Ísafold - 20.09.1893, Side 1
Kemur út ýmiflt emu sinni
eöa tvisvar i viku. Verí) árg
(75—80 arka) 4 kr., erlendis
5 kr. eí)a l1/* doll.; borgist
fyrirmiðjan júlímán. (erlend-
is fyrir fram).
fSAFOLD.
Uppsögn(skrifleg) bundin viD
Aramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. oktö-
berm. Afgroiöslustofa blabs-
ins er í Austurstrœti 8.
Reykjavík, miðvikudaginn 20. sept. 1893.
XX. árg.
Amtmannamálið.
||Margt gekk'skrykkjótt á þingi í snraar;
•en^varla fór þar nokkurt raál jafn-neyðar-
Iega™út um þúfur eins og amtmanriamálið.
Það mál, afnám amtmannaembættanna,
kefir staðið ofarlega á dagskrá milli 10 og
20 'ár sarafleytt. "Þingið heflr margsinnis
farið fram á afnám þeirra, ýmist með á-
skorunum til stjórnarinnar eða lagafrum-
vöi’pum. Þjóðin heíir tekið undir það hjer
um bil í einu hijóði. Heflr varla verið
haldinn svo þingmálafundur hjer á landi
á þessu tímabili, að þar hafl eigi afnám
amtmannaembættanna verið heimtuð ýmist
í einu hijóði eða með öllum þorra atkvæða.
Loks höfðust fram fyrir nokkrum árum
lög um launalækkun fyrir þau embætti
•og önnur fleiri, og gerðu menn sjer vonir
um, að það mundi jafnvel stvðja nokkuð
■að því, að þau legðust niður, er þau losnuðu.
En hvað gerði svo þingið 1893 ?
Stjórnin hafði skotið þeirri athugasemd
Inn í fjárlagafrumvarp sitt, að »ef hinn nú-
verandi amtmaður norðan og austan verði
skipaður amtmaður sunnan og vestan, fái
hann að halda uppbót þeirri fyrir hann
sjálfan, er hann heflr nú«. Amtmanni
þessum, á Akureyri, var sem sje farið að
leiðast þar, og þótti fýsilegra að vera í
Reykjavik; sótti því uin að komast þang-
-að, er embættið syðra losnaði, en ekki
•öðruvísi en þannig, að hann hjeldi eptir
■sem áður sínum launum, 6000 kr., í stað
þess að eptir hinum nýju launalögum
fylgdu embættinu að eins 5000 kr. laun.
’Til þess að það gæti orðiö, þurfti því að
fá samþykki fjárveitingarvaldsins, og það
var það, sem stjórnin ætlaði að gera með
þessari innskotsgrein í fjárlögunum.
Framan af þingi rnátti heyra ýmsa þing-
menn, er tilrætt varð um þetta mál, taka
því mjög fjarri, að farið væri að láta þetta
eptir stjórninni. »Yilji hann láta sjer lynda
hin lögákveðnu laun hjer, 5000, má hann
gjarnan koma hingað«, sögðu þeir; »við
skiptum okkur ekkert af því. En við
förum ekki að dekra það við stjórnina, að
hjálpa henni til að gera menn sem fast-
•asta í sessi í embættum þessum, amtmanna-
•embættunum, og láta ef til vill jafnvel
reka að því fyrir bragðið, að launinhanda
báðum embættunum mjakist upp aptur
.jafnhátt og áður var«.
Þetta mun flestum skynberandi mönnum
hafa þótt mikið eðlileg hugsun og forsjál-
leg, og sízt við því búizt þá, að stjórnin
mundi samt áður lyki vefja meiri hluta
þingsins svo um flngur sjer, að hún fengi
•eigi einungis sinn vilja í þessu efni, held-
■ur meira til.
Fjárlaganefnd neðri deildar byrjaði raun-
•ar á því, að stryka fyrnefnda atliugasemd
út úr fjái’lagafrumvarpinu, og þó miður
einarðlega; hún bar sem sje fyrir sig frum-
varp, sem utannefndarmaður hafði borið
upp, þess efnis, að gei’a landið allt að einu
amtmannsdæmi; því að valt var á það að
ætla, að það frumvarp næði fram að ganga,
enda hneig það og í valinn, með mörgum
öðrum. Neðri deild felldi þó athugasemd-
ina, en efri deild skaut henni inn aptui*.
Þá ætluðu nokkrir neðri-deildar-menn að
bjarga málinu nokkuð við með því að
hnýta aptan við athugasemdina því skil-
yrði, að amtmannsembættið hitt, fyrir norð-
an og austan, væri þá eigi veitt, heldur þjón-
að af settum manni, í því skyni að þá yrði
auðgengara að því að fá það afnumið.
Neðri deild samþykkti þetta, en efri deild
felldi það aptur. Þá var enn gerð tili’aun
til að koma skilyrðinu að í sameinuðu
þingi, en þá var það svo óflmlega orðað,
að fara hefði mátt í kringum það eins og
ekki neitt, þó að það hefði fengizt sam-
þykkt. Það var þá þannig orðað, að ekki
mætti veita embættið fyrir næsta þing.
Mátti eptir því veita það undir eins og
þing var komið saman. Mun það hafa
verið nokkuð því að kenna, að meiri hlut-
inn í sameinuðu"þingi vildi eigi aðhyllast
það. Það íjell því þar, og ekkert sett í
staðinn. Var því ver farið en heima setið
með þá tilraun. Því getur stjórnin nú sagt,
að þingið sje alveg liætt að amast hót viö
amtmannaembættunum. Meiri hluti þess
hafi á þessu þingi greitt óbeinlínis at-
kvæði með því, að þeim væri báðum hald-
ið í fastri veitingu áfram; vill ekkert los
á þeim hafa; slær stryki yflr allar undan-
farandi tilraunir til að fá þau afnumin.
En varla mun þar með búið.
Amtmannsembættið fyrir norðan, sem
losnar líklega nú þegar í haust, verður
þá veitt undir eins með 5000 kr. launum,
eins og lög standa til. En margt hefir
ólíklegi’a að boi'ið en það, að jafnvel á
næsta þingi komi fram umkvörtun um, að
það sjeu of lág amtmannslaun. Því að í
raun rjettri megi amtmaðurinn fyrir norð-
an til að hafa eins há eða jafnvel hæi*ri
laun en sá fyrir sunnan, vegna þess, að
amtmaðurinn á Akureyri þurfl að leggja
svo mikið í kostnað til þess að taka á
móti gestum, bæði innlendum og einkan-
lega útlendum, sem sá í Reykjavík sje laus
við, með því að það lendi hjer um bil allt á
landshöfðingja.. Möi*gum mun þegar í stað
virðast þetta mjög sennilegt. Og þó að þing-
menn margir muni taka óstinnt í það fyx*st í
stað, og svai’a á þá leið, að úr því að
maðurinn haíi sótt um og látið veita sjer
embættið með þessuin lágu launum, verði
hann að gjöra svo vel og sitja við það,
—þá heflr margt orðið ólíklegra en það, að
líkt fari áður lýkur eins og um athuga-
64. blað.
semdina í fjárlagafrumvarpinu núna: að
stjórnin og amtmaðurinn hennar nýi hafi
sitt fram, fyrir staðfestuleysi og ósamheldi
meiri hiutans á þingi. Að minnsta kosti
má ganga að því vísu, að málið gangi
ekki af orðalaust nje án megnasta undir-
róðurs og flokkadráttar á þinginu, sem
aldrei kveður meira að en í þess konar
persónulegum fjárveitingamálum, ekki sízt
ef liinn nýi amtmaður yrði sjálfur á þingi;
það væri þá eitthvað ólag með, meira en
vandi er til, ef hann hefði eigi sitt fram
og þokað laununum aptur upp í 6000 kr.
í minnsta lagi, einkum ef það væri lipur
maður, viðkynningargóður og ætti nokkuð
undir sjer meðal þingmanna.
Þá mætti segja, að þingið 1893 skyldi
hafa sælt gert: að láta ónýta fyrir sjer
jafn-slysalega eitt af áhugamálum þings
og þjóðar um langan tíma.
Bókarfregn.
HANNES HAFSTEIN : Ymisleg Ijóbmœli.
Reykjavík 1893, 192 bls. 8.
Skáldið Hannes Hafstein þekkja allir;
hann er orðinn þjóðfrægur af skáldskap
sínum. Kvæði hans mörg eru áður prent-
uð í tímaritum og blöðum, og allir ljúka
upp einum munni um það, að hann sje
»skýrr maðr ok skáld gott«, eins og Sig-
hvatur forðum.
Það var eigi fyrir mörgum árum, að Hann-
es gaf út, í Khöfn, með þrem öðrum alkunn-
um skáldum, tímarit það, er þeir kölluðu
»Yerðandi« (þ. e. nútíðin). Allir voru
mennirnir stórhuga. Þeir trúðu á mátt
sinn og megin, elskuðu storminn og aðrar
höfuðskepnur, þá er þær voru í hamförum,
því að þeir fundu ekki neitt annað, er
svipað væri hinu innra lífl þeii*ra, sem
samsvaraði hinu ólganda blóði og eirðar-
lausa frelsishuga; þeir hefðu orðið fegnir
fimbulvetri bara til að fá að reyna sig við
frostið hið mikla og vindana, sem þá gnýja
hjeðan og handan. Þeir spenntu sig meg-
ingjörðum heimsmenntunarinnar, settu upp
járnglófa frelsisins og framfaranna, og allir
samt liöfðu þeir í höndum hamar einn mik-
inn, sem þeir köllriðu »Realismus«. Þenn-
an hinn mikla hamar reiddu þeir að »holu
hismi sorðunum, hrokareigingnum, froðu-
spenningnum«, en þó einkum að hinu »raga
skríldómsskjalli« (sbr. »Strykum yflr stóru
orðin«).
Öllu þessu höfðu hinir ungu kappar
makalausa óbeit á. Það mátti á öllu skilja,
að þeir ætluðu sjer að hefja nýtt tímabil,
stofna spánnýja skáldskaparstefnu á íslandi.
í þessu skyni sendu þeir hina æskufjör-
ugu lcvæðadís »Verðandi« í hamförum heim
til fósturjarðarinnar. Það var fyrsta högg-