Ísafold - 27.09.1893, Side 2
262
ar, danskar, amerískar o. s. frv., og þá
rekur að því, að þær eru fæstar fram-
kvæmanlegar. Þessar forsagnir taka þeir
úr bókum; sjáifir hafa þeir ekkert reynt
og ekkert gjört, og fer svo líkt og manni,
er aldrei hefir numið ieikfimi, en ætlar að
kenna hana eptir bók. Hann myndi eigi
geta sýnt sjálfur, hvernig að skyldi fara,
og hvað yrði þá úr leikfimiskennslunni?
En — föðuriandsvinir ætla þessir menn
að verða samt sem áður. Til að koma
skuidinni af sjer og jafnframt komast hjá
að styggja almenning með álösunum, þá
kenna þeir hinum svo nefndu »höfðingjum«
um allt saman. Þeir kúga og sjúga —
segja þeir. Þar at kemur fjeleysið og
framkvæmdarieysið. Þessum nátttröllum.
höfðingjum, er sjálfsagt að_fækka, svo eitt-
hvað sje hægt að gjöra. Frelsið og fram.
farirnar þverfóta ekki fyrir þessum höfð-
ingjum. Það er ekki hlaupið að því, að
víkja þeim úr vegi. Helzta ráðið þykir
það vera, að »skamma« þá, sem kallað er.
Það er prjedikun, sem alþýða skilur. Það
er hægt að halda uppi heilum her af frjetta-
blöðum með því móti. En nú segja marg-
ir, að litið verði ágengt þrátt fyrir allt
þetta brauk og braml. Þegar svo föður'
landsvinirnir sjá, að þeir geta engu til
vegar komið um það að verða ódauðlegir,
þá snúa þeir stundum við biaðinu og taka
þá að skjalla höfðingjana, og er þá síðari
förin argari þeirri fyrri; þeir lenda í hinni
óvirðulegu vistarveru, er »Oddborgaraskur«
heitir, Þar er »ærið rúm á botni«, eins og
skáldið kveður.
í þessum askinum sitja nú nokkrir álit
legir nrjenn, sem ætluðu að verða föður
landsvinir og ódauðlegir menn. Nú fá
þeir »skell fyrir skillinga«. Þeir haí'a misst
alþýðuhyllina, er áður bar þá. á höndum
sjer.
Þetta tvennt, að afla sjer alþýðuhylli með
skjalli og að lenda í askinum, eru í raun
og veru tvær leiðir til að afla sjer daglegs
brauðs. Þriðja leiðin er það, að láta hvern
og einn njóta sannmælis, hvort sem hann
er hátt settur eða lágt. Þá götuna vilja
fæstir ganga, því að það gefur svo lítið
af sjer, og þótt það takist opt og einatt
mætavel, þá er fyrirhöfnin svo mikil, að
»sívilíserað« fólk getur ekki »útstaðið« hana.
Jeg heyri marga segja, að i »Oddborg-
araski« sjeu tómir höfðingjar. En það er
ímyndun ein. í aski þeim eru menn af
öllum stjettum. Þar er margur bóndason-
urinn, til dœmis að taka. Aptur á móti
eigum vjer marga atkvæðamikla og ár-
vakra, sjálfstæða embættismenn, sem aldrei
hafa þar komið.
Það fylgir eigi fremur einni stjett en
annarri, að þær vilja eiga sem bezta daga,
hafa sem minnst fyrir lífinu. Af hverju
öfundar bóndinn prestinn sinn ? Er það
ekki af því, að presturinn hefir meira fje
með höndum, getur klætt sig betur og
skyldulið sitt og haft þægilegra húsnæði
og viðurværi ? En ef hóndinn svo kemst
í askinn með prestinum, er hann þá ekki
þakklátur hamingjunni? Yill hann rífa
sig þaðan aptur? Varla, ef vel fer um
hann. En það er þó einmitt ágirndin og
fjárdrátturinn, sem embættismönnum er
borið á brýn, að þeir hafi fram yfir aðrar
stjettir. Hvað hafa ekki prestarnir fengið
að heyra og hinir »hálaunuðu«? En vilja
ekki flestir vera hálaunaðir, ef þeir ann-
ars kæmist upp á það pallborðið? Mjer
er til efs, að bóndinn yrði linari í fjár-
kröfunum en einbættismaðurinn, ef báðir
stæðu jafnt að vigi. Og opt á hjer heima
það sem skáldið kveður:
»Margur öfundar-auga renndi
á annars hag, en þó um skör;
opt er það gull í annars hendi
í eigu sjálf's ei þykir spjör;
því eigin kjör þjer láttu lynda
lukkan sig einatt dulum bjó—.
Gæfu við sig með gulli hinda
grátandi sá jeg einn — og hló«.
Það er ekki auðgjört, að ná með sóma
nafnbótinni: föðurlandsvinur. Það getur
enginn eigingjarn, hugsunarlaus, Ijettúðar-
fullur maður. Það eru ótal torfærur á
vegi hvers þess manns, er að því marki
keppir. Einn þröskuldurinn er áhugaleysi,
viljaleysi almennings. Nokkrir þeir, sem
mikið ætla að vinna, vilja eins og skipa
fólki að vilja. En — eins og einhver hefir
sagt, — þá er enginn skipunarháttur til af
sagnorðinu að vilja. Það er ekki hægt að
skipa: viltu, heldur spyrja, leita hófanna,
hvað fólk vilji. Þegar sumir föðurlands-
vinirnir komast að raun um þenna sann-
leika, þá hætta þeir við allt saman með
þessum orðum: »Hvað ætli vjer sjeum að
leggja oss í iíma fyrir annað eins rusl
eins og þetta fólk er«. Þetta segja þeir
auðvitað í sinn hóp. En jeg hefi aldrei
getað skilið, að það gæti farið saman, að
elska föðurlandið, en fyrirlíta fólkið. Og
þó veit jeg margan telja sig og vera talinn
föðurlandsvin, sem það gjörir. Mjer þykir
líklegt, að sú f'öðurlandselskan sje nokkuð
sjálfselskublandin.
Þá er það fjeleysið, sem mörgum aftrar.
Hann sjer, hvað gjöra þarf, en hann hefir
ekki fje til að framkvæma það. Jeg tala
lijer ekki um stórþjóðaleg fyrirtæki, sem
hjer geta aldrei orðið annað en orðin tóm,
heldur fyrirtæki, sem eittlivert vit er í, sem
ekki eru ofvaxin kröf'tum vorum, ef vjer
leggjumst á eitt. En nóg dæmi eru til
þess, að margt þarfaverkið hefir verið unn-
ið af fjeJitlum mönnum, hafi þeir að eins
verið »einlægir við kolann«. Hins vegar
er það víst, að víl og barlómur hefir drep-
ið niður mörgu nýtu áformi, það er: vald-
ið því, að aldrei hefir verið byrjað.
Það hefir opt bjargað skipshöfn í sjáv-
arháska, að f'ormaðurinn eða einhver ann-
ar hefir verið öruggur og óhræddur; á
sama hátt hefir það orðið mörgu sveitar-
fjelagi til framfara, að einn eða fáir menn
í þvi hafa sjeð, að þar var fært, sem öll-
um öðrum þótti ófært fyrir sakir fjelagsins.
»Hví skal ei bera höfuð hátt
í heiðurs-fátækt, þrátt fyrir alit?«
Bjarni Jónsson.
Mútu-fylgi.
í snyrtimannlegri(l) grein. í síðustu »Fj.-
konu« um ritstjóra ísafoldar, undirskrifaðri
af »þingmanni«, virðist mergurinn málsins
helzt vera sá, að það sje ósvinna af ísa-
fold að tala öðruvísi en lofsamlega um aÞ
þingi og allar þess gjörðir, vegna þess, að-
útgefandi blaðsins hafi miklar tekjur aF
viðskiptum við þingið og þiggi þannig aF
því miklar velgjörðir.
Velgjörðirnar eru nú þær, að útgefandi
ísafoldar hefir í mörg ár sem umráðandi
hinnar langstærstu og afkastamestu prenÞ
smiðju landsins haft á hendi mestalla prent-
un fyrir þingið, fyrir umsamið kaup, eins.
og lög gjöra ráð fyrir, og fengið þetta
kaup skilvíslega goldið, sem nærri má geta_
Það er nú eigi vandi að gera velgjörð úr
slíkum vinnusamningi á annan bóginn eða
úr kaupum og sölum yfir höfuð, nema
öðrum hvorum málsaðila sje eitthvað íviln-
að sjerstaklega. Yerkmaðurinn skoðar eigí
vinnueigandann sem velgjörðarmenn sinn,.
þó að ha.nn gjaldi honum umsamið kaup..
Bóndi skoðar eigi kaupmann sem velgjörð-
armann sinn, þó að hann f'ái út á vörur-
sínar, og kaupmaður eigi bónda sem sinn
velgjörðamann, þó að hann svíkist eigi
um að borga það sem hann tekur út.
Hvorutveggju munu skoða sig sem jafn-
snjalla samningsaðiia, er hvorugur standi
í neinni sjerstaklegri þakklætisskuld við-
hinn, ef báðir halda samning sinn blátt
áfram og annað ekki.
Yiðskipti ritstjóra ísafoldar og þingsins.
eru nú þau, að þegar hann fyrir mörgum
árum tók að sjer fyrnefnd prentunarstörf^
þá gerði hann það fyrir mikið minna en
áður tíðkaðist. Hann gerir það fyrir sama.
verð enn, þó að vinnulaun hafi held-
ur hækkað en lækkað síðan. Prentun-
inni var áður vanalega ekki lokið f'yn
en fullu missiri eptir þing eða jafnvel
ekki fyr en eptir 8—10 mánuði. Síðan
hefir hún verið búin 2—4 mánuðum eptir-
þinglok. Aður voru samningar hvergi
nærri ætíð haldnir að því er kemur hraða
á vinnunni. Síðan hefir enginn misbrestur
á því orðið. Nú kunna menn að ímynda
sjer, að eigi að síður kynni einhver mikila
háttar velgjörð eða ívilnun frá þingsins.
hálfu að felast í þessum viðskiptum, þann-
ig löguð t. d., að aðrir hafi boðizt til aö'
leysa verk þetta af' hendi fyrir minna, en
því boði hefði verið hafnað til þess »að-
hlynna að« útgefanda ísafoldar. En eng-
inn mun neitt til þess vita. Og það er ó-
hætt að fortaka, að það hafi nokkurn tíma
átt sjer stað, af þeirri einf'öldu ástæðu, að
enginn annar hefir getað gert slíkt tilboð.
Til þess að leysa þingprentunina af hendi
þarf sem sje miklu miklu meiri mannafla
og margfalt meiri áhöld en aðrar prenb
smiðjur hafa eða svarað getur kostnaði
f'yrir þær að haf'a.
Nú er spurn: ef hjer ætti við að tala
um velgjörð á aðra hvora hliðina, hvorum
megin mundi þá óhlutdrægur dómari vilja
hafa hana? Annar málsaðilinn leysir af
hendi verk, sem aðrir hafa engin tök á að
gera, þ. e. afkasta því eins fljótt eða
nægilega fljótt, og hann setur minna upp-
á það en áður var fáanlegt, þó að hann
sje að því leyti til einn um liituna, en hinn
greiðir blátt áfram hið umsamda kaup og
annað ekki.
En gerum nú ráð fyrir þvi, sem allir-
sjá að fjarri fer, að hjer væri einhverri í-
vilnun til að dreifa, gjöf eða hlunnindum:
frá þingsins hálf'u, úr hvers vasa væri þá
gjöf sú tekin ? Ur vasa þingmanna sjálfra?'
Nei; úr vasa þjóðarinnar, gjaldenda. Það-
er með öðrum orðið, að færi þingið að