þrjú hundruð þúsund króna skaði. sem þ>eir Sunnlendingar einir, er í Reykjavik verzluðu, höfðu gert sjer á fáeinum árum með óvöndun á einni vörutegund! Mundi ekki hafa heyrzt liljóð úr horni, ■ef lagður hefði verið annar eins skattur k þá, á eitt einasta verzlunarhjerað landsins? Og þó er sá munurinn, að skattsins hefðu einhverjir haft full not, beztu not, bæði greiðendur og aðrir landsmenn, en hinu, vöru-óvöndunar-fúigunni, er alveg fleygt í sjöinn ; það heflr enginn maður um víða veröld eins eyris hag af henni; það er algerlega glatað fje, alveg sama og tekin hefði verið hjer um bil V4 hluti aflans, er ■á land var komið, og róið með út á sjó ■aptur og sökkt þar niður, helzt fjarri öll- um flskimiðum. Jú, þeir halda sig kannske hafa hag af óvöndunínni, sumir sem hana stunda: spara sjer ómak og fyrirhöfn og geta þó pínt út fyrir vöruna nærri því •eins hátt verð hjá skammsýnmu eða í- stöðulausum kaupmanni, eins oghanngefur fyrir góða vöru; en sams konar hagur er það í rauninni eins og að brenna kertið í báða enda. Það var talsvert fjör í mönnum í fyrra kjer um pláss og jafnvel víðar um land í þessu máli — á pappírnum. Tilefnið var nánast hið gífurlega verðhrún á Spánar- fiskinum, er vitanlega var meðfram að kenna illri verkun, þótt tollurinn ylli mestu um í það sinn. En það fara minni sögur af framkvæmd- unum í því efni, sumstaðar að minnsta kosti. Og þótt svo kunni að vera, sem varla mun verða neitað, sem betur fer, að margir hafi þó gert bragarbót og tek- ið sjer til muna fram þá, bæði bændurog kaupmenn, — ætli samt muni eigi mega búast við einhverju svipuðu og í kláðan- um sæla? Þá voru bændur upp á síðkast- ið farnir að komast í skilning um, aö til vinnandi væri og meira en það að hirða vel fjeð, bera í það, 0g baða það einu sinni eða tvisvar á ári. Þeir sáu það þá, að það var of mikið í veði, væri það lát- ið ógert. Og þeir sáu meira: þeir sáu, að þó að engum kláða væri til að dreifa, þá var samt hagur, stórhagur, að baða fje á hverju árí; verðgildi skepnunnar jókst miklu meira en kostnaðinum nam. Þetta sáu þeir þá, og voru einráðnir í að hag- nýta sjer þá þekkingu sina, er kláðafar- aldurinn hafði aflað þeim. En það mun hafa orðið minna um efndir þessa fagra ásetnings, er kláðavoðinn var hjá iiðinn að sinni. Það sýna sögurnar úr Borgar- íirðinum og víðar núna síðustu missirin. Eins mun vera valt að treysta því, að verðhrunsskelkurinn, er knúð heflr menn í fyrra til þess að vanda fiskverkunina venju betur, endist til að halda þeim í sömu rás- inni áfram, nú er verðið heflr stórum lagazt, af annari orsök iangmest, nefnilega leið- rjettingunni á tollinum. Er þó raunar alis eigi sopið kálið þótt í ausuna sje komið; því að nú heflr verið óminnilegt aflaár í Norvegi, og það er vant að draga heldur úr prísum hjer líka. Það heyrist opt sú viðbára, að þegar landburður er af fiski, þá sje ómögulegt að komast yflr að vanda verkun á honum sem skyldi. En er nokkur ráðdeild í því, að vera að »bera« meira »á land« en við verðurkomiðaðgerasjermat úr? Er til nokk- urs að flytja það á land, sem ef til vill er síðan gert hið sama við sem að róa með það fram á sjó aptur og fleygja því þar útbyrðis, — nefnil. ónýtt í meðferðinni? Yerkunarpláss-leysi berja menn einnig við, þegar óvanalega mikið aflast. En hvað miklu kosta þeir tii, kaupmenn hjer al- mennt t. a. m., í samanburði við vestflrzku kaupmennina, til þess að koma sjer upp nógum verkunarplássum og nógu vönduð- um, eða öðrum útbúnaði til vandaðrar fiskverkunar, iullkomnara en sleifaralagið gamla hefir hjer um bil heigað í þeirra augum? Aðaiatriðið er og verður þó allt af, og eina ráðið til að koma á almennilegri vöruvöndun, að kaupmenn geri nógu mik- inn verðmun á vel og illa verkaðri vöru, — miskunnarlausan verðmun, sem þeir mundu kalla, er hinu hafa átt að venjast löngum : að verðmunurinn sje ýmist hafður enginn(ef maktarmenn eiga í hlut) eða þá svo hlægilega lítill, að trassarnir og ó- vöndunar-yfirgangsseggirnir hafa mikið til síns máls, svona í svip að minnsta kosti, er þeir segja alls ekki »borga sig« að verka vöruna öðru vísi en illa. Gætu hinir meiri háttar kaupmenn orðið vel samtaka í því efni flestallir, þá væru þeir blátt áfram landsins velgjörðamenn. Flestallir,— það er nóg; enda að vísu að ganga um það, að jafnan verða einhverjir þverhöfðar til þess að skerast úr leik,auk smáhokrar- anna, sem allt láta bjóða sjer til þess að »skaffa sjer umsetning«, er þeir svo kalla. Kaupmannahöfn 20. apríl 1898. Danmörk. Enn brast allt er á skyldi reyna, og fjárlögin komu í samnefnd þing- deildanna. Estrúpsliðar harma hjer engar lyktir og búast við betri næsta ár, því þeim þykir raun gefin um, að miðflokks- menn geta teygt furðulega úr sjer, er í sættir skal seilast. Vinstrimenn þykjast nú eiga betri texta en fyr til ræðufund- anna, í sumar og vænta, að margir gangi af sáttatrúnni og verði þeirri uppgjöf frá- hverfir, sem flestir hinna krefjast. Hjer verður reyndar enn að sjá hvað setur til næstu þingloka og kosninganna næstu (1894). Þá nýlundu frá Höfn að segja, að hjer voru nýlega, 28. marz, 7 menn kosnir til borgarfulltrúa, en 6 þeirra urðu úr frjáls- lynda liði borgarinnar. Þung harmakvein í blöðum hægri manna. Meðal hinna kjörnu er Hermann Trier uppeldisfræðingur og fólksþingismaður. Enn er frá þeim húsbruna hjer að segja, að nóttina milli 19. og 20. marz brann Vallö-höll niður í grunn, með því nálega öllu af dýrindum og munum, sem þar var inni. f Höllin bústaður hefðarmeyja, sem þar njóta mikilla sældai’kosta./ Þær 12 að tölu, og varð þeim öllum bjargað og þjónustufólki þeirra — slysalaust að mestu. Þær höfðu vátryggt muni sína á 150,000 kr. Höllin reist 1581—86, eða meginpartur hennar. Frá Höfn þá herfilegu hneyxlasögu að segja, að fósturkona fátækra drengja á einu »barnaheimilinu« rjeð jiilti bana, sem búinn var til fermingar. Hún hafði átt við hann áður lauslætismök,/ en óttaðist nú, að hann mundi ekki þagnarinnar gæta, þegar hann væri á burtu frá heimilinu. Svíþjóð. Á þingi Svía ekkert markvert að segja, og það heflr látið allt kyrrt liggja um konsúla eða önnur sambandsmál, en fyrir skömmu var þó við þeim hreift í báðum deildum, og svo á tekið, að allir vildu fallast á slíkar atgerðir, sem styrktu sam- bandið og í því jafnstæði beggja landa, en hjer að ynni tilhliðrunin af Svía hálfu 14. jatiúar, er bókuð var, að fyrir utanrík- ismálum mætti eins standa norskur maður og sænskur. Konsúlamálið yrðu hvoru- tveggja að setja með sjer eptir samkomu- lagi. Sína leið halda hjer hvorír enn, og nú verður að sjá, hvaða stefnu konungur ræðst í, en í fyrra dag kom hann til Kristjaníu. Eptirmynd skipsins úr Gokstaðshaugi við Sandafjörð hafa Norðmenn kallað Vík- ing og láta bann sigla til Vesturheims (Chieago). Hjer er einvalalið sjómanna, 12 hásetar, auk stýrimanns (kapteins).

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.