Ísafold - 23.09.1893, Page 2
258
undir« með »sætum sönghljóðum® í kaffi-
heimboðum og undir krkjugarðsveggjum.
Þó að þær sjeu í pilsum, þá vinna þær
sumar hverjar sama hlutverk hjer á landi,
sem »telegrafar« og »telefónar« í öðrum
löndum. Þær eru bókstaflega »hið lifandi
orð«. Sá, sem vill laga og ieiðrjetta þjóð
sína og því bendir henni á bresti hennar
og lesti, er af fjölda manna talinn »ber-
syndugur«, úalandi og úferjandi, eigandi
enga vægð skilið. Honum á í sumra manna
augum ekkert að geta gengið til annað
en illgirni og mannvonzka, eða þá löngun
til að láta bera meira á sjer en öðrum.
Og slíkum pilti á ekki og má ekki sýna
neina miskunn, einkum ef hann hefir reitt
öxina að höfði einhverjum ekki alls sak-
lausum! Þeir, sem finnst komið við kaun
sín, safna liði í skyndi. Allir vopnfærir
menn hervæðast, sambandssáttmáli er gjörð-
ur við stórveldin, sem sje sorpblöðin; leir-
skáldin yrkja hersöngva: níðvisur um ná-
ungann. Skjaldmeyjar safnast saman und-
ir merkjum foringjanna, eiginkonur, mág-
konur, vinkonur, mæður og tengdamæður,
dætur, tengdadætur, griðkonur, vatnskerl-
ingar, mókerlingar og flökkukerlingar; já,
menn »frá austri og vestri«, af öllum kyn-
kvíslum og tungumálum; og allur sam-
bandsherinn heitir því með lófataki, að
skiljast ekki við máliö fyr en glæsilegur
sigur er unninn, óvinurinn nxúlbundinn og
helzt dæmdur frá þessari litlu æru og mann-
orði, sem hann átti að upphafi.
Þetta eru nú styrjaldirnar okkar íslend-
inga nú á dögum.
Segi hver sem þorir, að vjer sjeum ætt-
lerar að hreysti og drengskap!
Herkostnaðurinn lengir ekki fjárlögin
eða þingtíðindin, því þingið og landssjóð-
urinn hafa engin afskipti af honum. Hann
steypir ekki ráðgjöfum af stóli; hann er
greiddur í búrinu og »spísskamersinu«,
látinn úti í bitum og sopum og kvittað
fyrir hann með kossum og handabandi.
Hver, sem vill segja þjóðinni satt, benda
henni á bresti hennar og lesti, hann þarf
ekki að spyrja meö hagnaðarvon: »Til
hvers er að vinna?« Hann má fremur eiga
von á. slíku og þvíliku herhlaupi.
En allt þetta verðum vjer að fyrirgefa,
og meta allan þenna gauragang sem barna-
brek og óvitaskap, sem vott um þroska-
leysi þjóðarinnar; og ailra sizt má nokkur
maður gefast upp við þetta eða þessu líkt,
eða hætta tilraunum sínum til góðs, þótt
hann viti, að ekki er til neins hagnaðar
að vinna fyrir sjálfan hann. Sú- meðvit-
und, að maður vill styðja það sem satt er,
og efla það, sem gott er, gagnlegt og nyt-
samlegt, og sú von, að hið sanna og góða
vinnur sigur að lyktum þrátt fyrir allt og
allt, ef karlmannlega er barizt og ekki
fiúið undan merkjunum, á að sætta mann
við baráttuna gegn heimsku mannanna og
hleypidómum, örfa viljann og styrkja þrek-
ið, þótt ekki sje hægt að spyrja með og af
gróðahug: »Til hvers er að vinna?«
Fyrir þá, sem ekki beygja knje sín
fyrir Baal nútiðarinnar: eigin hagsmunum og
ljettvægu mannlofi, hjegómlegu tildri og
glysi, er í rauninni einlægt til mikils að
vinna, hvenær sem borin eru vopn að ein-
hverjum þjóðarósómanum og einhverri
þjóðarvesalmennskunni; en það er ávinn"
ingur, sem þorri manni virðist ekki kunna
að meta og því gengst ekki fyrir.
Vagn.
Málið gegn Bjarna strokumanni. 'Strok-
ferill hans og önnur afrek í óþokka rjett-
vísinnar hafa hljóðbær orðið víða, og þykir
því hlýða, að birta hjeraðsdóminn í máli hans,
uppkveðinn fyrir aukarjetii líeykjavíkur 18.
þ. m , með því að þar er að sjálfsögðu rjett og
rækilega frá sagt því, er hann heíir að hafzt:
»1 máli þessu er Bjarni Sigurðsson kærður
af rjettvísinnar hálfu fyrir sviksamlegt athæíi,
og eru málavextir samkvæmt játningu hans,
er í öllu verulegu styðst við aðrar framkomn-
ar skýrslur, þeir sem nú skal greina.
Hinn kærði, sem taldi sig til heimilis á
á Efri-Rauðalæk í Bangárvallasýslu síðastl.
ár, en dvaldi í fyrra vetur og í vor ýmist í
Reykjavik eða á Kolviðarhól, lagði af stað
hjeðan úr bænum snemma í maímánuði síð-
astliðnum á leið austur í Elóa, í þeim erind-
um, að útvega sjer þar jarðarveð, til að setja
fyrir skuld, er hann átti að greiða í bankann.
Áður en hann fór, tók hann í húsi Magnúsar
Pálssonar, úr ólæstum klæðaskáp í herbergi,
er hann svaf í sem næturgestur, svört jakka-
föt, er Jón sonur Magnúsar átti, án leyíis og
vitundar eigandans eða annara í húsinu, fór i
þau innan undir yiirföt sin og bjelt svo leið-
ar sinnar gangandi upp að Bústöðum. Hjá
Jóni Ólafssyni, bónda þar, fekk hann lán-
aðan hest, beizli og svipu austur að Arnar-
bæli í Ölvesi. Hesturinn var rauður að lit,
15—16 vetra gamall, að sögn eigandans, sem
telur hestinn hafa verið 80 kr. virði, beizlið
5 kr. virði og svipuna 3 kr. virði. Þaðan hjelt
ákærði áfram ferðinni að Kolviðarhól. Dóttir
bóndans þar, Rósa Jónsdóttir, beiddi hann
fyrir kvennmanns-úr, og átti hann að selja
það fyrir 14 kr.
Þegar ákærði var kominn austur yfir fjallið
og nokkuð niður í Ölvesið, mætti hann Ólafi
Árnasyni, verzlunarstjóra á Eyrarbakka, og
beiddi hann ákærða fyrir hest jarpskjóttan,
9 vetra gamlan, til Gunnars bónda Einarsson-
ar á Selfossi, og tókst ákærði á hendur að
flytja hestinn. Þegar ákærði þannig hafði
fengið umráð yfir 2 hestum, hugkvæmdist
honum að bréyta áformi sínu og strjúka burtu,
tii þess að losa sig þannig við fjárkröggur, er
hann var hjer í. Hann hafði fengið 325 kr.
peningalán í landsbankanum gegn veði, sem
Sigurgeir Gíslason í Hafnarfirði hafði lánað
honum til bráðabirgða, og átti veðið að út-
leysast í júnímánuði; og þó hann byrjaði þessa
ferð í því skyni, að útvega sjer annað veðleyfi,
hafði hann í rauninni litla von um að fá það,
og sá því f'ram á, að hann mundi eigi getað
staðið í skilum. Auk þess var hann í öðrum
skuldum, sem hann eigi sá ráð til að borga.
Þegar ákærði hafði fastráðið þetta með sjer,
hjelt hann ferðinni áfram með háða hestana,
og var það ráð hans, að fara austur í Múla-
sýslur og komast þaðan með skipi til útlanda.
Ásetti hann sjer að kasta eign sinni á hestana,
beizlið og svipuna, svo og föt Jóns Magnús-
sonar og úrið, er hann hafði verið beðinn
fýrir á Kolviðarhól. Á Steinmóðarbæ í Eyja-
fjallasveit skipti hann úrinu fyrir karlmanns-
úr, sem hann hafði með sjer. Þaðan varð
hann samferða austanpósti, og með því að
hestur Ólafs Árnasonar veiktist á Breiðamerk-
ursandi, seldi hann póstinum hann fyrir 30 kr.,
og iekk þá strax 10 kr. ávísun upp á Papós-
vexzlun upp í veiðið, en 20 kr. skyldi póstur-
inn ter.da til Rejkjavíkur, þó að ókærði ekki
byggist við að fá þær,£ þar sem hann ætlaði
sjer ekki aptur til Reykjavíkur. Út á ávís-
unina tók ákærði í Papósverzlun hestajárn,.
tóbak og ýmislegt fleira til ferðarinnar. Hest
Jóns Ólafssonar seldi ákærði Jóni Björnssyni
hónda á Hofi í Álptafirði, fyrir 80 kr., sem
hann eyddi í ferðakostnað 'og annað. Úr
Álptafirðinum fór ákærði til Berufjarðar, það-
an upp í Fljótsdalshjerað og siðan til Seyðis-
fjarðar. Hnakk þann, er ákærði reið í aust-
ur, hafði hann f'engið til láns, hjá Kristjáni
Einarssyni í Hafnarfirði, og hafði komið til
tals, að ákærði keypti hann, án þess neitt,
væri þó fastráðið um þaðjfk Hnakk þennan,.
ásamt beizli og svipu Jóns Ólafssonar, seldi
ákærði Óla Halldórssyni á Keldhólum, sem
fylgdi honum af Hjeraðinu niður á Seyðis-
f'jörð, fyrir 7 kr. Á Seyðisfirði var ákærði
handsamaður, eptir að hann hafði komið sjer
í norskt skip, sem stundaði íiskiveiðar hjer
við land, í því skyni að komast með því til
útlanda, og fluttur til sýslumannsins í Suður--
Múlasýslu, sem síðan sendi hann hingað.
Auk framangreindra sviksamlegra athafna,
ákærða, hefir hann kannast við að hafa íheim-
ildarleysi eytt í eigin þarfir 9 kr., er Jón Þor-
steinsson frá Kálfaf'ellsstað hafði beðið hann
fyrir óforsiglaðar til Lárusar Lúðvikssonar
skóara bjer í bænum, og enn fremur 10 kr.,
er Jónína Sigurðardóttir í Steinmóðarbæ. heit-
mey ákærða, hafði f'engið honum til að kaupa.
trúlofunarhring handa honum.
En tneð því að hlutaðeigendur haf'a eigi
krafizt málssóknar á hendur ákærða fyrir þessi
brot, verður honum ekki ref'sað fyrir þau.
Ákærði hefir skýlaxxst neitað því, að hann
hafi ætlað að stela f'ötum Jóns Magnússonar
þegar hann tók þau, en staðhæft, að hann
hafi að eins ætlað að taka þau traustataki i
ferðina austur í Elóann, og haíi álitið sjer
það óhætt, af þvi að þeir Jón Magnússon hafi
opt lánað hver öðrum föt; fyrst þegar hann
fasti'jeði að strjúka, bafi hann kastað eign
sinni á fötin. Meðþví að skýrsla Jóns Magn-
ússonar styður að nokkru leyti þennan fram-
burð ákærða, virðist eigi vera næg ástæða til
að hrinda honum. Fötin haf'a verið virt á 8
kr. eptir að þau voru tekin af ákærða, en eig-
andinn tjáist hafa keypt þau í fyrra haust
fyrir 35 kr., og hafi þau verið lítið slitin þeg-
ar ákærði tók þau, nema hvað hnífsgat hafi
stungizt á buxurnar á einum stað. Að þvíer
snertir hina aðra muni, er ákærði hefir svik-
samlega ráðstaf'að, hefir hestur Ólafs Árnason-
aptur verið afhentur eigandanum; að öðru
leyti eru munirnir ekki komnir til skila, en
hlutaðeigendur hafa ekki krafizt endurgjalds
fyrir þá.
Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna
og hefir ekki áður verið dæmdur eða sætt
hegningu fyrir neitt lagabrot. Framangreind
brot hans ber að heimfæra undir 255. gr. og
238. gr., í sambandi við analogi 255. gr. hinna
almennu hegningarlaga — — með hliðsjón af
59. gr.-----.
Því dæmist rjett að vera:
Ákærði Bjarni Sigurðsson sæti 5 + 5 daga
f'angelsi við vatn og brauð og greiði allan af
sök þessari leiðandi kostnað.
Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum.s
Enskur mannvinur.
Meðal margs annars fágætis, sem Lundúna-
borg er svo auðug af, er skóli einn eða upp-
eldisstofnun, sem heitir »Regent Street Poly-
technic* eða »Fjölfræðisstofnunin í Konungs-
strætis. Stofnun þessi er eigi eins alkunn og
búast mætti við og hún á skilið. En hún er
þess verð, að henni sje veitt eptirtekt, bæði
sakir hinnar margbrotnu menningar og upp-