Ísafold - 20.09.1893, Page 4
256
Ollum þeim, sem á einhvern hátt tóku
þátt i okkar þungu sorg, þá við mistum
vort elskaða barn Ingigerði, vottum við
okkar hjartans þakklæti.
Reykjavík 19. sept. 1893.
Bagnli. Bjarnason. B. H. Bjarnason.
Jfýprentað:
Hannes Hafstein:
Ýmisleg’ ljóömæli.
Kosta í kápu 1 kr. 75 a., í bandi 2 kr. 75 a.
Aðalútsölu hefir:
Bókaverzlun fsafoldarprentsmiðju
(Austurstræti 8).
íslenzk írímerki
brúkuð, heil, send kaupanda að kostnaðarlausu,
eru borguð lít í hönd þessu verði: 2-skildinga
1.70, 3-sk. 0.50, rauð 4-sk. 0.15, brún 8-sk. 0.75,
Í6-sk. 0.50, blá 5-aura 0.25, 6-a. 0.03, 10-a. lþa,
16-a. 0.8, lilla 20-a. 0.30, græn 40-a. 0.40, 3-a.
0.02, græn 5-a. 0.02 blá 20-a. 0.05, fjólublá 40-a.
0.07, 50-a. 0.15, 100-a. 0.25. Græn 4-skild. þjón-
ustufrímerki 0.18, fjólublá 8-sk. 1.70, 3-a. 0.2,
5-a. 0.04, 10 a. 0.04, 16-a. 0.16, 20-a. 0.06, — verðið
alstaðar miðað við eitt eintak. Heil brjefspjöld
5-, 8- og 10-a. eru keypt á 3, 4 og 5 a. Borg-
un send með næsta pósti, viðtakanda kostnaðar-
laust, þegar upphæðin nemur minnst 5 krónum.
S. S. Rygaard.
L. Torvegade 26, Kjöbenhavn.
Nokkrir lærisveinar geta enn fengið
inntöku á kvöld- og verzlunarskólunn.
Þorl. Bjarnason
cand. mag. Aöalstræti 7.
Sauðakjöt
feitt og gott — 50 til 60 pd. föll — selur
undirskrifaður í dag og á morgun gegn
peningum. Kjöt, slátur, mör, gœrur sel-
ur sami í næstu viku, væntanlega þriðju-
dag og miðvikudag gegn peningum.
J. Norðmann.
Smjör fæst keypt hjá P. Pjeturssyni bæjar-
gjaldkera.
Nýpreutað:
G-öng-uhrólfsrímur.
Sagan af
Hrölfl Sturlaugssyni
°g
Ingigerði Hreggviðardóttur,
kveðin af
Benedikt Gröndal.
Rvík 1893. VIII + 120 hls.
Verð : 80 aur.
Nýprentað :
Ljóðmæli
eptir Einar Hjörleifsson.
Kosta í bandi 75 a.
Aðalútsölu hefir:
Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju
(Austurstræti 8).
»Sameiningin«, mánaðarrit til stuðn-
ings kirkju og kristindómi Islendinga, gefið
út af hinu ev.lút.kirkjufjelagi í Vesturheimi
og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón
Bjarnason. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg.,
á Islandi nærri því helmingi lægra: 2 kr.
Mjög vandað að pventun og útgei'ð allri.
Áttundi árg. byrjaði í marz 1893. Fæst í
bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonarí’Rekja
vík og hjá ýmsum bóksölum víðsvegar um
allt land.
Stórt matarhorð úr mahogni og fínt »borð-
stell« til sölu. Ritstj. vísar á.
Tapazt heflr aðfaranótt 18. þ. m, frá Bú-
stöðum steingrár foli 5 vetra, fjelegur, klár-
gengur, viljugur, járnaður á 3 fótum með
6-boruðum skeifum, á hægri apturfæti með
4-horaðri skeif'u, mark: stýft vinstra, brenni-
inark á hægri framhóf: St. V. D., á vinstra
dauft: Höfnum.
Hver sem hittir hest þenna er beðinn að
koma honum annaðhvort til Ólafs Ólafssonar
í Reykjavik, Lækjargötu 10, eða að Kotvogi í
Höfnum, mót borgun.
Pundizt hef'ur á veginum f'yrir innan Rauð-
ará strigapoki með ýmsu smádóti í. Vitja
má til Jóns Ólafssonar í Bygggarði á Seltjarn-
arnesi.
Mjög ódýra kennslu
í ensku og undir skóla m. m. veitir
Þórður Jensson, cand. phil.
Þingholtsstræti 15.
Bókbandsverkstofa
ísafoldarprentsm. (Austurstr. 8)
— bókbindari Þór. B. Þorláksson —
tekur bækur til bands og heptingar.
Vandað band og með mjög vœgu verði.
» LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR.
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr-
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim
sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg-
ar upplýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.ll-lv
Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. 11 ‘/s-2*/*
Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2
útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3
Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarí.
hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—6
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud.
hverjuir mánuði kl. 5—6.
Veðurathuganir í Rvik, eptir Dr. J. Jónassen
sept. Hiti (A Celsina) Loptþ.mæl. (millimet.) Y eðurátt
á nótt. | um lid. fm. | em. fm. em.
Ld. 16 + 2 + 6 754.4 754.4 A h d A h d
Sd. 17. + 5 +11 754.4 746.8 Sa h d 0 d
Md. 18. + 2 + 5 746.8 746.8 Nvhvb N hv d
Þd. 19. + 1 + 2 762.0 769.6 N hv b Nhvd
Mvd.20. — 1 769.6 N hv b
Hinn 16. nokkuð hvass á austan að morgni
en hægur að kveldi; mikil rigning aðf'aranótt
h. 17. og þann dag regn við og við en hægnr
á sunnan landsunnan, logn um kveldið en
gekk upp úr því nokkru fyrir miðnætti til
útnorðurs með talsverðum hroða og haglhryðj-
um að morgni h. 18. og bálhvass á norðan
þann dag eptir hádegið og aðfaranótt h. 19.
og þann dag allan og gjörði ofanhríð eptir
miðjan daginn svo hjer varð við það hvít
jörð um tíma; fór að vægja um kveldið. I
morgun (20.) enn nokkuð hvass á norðan, jörð
hvít í morgun, sem um vetur.
Ritstjóri Björn Jóusson eand. phil.
PrentBmitja ísafoldar.
134
en hertoginn afsegir að þiggja lausn af nokkrum manni,
er eigi hefir biskupstign. Slík forrjettindi bera aðals-
manni, er dæmdur er af líti fyrir drottinsvik«.
»Já, það eru forrjettindi vor«, tók D’Ossuna ein-
arðlega fram í; »og vjer krefjumst þess af konungi, að
frændi vor njóti forrjettinda sinna«.
Þessi djarfiega framkoma jók hinum hirðmönnunum
einurð.
»Rjettindi ;vor og rjettvísi konungs verða eigi sund-
ur skilin«, mælti Don Diego de Tarracas, greifi af Valen-
cia, aldraður maður mikill vexti.
»Rjettindi vor og einkaleyfi!« hrópuðu aðalsmennirn-
ir eins og bergmál. Við þessa áleitni þeirra reis kon-
ungur upp úr sæti sínu æfareiður.
»Vitiþað Jakob hinn helgi«,mælti hann, »aðþess strengi
jeg heit, að neyta hvorki svefns nje matar fyr en höfuð
Don Grusmans liggur blóðugt fyrir fótum mjer. En rjett-
vísi konungs er ábyrgð fyrir rjettindum þegna hans.
Hver er hinn næsti biskup?«
»Yðar hátign«, svaraði Don Tarraxas í styttingi, »jeg
er meira viðriðinn vígvöll en kirkjur. Kapelán yðar há-
tignar, Don Silvas, er hjer við staddur; hann veit betur
deili á slíku en jeg«.
»Yðar hátign«, mælti Don Silvas hógværlega, »bisk-
upinn í Segovia er hirðbiskup konungs; maður sá, er því
135
embætti þjónaði, ljezt í vikunni sem leið, og skjal það,
er skipar eptirmann lians, liggur enn á ráðstefnuborðinu
og vantar enn innsigli páfa«.
Það ljek bros um varir D’Ossuna, er hann heyrði
þessi orð. Honum var það eigi láandi. Hann var ætt
þeirra Gusmana, og frændi hans, hinn dæmdi bandingi,
var hinn hjartfólgnasti vinur hans. Konungur sá brosið,
og sigu honum brýr.
»Vjer erum konungurinn«, mælti hann alvarlega og
stillilega, en þó eins og stillingin vissi á stórviðri; »vor
konunglega persóna skal eigi verða gerð máttvana. Vitið
það, góðir hálsar, að sá, sem smáir veldissprota þennan,
hann mun flatur liggja fyrir honum. Mjer er nær að
halda, að vor heilagi faðir, páfinn, eigi oss nokkuð upp
að inna, og óttumst vjer því eigi misþóknun hans, þótt
vjer gerum það, er nú höfum vjer í hyggju. Úr því
Spánarkonungur getur skipað þjóðhöíðingja, þá getur
hann einnig skipað biskup. Standið upp, Don Ruy Lopez.
Jeg skipa yður biskup í Segovia. Standið upp, jeg skipa
yður það, og takið við tign yðar í kirkjunni«.
Hirðmennirnir litu forviða hver á annan.
Don Ruy Lopez stóð upp ósjálfrátt. Hahn var eins
og utan við sig og stamaði, er hann ætlaði að taka til
máls.
»Ef yðar hátign þóknast svo«, mælti hann.