Ísafold - 04.11.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.11.1893, Blaðsíða 3
287 Þrjú þjóðráð. Þrennt er það,sern gerir þjóð mikla og auðuga: frjósamur jarðvegur, atorku- mikil iðjusemi og greiðar samgöngur. (Bacon lávardur). Að framförum mannkynsins hafa engar uppfundningar stutt eins mikið eins og þær sem draga úr tjarlægðinni manna á milli, að undanskildu stafrofinu og prentvjelinni. (Macaulay). Sá sem missir aleigu sína, missir mikið; sá sem missir vin sinn, missir meira; en sá sem missir jafnaðargeð sitt, missir allt. (Spœnskur málsháttur). Alþingistiðindin. Af umræðum neðri deildar eru nú fullprentaðar 95 arkir, og efri rúmar 40. Leiðarvísir ísafoldar. 1304. G-et jeg ekki ráðið sjálfur, í hvaða staði jeg læt börnin mín, á meðan jeg get geíið með þeim, þó annar hafl tekið fje mitt til umráða (sem jeg trúði betur en sjálfum mjer), þó jeg sjálfur verði að lifa á þeim, og því sjái fyrir, að eigurnar nái ekki að frarn- færa börnin, og verði því með framtíðinni bæði jeg og börnin aö sveitarbyrði ? Sv.: Fyrst spyrjandi hefir afsalað sjer fjár- forræði sinu í hendur annars manns, verður það að vera komið undir samkomulagi við hann. hvar spyrjandi kemur bötnum sínum fyrir, enda verður ekki sjeð, að annar en sá, sem fjá forræðið hefir, geti að lögum samið um meðgjöf með þeim. 1305. Jeg taldi fram hundinn minn á vor- hreppskilum, en hann drapst i vikunni á ept- iri Er þá 'rjett að jeg gjaldi skatt af honum? Er mjer eigi rjett að telja hanrt til vanbalda? Sv.: Hundaskattur er goldinn fyrir næst- liðið ár undan framtali. Spyrjandi verður því að greiða skattinn í ár. 1306. Er það ekki skylda sveitarinnar, að borga fyrir sinn eigin sveitarlim skuld, sem hann gat ekki borgað sjálfur áður en hann komst á sveitina ? Sv.: Nei; engin skylda hvílir á sveitinni að borga skuldir, sem þurfamaður hefir stofnað áður en hann kom á sveitina. P r j ó n a y j e 1 a r, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum ermikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles, jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar hentugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 — do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Hálfflöskur hvítar kaupir undirskrifaður fyrir 12 a. st. Kristján Þorgrimsson. Næsta snmar geta karlmenn og kvennmenn fengið vinnu hjá undirskrifuðum káupmanni við fisk- verkun, einnig sjómenn við fiskiveiðar. Menn eru beðnir að snúa sjer skriflega til mín, í síðasta lagi með vestanpósti sem fer frá Reykjavík í janúar næstk. og taka greinilega fram, upp á hvaða kjör þeir vilja ráðast. Flateyri við Önundarijörð P. J. T. Halldórsson. Hjer með fyrirbjóðum við undirskrifaðir einum og sjerhverjum, sem ekki eiga heimili í Suðurvogum, að grafa maðk úr Suðurvogalandi án samnings við undirskrfaða. Brjóti nokkur bann þetta munum við leita rjettar okkar samkvæmt því sem lög leyfa. Vogum 10. október 1893. Guðm. J. Waage. 01. B. Waage. Asm. Arnason Magnús Pálsson. Pjetur Jónsson. Pjetur Andrjesson. Magnús J. Waage. Eyleifur Jónsson. Tapazt hefur á götum bæjarins oturskinns- húfa. Finnandi skili til Stefáns Stefánssonar að Miðbýli við Bakkastíg. Undirboð. Að þar til ferignu fje úr landssjóði á næsta árs fjárlögum er ákveðið að hlaða girðingu úr steini umhverfis lóð hegning- arhússins að norðanverðu í stað trjegirð- ingarinnar semnúer. Girðingin á aðvera rúmar 100 ál. á lengd, 4}/2 al. á hæð úr höggnu grjóti, vel felldu og sljettuð utan með cementi á eptir, 3/4—1 al- Þýkk að neðanverðu og x/2 að ofanverðu. Steinsmiðir h.jer í bænum, sem vilja tak- ast á hendur að gjöra þessa girðingu, gjöri svo vel að senda hingað tilboð um það á næsta J/2 mánaðar fresti. Bæjarfógetinn í Reykjavík 4. nóv. 1893. Halldór Daníelsson. Uppboö. A fimmtudaginn þ. 9. nóvbermán. næstk. kl. 11 f. h. verður eptir kröfu málaflutn- ingsmanns Eggerts Briem að undangengnu fjárnámi selt við opinbert uppboð á»Hotel Alexandra« ýmisleg húsgögn o. fl. tilheyr- andi gestgjafa A. Jespersen, svo sem buffet, fortepiano, salonborð, matborð, klæðaskáp- ur, chiffoniere, amerikanskur járnstóll, líru- kassi, riffill o. s. frv. Munirnir verða til sýnis á uppboðsstaðnum frá kl. 1—2 dag- inn fyrir uppboðið. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 3. nóv. 1893. Halldór Danielsson. Hjer með auglýsist, að verzlunarhús Gránufjelagsins á Raufarhöfn með bryggju, verzlunaráhöldum og 1 salthúsi er til sölu, sömuleiðis verzlunarhús Gránufjelagsins »Liverpool« á Seyðisfirði með bryggju og verzlunaráhöldum. Þeir er kynnu vilja kaupa, snúi sjer til framkvæmdarstjóra fjelagsins herra Chr. Havsteins. I stjórnarneind Gránufjelagsins, Oddeyri 23. sept. 1893. Davið Guðmundsson. Friðb. Steinsson. J. Gunnlögsson. Fundizt hefur kvennbattur og fataböggull. Yitja má að Sogni í Ölfusi. Eyjólfur Símonarson. 160 verið að hugsa um hina voðalegu skuld í höfuðbókinni, er hann sá, hvað mikið hann átti inni af hamingju og á- nægju hjá konu sinni og í hinum ijómandi augum barna sinna. Hann fór með þeim fram í borðstofuna; maturinn var ágætur og matarlystin eins, og dagurinn endaði með gleði og ánægju. »Á jeg að segja þjer nokkuð góði minn?« sagði kon an við mann sinn, er þau voru orðin ein. »Jeg hefi opt verið að hugsa um, að við ættum að fara úr þessu stóra og skrðutlega húsi í annað, sem væri minna og notalegra einkanlega ef það væri á dálítið afviknum stað, þar sem við gætum náð í svolítinn garð, því það væri svo hollt fyrir börnin, að ljetta sjer þar upp. og enda okkur líka. Við gætum þá ef til vill jafnvel hætt við að ferðast á sumrin, sem á að vera til skemmtunar, en er ekki nema til þreytu og kostnaðar. Það má hver loía hefðar- mannalífið sem vill, en ekki fylgja þvi meiri þægindi, friður nje ánægja en hinu«. Kaupmaður faðmaði konu sína að sjer, hrærður í huga. Þau höfu skilið hvort annað, án þess að þau hefðu minnzt einu orði á aðaiorsökina til þess, að þau yrðu að spara við sig; þau vissu, að á meðan þau hefðu hvort annað, mundi þau ekkert skorta, og ekkert skyldi skyggja á ánægju þeirra. Kaupmaður fór glaðari og hughraust- ari heiman ?ð morguninn eptir. Honum var í fersku 157 nauðsynlegustu áhöld til þess..........Aumingja litla telpan mín!« Kaupmaður leit örvæntingaraugum á konu sína. Líklega hefir vakað fyrir honum, að það væri þó raunar hann sjálfur, sem þyrfti huggunar og hughreystingar við en þá hugmynd liöfðu því miður ekki aðrir á heimilinú en hann. »Þú fórst svo snemma að heiman í dag«, tók kona hans aptur til máls eptir litla þögn, »að jeg gat ekki sagt þjer, að mjölið er búið«. »Núna undir eins?« spurði kaupmaður. »Núna undir eins !« át konan eptir honum og hnykkti á. »Hefi jeg kannske jetið það? — Eldiviðurinn er líka búinn«, bætti hún við jafn-óhlífm. »Það voru þó fullir tuttugu faðmar af brenni, sem jeg keypti í haust«, mælti kaupmaðurinn, »og faðmurinn kostaði ekki minna en þrjátíu og tvær krónur; það man jeg«. »Jæja, og þó hann hefði kostað hundrað krónur, þá er hann búinn eins fyrir þvi,það veit jeg«, svaraði húsmóðirin. Kaupmaður stóð upp og gekk niðurlútur inn í svefn- herbergi sitt. »Nú, ætlarðu ekkert að jeta áður en þú ferð að sofa?« var kallað á eptir honum með sama þjósti og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.