Ísafold - 23.12.1893, Page 2
314
ur neitað með eiði, enda hefir hann og
eigi ritað undir í hókinni, þótt það sje
vandi hans að gera. Yörnina kveðst Grímur
eigi hafa fram lagt fyr en seint í okthr.
eða snemma í nóvhr., samda af ákærða
(Skúla) sjálfum, til að flýta fyrir, með því
að i eindaga var komið, en að eins hrein-
skrifaða af Grími, dags. 3. okt. Hefir
Grímur lagt fram eiginhandarrits-uppkast
Skúia, en hann segir þetta allt ósatt, og
sje þetta skjal eptirrit, er hann hafi tekið
af varnarskjali Gríms, en alls eigi uppkast
til þess. Sá framhurður Skúla (um skjal-
ið) þykir yfirrjetti auðsætt að muni rang-
ur vera, en telur framhurð Gríms að öðru
leyti óstuddan og því eigi sönnun fram-
komna gegn rjettarhókinni, er annar rjett-
arvotturinn hefir horið að sje sannleikan-
um samkvæm í hinu umþráttaða atriði, en
hinn sumpart borið hið sama og sumpart
eigi þorað að fullyrða neitt í því efni,
sakir minnisleysis eptir svo langan tíma.
Svo hafa og vottarnir borið, að Grímur
hafi eigi verið ailsgáður, er hann mætti í
umræddu rjettarhaldi.
Því, að dómur hafi verið upp kveð-
inn í Kögnvaldsmálinu 16. októbermán.,
eins og þingbókin segir, þykir eigi hrund-
ið með fyrgreindum framhurði Gríms m.
m., enda rjettarvottarnir staöfest bókun-
ina, og upplýst, að dómsgjörðir í málinu
voru afgreiddar 26. okt. 1891.
IV. Ákærði hafði »upp á væntanl. sam-
þykki amtsins« tekið á móti sektarfram-
hoði og skaðahóta frá Skarphjeðni nokkr-
um Elíassyni og sleppt málssókn gegn
honum fyrir að hafa dregið annars manns
lóðir og tekið af þeim á að gizka 10—15
fiska. Álitin vanræksla að hera eigi sekt-
arframhoðið undir amtmann, en að öðru
leyti af'sakanlegt eptir fengnum skýrslum,
þótt ákærði áliti hjer að eins um lóðar-
skemmdir að tefla, en eigi þjófnað.
V. Rangt vottorð um manntalsþinghald.
Ákærði hjelt ekkert manntalsþing i Sljettu-
hreppi 1891, er hlutaðeigandi amtmenn
virðast hafa samþykkt, en undirskrifaði
samt manntalsbókina fyrir það ár »á mann-
talsþingi að Sljettu 30. maí 1891«, og rit-
aði samkynja vottorð á umhoðsjarðaaf-
gjaldaskýrslu í árslokin það ár. Yfirsjón
þessi skoðast eigi sem ásetningsbrot, held-
ur stafa af athugaleysi eða skeytingarleysi,
enda tilgangslaus.
VI. Vanrœkt rannsókn á tollskyldum
vörum og r'öng vottorð um fiað. 1 stað
þess árið 1891 að rannsaka (o: mæla, vega
eða telja) vörur, er voru ónákvæmt til-
greindar á toilseðli eða vöruskrá, Ijet ákærði
sjer nægja æru- og samvizkuvottorð mót-
tökumanna og kveðst hafa skoðað inn-
kaupsreikninga þeirra. En lík aðferð hef'-
ir höf'ð verið í Reykjavík, að því er hæj-
arfógetinn þar vottar, enda ákvæði toll-
laganna um það atriði eigi vel glögg.
Þetta því ekki saknæmt, nje heldur hitt,
að ákærði hafð látið uppi vottorð með toll-
reikningi sínum um ýmsar tollskyldar vör-
ur »samkvæmt rannsókn«, þótt engin rann-
sókn á sjálfum vörunum hefði átt sjer stað,
heldur að eins fyrnefnd skoðun innkaups-
reikninga og æru- og samvizkuvottorð,
enda vottorðin órengd að efni til.
VII. Óregluleg bókun manntalsþing-
halda. Ákærði hafði, að hann segir, gleymt
I þingaferð sinni í 4 hreppum vorið 1892
dómsmálahók sýslunnar og hókaði því
Þinghajdið á iaus hiöð, er hann svo ijet
rjettarvottana undirskrifa, færði síðan þing-
höldin inn í bókina, er heim kom, og ijet
konu sina skrif'a þar undir nöfn vottanna,
en gat þess eigi, að hókun sú væri eptir-
rit, og hafa frumritin hvergi komið fram,
þótt ákærði tjáist hafa afhent þau eptir-
manni sinum ásamt öðrum emhættisskjöi-
um. Osamkvæmni við það, sem á þing-
staðnum gerðist, ekki nefnd, nem um eitt
atriði, en vitnisburðir um það ónákvæmir
og á reiki. Meðal þingvottanna og að
eins ruglingur um einn, Samúel Jónsson,
er eigi hefir kannazt við nafn sitt, og kenn-
ir ákærði það því, að hann bafi sakir annríkis
á þinginu eigi getað haf't eptiriit með undir-
skriptunum, og muni nafnið hafa verið
skrifað af einhverjum í misskiiningi. Vafi
um, hvort hókunin á hin iausu hiöð hafi
fram farið á sjálf'um þingstöðunum, eigi
nægiiega upplýstur. Eptiriit.sleysið með
undirskript vottanna telur yfird. vítavert
skeytingarleysi, og einnig ámælisvert, að
ákæröi ijet eigi dómsmálahókina hera með
sjer, að það, sem í hana var ritað, væri
eptirrit, nje fjekk hin lausu hlöð iöggilt
eptir á af' yfirboðurum sínum, eins og
venja er til, er iíkt á stendur.
VIII. Prentsmiðjumdlið. Ákærði grun-
aður um hlutdrægni sem skiptaráðandi í
meðferðinni á þrotahúi »Prentfjelags ís-
firðinga« og ranga hókun i skiptarjettar-
höldum í húinu. En yfird. segir enga
sönnun fram komna fyrir því, að ákærði
hafi átt hiut í skuld þeirri, er fjelagið var
gert gjaldþrota fyrir, eða átt nokkra aðra
skuld á hendur fjelaginu; sömul. ósannað,
að rangt hafi verið hókað í skiptarjettar-
haldi 28. okt. 1891, að skuldasölusamning-
ur í húinu hafi verið borinn þar undir
samþykki skuldheimtumanna, þó að suma
þeirra [minnti annað l1/^ ári seinna; enn-
fremur ósannað, að ákærði hafi misbeitt
emhættisvaldi sínu prentfjelaginu í óhag
með því að leigja prentsmiðjuna í septhr.
1891 um 2 eða jafnvel 3 næstu ár, og
þannig hinda hendur fjelagsstjórnar.
Sekan telur því yfird. ákærða að eins í
»vanrækt og hirðuleysi í emhætti&rekstri
sinum« að því er kemur til þeirra 4 at-
riða, er nefnd eru við I., IV., V. og VII.
tölulið hjer að framan, og heimfærir brotin
undir 144. gr. hegningariaganna.
Skipkoma. Sunnudag 17. þ. mán.
kom loks hingað á höfn kolaskip það frá
Skotlandi, er von var á til Fischers-verzl-
unar, Otto, kapt. Madsen, eptir 65 daga
ferð, en 6 vikum eptir að það kom undir
Vestmannaeyjar. Hafði misst hrandinn,
með meiri hilun, þar á meðal brotið af
öldustokknum. Er sama skipið, sem hitt-
ist í Garðsjónum 5. þ. m. Var rjett orðið
vatnslaust, en hafði vistir nokkrar enn.
Kom með um 1000 skpd. af kolum.
Hafís inn á fjörðum nyrðra, að póstur
sagði, er kom fyrir skemmstu, og talsverð
harðindi þar, eins og hjer.
Skagafirði 30. nóv.: Ttðin í ^ haust heíir
verið sjerlega óstöðug; ýmist er hláka eða
hríð.
Afli varð ákaflega rýr, enda gæftalaust nú
mjög lengi.
Okkur hjer þykir það engin gleðifregn, að
heyra að landlæknir Schierbeck sje þá og þeg-
ar farinn af landi burt; hæði þykir oss mjög
illt, að missa bæði jatnötulan og ágætan
læknir, sem auk þess hefir verið hinn nýtastí
fjelagsmaður, og auk þess kvíðum vjer uru
leið, að vjer missum þá okkar hugljúfa, ágæta
lækni, Guðm. Magnússon, sem eðlilega verð-
ur oss því sorglegra, sem hann hefir reynzt
oss betur.
Strandasýslu norðanv. 22. nóv.: »Veðrátta
hefir verið góð fremur til landsins í haust; og
nú er því nær alauð jörð, en veðrasamt hefir
venð mjög og iliar sjógæftir, svo mjög lítið
hefir aflazt á Gjögri og horfir til vandræða með.
björg fyrir mörg heimili. því allflestir hjer
eru mjög fjárfáir og bjargarlitlir til vetrarins.
Lán fæst ekki í kaupstaðnum; alveg fyrir hað
tekið.
Það halda sumír (í öðrum sveitum að hjer
norðantil í Strandasýslu sje ósiðaðra f'ólk en
annarstaðar, en það er engan veginn svo. Hjer
er yfir höfuð gott íólk og viðfeldið. og óvíða
mun folk greiðugra eða gestrisnara eptir efn-
um. Framfarir eru hjer miklar að því er
snertir bæjarbyggingar nú á seinni árum, og
ma efalaust þakka það vaxandi menningu«.
Mýr Þiðrandasen á boðstólum!
Eins og löngu er kunnugt, á
bráðum að kjósa nokkra menn
í bæjarstjórnina bjer í bænum,
og mátti svo sem ganga að því
vísu, að einhver framhleypinn
og fákænn montálfur mundi l|
trana sjer fram við slíkt tæki-
færi. — Nú hefir herra W. Ó.
(s>Halló! Halló!«), sem tildraði - — -—-----
upp leikhripinu í Bröttugötu, er sumir kalla
»Fjalaköttinn« og aðrir »Hristing«— því kofa-
hreysið kvað sem sje leika á skjálfi við lófa-
klapp —, haldið eitthvert möngunarmót með
nokkrum mönnum, að sögn um 80, hinn 14. þ.
mán. Meðal þessara 30 kvað verið hafa einn,
»úr Skugganum«, sem drógst á að mæla með-
W. Ó. 1 býttum, en hætt er nú við því, að W.
Ó. hafi brugðið fyrir sig hinum gömlu »lóða-
drellis«-brellum við atkvæðadorgið, því hann
kvað þó gera sjer einhverja grænkuvon um
sjö! af þrjátiu!, en sá »úr Skugganums um
ekkert; W. Ó. segist nef'nil. haf'a »komizt þvf
næst«, að sjömenningarnir ætli — í háði eða.
alvöru ? — að hnýta honum í taglið á kjörlest-
inni (o : þeim er kjósa skal). Meiru læzt hann
ekki vona eptir í bráð, garmurinn, og hefir
margur tarf'ur slitnað úr traustari taug; en þó
dugði honum (W.Ó.) litlu beysnara bragð i
Iðnaðarmannafjelaginu ; þar boraði hann sjer
inn með nokkurra aura meðlagi, en sætti svo
lagi, þegar fámennt var á fundi, að ná með>
9 náunga aðstoð formanns-sessinum ! og beið
þá ekki lengi að hrópa þaðan »halló !« í >Pj.-
konunni«.—
Það hefir stundum verið sagt, að Reykvík-
ingum takist miður heppilega við kosningar;
en fiað — að kjósa hann »HalIó« í «Ejalakettin-
um« í bæjarstjórn, keyrir jafnvel fram úr þvi,
er kóngurinn sæli gerði »stigvjelaða lcöttinn« að-
ráðgjafa, eins og segir í æfintýrinu.
Er það annars ekki næsta nóg fyrir hann
W.Ó., að æpa af öskubyngnum íTjörninni um
nírödduðu (fo r s e t a’-kosninguna í Iðnaðar-
mannafjelaginu ?
Sigm. Oudmundsaon.
Leiðrjetting. í ísafold, nr. 74,18. nóv. þ. á.
stendur í brjefi úr Árnessýslu, dags. 10/n, að
engin oínkol hafi komið til Eyrarbakkaverzl-
ana á seinustu skipum, en í þeirra stað hafi.
komið í kring um 100 tunnur af spritti.
Þetta er ekki rjett skýrt f'rá, hvað Lefoliis
verzlun snertir; því með seinasta skipi komu
til þeirrar verzlunar rúm 600 skippund af
kolum, en ekkert spritt.
Þessa leiðrjettingu bið jeg yður, herra rit-
stjóri, að taka í næsta blað yðar.
Eyrarbakka 15. des. 1893.
P. Nielsen.