Ísafold - 21.10.1893, Side 3
279
Skipstrand. Enn varð skipstrand í
Ólafsvík, 6. þ. m., hið þriðja á, þessu hausti:
sleit upp og rak á iand kaupskipið Svanen,
eign Tangsverzlunar á ísafirði, en áður
lengi H. A. Ciausensverziunar, liklega eitt
hið elzta skip í verzlunarfiota Dana, að
sögn 118 ára, en auðvitað marg-uppyngt,
vegna verðlauna, er þauð naut frá þvi á
tímum konungsverzlunarinnar hjer l'yrir
að stunda fiskiveiðar hjer við land á sumr-
um, milli kaupferða. Það lá vdð 2 festar,
en siitnuðu báðar. Var komið í það nokk-
uð af isienzkum vörum: 120 sekkir af ull
og 200 skpd. af saitfiski. Skipskrokkur og
vörur selt við uppboð. Skipverjar sigldu
með póstskipinu hjeðan í gær.
Póstskipið Laura lagði af stað hjeö-
an í gær til útlanda. Með þvi sigldi hjeð-
an kaupm. W. Christensen og verzlunarm.
Kristján Jónasarson. Enn fremur skips-
höfnin af gufubátnum »Eiinu«, nema ann-
ar vjelmeistarinn, er bátsins gætir í vetur.
Sömuleiðis skipshöfnin af »Svanen«, frá
Ólafsvík.
Gufuskipið Stamford kom hingað 18.
þ. m. að kveldi frá Newcastle eptir fjár-
farmi frá pöntunarfjelagi Eangveiiinga og
jvrnesinga m. m.; fór aptur í gær með rúm
2000 fjár.
Fyrir 450,000 krónur hefir Bisma.rck
selt nýlega hóksala einum á Subur-ÞýzkaJandi
handritið að »endurminningvm« sínum. En
ekki mega þær prentast fyr en að honum
látnum, enda er nú sennilegt, að þess verði
eigi iangt að bíða. Það er víst um það, að
það verður fjöllesiu bók.
ísaums-uppdrættir
eptir fröken Sigr. Jónassen og fröken Th.
Wahl eru nýlega gefnir út í Kaupmanna-
höfn og fást í bókaverziun 0. Finsens í
Reykjavík, á kr. 1.50.
Íi stúdentafjelaginu_ í kvöld, kl.
9 e. h. á »Hotel ísland«.
Stjórnin.
Næsta sumar
geta karlmenn og kvennmenn fengið vinnu
hjá undirskrifuðum kaupmanni við fisk-
verkun, einnig sjómenn við fiskiveiðar.
Menn eru beðnir að snúa sjer skriflega til
min, í síðasta lagi með vestanpósti sem fer
frá Reykjevík i janúar næstk. og taka
greinilega fram, upp á hvaða kjör þeir
vilja ráðast.
Flateyri við Önundarijörð
P. J. T. Halldórsson.
Oskilakind. TJndirskrituðum var í haust
dreginn í Hveragerðisskilarjett mórauður sauð-
ur 1 vetra, með eyrnamarki: sneitt framan
standfj. apt. hægra; tvístýft framan standfj.
apt vinstra; en hornmarkaður með mínu
marki, sem er: sneiðrifað apt. bægra; standfj.
apt vinstra. En þar jeg á ekki þenna sauð,
bið jeg hvern þann, í millurn Hvítánna, sem
hefir sammerkt mjer (nefnil. hið síðarnefnda),
að gefa sig fram við mig, til umtals um mark-
ið, helzt fyrir lok næstk. marzmánaðar.
Hrauni í Ölfusi G. október 1893.
Guðmundur Egilsson.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br.
4. jan. 1861, er hjer með skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi Valgerðar Jóns-
dóttur frá Melbæ í Leiru sem andaðist á
síðastliðnum vetri, að tilkynna skuldir sín-
ar og sanna þær fyrir undirrituðum skipta-
ráöanda innan 6 mánaða frá síðustu birt-
ingu auglýsingar þessarar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 5. okt. 1893.
Franz Siemsen.
Brnnabótafjelag’ið
North British and Mercantile
Insurance Company,
stofnað 1809,
tekur í eldsvoðaábyrgð hús. bœi, vörur,
húsgögn, hoy, skepnur o. fl., hvar sem er
á landinu, f'yi'ir lægsta ábyrgðargjald. Um-
boðsmaður fjelagsins á Islandi er
W. G. Spence Paterson,
Hafnarstræti 8, Reykjavík.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br.
4. janúar 1861 er hjer með sl^orað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi Guðjóns Guð-
mundssonar, sem andaðist síðastliðinn vet-
ur í Ráðagerði í Leiru, að tilkynna skuld-
ir sinar og sanna þær fyrir undirrituðum
skiptaráöanda innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 5. okt. 1893.
Franz Siemsen.
Brunabótafjelagið
,,Nederlandene“
af 1845
tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða: hús, bæi,
geymsluhús, húsbúnað, matarforða, verzl-
unarvörur innlendar og útlendar, skepnur,
hey, veiðarfæi'i og alls kyns lausafje, hvar
sem er á íslandi, með lægsta ábyrgðar-
gjaldi sem þar tíðkast.
Allar upplýsingar, eldsvoðaábyrgð þessari
viðkomandi,og íijót, í’eglubundin afgreiðsla,
fyrir þá sem vilja fá ábyrgð á eignum sín-
um, hvort heldur öllum eða nokkru af
þeim, fæst hjá undirskrifuðum aðalumboðs-
manni fjelagsns hjer á landi
Egilsson.
5. Brattagata 5. Reykjavík
P r j ó n a v j e 1 a r,
með beztu og nýjustu gei'ð, seljast með
verksmiðjuverði hjá
Simon Olsen,
Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn.
Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn,
af því, hve traustar og nákvæmar þær
eru, og að þær prjóna alls konar pi'jónles,
jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar
• þessar má panta hjá
P. Nielsen á Eyrarbakka,
sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og
veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær.
Hjer á íslandi eru einkar hentugar
vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr.
do. — 142 — — — 230 —
do. — 164 — — — 244 —
do. — 166 — — — 280 —
I Verðlistar sendast þeim, er þess æskja.
152
hann slegið landtjöldum sínum skammt frá ánni Níl, sem
er önnur helg á Múhameðsmanna (hin er Evfrat), og var
það á hinu fagra svæði rjett fyrir ofan það, sem áin fer
að kvislast beggja vegna við hólmann mikla.
Amru þótti yndi þar að vera, en þorði þó ekki að
hafa þar langa dvöl, því hann vissi það skyldu sína, að
boða trú öllum Egiptum, öllum hinum heiðnu íbúum
Egiptalands.
Það var siðla kvölds, er hann mælti við Sefi, trún-
aðarþræl sinn: »Á morgun verðum við að leggja upp
hjeðan. Sjáðu um, að þetta boð mitt verði birt öllu liðinu,
svo að vjer getum lagt af stað meðan á morgungolunni
stendur. Láttu binda allan farangurinn upp á úlfaldana.
Lát söðla hestana og svipta tjöldum. Jeg þarf ekki nema
blettinn, þar sem jeg ætla að hvíla mig nokkrar stundir«.
»Jeg heyri og hlýði«, svaraði Sefi, og krosslagði
hendurnar á brjósti sjer.
Amru var aleinn. Svo sem rjetttrúaður Múhameðs-
maður þvoði hann hendur sínar áður en hann sneri á-
sjónu sinni gegn honum, sem viðheldnr bæði himni og
jörðu. Síðan sofnaði hann. En í svefninum sá hann borg
eina mikla blasa við fyrir fótum sjer; hann sá í svefni
ána Níl liðast um landið eins og afarbreiðan, iðandi silf-
urborða, og hann heyrði aptur og aptur rödd, er kall-
aði til hans: »Amru, vertu hjerna kyrr!«
149
»Honum er borgið«, gall D’Osuna við. »Hjartkæri
frændi minni! Jeg bjóst ekki við að sjá nokkuru sinni
með lífi framar. Drottinn hefir af náð sinni eigi láti sak-
lausan týnast í hins seka stað. Guði sje lof!»
»Guði sje lof!« kvað við eins og bergmál frá brjósti
allra þeirra, er við voru staddir, en hæst heyrðist til
Ruy Lopez.
»Þú komst mátulega, vinur minn« mælti Don Gusman
við frænda sinn; »en nú hefi jeg eigi framar þrótt til að
deyja«, og hann lmeig nábleikur niður á höggstokkinn.
Honum varð svo mikið um þessi sviplegu viðbrigði.
Ruy Lopez þreif hertogann i fang sjer og bar hann
bcint inn í hallarsal konungs, en hirðmennirnir gengu
allir á eptir. Og er Don Gusman vitkaðist og lauk upp
augunum, sá hann, hvar vinir hans stóðu allt umhverfis
og konungur einn í hópnum. Konungur virti hann fyrir
sjer með innilegum gleðisvip.
Don Gusman trúði naumast augunum i sjálfum sjer.
Hann var kominn frá öxinni og höggstokknum inn í
hallarsal konungs, og hann skildi eigi hót í því, hvernig
þessi sviplegu umskipti hefðu orðið. Hann vissi eigi það,
sem ekki var von, að þegar Don Ramirez ætlaði að fá
konungi skjölin, þá hafði hann í ákafanum og fátinu far-
ið skjalavillt og rjett konungi skrá þá, er á stóð samsær-
is-ráðagerð sú, er Don Gusman var eignuð, og það með,