Ísafold - 12.07.1893, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.07.1893, Blaðsíða 4
180 landssjóðsstyrktum skólum í landinu, enlialda 4 búnaðarskólunum, sem nú eru. Vopnlirðingar vildu láta afnema vistarband- i ð, en fundurinn í Bót og meiri liluti kjós enda á Seyðistjarðarfundinum ekki. Afnám fastra eptirlauna vildu allir fundirnir, og sömul. at'nám amtmannaembœttanna og hœsta- rjettar (þ. e. dómsvalds' bans í ísl. málum). Fast þingfararkuup vildu allir fundirnir Lafa lögleitt og að söfnuðir megi velja um alla presta þá, er sækja; ennfremur fjölgun kjörstaða, allt að 3 í hverju kjördæmi, eptir ákvörðun amtsráðs samkvæmt tillögum sýslu- nefndar; sömul., að um s'ólu þjóðjarða sje fylgt fram sömu stefnu og í frv. á síðasta þingi, en andvirðið lagt í sjerstakan sjóð, er vextir af honum renni í landssjóð. Fundur- inn í Bót samþ. í e. hij., að verzlunarfulltrú- ar, einn eða tveir, verði settir í öðrum lönd- um til þess að gæta hags Islendinga í verzl- unarefnum; á Seyðisf. voru jöfn atkv. með og móti því máli, en á Vopnaíirði var þingið beðið að gera það ekki að svo stöddu (4:1 at- kv.). Allir vildu fundirnir hafa. að sett væru útibú frá Landsbankanum, sjerstaklega á Seyð- isfirði, og sömul., að styrktur væri þilsjdpa- útvegur landsins með lánveitingum og styrk til skipaábyrgðar. Aðflutningsbann gegn áfengum drykkjum var samþykkt með meiri hluta atkv. á öllum fundunum, á Seyðisfjarðarfundinum með 20: 11 atkv. Vopnfirðingar og Seyðfirðingar vildu láta halda kvennfrelsismálinu fram í sömu stefnu og í frumv. neðrid. 1891: þó vilja ekki Vopn- firðingar, að giptar konur hafi embætti á hendi. Seyðfirðingar samþykktu með öllum atkv. gegn 1 svolátandi ályktun : «Fundurinn legg- ur til, að alþingi fyrirbyggi með lögum, íaö vesturfara-agentar flakki um Island til að ginna menn með tálræðum að flytja af landi burt«. Vopnfirðingar óskuðu aðskilnaðs dómsvalds- ins frá umboðsvaldinu og skorað að sje á dönsku stjórnina að láta strandgæzluherskip sitt hjer hafa nákvæmara eptirlit með útlendum fiski- skipum, »trawlers!>, er farnir væru að veiða á grynnstu fiskimiðum inn á fjörðum eystra. Fundurin í Bót vildi hafa biskupsembœttið afnumið, löggiltan verzlunarstað í Borgarfirði, afnumin Maríu- og Pjeturslömb við næstu prestaskipti, og Sigurði Einarssyni frá Sævar- enda í Loðmundarfirði veittan 2000 kr. styrk til þess að koma heim til íslands með sláttu- vjel og rákstrarvjel frá Ameríku, eða senda í sinn stað mann, sem kynni að fara með slíkar vjelar, til þess að reynsla fengist fyrir því, hvort ekki mætti nota þær hjer. Leiöarvísir ísafoklar. 1276. Jeg f'ekk mjer lóðarblett útmældan með þeim skilmálum, að jeg byggði þar hús á, og varð jeg að segja til, hvað það skyldi vera stórt, og gerði jeg það; ber mjer þá að lögum að greiða hústíund og gjald af byggri lóð fyr en jeg hefi byggt þar eitthvert skýii? Sv.: Nei, hústíund verður eigi heimtuð fyr en húsið er byggt, og eigi spyrjandinn heima í Bvík, ekki lóöargjald af' byggðri lóð heldur sbr. lög 19. okt. 1877, 2. gr.; eigi spyrjandi þar á móti heima á Isafirði eða Akureyri, getur verið vafamál, hvort honum beri eigi að greiða gjald af byggðri lóð áður en hann hefir byggt, sbr. lög 8. okt 1883, 18. gr. 1277. Er húsbóndi skyldur að fæða hjú án endurgjalds allan tímann, ef það liggur veikt meir en hálf't árið, og veikin er þannig iöguð, að það (hjúið) heflr góða matarlyst, en getur þó jafnvel ekki haft not af öllum algengum mat, en enga vinnu unnið? Og ber hjúinu að fá fullt kaup fyrir þaun tíma ársins, sem það var að vinnu, án þess það gangi í legukostn- að og fyrir fæði. á meðan það liggur? Sv.: Skyldur er húshóndi að fæöa hjú sitt til vistarársloka, þó að það sje sjúkt meira hluta þess, og sje eigi veik- indin að kenna ótiihlýðilegri breytni sjálts þess. Fullt kaup ber hjúinu fyrir þann tíma, er það gengur til vinnu og fyrir hálfan mán- uð umfram um slátt og vertíð, en i'ullan mán- uð um aðra árstíma. Kostnað, er leiðir af lækning hjúsins eða sjerstakri aðhjúkrun, ber húsbónda aö fá sanngjarnlega endurgoldinn, oggetur eigi verið neitt á móti, að sá kostnaður sje dreginn af kaupi þess. (Tilsk. um vinnu- hjú 26. jan. 1866, 23. gr.). Reylíjavik nye Tlieate (Kjöbmand II’ O. Breiðfjords Ejendom). Den 16de Juli, Kl. 8 præcis, Festforestilling* i Anledning- af det nye Theaters Indvielse. Nærmere af Programmer. Edw. Jensen. Á veginum frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar hefi tapazt reiðskálm; finnandi haldi til skila til verzlunarmanns Árna Eiríkssonar í Reykjavík. P r j ó n a v j e 1 a r, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjeluin þessum er mikil eptirspurn, af' því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles, jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ökeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á Islandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Stykkishólmur. Hjer með leyfi jeg mjer að tiikynna heiðruðum ferðamönnum, er kunna að koma til Stykkishólms, að jeg, samkvæmt þar til fengnu leyfi, hef' stofnað «Hótel» hjer í bænum, þar sem allir eru velkomnir til gistingar og veitinga, að svo miklu leyti sem í mínu valdi stendur, gegn ákveðinni borgun. Stykkishólmi, 21. júní 1893. Hag'bartli Thejll. Eptir kröfu skiptarjettarins í þrotabúi kaupmanns Guðmundar Isleif'ssonar á Stóru- Háeyri verða haldin 3 opinber uppboð á eignum búsins, y8 hluta af vesturparti jarðarinnar Stokkseyri, 5 hndr. 107 álnir að nýju mati; jörðinni Stóru-Háeyri, 27 hndr. 8 álnir að nýju mati; og túnbletti á Stóru-Háeyri í Stokkseyrarhreppi í Árnes- sýslu. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstof'u Rangárvallasýslu að Árbæ föstu- dagana 21. þessa mán., og 4. ágúst næstkom- andi um hádegisbil, og hið þriðja föstudag- inn 18. ágúst ki. 12 á Stokkseyri og Stóru- Háeyri. Uppboðsskilmálar verða birtir á upp- boðsstöðunum fyrir uppboðin og vcrða tii sýnis á skrifstofu sýslunnar. Settur uppboðshaldari í þrotabúi kaup- manns Guðmundar ísleifssohar Staddur á Eyrarbakka, 7. júlí 1893 Páll Briem. L E SIÐ ! Gullúr með gullfesti hefir tapazt á Þing- eyri við Dýrafjörð í síðastliðnum júnímán- uði; finnandi haidi þvi til skila til verzl- unarmanns Árna Eiríkssonar í Reykjavfk, sem sjer um að rífieg fundarlaun verði borguð. Agæt, snemmhær kýr er til sölu nú þegar eða í byrjun ágústm. Ritstj. vísar á. Hið íslenzka náttúrufræðisfjelag. Þar eð ákveðið er í lögum fjelagsins 7. grein, að aðalfund skuli haida í byrjun júlímánaðar ár hvert, þá verður reynt til að halda þennan fund hinn 15. þessa mán- aðar, eða næstkomandi laugardag kl. 5 eptir miðjan dag í leikfimishúsi barnask ól ans, og er því hjer með skorað á fjelags- inenn, að koma á fundinn bæði til þess að tala um tilveru fjelagsins yflr liöfuð, og svo að lækka árstiilagið, kjósa stjórnend ur og ráðstafa náttúrusafninu. Reykjavík, 11. júlí 1893. Fj elagssíj ór nin. Heimajörðin Krisuvik, sem er næg fyrir 2 efnamenn, fæst til ábúðar í fardög- um 1894 með góðum lcostum. Telja má henni það til gildis, að veitt verður köldu og volgu vatni á mestallar engjarnar með litlum kostnaði; sbr. að öðru leyti 70., 80. og 82. tbl. ísaf'oidar f. á. S t ó r y e r z 1 ii n með frimerki handa söfnum A. CHAMPION GENF (Schiceiz) vill fá f'allegar úrvalssendingar af' íslenzkum i'rímerkjum í skiptum. Yerðskýrsla ókeypis og án burðargjalds. Við undirskritaðir bændur í Hróarsholti i Flóa fyrirbjóðum hverjum sem er, að ríða eða fara með hesta um Hróarsholtsengjar. Verðí þessu banni ekki hlýtt munum við leita rjett- ar okkar að lögum. Hróarsholti 1. júií 1893. Kolbeinn Þorleifsson. Guðm. Guðmundsson. Fjármark mitt er sneiðrifað framan hægra, fjöður f'raman vinstra, biti aptan. Brennimark: GLÐM H Öivaldsstöðum 8. júlí 1893. Guðmundur Hannesson. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. 98/4-123/* Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—9 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf' hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—6 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. hverjum mánuði kl. 5—6. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen júlí Hiti (ó. Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt ó nótt. | um hd. fm. em. fm. em. l.d. 8 4- 8 + 14 762.0 764.5 0 b 0 b Sd. 9 -f-H +16 764.5 764.0 0 b 0 d Md. 10. ■ +12 + 15 767.1 767.0 Vh d 0 d Þd. 11. +10 + 15 767.1 764.5 Vhd V h d Mvd. 12. +10 764.5 0 d Mesta veðurhægð undanfarna daga en sól- arlítið, h. 10. var hjer muggu-þoka allan dag- inn; bjartur h. 11. hægur vestankaldi, dimm- ur með þoku síðari partinn. í morgun (12.) sudda-þoka en blæjalogn. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentamiöja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.