Ísafold - 24.03.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.03.1894, Blaðsíða 2
54 Pöntunarfjelag Skagfírðinga h.jelt aöal-ársfund sinn hinn 16. jan. þ. á. að Asi í Hegranesi — er Isafold skrifað þaðan 19. f. mán. — Mættu þar, auk for- manns og varaformanns, nær allir fulltrú- ar fjelagsins, enda var veður og færi á gætt. Einnig komu nokkrir bændur á fundinn og 2 prestar; er það í alla staði rjett og æskiiegt, að bændur fjölmenni á slíkan fund. Málfrelsi liöfðu allir á fund- inum, en fulltrúarnir einir höfðu atkvæðis- rjett. Reikningar næstliðins árs voru fram- lagðir endurskoðaðir og voru þeir sam þykktir. Hr. L. Zöllner gjörði fuil og glögg reikningsskil. Hagur fjelagsins stendur nú mjög vel yfir hötuð. 2 deildir skuida, en hinar fengu meira eða minna af peningum nú við reikningslok. Deild- irnar í flelaginu eru nú 14. Fundurinn á- kvað, að pöntuninni væri haldið áfram næsta ár. Það er og engin ástæða til að hætta við þessa pöntun, því að hún hefir gengið greiðlega og arðsamlega. og ekki mætt óhöppum. Formaður og varaformað nr voru endurkosnir: Páimi Pjetursson, óð- alsbóndi á Sjávarborg, og Konráð Jónsson, hreppstj. í Bæ. Endurskoðunarmenn reikn- inganna voru .og endurkosnir; sömuleiðis fjeiagsstjórnin: umboðsm. Ól. Briem og próf. Z. Halldórsson. Vigtarmenn í deild- únum voru og einnig flestir endurkosnir. Fjársölureglum fjelagsins var í ýmsu breytt eptir tiilögum fjelagsstjórnarinnar. Þannig eiga þeir, sem svíkjast um að láta sauði, er þeir hafa lofað, en hafa fengið urobeðnar vörur eða peninga eða átt þess kost, að borga flutningsgjald fyrir þá í skipinu; hið sama er um hross. Ef nokk- ur deildarstjóri tekur fje undir f'yrirskip- aðri vigt, sem er 90 pd., skal fella það í verði um eins mörg pund, eins og það er fyrir neðan vigtartakmarkið. Engan sauð skal borga með meiru en 140 pd. þunga. Enga gelda á nje veturgamla gimbur skal taka i fjelaginu. Hver deild skal bera sjerstaklega kostnað alian af sínu fje, þangað til það er afhent til útskipunar, svo sem vigt, skoðun, rekstur, ferjur og vöktun. Hver kind á að bera sinn út- flutningskostnað sjer, og jafnt verð að borgast fyrir hvert pund. Þetta ákvæði hefir vonandi þau áhrif, að fæla menn frá að láta rýra fjeð, en hvetja þá til að láta vel vænt fje. 1. Skuldir deilda voru í fyrra vet- ur......................kr. 10676,93 2. Vextir þar af .... — 480,46 3. Vörur aðfluttar, innkaups- verð....................— 36158,22 4. Ýms kostnaður á vörunum, svo sem umboðslaun, flutn- ingur, o. s. frv.........— 7231,64 5. Tollar...................— 2576,59 6. Peningar.................— 36019,34 Þetta framantalda voru stærstu upphæð- irnar, sem fjelagið þurfti að borga. Fjelagið borgaði með 2592 pd. af ull ... kr. 1477,44 — 34 lambskinnum . . — 17,00 — 73 hrossum .... — 4053,03 — 6761 sauðum .... — 85956,56 — peningum ..... — 81,34 — ýmsum tekjum ... — 189,22 Allt þetta er að öllum kostnaði við hvað fyrir sig frádregnum. Fjelagið á nú í varasjóði nál. 2,000 kr. Tnflúenzasóttiii er uú i rriikilli rjenun hjer í Vænum, eptir 8 vikna tíma, en margir þó rúmfastir enn og enn fleiri lasburða. Um 20 manns ha1a dáih hjer í sókn. Sóttin hag ar sj^r líkt hjer um nærsveitiinar allt er til spyrzt. Fimmtán lík uppi standandi í gær i Gathaprestakalli á Álptanesi. Katnkenndir eng- ir dáih áhur ónefndir, nema Ogmundur bóndi Sigurðsson í Tjarnarkoti í Njarövík (frá Bark- arstöðum), valinkunnur sæmdarmaður og dugn- aðar. Það mun áreiðanlegt vera, að sóttin heíir f þetta sinn borizt hingað til lands frá Khöf'n með gufuskipinu «Vaagen« (Watbnes). er kom til Seyöisfjarðar 8. janúar. Hvin er að líkind- um nú komin um land allt nema Vestflrðinga- fjórðung. Póstskipið Lanra, Christiansen, lagði aí stað hjeðan aptur á rjettum tíma, 21. þ mán. Með henni fóru kaupmennirnir Jón Ó. Þor- steinsson og Jón Jónsson (frá Ökrum). Vestmannaeyjum 12. marz 1894: »Vetvir- inu hefir eigi verið snjóa- nje trostamikill; síð- an l(i°-trostið í lok nóvembermán. heflr mest frost orðið liðug lt stig.! í janúar var mest frost aðfaranótt hins 23 , -j- 11.2°; mestur hiti 1!., 8.5°. í fehrúar var mest f'rost aðfaranótt hins 12., — 10.6°; mestur hiti hinn 16, 8°. í janúar var úrkoman 89 millimetrar, í fehrúar 175. Veðrátta hefir yflr höfuð verið ákaflega stormasöm, einkum i febrúarmánuði; þá gengu næstum sifelldir suð-vestan- og vestanstormar. Mesta aflalej'si hefir hjer verið í allan vetur, því nálega enginn flskur hefir verið fyrir, þá sjaldan geflð hefir á sjó, og eigi er neitt æti farið að ganga, nema hjer varð á dögunum vart við hafsild og svo nefnt mjóa seiði, en alls ekki við loðnu. Landeyingar kornust hingað út 3. þ. m. og f'ærðu með sjer megna kvefsótt, sem þegar heflr gengið yfir alla eyna, og mun nú vera búin að tína upp megnið af fólki. Svo eru veikindin almenn, að i dag tór h.jer einn smá- bátur á sjó, og er þó rjett gott sjóveður. Sótt þessi virðist eigi vera nærri eins illkynjuð eins og sú, sem gekk hjer 1890. Margir liggja að eins 2 daga, aptur aðrir í viku, og hætt er mönnum við að slá niður aptur, et þeir fara óvarlega með sig. Austur-Skaptafellssýslu (Nesjum) 18. fe- brúar 1894: Veturmn heflrmátt heita heldur góður það sem af er, einkum að því leyti, að allt af haf'a verið nægir hagar alstaðar í sýsl- unni. nema í öræfum varð haglaust eða hag- skarpt mánaðartíma fyrir jólinJ og á sumum hæjum i Lóni varð haglaust á 'þorranum. En aptur á móti heflr tíðin yíirleitt verið heldur umhleypingasöm. Framan af vetri voru frost allmikil, en út úr jólnm gekk í stórkostlegar rigningar og hjeldust þiður að miklu leyti íram til þorra, þá gekk í norðanátt og frost; skiptist á. á þorranum, norðanrok með frosti og snjó (þó litlum) og útsunnan hryðjur og ýmist snjóslidda, sem þó hlánaði jafnóðum. Hefir þetta tíðarfar verið ónotalegt á útigöngu- skepnum. Þar eð í minna lagi hefir verið eytt afheyj- um enn handa útipeningi (hrossum og sauð- fje), er vonandi að allir komist af með hey, þótt nokkuð verði hart hjer eptir ; auðvitað er allt komið undir því, hvernigvorið verður, því i mjög hörðum vorum er nærri því ótrú- legt, hvað upp gengur af heyjum. Skepnutiöld eru vist í betra lagi og fjenað- ur í allgóðu standi. Bráðapestin hefir litið gjört vart við sig í vetur, að eins kind og kind hrokkið af; nema á einum bæ hjer í sveit- inni hefir allmargt farið úr henni; í fyrra vet- ur var lítið um hana líka, en mörg ár þar á undan drap hún unnvörpum á mörgum bæj- um hjer. Papótsskipið tDiana« kom loks 17. janúar. Þegar það hraktist inn á Eskifjörð aptur rjett fyrir jólin, var víst bæpið að það treystist að leggja út aptur, þareð það var líka eitthvað dálitið bilað (öldustokkar eitthvað brotnir). Fór svo Eggert Benediktsson verzlunarstjóri á Papós austur til Eskifjarðar út úr nýárinu, og, varð það þá að ráði, að xVaagene var feng- in til að draga »Díönu« suður á Papós, en þurfti ekki með hana alveg inná höfnina. því byr var hagstæður og gekk henni vel að ná höfninni, og var þá liðið hátt á 5. mánuð frá því hún lagði út frá Kaupmannahöfn. Allir glöddust af þvi að skipið skyldi þó komast á endanum, því ella hefði sjálfsagt orðið bjarg- arvaridræði hjer engu minni en í fyrra. Sagt er að »Yaagen« hafi tekið 1400 kr. fyrir ab korna »Díönu« suður. Skömmu eptir áð Papósskipið kom. gjöröi annar gestur vart við sig í hjeraðinu, sem mönnum þótti minna í varið, nefnil. »Influ- enzan<i\ hún hefir víst komið með »Vaagen« frá útlöndum og líklega flutzt hingað meí> »Díönu». Sótt þessi var svo bráð, að á mörg- um bæ.jum lagðist rjett að segja altt heimilis- iólkið í einu, og sumstaðar var um tíma (1—2 daga) varla svo mikið af flakkfæru f'ólki, að hægt yrði að gegna gripum, og nærri éllir urðu lasnir, þótt þeir mættu til að dragast? á f'ótum. Veikin varð mannskæðust í Lóni, þar 'dóu 5 úr henni, flest aldrað fólk. Ein af' þeim var Sigríður Árnadóttir í Vola.seli, tengdamóð- ir Sveins bónda B.jarnasonar þar, bróður síra. Jóns í Winnipeg; hjer í sveitinni dóu 2 gaml- ar konur. Veikin er i rjenun og flestir eða allir í apturbata, þótt nokkrir liggi enn, bæöi hjer og í Lóni. Viðbœtir 22. febr.: I dag kom austanpóstur og eptir því er segir i brjefum er með honum komu hefir »Influenzan<i orðið mjög skæð á Hjeraði; 12. þ. m. »standa uppi milli 40 og 50 lik hjer á Hjeraðinu, margt af því ungir og hraustir menn. I Fljótsdalnum 2 bændur ný- dauðir: Ólafur Stefánsson í Hamborg og Sæ- björn Egilsson á Hraf'nkelsstöðum« segir í einu brjefi þaðan. Með póstinum frjettist líka það- slys, að á Eiðum brann fjósið snemma í þess- um mánuði, og brunnu þar 4 nautgripir inni, 2 kýr, naut og kálfur, en 3 kúnum varð með herkjum náð út; eldurinn hafði eitthvað lítil- lega komizt í eldhúsið, en ekki svo mikið að þar var hægt að kæfa hann, og hefði vindur- inn staðið öðru vísi, hefði liklega allur bærinn brunnið« (úr brjeíi þaöan 10. þ. m.). Leiðarvísir ísafoldar. 1333. Jeg tók að mjer fyrir umsamið kaup. að fara ferð sjóveg með vörur f'rá einu kaup- túni til annars, og fór af stað í góðu veðri með ráði þess, er varninginn sendi, og skipið átti; en er jeg hafði farið hjer um hil 1 /s af leiðinni, versnaði veðrið svo, að jeg braut skipið, en gat bjargað vörunum undan sjó, við illan leik. Ber mjer ekki eitthvað af' hinu um- samda kaupi, þótt svona tækist til? Sv.: Spyrjanda ber fullt kaup fyrir þann tima, er til ferðartilraunar þessar gekk, hafi eigandi eða umráðandi skipsins og varnings- ins ráðið hann til að fara þessa ferð fyrir sig eins og sinn verkamann; en ekki neitt, ef spyrjandi hefir tekið að sjer sem »akkoid« að koma vörunum milli hinna tilnef'ndu kaup- túna. 1334. Jeg sel kú á leigu til tveggja ára, með venjulegum leigumála. Á jeg ekki tilkalí til kýr í sama standi, þótt sú, er jeg leigði, hafi fatlazt á þessu tímabili, þar sem hún var gallalaus, er jeg afhenti hana? Sv.: Jú. 1335. Jeg er útgerðarmaður að fiskiskipi. Nú kemur það f'ram, þegar skipið hættir fiski- veiðum, að eyðzt hefir mikið meira af matvæl- um þeim, sem skipstjóri hefir tekið til skips- ins, heldur en farmannalögin ákveða. Hvorts

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.