Ísafold - 20.09.1893, Page 2
254
ið af hamri þeim hirmm mikla. En — þunn-
vangi Skrýmis var þjettur fyrir. Það sást
varla marka fyrir hamarshögginu. »Verð-
andi« átti ekki nema eina ferðina hingað
heim; hún datt úr sögunni.
Þ6 lifir andinn enn hinn sami; hamarinn
er enn á lopti, en ekki eins hátt reiddur.
Sá, sem karlmannlegast heldur á hamri
þessum, er einmitt Hannes Hafstein; hann
þykir vera vænlegastur til að ráða fyrir
hinni nýju skáldskaparstefnu.
Hannes er að allra dómi gott skáld og
ekki æt!a jeg að reyna til að rengja það.
En hins vegar vil jeg ekki bera neitt of-
lof á hann, því að jeg veit að »hjegóma-
blásturinn og gullhamraslátturinn« eru
honum svo fjarri skapi. (Sbr. »Ur brjefi«).
Ferðakvæði skáldsins, þau er prentuð
voru í »Verðandi«, eru sannarlega snjöll-
ustu ferðaljóðin, sem vjer eigum á vora
tungu. Jeg vil taka til dæmis kvæðin:
»Sprettur« og »Áning«. Þau kvæði mun
því nær hvert mannsbarn á landinu ein-
hvern tíma kunna. Skáldið hefði annars
þurft að vera á ferð um dagana og standa
þar sem »stímabrak var í straumi«. Ef
æfikjör hans hefðu orðið svipuð veðráttu-
farinu á Kaldadal, þá er jeg þess vís, að
að hann hefði ort margt kraptaljóð, er
seint mundi fyrnast.
«Vjer þurfum loft og vjer þurfum bað
að þvo burt dáðleysis-mollukófV o. s. frv.
Ekki þarf nema lesa fyrsta kvæðið í
bókinni til að sjá, að skáldið hefir hvöss
og skygn hugsunaraugu og kann listina
þá, að segja glöggt frá því, sem hann sjer
sem jafnan er einkenni sannrar skáld-
snilldar. Hann hefir fátt af »háum tónum«,
sem enginn getur skilið; en þó bregður
því fyrir í sumum »kraftakvæðum« hans.
Eins og opt vill verða, þá hefir slæðzt
með í ljóðasafn þetta nokkuð af »rímuðu
]jettmeti«,/svo sem »Söngkonan«, »Við út-
gáfiu Heimdalls« óg »Lofkvæði til heimsk-
unnar«, sem er ómerkileg þula, en ekkert
kvæði. Mig skal reyndar ekki furða á
því, þótt skáldinu yrði lítill matur úr »út-
gáfu Heimdalls«. Aldrei fann jeg neinn
botn í »dalli« þeim, og að öllu samanlögðu
mun hann hafa verið hið gagnsminnsta
tímarit, sem enn hefir birzt á íslenzka
tungu.
Mörg kvæði hefir skáldið ort, er sýna
það, hvernig hann hefir notið líf'sins mun-
aðar og hvernig hann vill að aðrir skuli
njóta hans. Jeg skal láta þessi kvæði
liggja milli hluta. Það vill svo vel til, að
Einar Hjörleifsson, skáldvinur hans, hefir
einmitt búið til smeilna »motto« yfir þess-
háttar kveðskap, þar sem hann kveður í
»Oda til lífsins«:
«Þú töfrandi, titrandi glaumur.
þú nautnanna dísljúf, draumur,
þú varst minn kveldvindur, þá var mjer heitt
og þó ert þú ekki neitU.
Einkennilegt er það, að höfundurinn,
hefir sleppt úr þessu kvæðasafni »íslands
minni«, er hann orti og margir kunna og
er þetta upphaf að:
«Jeg elska þig bæöi sem móður og mey,
sem mögur og ástfanginn drengur*.
Kvæðið er vottur um einn hinn’mesta frels-
isfuna, sem logað hefir í nokkru íslenzku
brjósti. Mjer er grunur á, að skáldinu
þyki hann hafi sagt þar nógu mikið og
því »strykað yfir stóru orðin« með því að
fella kvæðið burtu. En kvæðið er snilld-
arlega ort eins fyrir því, og er það rangt
af skáldinu, að láta það gjalda þess, þótt
hugsunarháttur hans kunni að hafa breytzt
nú á þessum siðari friðsældartímum.
Jeg læt hjer svo staðar numið. Kvæði
þessi eru yfirleitt skáldleg og mörg þeirra
munu lengi uppi vera. Jeg óska, að þeim
verði tekið eins og þau eiga skilið.
Bjarni Jónsson.
Ryskingarnar á þingi Breta.
Það hefir stundum borið við á þingi Frakka,
að mönnum hefir hitnað svo í skapi, að leitt
hefir til uppþots og gauragangs í þinginu, og
stöku sinnum hafa menn jafnvel komizt þar
í handalögmál. Hefir þá jafnan verið við-
kvæðið hjá Englendingum: »Þetta hefði eigi
getað átt sjer stað hjá oss«.
Eptir því sem blöðin segja, hefir þó 27. júlí
í sumar farið út um þúfur fyrirmyndar-sið-
prýði Breta á þingi. Þennan dag sátu þing-
menn í neðri málstoíunni á nefndarfundi,
öll þingdeildin, eins og siður er til á Englandi,
og var því þingforsetinn, Peel, ekki viðstadd-
ur, heldur að eins nefndarforsetinn, Mellor, og
stýrði fundi.
Óspektirnar risu út af því, að Chamberlain
hjelt mjög harðorða ræðu gegn Gladstone og
flokksmönnum hans. Líkti hann Gladstone
við Heródes, er skríllinn hefði sagt um, að
rödd hans væri guðs rödd. Þegar Gladstone segði
eitthvað vera »svart«, þá æptu fyigifiskar
hans : »Það er ágætt«, og segði hann svo að
vörmu spori á eptir, að það væri »hvítt«, þá
öskruðu þeir eins og undirgefnir þrælar: »Það
er enn ágætara«. Síðan á dögum Heródesar
hefði enginn einvaldshöfðingi uppi verið, er
slíkum þrælum hefði átt yfir að segja. Þegar
Chamberlain nefndi Heródes, tóku einhverjir
Irar tii að æpa: »Júdas! Júdas!«, og loks varð
háreystin svo mikil, að Chamberlain, sem er
þó raddmikill í meira lagi, heyrði ekki til
sjálfs sin. Þingmenn stóðu upp hver á fætur
öðrum og beiddu sjer hljóðs, en það var eins
og í steininn klappað. Hófst nú áköf rimma
á mörgum stöðum í senn, og fekk fundarstjóri
engu við ráðið, enda fjellust honum alveg
hendur.
Rimman jókst nú enn meira, og eptir stutta
stund var allt komið í uppnám og þingmenn
teknir að fljúgast á og snoppunga hver ann-
an. Upptök áfloganna voru þau, að Logan,
einn meðal fylgismanna Gladstones, gekk um
þvert gólf og fast að fremsta bekk andvígis-
manna stjórnarinnar, í því skyni að heyra
betur, hvað einhver sagði þar. Eimman hjelt
áíram og gleymdi Logan sjer þá svo, að hann
settist óvart á bekkinn þann, en slíkt þykir
mikil þingleg ósvinna. Rjeðustþá tveir þing-
menn af Tory-manna-liði á hann, Hayes Fisher
og Ashmead Bartlett, og hrundu honum fram
á gólfið. ítuku þá þingmenn upp til
handa og fóta af báðum fiokkum. Sagt er, að
Saunderson ofursti, maður mikill vexti og
ramur að afli, hafi orðið fyrstur til að beita
hnef'unum ; hann rak Iranum Austin löðrung.
Tóku þá tveir fjelagar Austins, Parnellssinn-
ar, Saunderson, og lömdu á honum allt hvað
af tók. Becket, einum af íhaldsmönnum,
fleygðu Irar, með Healy i broddi fylkingar,
kylliflötum og lömdu þar á honum. Einn af
áhorfendunum segir svo f'rá: »Tuttugu mín-
útum fyrir kl. 10 töluðu þingmenn með spekt,
og stillingu um fjárhag Ira, og hálfri stundu
siðar var neðri málstofan, hið elzta iöggjaf-
arþing í heimi, orðin að glimuvelli eða áfloga-
bæli. Þingmenn æptu og grenjuðu, bláir og
bólgnir af reiði, rifnir og tættir. Þá hófu á-
horfendurnir pípnablástur, til þess að láta í
Ijósi, hversu þeim blöskraði háttsemi þjóð-
fulltrúanna. Það var eins og þeir röknuðu
við sjer og færu að átta sig. Höfðu og verið-
gerð orð eptir f'orsetanum, Peel, meðan á
ryskingunum stóð, og hann er svo mikill at-
kvæðamaður, að þingmenn skipuðust brátt
við áminningu hans og sefuðust«.
Því næst tóku þingmenn að hera hver af
sjer, að valdið hefði upptökunum. eins og
neyptir skóladrengir. Saunderson bar fast-
lega á móti því, að hann hefði byrjað á áflog-
unum. O’Connor bað fyrirgefningar á þvi, að
hann hafði kallað »Júdas!« til Chamberlains.
Gladstone sat fölur sem nár og kvaðs eigi
geta sagt greinilega f'rá, hvað gerzt hefði, með
þvi að sjer væri farin að f'örlast sjón og heyrn.
Það verður eigi ofsögum af þvi sagt, hver
svívirða þjóðinni þótti sjer gerð með þessari
hraparlegu ávirðinguþingsins.Engin þjóðíheimi
hefir meiri mætur á þingi sínu en Bretar, nje
hefir það í meiri hávegum. Nú hafði þah
sjálft orðið til þess, að gera sjer stórkostlegan
ósóma og þar með allri þjóðinni, — að almenn-
ingi fannst. Öll blöð landsins, smá og stór,
tóku í sama streng, hvaða flokk sem þau
fylltu annars. Eitt merkisblað (Speaker) komst
þannig að orði:
»Allra f'rjálsra þinga móðir er smánuð; börn
hennar sjálfrar hafa eigi skirrzt við að leggja
ómildar hendur á hana. Það eru þau sjálf
og enginn annar, enginn útlendingur, enginn
fjandmaður, er hafa afmáð hinar veglegustu
minjar, er nokkurt þing í heimi hefir getað-
brósað sjer af', og bakað neðri málstof'u Breta
f’yrirlitningu. Margur maður hefir látið líf
sitt á Tower-hæð fyrir svívirðuminni landráh
en þetta, og margt sæmdarnafn hefir dregið-
ævaranda smánarhjúp yfir sig f'yrir minna ó-
dæði«.
Daginn eptir Ijetu ýmsir eigi sjá sig á þingi,.
þeir er mest hafði á orðið. Einhver þingmað-
ur vakti máls á því, hvort eigi ætti að setja.
nefnd til þess að rannsaka málið. At' því
varð eigi. Gladstone kvaðst vona, að jafn-
alvarlegur atburður og einstakur í sögu þings-
ins mundi aldrei taka sig upp aptur.
Veðrátta. Nokkuð langvinnir óþurkar,
stormar og hrakviðri hjer um suðurland
í minnsta lagi enduðu á talsverðri kafalds-
hríð af norðri síðara hluta dags í gær og
í nótt, með talsverðu frosti, og var alhvít.
jörð í moi'gun niður í sjó, eins og um vet-
ur, en fannir til fjalla eigi all-litlar. í dag
er bjartviðri og sólskin, er leysir þegar
snjóinn og verður að vonandi er upphaf
góðviðriskafla; kæmi það í góðar þarfir,
því að víða varð heyskapur endasleppur
sakir hinnar snöggu og gagngjörðu tíðar-
farsbreytingar nokkru fyrir höfuðdag; er
því víða injög mikið úti af heyjum, sem
bjargazt getur enn að mlklu leyti, ef vel
skipast. Annars var, eins og nienn vita,
heyskaparveðráttan áður í suniar svo fram-
úrskarandi, að víða var heyafli orðinn
meira en í meðallagi eða jaínvel í bezta
lagi fyrir veðrabrigðin;^en sumstaðar apt-
ur lítill, þar sem seint var byrjaður engja-
sláttur.