Ísafold - 16.10.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.10.1893, Blaðsíða 2
274 Það væri sorglegt ef einhver glæsilegur, vel vaxinn og riddaralegur ritstjóri, »fram- faramaður« og »frelsisvinur«, »ætti það upp á« þessar -»þjóðlegu< götur, að vera orðinn »sihokinn í hnjánum«. Það mun flestum vera auðsætt hvílikt »framfarablað« »Fj.k.« er, og af hverju sauðahúsi hún er, og mun jeg eigi i þetta sinn gera neina frekari tilraun til að sýna það. Fj.k. er »framfarabiað«, og hefir alla sína tíð lifað »hreinferðugu« »framfaralífi«, nema þá sjaldan sem hún hefir »látið fal- lerast« með einhverjum »apturhaldsmanni«. Hún er »framfarablað«, og enginn mun geta gefið henni það að sök, að hún standi á »söguiegum og þjóðlegum grundvelli« í »framfarabaráttu« sinni. Yið það mega »apturhaldsmennirnir« huggast, að »Fj.k.« vinnur fyrir gýg. Þótt þessi göngumóða gengilbeina leggi land undir fót, þótt hún gangi um land allt, þótt hún »gangi upp sig að hnjám« eins og Hvítárvalla-Skotta, og fylgi landsfólk- inu »i niunda lið«, þá mun hún aldrei koma miklu til leiðar, þvi að enn þá hvílir svo margt á »sögulegum og þjóðlegum grund- velli« í landinu. Og svo er alstaðar fullt af »skygnum« »apturhaldsmönnum«, sem sjá hvar þessi »framfaraskotta« læðist í myrkrinu, og þeir kunna ýmsa gamla »for- mála«, er svo mikill kraptur fylgir, að »Fj.k.«, og annað, er þeir kalla »óhreint« missir allan mátt. Eigi dettur mjer í hug að fara að verja mig eða skoðanir rnínar fyrir Fjk., enda er dómur hennar svo vaxinn, að jeg má eigi sjá, að þess sje nein þörf. Margir munu og telja lítt geriegt að skipta orð- um við »Fjk.« um alvarleg málefni. Ritstjórinn minnist annars á nokkuð margt í »sínum sermone« um ritgerð mína, og sumt af því virðist koma nokkuð und- arlega fyrir. Hann minnist á söguþekk- ingu sína, og lætur nokkuð drjúglega. Hann segist eigi vilju »gorta af þekkingu sinni«, en segist þó »líklega þora að mæta mjer í sumu«. Mjer hefir aldrei komið til hugar, að bera mig saraan við ritstjóra »Fjk.«, hvorki í sögukunnáttu nje nokkru öðru, og því siður hefir mjer komið til hugar að »bjóða honum út« í nokkru, enda mun jeg kunna lítt til þeirra íþrótta, er ritstjórinn hefir tamið sjer mest, og tel jeg það litinn skaða. Það sje fjarri mjer, að jeg vilji gera lítið úr söguþekkingu rit- stjórans, og það þykist jeg sjá, að hann sje að minnsta kosti meiri »framfara«-sögu- maður en jeg,—meiri sögumaður »fyrir fúlkið«. Þar sem hann minnist á ritgerð mína í hið fyrra sinn, finnur hann henni það til foráttu, að það sem jeg segi um hag þjóðarinnar o. fl. fyrrum og nú, muni láta vel í eyrum »uppblástursmannanna«, fyrir vestan haf, enda hafi Lögberg »þeg- ar tekið upp alllangan kafla« úr ritgerð- inni, og lokið jafnframt lofsorði á hana«. Ritstjórinn mun kunna að fara með sögu- leg efni eins og »framfaramaður!« Jeger svo mikill »apturhaldsmaður«, að jeg hefi talið sjálfsagt að fara blátt áfram eptir sögulegum röksemdum, og engu öðru, en hitt hefi jeg talið rangt með öllu, að halla röksemdum og sannindum, til þess að geta sagt söguna svo, að hún yrði eins og ein- hverjum ákveðnum mönnum þætti bezt að heyra, en öðrum ákveðnum mönnum yrði hún ógeðfelld. Það er sem einhver ógurlegur vlgamóður eða »framfaramóður« hafi hlaupið í rit- stjórann. Það er sem sjálfur. Ása-Þór væri kominn, og segði líkt og forðum: »Gangi nú til einhverr ok fáist við mik; nú em ek reiðr«. Það er sem ritstjórinn, albrynj- aður landamerkjaskjölum og framfararit- um, vaði fram á völlinn, láti all-vígamann- lega, og mæli þessum orðum kappans: »Eigi er jeg hræddur hjörs í þrá hlífum klæddur mínum«. Nú vil jeg eigi fást við heljarmanninn, 0g vona jeg að hann láti mig í friði,en reyni heldur krapta sína annarsstaðar. Jeg vil kalla ritstjóra »Fj.k.« »framfara- mann« og »frelsisvin«; þykist jeg hafa til þess fullan riett, hvað svo sem sumir aðrir »apturhaldsmenn« og »apturfaramenn« viija kalla hann. »Vakri Skjóni hann skal heita, honum mun eg nafnið veita, þó að meri það sje brún». Sœm. Eyjólfsson. Hvernig ekki á að fara með útlenda ferðamenn. Eptirfarandi reikningur fyrir einnar næt- ur gisting 2 enskra ferðamanna nýlega er átakanlegt dæmi þess, hvilíkri óskammfeilni bregður fyrir hjer stundum í meðferð á útlendum ferðamönnum: 1. Hagar fyrir 8 hesta á 12 a.........0,96 2. Stofuhús Ijeð......................2,00 3. 2 rúm vönduð á 2 kr................4,00 4. 4 kafíibollar á 15 a...............0,60 5. 3 pt. af mjólk á 20 a..............0,G0 6. Steik, brauð, rófur, fínt kaffibrauð, smjör—kvöidverður fyrir 2 menn . . 2,00 7. Morgunverður eins...............2,00 8. 4 Jkaffibollar á 15 a..............0,60 9. /XJmstang og vinnutöpun.............2,00] kr. 14,76 Reikningurinn er, eins og menn sjá, mik- ið haglega saminn. Hann er liðaður sund- ur af svo mikilli list og hagleik, að okrið leynir sjer mikið til í fljótu áliti. í stað þess að reikna í einu lagi allan nætur- greiðann: mat og rúm, hagbeit og fyrir- höfn fyrir gestunum, þá er þetta hlutað sundur í 9 liði. Ur máltíðunum eru gerðir 3 reikningsliðir: l.,kaffi; 2., mjólk; 3. kvöld- og morgunverður. Mann furðar bara á, að 3. liðurinn skuli eigi vera klofinn í 6 undirliði með sjerstöku endurgjaldi fyrir hvern þeirra: steik, brauð, smjör o. s. frv.; höf. virðist hafa dottið það í hug, því hann hefir farið að telja þá upp, en hugsað sig, um og hætt við það aptur. En stofulán gerir hann að reikningslið út af fyrir sig fráskilinn rúmunum, þó að þau væru ekki annað en skot út í stofuþilin. Það er eins og hann hugsi sjer »rúmlán« eins og rúm- fatalán undir berum himni. Og svo er hver reikningsliður út af fyrir sig verð- lagður svo hátt, sem nokkurri átt nær, eða hjer um bil eins og hæst gjörist í kaup- stöðum. Það mun vera mjög fágætt, að fyrir slíka næturgisting með kvöld- og morgun- verði sje nokkurn tímaheimtað af innlendum manni meira en 3 kr. (á mann). Hjer er- farið meira en helmingi hærra, — vitanlega af því eingöngu, að útlendingar eiga í hlut! Og það svo sem er ekki fátæklingur, sem í hlut á hins vegar. Nei, hann er stórefn- aður hefðarmaður, höf. þessa annálsverða reiknings. Það er hraparlegt, að einstakir menn skuli verða til þess, að koma slíku óorði á þjóðina andspænis útlendingum, sem þessi búandi og hans nótar. Og er það eins og nú stendur á, að verið er að kosta kapps um, að laða hingað útlendan ferða- mannastraum, og landinu er því áriðandi, að geta sjer sem beztan orðstír þeirra á meðal. Aðra nóttina njóta þessir sömu útlendingar ef til vill hins bezta beina, ýmist f'yrir alls ekki neitt eða þá fyrir mjög sanngjarna og væga borgun ; en^ svo verður einn svíðingur til þess að spilla hin- um góða þokka, er útlendingar fá til lands- manna / fyrir þær viðtökur, með óhæfi- legri ágengni. Þessir 2 útlendingar, er hjer um getur, voru 9 nætur í burtu á ferðalagi sínu hjer, en þurftu hvergi að gjalda meira en 6—7 kr., hvað mikið sem fyrir þeim var haft, en sumstaðar engin borgun þegin. En þarna kostaði ljelegri gisting en víða annarsstaðar í ferðinni um 15 kr.! Gisting fylgdarmannsins var ekki þar með taiin, heldur varð hann að gjalda fyrir sig sjer í lagi. Það er raunar heimskuleg mannúð, að vera að leyna nöfnum manna, sem þannig haga sjer, enda er það ekki gerandi til lengdar. Annaðhvort verður að gera, til þess að koma slíkum ávirðingum af: að aug- lýsa nöfn þeirra á prenti jafnharðan, eða þá að minnsta kosti láta alla útlendinga- fylgdarmenn vita af þeim, svo þeir geti varast að velja þeim gistingu á slíkum stöðum, sje annars nokkur kostur. r Utlendar frjettir. Khöfn 2. okt. 1898. Veðrátta. Stöðugar rigningar og stund. um með hvassviðrum og skaðabyljum. Ný jarðspell hafa af þeim hlotizt í Veradal í Noregi, þó mun minna tjón fylgdi þeim en binum fyrri. í einum stórbylnum fórst rússneskt herskip í seinni hluta september í finnska flóanum, en á því 118 manna; af þeim 12 fyrirliðar. Danmörk. Þing sett í dag, en engum Ijóst, hvað það hefir í för með sjer. Að svo komnu virðist svo, sem tvíveðrungur sje kominn í miðflokkinn, en vart við að búast, að það viti á neina nýlundu eða á apturhvarf í því liði. Ilinn 5. september dró þann skugga yf- ir fögnuðinn á Fredensborg, að Vilhjálm- ur prins af Glúcksborg, elzti bróðir kon- ungs vors (f. 19. apríl 1816), andaðist þar að kvöldi dagsins. Ungur að aldri rjeðst hann í herþjónustu Austurríkiskeisara og stýrði liðsdeildum I bardögum við Ung- verja, ítali og við Prússa 1866. Fyrir for- ustudugnað sinn og hreysti náði hann skjótt hæstu tignum og nafnbótum meðal yfirforingja hersins. Hann var í marskálka- tölu Austurríkis, er hann rjeðst heim til bróður síns. Drenglyndi hans og góð- mennsku á lopt haldið. Hann var færður til legstúku í kirkjunni í Hróarskeldu. Hinn 27. sept. dó Andreas Frederik

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.