Ísafold - 23.12.1893, Qupperneq 3
315
Um sölu á óskilafje.
Jeg hef nokkrum sÍDnum verií) viðstaddur
þegar óskilafje hefir veri?) selt, og hef heyrt,
ab hreppstjóri heíir nefnttvomenn til ah lýsa
mörkunum á kindunum, er áttu að seljast.
En því miður heí' jeg stundum sjeb, að þess-
ir tilnefndu skoðunarmenn hafa ekki látið
sjer eins annt um að lýsa mörkunum eða
kindunum og seskilegt væri, eða þeir hafa ekki
verið til þess færir, einhverra orsaka vegna.
En til að koma í veg fyrir, að slíkt kæruleysi
eigi sjer stað, eða skoðunarmennirnir sjeu
hlutdrægir, annaðhvort vissum mönnum eða
sveit sinni, ættu þeir að vera eiðfestir; þvi
leitt er að heyra skoðunarmennina eða aðra
komast svo að orði, að það sje rjett, að þessi
og þessi tapi kindinni, þegar hann merki svona
illa. En þó engum dytti í hug að tala þessu
líkt, þá eru miklar líkur tih að lýsingin sje
ekki góð • á þessu óskilafje, því þó marklýs-
ingar í dagblöðunum gangi vanalega um allt
land, á þvi fje sem selt heiir verið, þá mun
þó vera mjög margt, sem enginn getur leitt
sig að sem eiganda, vafalaust mikið fyrir
slæma lýsingu, og þó það sje úr nálægum
sveitum við þá, sem fjeð er selt í, er eigend-
um jafnvel ómögulegt að helga sjer eign sina
vegna lýsingarinnar. Sömuleiðis er mjög víða
hæði leiðinleg og skaðleg meðferð á oskilafje,
þar sem það er tekið í geymslu eða sem frem-
ur getur heitið parrak, þar til það er eptir
lengri eður skemmri tíma selt, optast fyrir
mikið minna verð en það hefði getað kostað
þegar það fyrst var tekið í hirðingu, t. d.
lamb, sem húið er að hafa í geymslu í 16—20
daga, sem hefir fengið sótt, sem lömbum er
mjög víða hætt við að fá á haustin, ekki sízt
ef þau eru tekin í geymslu, og þá kemur
margfaldnr skaðinn niður á eigendunum.
Gerum, að lamb þetta verði nú selt eptir
áður tiltekinn tima fyrir 2 krónur, sem hefði
ef til vill fremur getað kostað 3 kr., þegar
það fyrst var tekið til geymslu; síðan drag-
ast frá þessum 2 kr. geymslulaunin. sem verða
vanalegast 80 a. til 1 kr, síðan sölu- og inn-
heimtulaun 16 a., auglýsingargjald í kring um
30 a., og sfðan, ef afgangur er, þá póstffutn-
ingsgjald 25 a., svo lamb þetta er orðið lítils-
virði að öllum kostnaði f'rádregnum. Auðvit-
að seljast mörg lömb meira, en lika mörg fyrir
minna.
Það ar því tillaga mín, að allt það tje, sem
kemur fyrir f síðari rjettum og enginn finnst
eigandi að, sje selt í rjettinni. Því fyrst og
fremst er vanalegt, að tje kemur þá betur
fyrir sjónir, á meðan það er óþvælt, og í öðru
lagi, þá dregst heldur ekki vöktunarkostnað-
urinn f'rá söluverðinu, og í þriðja lagi, þá
væri ástæða til, að velja betri menn til fjár-
dráttar í síðari rjettir en almennt gerist.
Að vísu veit jeg, að það kemur ekki ætíð
allt óskilafje fyrir í siðari rjett, sem þörf ger-
ist að selja, en það mun optar vera meiri
hlutinn, og verður þá fjeð, sem þessi óþarfi
kostnaður leggst á, færra en ella.
Jeg leyfi mjer því hjer með, að skora á
heiðraðar sýslunefndir, að taka mál þetta til
greinilegrar íhugunar á sinura fyrstu sýslu-
fundum og reyna til af ytrasta megni, að af-
stýra þessari afarmiklu og skaðlegu fjársölu-
sem mikið stafar af ónákvæmri lýsingu.
Sveitamaður.
Gamalt morð ? Úr Skagafirði er ísafold
skrifað í f. mán.: »Á Bessastöðum í Sæmund,
arhlíð har svo við i haust, að er farið var að
grafa þar niður fyrir fjárhúsvegg, er byggja
skyldi, og komið var nær 1 alin niður, þá
fannst þar beinagrind af manni, og sýndi
lega beinanna, að hann hafði verið látinn tvö-
faldur niður í gryfju. Þykir auðsætt, að hann
hafi verið myrtur. Heyrt höfum vjer eptir
mjög gamalli konu, að hún hafi í æsku heyrt
sagt frá þvi, að maður, er eitt sinn — eigi
vitum vjer fyrir hve löngu, því sögnin er svo
óljós — hafi verið sendur með peninga vestur
í Húnavatnssýslu norðan úr Fljótum eða af
Hötðaströnd, hafi komizt vestur yfir Hjeraðs-
vötn, en síðan hafi eigi til hans spurzt. Þykir
nú allmörgum líklegt, að sje þessi sögn sönn,
þá hafi sendimaður þessi verið myrtur til fjár
á Bessastöðuma.
Messur um liátíðirnar.
Jólanóttina; cand. theol. Sœmundur Eyjólfsson.
jóiadaginn kl. 11 (ísl. messa); biskupinn.
jóiadaginn kl. l’/a (dönsk messa); dómkirkjupr.
annan í jólum: dómkirkjupresturinn.
sunnud. milli jóla og nýárs (gamalársdag)
kl. 12: dómkirkjupresturinn.
kl. 6: cand. theol. Bjarni Simonarson.
nýársdag: dómkirkjupresturinn.
Ueiðarvísir ísafoldar.
1307. Er það skylda fyrir vinnuhjú, sem
hafa fyrir barni að sjá, að borga styrktar-
sjóðsgjald?
Sv.: Já, nema þau sjeu efnalaus.
1308. Eru jarðeigendur skyldir að leggja
til hús á jarðir sínar, svo þær sjeu hýstar
eptir jarðarmagni og sem venja er í sveitinni,
þótt húsin hafi ekki fylgt þeim áður? (Sbr.
lög 12. jan. 1884, 6. gr.).
Sv.: Já, enda er það landsvenja, og mundi
að öðrum kosti veita erfitt og opt og tíðum
ómögulegt, að hyggja jarðir.
1309. Hvað her presti og kirkju hjá þeim
tómthúsmanni í kaupstað eða í sjávarplássum.
sem ekkert tíundar?
Sv.: Hálfur Ijóstollur kirkju og dagsverk
presti.
1310. Á ekki kirkja legkaup og prestur lík-
söngseyri eptir vinnuhjú, þótt eigur þess sjálfs
hrökkvi ekki, og er þá ekki aðgangurinn að
húsbóndanum ?
Sv.: Húsbóndi er skyldur að kosta útför
hjúsins, en aðgang á hann aptur að íramfærslu
sveit þess, að því leyti er eigur þess eigi
hrökkva f'yrir útfararkostnaðinum.
1311. Jeg er vinnukona og het' 30 kr. íkaup
og á að þjóna 3 karlmönnum á heitnilinu.
Jeg er látin leggja þeim til bætur undir skó
þeirra, sápu og tvinna til fata þeirra. Er jeg
skyld að leggja þetta fram ?
Sv.: Nei, húsbóndinn á að skæða þá og
leggja þeim til sápu, ef þeir eru vinnumenn;
annars eiga þeir að leggja þetta allt til sjálfir.
1312. Ber mjer að borga presti fermingar-
gjald fyrir ungling, er var hjá tnjer sein mat-
vinnungur næstliðið vistarár, og var fermdur
hálfum mánuði eptir vinnubjúaskildaga. eða
á hinn nýi húsbóndi hans að greiða gjaldið ?
Sv.: Hinn nýi húsbóndi,
1313. Er ekki fuilvinnandi eiginmaður minn
skyldur til að sjá fyrir mjer, knnu sinni, sem
sökum ellilasleika ekki get unnið fyrir mjer?
Sv.: Jú, sjálfsagt.
1314. Jeg hef í nokkur ár verið, og er enn ,
búlaus, einhleypur verzlunarmaður í kauptúni,
engum háður sem hjú; jeg geld til sveitar um
30 kr. á ári, er þrítugur að aldri. hefóflekkað
mannorð, er fjár míns ráðandi, ekki gjaldþrota.
hef aldrei þegið sveitarstyrk. Ber mjer þá
ekki að hafa kosningarrjett tii alþingis, sýslu-
nefndar og hreppsnefndar ?
Sv.: Jú.
1315. Er þeim persónum, sem vitanlega
hafa einhvern næman eða viðbjóðslegan sjúk-
dóm, leyfilegt að giptast?
Sv.: Já, nema það sje holdsveiki, sbr. kgsbr.
28. marz 1776.
1316. Er húshóndi skyldur að skæða vinnu-
hjú sitt til kirkjuferða?
Sv.: Já, eptir stöðugri landsvenju —; en
auðvitað ekki skyldur að leggja því til við-
hafnarskófatnað (»danska skó« eða stígvjel).
1317. Er ekki óleyfilegt að draga sundur fje,
í aðalrjett á sunnudegi og það á sjálfum kirkju-
staðnum, og að menn brúki drykkjuslark og
hávaða? Og er það ekki siðferðisleg skylda
prests, að hanna slíkt? Eða ber ekki prestin-
um að messa eins þann dag og aðra helgi-
daga?
Sv.: Jú, við öllum spurningunum.
Ljóðmæli
eptir
Steingrím Tlior.steins.son,
ðnnur útgáfa, aukin, með mynd af skáld-
inu, er nýkomin í bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar. Kosta í kápu 3 kr., í
skrautbandi 4 kr. 50 aura.
Fyrri útgáfa ljóðmæla þessara er löngu
uppseld og mikil eptirspurn eptir þeim
síðau. Ætti því þessi nýja útgáfa að vera
kærkomin öllum þeim, er unna fögrum
skáldskap. Bókin er prýðilega vönduð að
öllum frágangi, og eru í henni mörg ágæt
kvæði, sem ekki eru áður prentuð.
Alþingistíðindin.
Með austanpósti, sem fór hjeðan 20. þ.
m., var afgreitt til útsendingar af Alþingis-
tíðindunum 1893: A-deild 6. hepti, B-deild
12. og 13. hept.i.
Sigfús Eymwidsson.
Þeir sem gleymt hafa að útvega sjer
jóla- oií' nýársgjaflr,
geta enn þá fengið þær í
ensku verzluninni.
Whisky, Ale, Porter, Lemonade, Ginger-
ale og alls konar góðgæti fæst einnig þar.
Vottorð.
Fyrir 2 árum varð jeg veikur. Veikind-
in byrjuðu með iystarleysi, enda varð mjer
iilt af öllu, sem jeg borðaði, og fyigdi því
svefnseysi, máttleysi og taugaveiklun. Jeg
fór því að brúka Kína-lífs-elixir þann, er
hr. Waldemar Petersen i Friðrikshöfn býr
til, og er jeg var búinn með 3 glös, fór jeg
undir eins að finna til bata. Með því að
eg hefi reynt þetta lyf, og reynt að vera án
þess annað veifið, hef jeg samfærzt, um, að
jeg má ekki án þess vera fyrst um sinn.
Sandlækjarkoti 18. júní 1893.
Jón Bjarnason.
Kína-lifs-elixírinn fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
að lita vel eptir því, að úÁ' standi á flösk-
Jh.
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu
skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín-
verji með glas í hendi, og firmanafnið
Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan
mark-
Undirboðsauglýsing.
Á síðasta sýslunefndarfundi ísafjarðarsýslu
var Alyktað, að verja skyldi allt að 1000
kr. til vegagjörðar á svokölluðum Dag-
verðardal, norðanvert við Breiðadalsheiði
hjer í sýslu. Ætlazt er til, að vegurinn
verði 5 álna breiður og upphækkaður, sem
og, að byrjað verði á vegagjörðinni þegar
á næstkomandi vori.
Samkvæmt þessari ályktun sýslunefnd-
arinnar og fyrirmælum síðasta amtsráðs-
fundar Yesturamtsins, auglýsist hjer með,
að undirboð á vegagjörð þessari verður
haldið hjer á skrifstot'unni laugardaginn þ.
31. marzmánaðar næstkomandi.
Sýslumaðurinn í ísafj.sýslu 25. nóv. 1893.
Lárus Bjarnason,
settur.