Ísafold - 12.07.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.07.1893, Blaðsíða 3
179 Það er Ijóslega farið að sýna sig bjer, með vaxandi þekkingu og dugnaði í land- búskap og sjávarútgerð, að hjer er alls ekki of margt vinnandi fólk, heldur miklu fremur of fátt. Þannig er nú sem stendur fullerfltt að fá daglaunamenn, þótt hátt kaup sje boðið, og jafnvel að ekki hefir verið hægt að gjöra út þilskipin í Reykja- vík og á Vesturlandi fyrir íölksvöntun. Það er])ví allt annaö en gott fyrir fram- tíð landsins, ef fólk heldur áfram að streyma af landi brott, og þar sem maður lieflr talsverða vissu fyrir, að mörgum íslending í Canada líður ekki vel, þá álit jeg það skyldu landsmanna, að gjöra það sem í þeirra valdi stendur til að aptra því, að fólk sje ginnt af landi brott með fögrum loforðum um betri líðan annarsstaðar; og þó nú nokkrum íslendingum í Canada kunni að líða þolanlega: þá er það af því, að þeir hafa, þegar þangað kom, neyðzt til að vinna miklu vasklegar en lijer er vanalegt; því ef útlend vinnuaðferð væri brúkuð hjer, þá mundi árangurinn af henni og þar með Jíðan manna vera miklu betri en hún er. Hið eina ráð til að sporna við fólks- flutningi til Vesturheims álít jeg það, að þangað væri sendur maður, sem grennsl- aðist eptir ástæðum landa vorra þar vestra, t. d. í Winnipeg og svo sem 2 af nýlend- unum, og gæti hann, sem jeg efa ekki, hrakið með ástæðum það, sem «agentarn- ir» segja um sæluvistina þar, þá efa jeg ekki, að færri mundu flytja sig af landi brott. En sá maður þyrfti að vera vel valinn, maður, sem landsmenn gætu borið traust til, helzt leikmaður, sem hefði vel vit á búskap og framleiðslu lians. Til þessarar fcrðar áiít jeg engu síður þarflegt að þingið kostaði mann en og til Cicago- sýningarinnar; bezt, ef hvorttveggja yrði samrýmt. 9/t-—93. G. Ensk herskip fjögur komu hingaðáhöfn i fyrra dag og ætla að liggja hjer 10 daga. Það eru æflngarskip bæöi fyrir liðsforingja- efni og óbrotna liðsmenn.' Alls eru á skip- unum 1388 manns, minnst 287, mest 368 (á 2, 365 á einu). Þau heita Active, yfir- maður Harris «commodore» (sá titill geng- ur næst aðmírálstign); Calypso, yfirmaður Marrack; Ruby, yfirmaður Pigott; og Volage, yfirmaður Gissing. «Active» er 3080 smá. lestir með 12 fallbyssum og gufuvjel með 4130 hesta afli; «Calypso» 2770 smál. með 16 fallbyssum og 3720 hesta afli; «Ruby» 2120 smál., með 12 fallb. og 1830 hesta afii; og «Volage» 3080 smál., með 12 fallbyss- um og 4530 hesta afli. Jafnmikill her útlendur mun aldrei hafa hingað komið í einu lagi. Hann eyðir all- miklum vistum, hefur t. d. beðið um 1000 pd. af kjöti, nautakjöti, dag hvern, meðan skipin liggja hjer, og 2000 pd. af hveiti- brauði. Foringjarnir heimsóktu allir í einu lands- höfðingja í fyrra dag, og hann aptur þá i gær. Eitthvað af fyrirliðunum fer til Geysis og Heklu, en flestir bíða hjer kyrrir. Floti þessi ætlar hjeðan til Qusenstown á írlandi og þá tii Gibraltar. Hestaskip. Guíuskipið Stamford, frá jNewcastle, kom hingað 3. þ. m. norðan um iand, þar sem það hafði afhent ýms- ar pöntunarfjelagsvörur, og fór aptur 5. þ. m. með um 400 hesta, er þeir höfðu keypt hjer á sameiginlegum mörkuðum, J.Vídalin og Coghill, fyrir 40—50 kr. Útgerðarmað- urinn, hr. L. Zöllner, var sjálfur með skipinu. Annað hestaskip, Brier Rose, 173 smál., var hjerá ferð rúmri viku áður og fór með um 100 hesta,er J. Vídalín sendi. Franskir ferðamenn. Hingað kom limmtudag 6. þ. m. ensk skemmtiskúta, gufu- skip, mjög fallegt, frá Liverpool, er Fedora heitir, með franska feröamcnn, 4 eða 5, er leigt höfðu skipið til þessarar ferðar, eða rjettara sagt einn þeirra, er fyrir förinni ræð" ur. Tveir fóru til Geysis og Heklu, en hinir koma hjer á ýmsa firði á skipinu sjer til skemmtunar, fara á fuglaveiðar o. fl. Frá Belgíu kom hingað skip á sunnudag- inn 9. þ. m., Ville d’Ostende, þrísiglt seglskip- mikið frítt og vænt, sem er æfingaskip fyrir sjómannaefni, nokkurs konar stýrimannaskóli á sjó. Tfir maðurinn heitir Fourcault. Skip- verjar eru um 80, mestallt unglingar. Þingmálafundir. Sunnmýlingar. Þingmenn þeirra gerðu það kjósendum sínum til hægriverka, að hafa þingmálafund á 2 stöðum : á Höskuldstöðum 2. júní, og að Höfða 6. júní. Fyrri fundinn sóttu 40 kjósendur, hinn tæpir 20, auk þing- mannanna. Höfðafundinum stýrði SkaptiJós- epsson ritstjóri, hinum Sigurður próf. Gunn- arsson (alþm.). A háðum fundum var samþ. í e. hlj. áskor- un til þingsins um að halda stjórnarsicrár- málinu hiklaust áfram á sama grundvelli og í sömu stefnu eins og frv. neðri d. 1891. Höfðafundurinn samþ. áskorun um, að beina samg'öngum á sjó og landi í betra horf, vildi hafa landpóstferðir upp í hjeruðin í hagfelt samband við ferðir gufuskipa landsins, og vildi fá vita fyrir úusturlandi, helzt í samein- ingu við þokuvælir (Sirene); á hinum fundinum vildu mennláta bæta úrhinum »með öllu óþol- andi« samgöngum á sjó með því að landið leigi eða kaupi gufuskip, en um vegagerð á landi fylgja fast fram grundvallarstefnu frv. á síð- asta þingi (J. P.). Báðir fundir vildu láta af- nema öll föst eptirlaun eða þá lækka þau sem allramest. Báðir fundir vildu hafa fast þinqf'ararlmup og afnám amtmannaembœtt- anna, sömul. að presta megi kjósa meðal allra umsækjenda um hvert brauð, að stofnaður verði lagasicóli og að lög verði sett um jafn- rjetti karla og kvenna. Höfðafundurinn skor- aði á alþingi að afnema eiclci að svo stöddu vistarslcylduna, og hinn sömuleiðis að rýmk- að væri að eins um rjett hjúa til að vera laus. Höfðafundurinn vildi og láta afnema eða lækka að mun toll á kafl'i og sykri, en leggja aptur toll á álnavöru og glysvarning og hækka toll á víni og tóbaki; og hinn (á Höskuldsstöðum) vildi hafa sykurtoll lækkað- an, vínfangatoll hækkaðan og álnavöru tollaða. Verzlun og tilbúning áfengra drykkja skoraði Höfðafundurinn (með 7:6 atkv.) á þingið að banna með lögum, en leyfa að eins að panta þá handa sjálfum sjer með væntanlega hækk- uðum tolli. Um alþýðumenntamál samþj^kkti Höskuldstaðafundurinn áskorun um sem ríf- legastan styrk til umferðakennslu og að bún- aðarskólunum sje ekki steypt saman, en fyrir- komulagi þeirra breytt í hagkvæmara horf. Höfðafundurinn var einnig mótfallinn sam- steypu húnaðarskólanna, og vildi láta styrkja þá ríflegar en verið hefir, og sömuleiðis kvenna- skóla og umferðakennara (þeim ekki sstt það skilyrði fyrir landssjóðsstyrk, að þeir kenni lestur og kristindóm), fækkað ölmusum við prestaskóla og læknaskóla og Möðruvallaskóli settur í samband við latínuskólann. Höfðafundurinn skoraði sjerstaklega á al- þingi að forðast alla smábitlinga sem mest má verða, svo að brýnustu þörfunum verði gegnt sem bezt með ríflegum fjárframlögum ; ennfremur að styrkja þilskipaútveg með fjár- framlögum og stofnun ábyrgðarsjóða; að fjölga lcjörstöðum allt að 3 í hverju kjördæmi; og loks, að stofna útibú við Landsbankann á Seyðisfírði, Akureyri og Isafirði, en seðlar bankans skyldu gerðir innleysanlegir. Einn maður (A. B. á Arnhallsst.) kom með þá uppástungu, að afnema Landsbankann, en felld var hún »með flestum atkv«. Höskuldstaðafundurinn vildi láta setja lög um algerða útrýming selsins og að skipaður yrði verzlunarfróður maður konsúll erlendis fyrir íslands hönd, launaður af landsfje. Loks lagði fundurinn meðmæli sín með þessum 3 bæn- arskrám : frá Stööfirðingum um löggilding Kirkjubólshafnar, f'rá (síra) Stefáni Sigfússyni um styrk til að kynnast lækningatilraunum við bráðafári á sauðfje og um aukalœkni í 3 syðstu hreppum sýslunnar (Suðurmúlasýslu). Fundurinn stóð 6 stundir. Norðmýlingar. Þingmenn þeirra höfðu fundina 3, þ. e. á þrem stöðum: Seyðisíirði, Bót í Hróarstungu og Vopnafirði, 3., 6. og 15. júní. Fundarstj. Skapti Jósepsson, Þorvarður Kjerulf læknir og Arni Jónsson læknir. Um stjómarskrármálið var á öllum 3 fund- unum samþykkt svolátandi tillaga —, á 2 fyrri fundunum með öllum atkv.: »Fundurinn skorar á alþingi að halda stjórn- arskrármálinu fram þannig, að landshötðingi fái ráðgjafavald í hinum sjerstöku málum landsins og flytji málin fyrir konungi eptir hvert þing og beri fulla ábyrgð á stjórnar- störfunum fyrir alþingic. Vopnfirðingar bættu þvi við, að ef þessi stefna eigi næði fram að gariga, skyldu þing- menn kjördæmisins sganga að þeirri breytingu á stjórnarskránni, er liklegust væri fram að ganga, ef hún sýndist nokkurn veginn viðun- anleg, þó að vjer fengjum eigi allar kröfur vorar og rjettindi nú þegar». Um fjárhagsmál landsins lögðu allir f'und- irnir það til, að farið væri sem sparlegast með landsfje til bitlinga og smáfjárveitinga, nema þar sem brýn nauðsyn ber til, en horfa eigi í jafnvel stórfje til mikilvægra nauðsynja- mála, — skerða jafnvel viðiagasjóð um allt að 100,000 kr., bættu Vopnfirðingar við. Um gufuskipaferðir umhverfis landið og til útlanda vildu allir fundirnir 3 láta semja við einhvern áreiðanlegan mann að taka þær að sjer, með skuldbinding til þess að fylgja á- ætlun þingsins, eða þá, ef það fengist ekki, að leigja 1—2 gufuskip til slíkra f'erða á land- sjóðskostnað; sömul. að vegir væri helzt lagð- ir upp frá kauptúnum landsins og þar sem mest urnferð er, sbr. frumv. á síðasta þingi; ennfremur að ekki sje varið fje úr landssjóði til málþráða og frjettaþráða innanlands, held- ur geri þingið sitt ýtrasta til, að frjettaþráð- ur verði lagður milli íslands og annara landa', ennfr. að þingið veiti fje til vita á Austfjörð- um; loks var á tveim fundum óskað fjárveit- inga til gufubátsferða um Lagarfljótsós (eklti nefnt á Seyðrsfj.fundinum). Um menntamál skoruðu allir 3 fundirnir á þingið að koma á sem haganlegustu sambandi milli þeirra skóla, sem nú eru, og að rífka styrkinn til búnaðarskólanna, svo að auka megi þar að mun verklega kennslu; Seyðlirð- ingar og Vopnfirðingar tóku þar að auki fram, að þeir vildu ekki láta fyrst um sinn fjölga

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.