Ísafold - 16.12.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.12.1893, Blaðsíða 3
311 izm slíka og þvílíka endileysu, sem þessi »í>jóðólfs«-grein er og verður, um það hún er öll komin, um fyllilega útrætt mál og þar á ofan hverjum heilskygnum manni fullskiljanlegt frá upphafi — bersýnileg hin hrokbullandi vitleysa um hina nýju skatt- álögu. Missögn er það hjá brjefritaranum skag- firzka, þar sem hann í brjefi sinu frá 30. okt. i næstsíðustu »IsafolcU segir: »1 Hólasókn er bindindisfjelag, stofnað á Hólum næstl. sum- ardag fyrsta«. — Þennan tilnetnda dag var að eins haldin »tombola« til styrktar lestrarljelagi sóknarinn- ar. Bindindismálið mun heldur ekki hafa verið komið þá á dagskrá þar, því margir af skóla- piltum voru góðglaðir og sumir ef til vill meira. — Enda voru hálfflöskur fullar af brennivíni alltið númer á »tombolunni.« Aðgœtinn og kunnugur. * * * Erjettin um bindindið á Hólum mun sönn vera og áreiðanleg, þó að stofnun þess kunni að vera rangt dagsett. Og þvi meiri sem þörf- in á því hefir verið, því gleðilegra er, að það er á komið, ekki sízt ef það yrði þar á ofan vel varanlegt. Eptirmæli. Hinn 6. nóv. þ. á., kl. 8 um kvöldið, and- aðist í Stykkishólmi ekkjan Karen Sigrlður Ólafsdóttir Schiött, 87 ára og 7 mánuðum bet- ur. Hún var eptir sínu lagi heil heilsu og glöð um daginn, en um kvöldið sást hún líða hægt niður í legubekkinn, sem hún sat við; var þá hjeraðslæknirinn undir eins sóttur, en tilraunir hans urðu árangurs- lausar; hún var liðin. Hún fæddist i Reykja- vík 8. apríl 1806 og var í móðurkyn af svo nefndri Sandholtsætt. Fluttist hún ung til Keflavíkur í hús kaupmanns Óla Sandholts og þaðan til Ólafsvíkur, til kaupm. H. A. Clausens, sem átti dóttur Sandbolts; þar gipt- ist hún verzlunarmanni Knud Schiött, og fóru þau að búa á Munaðarhóli; þar missti hún mann sinn, en bjó þar þó nokkur ár eptir, unz hún fór algerlega sem bústýra til Jakobsens lyfsala i Stykkishólmi, og var hjá honum þar til hann dó 1863: hafði hann þá eptirlátið henni allar eigur sínar. Heimili hennar verð- ur eigi með öðrum orðum lýst, ef rjett skal segja, en kalla það unaðsamt, þvi þar varallt samfara: gestrisnin, alúðin og skemmtunin, í einu orði eins og hver vildi óska; hún hafði bæði máttinn til þess og einstakan vilja. Jeg held að ekki sje orðum aukið, þó sagt sje, að þar var optast fullt hús, af æðri sem lægri, þó húsrúmið leyfði ekki að taka á móti eins mörgum og óskað var eptir, því allt var í tje, en viðmótið metið mest. Allt þetta umstang hefði henni verið ómögulegt að sjá um, ef hennar elskaða tengdadóttir hefði ekki hjá henni verið og styrkt hana i öllu, því það mátti með sanni segja, að seinni æfiár litði sú íramliðna mjög rósömu og ánægjulegu lífi, við góða heilsu. Að sönnu hafði hún misst 2 fullorðna syni og reynt fleira mótdrægt, en tengdadóttir hennar, sem hatði verið gipt öðrum þeirra, gerði henni hvern daginn öðr- um unaðsamari og sá um, að hennar ástkæra móðir gæti lifað sem rólegast. Þó madama Schiött sál. hefði fyrri ár æfi sinnar reynt ýmis konar mæðu, bæði fátækt og fleira, þá bar hún það allt með sinni vanalegu stillingu og hógværð, þvi guðhræðsla var eins og rót- gróin i hjarta hennar, en hún hafði ekki þess háttar allt af á vörunum og stærði sig ekki af þvi; þeir, sem voru því kunnugir, geta dæmt um, hverja ánægju hún hatði at guðs- orði, og hve innilega hún þakkaði guði fyrir hans dásamlegu handleiðslu á sjer. í Stykkishólmi er skarð orðið við fráfall hennar, því gestrisni hennar, glaðlegu fram- komu og stöku tryggðar mun lengi saknað verða. Blessuð sje hennar minning. X. Alþingistíðindin. í gær var lokið prent- un á umræðum neðri deildar (B.-deild); þær urðu lSOVs örk. Hinn ræðuparturinn (efri d.) var búinn nokkru tyr; hann varð 61 örk. Eru Alþ.tið. þetta ár miklu lengri en þau hafa nokkru sinni verið áður. fnæstkomandi fardögum 1894 fæst til ábúðar og sölu, ef svo um semur, hálf heimajörðin Irmri-Hólmur á Akra- nesi. Jörð þessi er öll 38 hdr. eptir síð- asta jarðamati, gefur nú af sjer í meðalári 400 hesta af töðu og allt að því 1000 hesta af útheyi. Jörð þessi heflr nú á seinni árum fengið mikla endurbót með túnasljettum og vel gripheldum varnarskurði fyrir öll- um engjum, sem liggja út úr túninu. Semja má sem fyrst um alla skilmála við undirskrifaðan. Innra-Hólmi 11. des. 1893. Arni Þorvaldsson. Ullarpoki sem fluttur var í haust í land úr skipinu »Jæderen«, er geymdurhjá Ásmundi Guðmundsyni Yesturgötu 50. Týnzt bafa á götum bæjarins sunnudag 10. þ. m. gullokkar, sem finnandi skili til Erlend- ar gullsm. Magnússonar. Lotterí Thorvaldsensfjelagsins. Á tombólu Thorvaldsensfjeiagsins 10. þ. m. var dregið um, hver hljóta skyldi »puff« það, sem Thorvaidsensíjelagið með leyfl landshöfðingja lijelt »lotterí« um, og kom út nr. 525. Handhafi þessa seðils er beðinn að gefa sig fram við undirskrifaða fjelagsstjórn sem fyrst og eigi síðar en 30. júni næstkom- andi. Hafl enginn innan þess tíma gefið sig fram, er álitizt geti löglegur eigandi t.jeðs númers, verður númerið álitið glatað og ógilt eptir það. Mun þá fjelagið láta draga aptur um »pufflð« og gefa þá út nýja seðla, samkvæmt uppskript þeirri um kaupendur að seðlunum, er fjeiagið heflr i höndum, en þar sem uppskript þessi er ekki alveg fullkomin, eru menn beðnir að geyma enn um tíma seðla sína, til þess að númer þeirra verði skráð, að svo miklu leyti það eigi fyr hefir verið gjört. Reykjavík 14. desember 1893. Forstöðunefndin. Jarðræktarfj elag Reyk,j avíkur hefur útvegað til afnota mjög fallegt naut, og er tilætlunin, að fjelagsmenn sjerstak- lega fái að nota þetta naut til kúa sinna. Reykjavík 15. des. 1893. H. Kr. Frlðriksson. Bindindi. Vjer undirskrifaðir gjörum hjer með kunnugt: að upp frá þessum degi neyt- um við eingra áfengra drykkja. Aðvarast þvi .einn og sjerhver um, að bjóða oss ekki nein ölföng nje heldur kaupa eða útvega þau. Hafnarfirði 14. des. 1893. Kristinn Kristjánsson í Hafnarfirði. Kristján Sveinsson i Görðum. Vegna forfalla verður C^iEíSl-V sá er • Söngfjelagið frá 14. jan. 1892« ætlaði að halda 16. og 17. þ. m. (í dagog á morgun) haldinn, ef engin ný forföll koma fyrir, 17. og 18. (sunnud. og mánud.). Að öðru leyti vísast til gatna-auglýsinga sem verða festar upp í dag. Stjórnin. Landsbókasafnið. Hjer með er skorað á alla. þá, er bækur hafa að láni úr Landsbókasafninu, að skila þeim á safnið í næstu viku (3. viku jóla föstu) samkv. 10 gr. í »Regl. um afnot Landsbókasafnsins«, svo eigi þurfl að senda eptir bókunum á kostnað lántakanda, sbr. 7. gr. í sömu reglum. Útlán hefst aptur miðvikudaginn 3. jan 1894. 14. des. 1893. Hallgr. Melsteð. Birketræs Stole. Kontor-, Gynge-, Felt- og almindelige, hos M. Johannesen. Undirhoðsanglýsing. Á síðasta sýslunefndarfundi ísafjarðarsýslu var ályktað, að verja skyldi allt að 1000 kr. til vegagjörðar á svokölluðum Dag- verðardal, norðanvert við Breiðadalsheiði hjer í sýslu. Æt.lazt er til, að vegurinn verði 5 álna breiður og upphækkaður, sem og, að byrjað verði á vegagjörðinni þegar á næstkomandi vori. Samkvæmt þessari ályktun sýslunefnd- arinnar og fyrirmælum síðasta amtsráðs- fundar Vesturamtsins, auglýsist hjer með, að undirboð á vegagjörð þessari verður haldið hjer á skrifstofunni laugardaginn þ. 31. marzmánaðar næstkomandi. Sýslumaðurinn í ísafj.sýslu 25. nóv. 1893. Lárus Bjarnason, settur. Oskilalamb var rojer dregið í haust með mínu marki: blaðstýlt apt. hægra, stig fr- vinstra. Hver sem brúkar mark þetta, gefi sig frarn og semji við mig um markið og vitji verðsin. Sjáfarhólum 10. des. 1893. Sigurður Ingimundsson. í haust var mjer dregin hvit gimbur veturg. með mínu marki: tvístýft fr. h., sýlt og stand- tjöður aptan v. En með því jeg á ekki þessa kind, gefi rjettur eigandi sig fram, vitji verðs- ins til mín að frádregnum kostnaði og semji við mig um markið. Eilífsdal í Kjós 6. des. 1893. Oddur Andrjesson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. opið brjef 4. jan. 1861, er hjer með skor- að á alla þá, sem til skulda eiga að telja í dánarbúi gestgjafa L. Jensen, sem and- aðist hjer í bæ þann 11. f. m., að gefa sig fram fyrir undirrituðum skiptaráðanda og færa sönnur á skuldakröfúr sinar innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn á Akureyri 6. nóvbr. 1893. ________Kl. Jónsson. Til Jólanna. Skrautbundnar bœkur bæði innlendar og útlendar ásamt ýmsu fleiru fæst í bókaverzlun Ó. Finsens. Bækurnar verða einkum til sýnis eptir næstu helgi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.