Ísafold - 22.07.1893, Síða 3

Ísafold - 22.07.1893, Síða 3
191 og fyllingar útflutningslögum vorum. Þar er meðal annars lögð við 20—200 kr. sekt »ef einhver maður, hvort sem hann er inn- lendur eða útlendur, gerist til þess að æsa menn til að flytja af landi burt, með ginn- andi fortðlum eða með því að halda ræð- ur eða fyririestra í þá átt, að gjöra menn óánægða með þetta land, en gylla fyrir þeim önnur lönd«. »Sömu sektum varðar það, ef nokkur verður kunnur að því, að hann hafi samið skriflega eða munnlega við útfara um flutning í aðra heimsálfu á þann hátt, að útfari skuli vinna af sjer far- areyri, er þangað kemur, enda er og sá samningur ógildur«. Sömu sektir liggja enn fremur við, ef einhver hjer á landi lánar útförum, einum eða fleirum, farar- eyri, og þykir grunsamlegt, að hann geri það fyrir hönd erlendrar stjórnar eða fyr- ir hönd þegna eða erindreka annararíkja, og er þá lögreglustjóri skyldur að rann- saka tafarlaust það mál. Sektir fallahálf- ar í landssjóð, en hálfar til sögumanns«. Enn fremur er útflutningsstjórum bann- að að taka nokkurn mann til flutningsnje styðja á nokkurn hátt útför hans, nema hann hafl fengið vissu fyrir, að hann hafl greitt allar lögmætar skuldir, er honum ber að greiða, þar á meðal lögskyldan framfærslueyri með skylduómögum þeim, eða útfarinn hafl sett tryggingu fyrir þess- um greiðslum, eptir þvi sem lögreglustjór- inn álítur nægja. Brjóti útflutningsstjóri bann þetta, skal hann greiða sjálfur skuld- irnar og aðrar fjárgreiðslur útfarans áður ár er liðið. Borgarlegt hjönaband. Frv. um það var fellt í gær í ef'ri deild, með 6 atkv., þar af 2 þjóðkjörnum (Sig. Stefáns. og Guðjón Guðl.). Sundirskipting jarða. Nokkrirþing- menn í neðri d. vilja láta setja nefnd til að íhuga, hvort eigi beri nauðsyn til að koína í veg fyrir hina skaðlegu sundur- skipting jarða hjer á landi, hvort eigi sje þörf á að meta til afgjalds jarðir þær, sem liggja undir hina opinberu kirkjustaði. og hvort eigi megi finna ráð til að koma í veg fyrir allt of háan leigumála á járð- eignum einstakra manna og ýmsar óeðli- legar kvaðir á þeim, er snerta atvinnu- frelsi leiguliða. Prestakosningalög. Frv. um að rífka hluttöku safnaða í veitingu brauða þann- ig, að söfnuðirnir megi velja um alla um- sækjendur, hefir verið breytt þannig í efri deild við 2. umr., að söfnuðir skuli að eins velja um 3 (eins og nú), ef íleiri sækja, þá, sem biskup til nefnir, ekki landshöfð- ingi; þó má biskup og fella einn af 3, ef ekki hafa fleiri sótt, frá kosningu, ef'hann álítur harin óliæf'an. Barðastr.sýslu vestanv. 15. júlí: Veörátta er allt af' ylir höfuð votvihrasöm, en vel hlýtt i veðri og engin stórkostleg úrkoma, stillt og lygnt optast nær, og sjógæftir því góðar- Þerrir var eptir 20. júni og mánuðinn út, og aptur 8.—10. þ. m. Hæstur hiti 15° R. 13. þ. m. Grasvöxtur verður víst í hezta lagi. Þó er hann nokkuð misjafn. Sláttur er almennt byrjaður, sumstaðar fyrir nokkru, en viðast þessa viku. Afli er enn ágætur, en úr þessu geta fáir sinnt honum. Þilskipin afla sum inni á fjörð- um, því þar er liskurinn allt eins, og það jaf'nvel upp í landsteina, og innst inni í fjarðarbotnum. Heldur þykir hann magur, en fremnr vænn, nokkur fyrirtaks-vænn. Hvalveiðarinn, er var á Patreksílrði, Nielsen, tór alfarinn 26. f. m. með 9 hvaia afla. Var það að fyrirlagi eiganda útgerðarinnar, Svend Foyns, að hann íor svo fljótt. Stixrud á Suð- ureyri var búinn að fá 14 hvali, þá er síðast frjettist. Hann er nú að reisa hús sín þar. Fremur er kvillasamt. Taugaveiki hei'ur stungið sjer niður á nokkrum stöðum, og fleiri sjúkleika hefnr töluvert vart orðið. Góðvildarbragð er það, sem maklegt er að almenningi verði kunnugt, að d leið- inni hingað í fyrra dag, er «Thyra« var komin á móts við Akranes, og yfirmaður skipsins, pr.iieut. Garde, var látinn vita (af skólastj. og skipstjóra M. F. Bjarnasyni), að með því væru 5 farþegjar, er þyrftu að komast upp á Skaga, þar á meðal 2—3 blindir til þess að letia sjer lækninga hjá hinum f'ræga augnaiækni þar, hr. B. Óiafs- syni, — þá brá hann óðara við inn áLamb- hússund, lagðist þar um akkeri og ijet flytja farþega þessa á land. Það líkist Hovgaard, en ekki öðrum póstskipsfor- mönnum hjer. Strandferðaskipið »Thyra« kom hingað í fyrrakvöld norðan um land og vestan og með henni hýsna margir farþeg- ar, flestir af Vestfjörðum, þar á meðal sýslum. A. L. E. Fischer frá Vatneyri með fólk sitt á leið til Danmerkur alfarinn, og nokkrir útiendir ferðamenn, svo sem bar- ón Fleischhacker með frú sinni frá Wien, Neumann málari (Marinemaler) frá Khöfn, norskur prestur o. fl. Landsbankinn. Síðan bankinn fór að veita aptur fasteignarveðsián, eptir að binn nýi bankastjóri, hr. Tr. Gunnarsson, tók við í voi', hefir lánstraumurinn út úr bank- annm aukizt stórum, og nema algengar lánveitingar á síðasta ársfjórðnngi um 73 þús. kr., en víxlar keyptir fyrir 67,000 kr. Með því bankinn er nú kominn í verulegt viðskiptasamband við Landmandsbankann í Kliöfn, hafa verið seldar ávísanir á hann hann fyrir nær 15,000 kr. í sjóði átti landsbankinn í lok júnímán. fyrirliggjandi ekki nema rúmar 100,000 kr., þar af 10,000 hjá Landmandsbankanum, til ]>ess aö ávdsa upp á. Dáinn er aðfaranótt hins 19. þ. m. hinn þjóðkunni merkismaður Eirlkur prófastur Kuld í Stykkishólmi, eptir langa banalegu, 92 mun jeg mola á yður hauskúpuna með hamrinum!« Hinn ungi maður skellihló og mælti: »Hafðu hægt um þig, hróið mitt, og farðu að járna hestiim minn, því ef jeg ætlaði að gera nokkuð illt af mjer, mundir þú ekki geta aptrað því«. Smiðurinn hafði sjeð dóttur sina smjúga inn og fór því aptur til vinnu sinnar, en gætti þó minna að þvi en bæjardyrunum og riddaranum, sem henum sýndist tortryggilegur útlits. ^Loks var hesturinn aljárnaður! og riddarinn steig á bak og mælti: »Heyrðu kar!! Enn verðurðu að gera mjer greiða og láta hana dóttur þína gefa mjer að drekka. Þú ert skyldur að svala þyrstum hermanni«. — Buresch leit á hann hálfsáttur og mælti: »Það skaltu fá«. Siðan kallaði hann á dóttur sína og skipaði henni að koma með mjólk i könnu. Kom hún með mjólkina skjálfandi, en riddarinn laut niður að henni og mælti: »Þú ert bæði góð og falleg stúlka, og jeg hefi í langan tíma ekki verið í skapi eins og nú. Jeg skil ekki í því, hvað þungt mjer fellur að skilja við þig, sem jeg liefi ekki sjeð nema nokkur augnablik. Leit hún upp á hann feimnislega, en þó háltbrosandi, og horfði í hin dökku augu hans, en hann horfði aptur á móti á hana og stundi við. í sama bili var blásið til brottfarar. Kvaddi hann þá i skyndi og sneri til fjelaga sinna, sem riðu i burtu hægt og haögt, en Anezka horfði á eptir þeim þangað til þeir hurfu úr augsýn. 89 orðinn alfrískur og furðaði sig mjög á að þeir skyldu vera komnir aptur heilir á húfi. Siðan liafa margir menn farið upp á Heklu, bæði fyr og síðar. Þeim hefur sótzt ferðin misjafnlega, eptir því, hvernig veður hefur verið, og eptir þvi á hverjum tíma árs þeir hafa verið á ferðinni, en enginn þeirra hefur orðið var við undur þau og ofsjónir, sem þar áttu að vera, eins og ekki er heldur við að búast, því slíkt hefur aldrei verið til nema í heilanum á ómenntuðum mönnum og hjátrúarfullum. Járnsmiðurinn í Mrakotin. Tvö ár voru liðin frá því, að orrustan á fjallinu hvíta (1620) hafði gjört út um forlög siðabótarinnar í Bæheimi. Spænskar, ítalskar og þýzkar hersveitir fóru þvert og endilangt fram og aptur um Bæheim og Mahren til þess að vera viðbúnar að slökkva uppreistarneista þá sem ljetu á sjer bera og halda alþýðunni i skefjum, sem kvalin var og æst af alls konar harðneskju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.