Ísafold - 21.10.1893, Síða 2
278
oss aldrei að notum og sönnu gagni, að
vjer vöknum til meiri umhugsunar um eig-
in velferðarmál vor ogsýnum meiri áhuga,
meira líf og meiri manndáð í framkvæmd-
um og íjelagslegum tilþrifum en nú er
raunin á?
Um amtsráðin skulum vjer að þessu
sinni fátt tala. Hin gömlu amtsráðin eru
dauð og dottin úr sögunni, og hafa þau
sem hinn dauði sinn dóm með sjer. Hin
nýju hafa nýlitiö ijósið og er rjett að láta
þau ríða betur úr hlaðinu áður en kveð-
inn er upp dómur yfir þeim og aðgjörðum
þeirra. En skoði maður þau í sambandi
við almenning, þá er óhætt að fara með.
að að frátekinni synodus er víst engin stofn-
un hjer á landi, sem öil alþýða hefir eins
litla umhugsun um og afskipti af. Það er
hrein og bein undanteknin^ í sumum hjer-
uðum, ef það kemur fyrir, að menn úr
flokki alþýðunnar minnast á þau einu orði.
Stjórnartíðindin geyma gjörðir þeirra, en
þau eru í fárra manna höndum af alþýöu,
og að þeim fráskildum, sem lesa þau, veit
varla nokkur maður neitt um þau eða
hvað þau hafast að. Yfirborð alirar alþýðu
er eins hjartaniega frábitin og eins ákaf-
lega fjarlæg aliri umhugsun um amtsráð
og amtsráðsgjörðir, sem kötturinn sjöstirn-
inu. Því miður er í því efni um engan
áhuga, enga umhugsun og enga hluttekn-
ingu að tala, nema frá hendi eins og eins
manns, sem týnist innan um allan hinn
fjöldann.
A. F. Krieger.
Andreas Frederik Krieger var fæddur 4.
okt. 1817 í Kolbjornsvig hjá Arendal í
Noregi. Faðir hans var danskur flotafor-
ingi, bróðir L. A. Kriegers þess, er hjer var
stiptamtmaður 1830—1837, en móðir hans
var af norskum ættum. Þegar hann var
ársgamall, fluttist hann með móður sinni
til K.hafnar. Ár 1833 varð Krieger stúdent
með ágætis-einkunn, og 1837, tvítugur að
aldri, tók hann próf í lögfræði, einnig með
ágætis-einkunn, og hefir enginn annar leikið
það eptir við Khafnarháskóla. Tveim ár-
um síðar vann hann gullpening háskólans
fyrir lögfræðislega ritgjörð, og 1841 varð
hann »licentiatus juris«. Árin 1841 — 43
ferðaðist hann í útlöndum og varð síðan
lektor í lögum, en prófessor varð hann
1847.
1848 var hann kosinn (í Koge) á ríkis-
þing Dana, það er átti að fjalla um stjórn-
arskrá þeirra. Komst Krieger í stjórnar-
skrárnefndina og varð framsögumaður, á-
samt Hall. Mátti telja það lán Dana, að
hafa þá á að skipa manni eins og Krieger,
því að þá þegar mun hann hafa verið
orðinn kunnugri þingbundinni stjórn (á
Bretlandi og í Noregi) en flestir eða
nokkur maður annar 1 Danmörku. Fram-
saga hans þótti einkennilega Ijós, stutt og
gagnorð. (Jeg man, að það var almanna-
rómur, að svo væri Krieger kunnugur
högum Svía og Norðmanna, að hann mundi
geta óviðbúinn, hvenær sem væri, farið
til þeirra landa og tekist þar á hendur ráð-
gjafastöðu).
Síðan sat Krieger á þingi fyrir sama
kjördæmi þangað til 1852, að »bændavin-
ir« gátu bolað honum frá kosningu.
1855 varð Krieger utanríkisráðgjafi í
ráðaneyti Andræ’s; þegar Hail setti saman
nýtt ráðaneyti, 1858, varð Krieger þar fyrst
fjármálaráðgjafi, en 1859 varð hann aptur
innanríkisráðherra þangað til í des. s. á.
1857 varð hann þingmaður í rikisráðinu
Og hæstarjetterassessor var hann til 1870.
Það ár fvarð hann dómsmálaráögjafi í
ráðaneyti Holsteins Holsteinborgs, og íþeim
sessi bjó hann út stööuiög íslands. Ár 1872
varð hann fjármálaráðgjafi í sama ráða-
neyti og var það um ár.
1803 varð Krieger la.ndþingismaður og
var það þangað til 1890, að hann baðzt,
undan kosningu.
Krieger var umfram flesta menn að at-
gerfi, starfsemi og starfsþreki, en engu
síður var iærdómur hans og þekking i
flestum fræðigreinum. Og þó að oft sýnd-
ist vera fullhlaðið á hann störfum, hafði
hann þó ávalit tíma til að lesa, nema og
fræðast. Öilum andiegum straumum nú-
tímans hafði hann gaman a-f að kynnast.
Krieger var maður rjettsýnn og göfugur
í hugsunarhætti og allra manna tryggastur
og vinfastastur; þeir sem kynntust honum,
unnu honum hugástum, en mikiilar lýð-
hylli naut hann aldrei.
Krieger átti eitt hið bezta bókasafn, er
nokkur einstakur maður hefir eignazt í
Danmörku, og úr því safni miðlaði hann
ýmsum bókasöfnum.
Landsbókasafninu hjer hefir hann gefið
um 2500 bindi i ýmsum fræðigreinum,
einkum lögfræði, hagfræði, sagnfræði og
heimspeki. Og það eru ekki bækur, sem
gefandinn hefir taiið sjer lítt nýtarjheldur
má það allt telja úrval og ágætisrit7 svo
að jeg get með sanni sagt, að enginn
maður hafi verið safninu hugulli nje höfð-
inglegri en hann, og að engum manni er
því meiri eptirsjá.
Hann andaðist 27. f. m., svo sem getið
var í síðasta bl. ísaf.
Reykjavík 19. okt. 1893.
Hall.gr. Melsteð.
Vegagerð. Nú er hætt landsvegavinnu
að þessu sinni fyrir nokkru, — í vikunni
sem leið síuast á Mosfellsheiði. Vegurinn,
sem þar hefif verin Jagður, frá Hólmsbrú
langt upp á móts við Seljadali, er rúmar
10 rastir (kilom.), en þó eptir að bera of-
an í 2]/2 röst; en eptir rúmar 5 rastir þar
til kemur saman við Mosfellsheiðarveginn
við Borgarhólamel. Það er með öðrum orð-
um rjett míla eða 7]/2 röst, sem fullgert hefir
verið af vegi þessum í sumar, og mikið
vei gert að sjá, af Erlendi Zakaríassyni
með þremur tylftum verkmanna á rúmum
vikum, auk 2]/2 rastar, sem að eins vant
ar í ofaníburð. Við Hvítarbrúna nýju
hefir og verið lagður góður vegarspotti í
sumar, rúm 2]/2 röst. yfiir mýrina að norðan-
verðu, af Árna Zakaríassyni. Loks hefir
verið talsvert, unnið á Austfjörðum, af
Páli Jónssyni, sem síðar mun frá skýrt.
Landsbankinn. Hann hefir á síðastá
ársfjórðungi, 1. júlí til 30. sept., rekið fjör-
ugri og fjölbreyttari verziun en nokkurn
tima áöur : keypt víxla fyrir 84 þús. kr.
og ávísanir fyrir 57 þús.; innleystir víxlar
fyrir nær 100 þús. kr. og ávísanir fyrir
21 þús.; innlög á hlaupareikning rúm 80’
þús. kr., en útborguð innstæða á ldaupa-
reikning 96]/2 þús.; sparisjóðsinnlög nær
129 þús. og útborgað af' sparisjóðsinnlög-
um 93]/2 þús. Bankinn átti í reiknings-
lok 941 þús. kr. í skuidabrjefum fyrir
lánum, um 237 þús. í kgl. rikisskulda-
brjefum, 56 þús. í víxlum, 48 þús. í ávís-
unum, rúm 58 þús. hjá Landmandsbank-
anum (til að ávísa upp á), og 48]/2 þús. i
sjóði fyrirliggjandi. Nokkur þús. kr. hefir
hann innheimt f'yrir aðra á þessu tímabili.
og mun sú bankastarfsgrein eigi hafasjezt
nefnd f'yr í reikningum landsbankans.
Vestmannaeyjum 10. október. Veðrdtta
i umliðnum mánuði var tíðum fremur óstöð-
ug og'.á stundum 'hrakviðrasöm. Fremur var-
mánuburinn hlýr, nema, dagana frá 19,—23.
Mestur hiti þann 3. 15.7°, minnstur aðf'ara-
nótt þess 20. -i- 1,6°. Vindstaðan var optast,
austlæg eða norðlæg, og vindhæðin opt mikil..
Úrkoman 124 milimetrar. Síðan 29, f'. mán.
hefir verið síf'ellt hreinviðri og optast blíðviðri.
með hægum næturfrostum.
Uppskera úr görðum var með bezta mótij.
sjer í lagi náðu gulrófur miklum þroska, en
jarðepli biðu nokkurn hnekki við norðaustan-
storminn eptir 20. ágúst.
Fiskiafli hefir verið mjög rýr í allt sumar-
og haust; síðustu daga hefir þó verið dágóð-
ur reitingur.
Skurðarár má líklega telja með bezta móti.
Heilbrigði ágæt manna á meðal.
Af verzluninni er f'átt að segja. Vöruverð-
óbrej'tt bæði á litlendum og innlendum vör-
um. Aðalverzlunin er nú að eins orðin ein
með því stórkaupmaður Bryde hefir nú keypt.
Thomsensverzlun og lagt hana niður. Birgð-
ir eru nogar af öllum helztu nauðsyn javörum.
Matvörur þær, er hingað hafa verið fluttar í
ár, hafa flestar verið af góðri tegund og allar
í meðallagi að gæðum, og er eins rjett að geta.
þess, sem að áfella iaklegar vörur. Talsvert
hafa ýmsir hinna efnaðri eyjabúa pantaih
sjer af vörum í vor og í sumar beint frá Dan-
mörku undir forustu kaupmanns Gísla Ste-
fánssonar, og á þann hátt gjört miklu betri
kaup en unnt er að fá i búðum.
Nú er hjer verið að koma á stofn spari-
sjóði, fyrir forgöngu sýslumanns, og er von-
andi að hann komi hjer sem annarsstaðar að
góðum notum, með að bæta et'nahag og efla.
sparsemi manna.
Strandasýslu sunnanv. 12. okt. Sumarið-
hefir verið hjer mjög gott hvað veðráttu snert-
ir. Grasvöxtur var í góðu meðallagi bæði á.
túnum og engjum. Sláttur byrjaði með júlí-
mánaðarkomu og hjelzt víða fram í miðjan
septbr. Tíðarfar var hið ákjósanlegasta allan
þann tima, að undanskildum votviðrakafla.
síðustu dagana af ágúst og f'raman at septbr.
Heyskapur er því alstaðar hjer i bezta lagi
og lítur út tyrir að hey muni reynast vel til
gjafa.
»Ida«, verzlnnarskip til Borðeyrar {hið sama.
og lá innifrosið hjer á Hrútafirði í fyrra vet-
ur) laskaðist í ofsaveöri, hjer fyrir norðan land,.
dagana 18.—19. sept. næstl. Þó urðu skemmd-
irnar ekki meir en svo, að það komst inn á
Borðeyrarhöfn með vörurnar lítt skemmdar.
Nokkur hundruð pund at rúgi höfðu vöknað
og voru þau seld við uppboð 2. þ. m. og
sömaleiðis skipið með rá og reiða. R. P. Riis
á Borðeyri keypti það fyrir 1500 kr. og mun
haf'a í hyggju að láta gjöra við það.
R. P. Riis kaupm. hefir haldið fjármarkaði
hjer í nærliggjandi sveitum og keypt um3000'
fjár, til að flytja lifandi til Englands. Verð
á því var ákveðið 10—12l/a eyrir pundið í lif.
andi kind. Var það svo sent með sama skipi
og sótti.fje pöntunarfjelags Dalamanna, nú í
næstliðinni viku. Verð á kjöti er nú á Borð-
eyri 11—17 aura pd. eptir þyngd skrokkanna -