Ísafold - 23.09.1893, Page 4

Ísafold - 23.09.1893, Page 4
260 nibur, — nærri því eins og hálf hæðin á ör- æfajökli. Fjöldi manna hefst þar við dag eptir dag svona langt niðri í jörðinui. Dýr gestrisni. I vor heimsótti Vilhjálm- ur Þýzkalandskeisari og drottning hans Um- berto Italíukonung. Það kostaði hann 2 milj. franka (nærri U/2 milj. kr.) að taka á móti þeim gestum. Meðal annars kostaði einn morg- unverður í Pompeji meira en 100,000 kr. Tala kirkna í Bandaríkjunum í Ameríku er 140,000 og virðingarverð þeirra 3,300 milj. kr. Þær hafa allar verið reistar með frjáls- um samskotum. Það verða hjer um bil 50 kr. á mann, miðað við fólkstöluna eins og hún er nú eða var við síðasta manntal. Ríkisskuldir allra þjóða eru sagðar átta- tíu og fimm þúsund milj. króna. ý Hjer með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að min hjartkæra eiginkona Kristín Magnúsdóttir andaðist í dag eptir langa og þunga banalegu, 38 ára gömul. Jarðarför föstud. 29. þ. m., kl. 11V2- Reykjavík 23. sept. 1893. Jul. Schau. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, er til skulda teija í dánarbúi Sveins Krist- jánssonar frá Flausthúsum á Vatnsleysu- strönd, sem drukknaði hinn 5. þ. m., að gefa sig fram og sanna skuldir sínar fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 19. sept. 1893. Franz Siemsen. Kaupmenn, sem vilja selja fátækranefnd- inni nauðsynjar handa þurfamönnum næsta vetur, eru beðnir að senda hingað tilboð sín fyrir lok þ. m. Bæjarfógetinn í Reykjavík 21. sept. 1893. Halldór Daníelsson. íslenzkar kartöflur fást keyptar á Lauga- ^eg 19. í Þingholtsstræli 3 geta skólapiltar og einhleypir menn fengið þjónustu, haft kvöld- og morgunverð hjá sjálfum sjer og fengið keypt kaffi eða lagt sjer til, fyrir væga borgnn, frá 1. okt. næstkomandi. Mjðg ódýra kennslu í ensku og undir skóla m. m. veitir Þórður Jensson, cand. phil. Þingholtsstræti 15. Undirskrifuð tekst á hendur að veita ungum stúlkum tilsögn í ýmsum kvenn- legum hannyrðum. M. Finsen. Eigandi handhafaskuldabrjefs nr. 18, sem geflð heflr verið út fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur, en er nú með hlutkesti kjör- ið til útborgunar, er beðinn að snúa sjer til bæjargjaldkera fyrir árslok, afhenda honum brjefið og meðtaka ákvæðisverð þess með áföllnum vöxtum. Bæjarfógetinn í Reykjavík 23. sept. 1893. Halldór Daníelsson. Harmoníum nýtt og vel vandað (4*/2 oktav) heíir undirritaður til sölu. Brynjólfur Þorláksson Þingholtsstræti 11. Tapa/.t heiir einhversstaðar á veginuoi frá miðri Mosfelisheiði og ofan í Reykjavík budda með 25 kr. og 50 aur. Finnandi er beðinn að skila henni á afgreiðslustofu Isafoldar gegn fundariaunum. 2 herbergi fást til leigu í Ingólfsstræti, einkar-hentug fyrir 2 einhleypa menn, sem bæði geta fengið þjónustu og málamat á borð borinn. Herbergjunum fylgja stólar, rúmstæði, soíi, borð og góður magazinofn. Ritstj. vísar á. Til leigu 2 samhliða herbergi, fyrir ein- hleypa menn, í húsi Bergs Þorleiíssonar söðla- smiðs, Skólavörðustíg nr. 10. Gott herbergi er til leigu í Suðurgötu 7. Kvennsessa, skatteruð, fundin í sumar við Elliðaár. Vitja má að Fífuhvammi gegn fundarlaunum og auglýsingargjaldi. Brúkuð eldavjel, sjer í lagi hentug á stóru heimili, fæst til kaups fyrir hálfvirði hjá lekt- or Helga Hálfdánarsyni. Tapazt heíir úr Reykjavík nóttina milli 16. og 17. þ. m. grár hestur, holdgrannur, eymd- ur í baki, óafí'extur, vakur; mark: heilrifað hægra. Finnandi er beðinn að skila til Jó- hannesar Sigurðssonar í Móakoti í Reykjavík. p. t. Mosfellsheiði 19. sept, 1893. Olafur Guðmundsson írá Gaulverjabæ. Islenzk frímerki brúkuð, heil, send kaupanda að kostnaðarlausu, eru borguð út í hönd þessu verði: 2-skildinga 1.70, 3-sk. 0.50, rauð 4-sk. 0.15, hrún 8-sk. 0.75. i6-sk. 0.50, blá 5-aura 0.25, 6-a. 0.03, 10-a. I1/*, 16-a. 0.8, lilla 20-a. 0.30, græn 40-a. 0.40, 3-a. 0.02, græn 5-a.0.02blá 20-a. 0.05, fjólublá 40-a. 0.07, 50-a. 0.15,100-a. 0.25. Græn 4-skild. þjón- ustufrímerki 0.18, fjólublá 8-sk. 1.70, 3-a. 0.2, 5-a. 0.04,10-a. 0.04, 16-a. 0.16, 20-a. 0.06, — verðið alstaðar miðað við eitt eintak. Heil brjefspjöld 5-, 8- og 10-a. eru keypt á 3, 4 og 5 a. Borg- un send með næsta pósti, viðtakanda kostnaðar- laust, þegar upphæðin nemur minnstð krónum. S. S. Rygaard. L. Torvegade 26, Kjöbenhavn. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. 111 /a-21 /s Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar i Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. hverjun mánuði kl. 6—6. Veðurathuganir íRvík, eptir Dr.J. Jónassen sept. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt á nótt. | um lid. fm. em. fm. em. Mvd.20. — 1 + 2 769.6 772.2 N hv b Nhv b Fd. 21. 4- 3 + 8 772.2 769 6 N h b 0 b Fad. 22. 0 + 8 769.6 769.6 0 h Nhvd Ld. 23. — 2 764.6 0 b Norðanveðrinu slotaði að kveldi h. 20.; dag- inn eptir rjett logn og bjart sólskin frarn ylir hádegi er hann fór að dimma en bjartur apt- ur síðast um kveldið og blæjalogn; h. 22. logn og f'agurt sólskin fyrri part dags, norðan- gola síðari partinn, logn um kveldið. í morg- un (23.) fegursta veður, blæja logn. Ritstjóri Björu Jónsson cand. phil. Prentsmiftja Isafoldar. 138 vjer látura taflmennina alla í sama stokkinn, þegar vjer hættura taflinu. »Já, jeg man þessi orð hans Don Quixote«, svaraði Don Lopez, forviða á þessari kynlegu samræðu, »og jeg man líka svarið hans Sancho : að svo góð sem þessi sam- líking væri, þá væri hún samt ekki svo ný, að hann hefði eigi heyrt hana áður«. »Jeg var uppáhaldslærisveinn yðar, jafnvel keppi- nautur yðar«, mælti hertoginn, og veitti eigi eptirtekt því sem Don Lopez hafði sagt. »Það er satt«, gall biskup við. »Þjer eruð mesti skákmaður, og mjer hefir opt þótt fremd í að eiga slik- an lærisvein. Eti nú er annað um hugsa. Leggizt nú á knjebeð, sonur minn!«. Þeir fjellu á knje báðir, og Don Gusman skriptaðist fyrir Ruy Lopez frammi fyrir krossmarki drottins. Lopez fekk varla tára bundizt meðan hann hlýddi á framburð skriptabarns síns. Skriptirnar stóðu yfir 2 stundir. Að þeim loknum lagði biskupinn blessun sína yfir bandingjann og veitti honum syndalausn. Friður og rósemi lýsti sjer í ásjónu Don Gusmans, er hann reis á fætur. En þá var enn ein stund eptir til aftökunnar. »Þessi bið er hin versta pynding«, mælti hertoginn. »Hvers vegna eru bandingjarnir ekki teknir af undir eins, 139 heldur en að merja sál þeirra þannig nieð kvalatækjum? Hver mínútan hefir í sjer geymda eilifðarkvöl«. Bandinginn gekk um gólf, hálfær af óþreyju, og var allt af að líta fram í dyrnar, hvort böðullinn kæmi eigi. Don Lopez var að velta fyrir sjer, hvað hann ætti að gera til þess, að hafa ofan af fyrir hertoganum, með- an hann beið dauða síns. Honum gat ekkert hugkvæmzt. Hvað var hægt að koma upp með af slíku tagi við mann, sem kominn var að dauðans dyrum? Fyrir vitum slíks manns eru blómin ilmlaus og fagrar meyjar fagnaðar- lausar. Þá flaug honum allt í einu nokkuö í hug. »Hvernig væri að fá sjer eina skák?« mælti við hann með hálfum hug. »Fyrirtaks-hugmynd!«, gall hertoginn þegar við og var eins og hann lifnaði allur við, er hann heyrði þessa einkennilegu uppástungu, »Að tefla skák að skilnaði!« »Þjer fallizt á það ?« »Alls hugar feginn geri jeg það. En hvar er taflið?« »Eins og jeg gangi nokkurn tíma vopnlaus!« svaraði Ruy Lopez brosandi, 0g tók upp hjá sjer ofurlítið vasa- tafl. Hann dró stólana að borðinu og lagði taflið á það og mennina. »Hin heilaga mær fyrirgefi mjer«, mælti hann; »jeg eyði opt tómstundum mínum á því að hugsa upp einhvern leik«.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.