Ísafold


Ísafold - 27.05.1893, Qupperneq 1

Ísafold - 27.05.1893, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Verb árg. (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eí)a l1/® doll.; borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 27. maí 1893. 32. blað. Lantlslbaiikinii lánar fyrst um sinn gegn veði í jörðum, með afborgun á 5 til 10 árum. Lán gegn veði 1 vátryggðum húsum í fjærliggjandi kaupstöðum er ekki veitt til lengri tíma en 5 ára, með árlegri •afborgun. Lán gegn ábyrgð áreiðanlegra efna- manna er veitt að eins til eins árs. Vottorð sýslumanns þarf fyrir því, að ábyrgðarmenn hafi sjálfir ritað nöfn sín, ef þeir ekki mæta sjálfir í bankanum. Ársrenta af útlánum er sem stendur 41l»0lo. Þeir, sem eigi greiddu hina ákveðnu afborgun næstliðið ár af lánum bank- ans, verða að greiða í ár fyrir bæði árin, 1892—1893, svo skuldinni verði lokið á því ári, sem upphaflega við lán- veitinguna var ákveðið. Reykjavík 23. maí 1893. Tr. Gmmarsson. Gufuskip austur 10. ]úní 1893. Hjer með tilkynnist öllum þeim, sem til Austfjarða ætla sunnanlands, að miðl- un er fengin í fargjaldi með skipi herra 0. Wathnes, »Uller«, eða öðru, er hann sendir, þannig: Verði 200 áskrifenda, þd er fargjaldið að eins 12 (tólf) krónur fyrir Tivern mann, sem liafa m,d nauðsynlegan flutn- ing til vinnu í fari sínu. Þeir, sem ekki hafa skrifað sig til ferðar með skipi herra 0. Wathnes fyrir 1. júní að kvöldi, missa kröfu sína til hinna fyrirheitnu fæðispeninga, ef skip- ið kemur eigi á rjettum tíma (sbr. augl. í ísaf. 3. maí). Hinn 1. og 2. júní er mig að hitta í Eeykjavík, Þingholtsstræti nr. 3. Sjómenn! Fyrir yður hefi jeg útvegað farið. Stað 23. maí 1893. O. V. Gislason. Sumarvertíðin á Austfjörðum. Það er orðinn mikill siður sjómanna hjer við Faxaflóa, að róa þriðju eða fjórðu ver- tíðina á Austfjörðum, þann tíma árs, er þeir stunduðu áður heyskap í sveit í kaupa- vinnu. í grasleysisárum er það gott ráð, •ef heppni er með og sæmileg fyrirhyggja, - og eins þegar vorvertíð bregzt hjer syðra. En ári vel hjer syðra til lands og sjávar, virðast þessar austurfarir á litlu viti byggð- ar. Þá er nóg að gera með allan þann vinnukrapt, sem hjer er, bæði til sjós og sveita. Eptir afiamikla vorvertíð ogvetrar þarf mikinn vinnukrapt til fiskverkunar langt fram eptir sumri, og að því búnu er í grasárum nóga kaupavinnn að fá við heyskap án mjög mikils og kostnaðarsams ferðalags. Sumaraflinn á Austfjörðum er og stopulþþar, sem annarsstaðar, og marg- ir húsbændur kvarta um talsverð vanhöld á eptirtekjunni þaðan. Eru jafnvel dæmi þess, að bændur, sem sent hafa menn sína hjeðan í slíkan leiðangur, hafa ekkert af þeim haft framar, hvorki manninn nje eyrisvirði í kaup eptir hann, en frjett til hans síðar meir í vist einhversstaðar eystra, eða þá í Færeyjum, eða þá að hann hefir brugðið sjer til Yesturheims. í slíku veltiári, sem nú er hjer syðra, virðist harla lítll ástæða fyrir menn að vera að flykkjast hjeðan til Austfjarða, þó að nú skorti eigi boð um að koma fólki þangað á hentugum tíma með vildarkjörum. Auk þess er og engan veginn á vísan að róa með afla þar eystra í sumar, þótt sjaldan bregðist hann þar einhvern tíma sumars. Að minnsta kosti var þar alveg fiskilaust nú er »Thyra« fór þar um, fyrir fám dög- um. En lijer vita menn, að enn helzt sami uppgripa-aflinn og verið hefir í allt vor; þar er engin þurrð á, meira að segja eins og fiskurinn sje allt af að f'ærast nær landi. Frá því vilja menn þjóta á brott út í óvissu. En hópist menn samt sem áður austur hjeðan nú eins og að undanförnu, ættu þeir eða þeir sem þá senda að lesa og hagnyta sjer góða hugvekju, sem stóð í »Austra« í haust, eptir austfirzkan búmann og bezta ráðdeildarmann. Hann varar meðal annars sjómenn við, að láta ginnast af heimskulegum hylliboðum hvað kaup- gjald snertir og annan viðurgjörning, þeg- ar austur kemur; segir, sem satt er, því minna um efndirnar venjulega, sem glæsi- legri eru boðin; það sjeu vanalega öreig- ar, er slík boð hafi á lopti, og hugsi sem svo: »Þó að svik verði úr öllu saman, þá gerir mjer það ekkei’t til, með því að það er hvort scm er ekkert af mjer af hafa«. Enda þekki Færeyingar vel á það nú orð- ið. Þeir segi, er einhver býður þeim langt fram yfir aðra: »Þetta boð er svo heimsku- legt, að það hlýtur að vera markleysa og tál,« og sinna því alls eigi. Annað heilræði erhelzt handa húsbænd- um þeirra, er austur eru sendir, og miðar til þess að afstýra vanhöldum á kaupinu. Það er, að þeir biðji húsbændur sumar- mannanna eystra að senda sjer ltaupið með pósti, þegar búið er að taka frá því fyrir farinu og kaupa farbrjef, eða þá að leggja fyrir mennina sjálfa að gera það, ef þeir kjósa það heldur. Hafi þeir kaup- ið laust í vasanum hins vegar, geti stund- um farið alla vega um það í kaupstaðn- um, þar sem kaupamaður bíður eptir fari dögum og jafnvel vikum saman, innan um nóg svall og drabb og miklar Bakkusar- freistingar. Skýrslan, sem húsbóndinn fær svo, þegar suður kemur, er sú, að pening- unum hafi verið stolið frá hlutaðeiganda á skipinu á suðurleiðinni eða að þeir hafi týnzt þar einhvern veginn. — Gera má ráð fyrir, að þetta sjeu eigi nema undantekn- ingar; en verði þeim undantekningum af- stýrt, þá er ráð að vanrækja það ekki. Það eru ýmsar fleiri þarflegar bending- ar í grein þessari, sem vert er að gefa gaum. »Mjer er alveg sama«, eða Islenzkur nihilismus. »Jeg læt mig einu gilda, það gerir ekkert til, Það gengur svona víðar um þessi og önn- ur skil: Með t'ölum skal jeg sýna, að fátítt er það ekki. Því ótalmörg í heiminum dæmi slíks jeg þekki. Þú segir jeg sje kærulaus — kemurðu með það enn! — Þó kennirðu, að þvílíkir sjeu flestir menn: Að vera betri en aðrir — jeg fyrirlít þann frama, Um framför alla stendur mjer hjartanlega á sama. Þú segir enn, sem fyr, að menn finni ekki til, Að fiestir sjeu andlega dauðir hjer ura bil: Þeir lifa samt og uppi er orðstír þeirra lengi, Þvi erflljóðin kalla þá valinkunna drengi. Hvað varðar mig um aðra menn, ábyrgist þeir sig, Þeir eru sumir garmar, en — kemur það við mig? Um líf og lífskjör þeirra jeg læt mig einu gilda: Að lifa fyrir aðra er bráðum úrelt skylda. Þú aumkar drykkjumanninn og virðir hyskið hans Og hugsar þjer að bæta úr kjörum þvíliks manns: Þá hlæ jeg stóran hlátur — jeg held mig gildi einu Um heimskingjann, sem drekkur, jeg virði hann ekki að neinu. Þú segist trúa á guð, en það bara bernska er, Þann barnaskapinn ætlar þú svo að kenna mjer. Nei, nei! jeg trú á vísindin og á mátt og megin,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.