Ísafold - 09.05.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.05.1894, Blaðsíða 1
Kernur út ýmist emu sinni eba tvisvar í viku. Verb árg (minnBt 80 arka) 4 kr.. erlendis 6 kr. eðft 1V» doll.; borgist fyrirmiðjanjúHman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsogn(akrifleg)bundin vil> Aramót. rtgild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktð- berm. Afgreihslnstofa blafis- ins er i Auatumtrmti k XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 9. mai 1894. 25. blað. Gufnbáturinn „ELÍN" fer þ. á- frá Reykjavík til Borgarness maí 11.» 17. og •20.; júní 1., 5.. 9.. 19. og 25.; júlí 3., 9., 18. og •30.; sépt. 4., 11., 17., 22. og 29.; oktbr. 2, og 6.— frá Borgarnesi til Reykjavíkur mai 11., 17. og 20.; jnni 1. 6.. 10.. 20 og 26.; júlí 4., 10., 19. og'30.; sept. 5, 12., 18., 22. og 30.; oktbr. 3. og 7. — frd Reykjavík til Kefiavíkur tnai 3., 12.. 19. og 24.; júni 3.. 7.. 22 og 28.; júlí5.; ágúst 9; sept. 6. og 13.; oktbr. 4. og 9. — frá Keflavik til Reykjavíkur mai 4.. 1.0 . 12., 19. og27 ; júní 4., 8.. og 23.; júlí 1. og 6.; ágúst 12.; sept. 7. og 18.; oktbr. 5. og 10. Sjá að öðru aoaláætlunina. Þingmál í sumar. III. 4. Innlendur brunabótasjóður. Það mál, um stofnun brunabótasjöðs, var fyrst borið upp á þingi 1891 (af Indriða Einarssyni), frumvarpið athugað þar vandlega og um- 'bætt í vel skipaðri nefnd í neðri deild og samþykkt þar til fvAlInaðar í cinu hljóði (með 21 atkv.), en síðan fellt í einu hljóði(!) í efri deild. í fyrra (1893) bar Ólafur Briem málið upp aptur, nokkuð breytt. Það fjekk þá og mikið góðan byr í neðri deild, frumvarpið samþykkt þar með lítils háttar breytingum nær í einu hljóði, en •dagaði uppi i efri; var þó samþykkt þar við 1. umr. með 7 : 2 atkv. — Þetta er m.jög mikilsvert mál, mun talið fullkomið nauð- synjamál fyrir landið von bráðar. Því það sannast, að það fer að verða frágangs- sök að vátryggja húseignir í erlendum fj'e- lögum, fyrir margra hluta sakir, nema kannske hjer í höfuðstaðnum; en magnlaus yrði innlend vátryggingarstofnun.efReykja- vík gengi undan. En óvátryggðar húseign- ir eru völt eign, svo mikið fje sem i þeim 'liggur, og má jafnfátæk þjóð sizt við því, að hætta svo reitum sínum. Veðgengar ¦eru þær og eigi, og því fáum kleyft að koma þeim upp, en rækileg hýbýlabót eitt mikilsvert skilyrði fyrir góðum þjóðþrifum. Hugmyndin er, að landssjóður taki að sjer -ábyrgðina fyrst í stað, meðan vátrygging- arsjóður er að safnast af árlegum iðgjöld- um, gegn endurgjaldi af þeim sjóði síðar. Það þykir sumum ægileg áhætta fyrir landssjóð; en engan stuðning hefir sá ótti í undanfarinni reynslu hjer, og annað er -'hitt, að beri mikinn voða að höndum, t. d. að heill kaupstaður brenni, hlýtur lands- -sjóður hvort sem er að hlaupa þar undir bagga, þótt engin lagaskylda knýi hann. Hættuna má og hæglega minnka mikið með því að endurtryggja nokkrar hinar stærstu húseignir eiiendis. Að ganga skuli fyrir hvers manns dyr — hvers húseig- •anda — áður en vátryggingarkvöðin sje á iögð og leitað þeirra samþykkis, nær engri átt og væri þvert ofan í það sem tíðkazt hefir annarsstaðar. Rjett skoðað horflr •kvöð sú til almennings heilla og heíir því viðlíka heimild fyrir sjer og skattar og gjöld til landssjöðs. 5. Varnarþing í skuldamálum. Það hefir og verið & dagskrá á nokkrum þing- um undanförnum, en sætt megnri mót- spyrnu frá einstökum mönnum, einkum í efri deild. Hin áformaða rjettarbót í því atriði er það, að skuldunautur skuli eiga þar varnarþing, er skuld er stofnuð, eins og t. d. nú er í löguru, er mAlaferli verða út úr fasteign, að þá er varnarþingið í þeirri þinghá, þar sem fasteignin liggur. Þó skal þetta eigi ná til allra skulda, heldur að eins kaupstaðarskulda, bóka- og blaðaskulda og fáeinna annara. — Rjettast mundi, að lata það eins ná til kaupstað- arskulda. Þær yfirgnæfa svo langsamlega allar aðrar skuldir, eru svo margfalt meira mein en allt annað viðskiptaóiag hjer, að við þær á ekki að horfa i beizka inntöku. En það mun almenningi þessi varnarþings- afbrigði finnast og því fara talsvert gæti- legar og samvizkusamlegar í lántökur en nú gerist. Því hjegómi er það, sem heyrzt heflr bæði á þingi og utan þings, að það sjeu kaupmenn, er almennt oti fram lánum, og því sje þeim maklegt að hljóta af því skell. Níu tíundu hlutar af verulegum kaupstaðarskuldum almennings eru stofn- aðar fyrir eptirgangsmuni lánþiggjanda, en ekki lánveitanda (kaupmanna). Hitt er eigi síður bæði vanhugsað mjög og vottur um ástæðulausa óvíld til kaupmanna- stjettarinnar, að ætlast til að kaupmönnum hefnist fyrir lánveitingarnar með skulda- missi hjá fjaiiægumóreiðumönnum. Hefndin kemur sem sje ekki niður á þeim almennt, heldur á skilvísum viðskiptamönnum þeirra; það eru þeir, sem »borga gildið«, með því að greiða miklu meira fyrir vörur sínar en ella mundi, — ef minna væri um van- skil og vanskilamenn. Enn er á það að líta, að skuldunaut er raunar stórum mun kostnaðarminna að mæta — í kauptíð, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir — eða mæta láta fyrir sig á skuldarstaðnum, en að greiða ferðakostnað málfærslumanns heim til sín eptir skuldinni m. m. Rjett á litið er þvi rjettarbót þessi öllu fremur i al- mennings þágu en kaupmanna. Og það er til lítils að vera að fárast sí og æ um hið mikla kaupstaðarskulda-þjóðmein, en mega ekki heyra nefnt líklegt ráð til að draga úr þeim og almenningi hagvænlegt, heldur amast við því á allar lundir, eins og sumir gerðu á síðasta þingi með nauða- bjegómlegum ástæðum og vanhugsuðum, eins og t. d. þeirri, að kaupmenn mundu, ef þeir fengju slik lög, rjúka til og stefna viðskiptamönnum sínum tugum og hundr- uðum sainan, hvaö lífcið sem þeir skulduðu þeim. Eins og nokkur kaupmaður með heilbrigðri skynsemi fari að baka sjer óvild almennings, sem hann á að lifa af viðskiptum við, með óþörfum lögsóknum. Enginn hygginn maður i þeirri stöðu beitir slíku fyr en í síðustu lög. Frú Sigríður Magnussen, fuHtrúi Isíantls á friðarsamkomunni. Norskt blað í Chicago, Skandinaven, flutti í fyrra sumar svo látandi grein : »Það var einn af síðust dögum friðar- samkomunnar (»Fredskongressen«). Það var einhver hátíðablær yfir öllu, af því að menn vissu, að allt mundi biáðum á enda, þeir, sem nú daglega höfðu kynnzt hjer við, yrðu nú bráðum að skilja, og að lik- indum aldrei sjást aptur. En 1 hópinn var kominn nýr gestur: það var kona, að líkindum um fertugt, lág vexti, en fremur þrekin; á andliti hennar skein heilbrigðin sjálf. Það var kyrrðarleg hátign yflr konu þessari, hvar sem á hana var litið. Hver var hún, þessi kona? Hún var klædd sem konur af hennar þjóð. Sam- fellan var af svörtu klæði, rneð breiðum borðum af brandgulu silki, upphluturinn (Bistykke) af flöieli svörtu yfir hvítu lini, með gullvírs-baldýringu ríkulegri, belti með sílfurpörum frá fornöld, og mátti það heita meistaraverk. Kona þessi hlaut að vera af Norðurlöndum. Það er allt annað efni í körlum og konum frá hinum sól- vermdu löndum. Hún reis á fætur og hjelt á pappir í hendi sjer. Málrómurinn var skír og skil- merkilegur, efni ræðunnar gagnort og skor- inort og minnti menn á sögumálið forna. Hún las um Island, hvernig hin danska stjórn reyndi að koma á hermannavaldi á hinu friðsama eylandi(i). Danskt herskip var á höfninni, það hafði lagafrumvarpið meðferðis. Ein hersveit (Regiment) af dönskum hermönnum var gengin á land. Islenzkar mæður grjetu(!), en karlmanna- lýðurinn hjelt fund á fund ofan, en ffund- arforsetinn var »Islands bezti og fríðasti maður«, Svenson(f). Svo kom sá dagur, er setja skyldi alþingið i hátíðasal latinu- skólans í Reykjavík. Salurinn var innan skreyttur sem til hátiðaholds, en úti fyrir sat öll Reykjavík með hryggðarsvip(l). Tutt- ugu og fjórir danskir hermenn stóðu til beggja handa þar sem gengið var inn i latínuskólann. Kapelláninn las bæn- ina áður þingið var sctt, og gat varla komið upp orði(!). Þá stóð upp stiptamt- maður (Guvernör) og las upp lagafrum- varp stjórnarinnar með skjálfandi röddu(!). A meOan var dauðaþögn yfir öllum, en síðan spratt Svenson{!) & fætur og mælti: »í guðs nafni og þjóðarinnar mótmæli jeg laga- frumvarpi þessu!« Stiptamtmaður greip hendi til alþingisbjöllunnar, en Svenson upp aptur eins og örskot og mælti: »í guðs nafni og þjóðarinnar, ekkert ofríki gegn þessum friðsamlega mannfundi«. . . . A þessa tölu hlustuðu fundarmenn með mesta athygli, og þegar menn heyrðu að lagafrumvarp stjórnarinnar var eigi sani- þykkt, þá ljetti þeim heldur en ekki fyrir hjartanu. Danska stjórnin var svo hyggin, að gera ekki frumvarpið að lögum«. Þegar frú Magnússen lauk tali sinu voru tár í margs manns auga. Forsetinn, Alfred Love, sneri sjer þa að hinum danska full- trúa,_ Niko Bech-Meyer -. »Segið oss eitthvað frá íslandi«. Fornöld þess, mikihnennska

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.