Ísafold


Ísafold - 21.10.1893, Qupperneq 1

Ísafold - 21.10.1893, Qupperneq 1
Kemur út ýmÍRt emu sinni eda tTÍsvar i viku. Verö árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. e5a l'/e doll.; borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vií> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktd - berm. Afgroiöslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 6. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 21. okt. 1893. 70. blað. F.n smímsaman kom breyting: á betta. Hvernig nota íslendingar frelsi sitt og sjálfsforræöi ? Eptir Vagn■ m. Sýslunefndir og amtsráð. Af því að sýslunefndarmenn þykja stanrla •stigi ofar að metorðum og mannvirðingum en hreppsnefndarmenn, og þeir þar að auki fá dálítið fyrir »snúð sinn«, þá er meiri eptirsókn eptir að komast i sýslu- nefnd en hreppsnefnd. Fyrst eptir að sýslunefndir komust á, þótti víða sjálfsagt, að kjósa í þá stöðu hreppstjórann eða ríkasta bóndann í sveit- Inni. Menn höfðu( að minnsta kosti sum- staðar, ijósa hugmynd um það eitt, að nð sýslunefndarmaðurinn átti að borða nokkrum sinnum með sýslumanninum og máske prófastinum. Framan af varð sá, •er komast átti í sýslunefnd, að hafa þessa þrjá kosti, að minnsta kosti sumstaðar: að hann kynni skammlaust að borða með menntuðum mönnum, að hann gæti verið -dálítið iaundrjúgur yfir efnum sínum og ástæðum, og að hann væri góðkunnugur sýslumanninum, svo að ekki þyrfti að ■óttast nein »útbrot« eða »uppistand« á fundinum, sem gerðu sýslumanninum gramt i geði. Sýslunefndarfundirnir sumstaðar voru því framan af lítið annað en »sam- sæti« á einhverjum bezta bænum í sýsl- unni eða hjá sýslumanni sjálfum, þar sem etinn var góður og ljúffengur matur og spjallað jafnhliða um hitt og þetta sýsl- unni viðkomandi í því einstakasta bróð- erni, allar aðgjörðir sýslumannsins lofaðar á hvert reipi og allar uppástungur hans í einu hljóði samþykktar, án atkvæðagreiðslu •opt og tíðum, og án allrar máialengingar. Þetta var nú »friðar-tímabilið« í sögu sýslunefndanna hjer á landi. Sýslumað- urinn var sumstaðar sýslunefndin og sýslu- nefndarmennirnir sannfæringar- og at kvæðalitlir jábræður hans. Almenningur skipti sjer lítið eða ekkert af störfum sýslunefndarinnar og áleit þau sjer að mestu óviðkomandi. Enda var sumstaðar lítið gert til að glæða áhuga þann hjá al- menningi, þar sem sumstaðar, og það þar sem bezt ljet, að 2 hreppar áttu að vera um eitt eintak af (illa) skrituðum fundar- gjörðum ; en sumstaðar fengust engar fund- argjörðir birtar almenningi fyrr en eptir nokkurra ára eptirgangsmuni og hálfgerð- ar illdeilur. Meira að segja, vjer vitum dæmi til, að mönnum var visað út af sýslufundi, sem komu þangað fyrir fróð- Jeiks sakir og ætluðu sjer til gagns og gamans að lilusta á umræður nefndár- manna og kynnast um leið ináluin hjer- aðsins. Almenningur vaknaði víða til meðvitund- ar um, að hreppstjórinn eða rikasti bónd- inn væri ekki sjálfkjörinn i sýslunefndina og að eitthvað viðsjárvert gœti búið í lognþokunni, sem hvíldi yfir sýslunefndinni. Þannig komust smátt og smát.t nýir menn með nýjum skoðunum í sýslunefndirnar. En þá, sló nú sumstaðar heldur en ekki i »harðbakka«; urðu sumstaðar ákaflegar rimmur, meðan verið var að láta sýslu- mann á þann stað, sem hann átti að vera á, visa honum til sætis á rjettum stað í sýslunefndinni. Já! Það var blessaður og hressandi andvari, sem á stöku stað Ijek um vanga sýslunefndarmannanna um það leyti, og sem sannarlega gerði mikið gott. Þetta, var nú annað tímabilið; »ófriðar- tímabilið« hefði víst sumstaðar mátt nefna það. Nú stendur yfir þriðja tímabilið; það er sambland af hinum báðum, logni og storm- um, vöku og svefni, nýjum kröptum og gömlum. Víðast er sæmilegur »friður og eining«, og sýslunefndarmenn sofa ekki nærri allir, en sumir eru æði lognlegir í sætum sínum. Margir standa vel í stöðu sinni, þora að hafa einhverja »meiningu« og vita hvað þeir eiga að gera meðan þeir eru á fundunum, og flestir sýslumenn kannast nú víst við, að þeir eru ekki ein- valdir í sýslunefndinni. Er þá ekkert að ? Jú! sei, sei, jú! Það er stórmargt að, ef satt á að segja, sem bæði þarf að lagast o^ vonandi er að lagist með tímanúm. Aðalmeinið er enn þá svefn, svefn og áhugalcysi. Enn þá er sofið, ofmikið sof- 5ð, bæði í sýslunefndunum sjálfum og fyrir utan þær, einkum er litið er til þess, að sí og æ er verið að tala um frelsi og f'ramfarir og verið að biðja um meira frelsi. Almenningur er enn þá víða haria hugsunarlaus um gjörðir nefndanna, því öhætt er að fara með, að í sumum sveit- um og hjeruðum veit allur þorri bænda hreint ekkert, að teljandi sje, um aðgjörðir og framkvæmdir þeirra; þeir vita fiestir, að til er gjald, sem heitir »sýslusjóðsgjald«, en sumir ekki baun meira. Sýslunefndar- mennirnir vita sumir hverjir lítið eða ekk- ert um, hvaða mál muni koma fyrir á fundum þeim, sem þeir ætla á; það er ekki viðfoldið, en annað er þó verra, og það er þegar þeir vita lítið sem ekkert um málin, er þeir koma af fundunum. Vjer getum komið með dæmi þess úr 2 sýslum, að af 20—30 málum, sem koinu fyrir á sýslufundum, gátu sýslunefndar- menn ekki, er heim kom, sagt frá nema 3 eða 4; þeir mundu ekki einu’sinni, hver hin málin höfðu verið, hvað þá að þeir gætu sagt frá meðferð þeirra og úrslitum. Þetta mun þykja undursamlegt, en jafn- satt er það fyrir því. Sumstaðar eru fun d- argjörðir prentaðar og útbýtt með dag- blöðum; það er ágæt.t. Sumstaðar eru þær prentaðar eitt árið, en liggja í bunk- um hjá tveim eða þrem mönnum í hverri sveit; þeim vérður ekki að vegi að dreifa úr þeim og sárfáir spyrja eptir þeim. Þetta er fjör og áhugi eða hitt heldur! Svo koma máske 2—3 ár, sem engar fund- argjörðir eru birtar á neinn hátt. Fáir telja það skaða og enn færri sakna þeirra. Þess eru varla dæmi, að nokkur sýslu- nefndarmaður virði sveitunga sína viðtals á fundi áður en hann fer á sýslufund, og þá ekki fremur, er hann kemur af fundi. Og bændur eru þá það daufir, að þeim verður ekki að vegi að skora á hann að skjóta á fundi á undan eða eptir sýslu- fundi. Auk þessa, sem nú hefir sagt verið, eru sumir sýslufundir svo ófundarlegir sem framast má verða; það er »makk« og »spjall« og »orðaglamur« um allt fundarhúsið; tveir tala saman á þessum bekknum, þrír á hin- um og tveir fyrir gafli. Þegargengið er til atkvæða, standa sumir upp, en sumir rjetta upp hendina o. s. frv. Á sumum fundum fer allt a.ptur á móti mjög skipulega fram. Ætti nokkur frjálsleg og eðlileg hugsun og mannræna að vera í þessu öllu,. þá ættu sýslumenn að birta furidarmönnum helztu fundarmálin um leið og þeir boða fundinn. Síðan ættu fundarmenn að kalla bændur á fund, tjá þeim málin, láta ræða þau og heyra. vilja og skoðanir þeirra. Og loks, er þeir koma af fundi, ættu þeir að skjóta á fundi og skýra frá því, sem gjörðist á fundinum. En bændur ættu að vera þeir menn, að þeir nenntu að koma á þessa fundi og að þeir fyndu sjer skylt að skipta sjer af þeim málum, er snerta þá sjálfa og heill þeirra. Það er er ekki hægt annað að segja en að almenningi sjeu mislagðar hendur: sá söngur gengur iðulega, að ekki sje nóg af þjóðræknum mönnum, sem hugsi um hag og heill almennings; en á sama tíma virðist almenningur ekki leggja neina rækt við sig sjálfan eða sin velferðarmál; hann virðist opt gjöra heimtingu til að mega vera sem börn eða óvitar, sem aðrir eigi að hafa umhugsun eða nmönnun fyrir. Þetta er, hvað sem hver segir, svo vesal- mannlegt, að það er þjóðarminnkun; skað- ann og tjónið, sem af því flýtur, talar maður ekki um. Hvað skyldi þurfa að hrópa það hátt eða opt í eyru alþýðu, að sofandi lýður verður aldrei frjáls, að aukið frelsi verður

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.