Ísafold - 09.05.1894, Síða 4
100
Verzlanir H. Th. A. Thomsen’s
hafa nú sem optar fengið húsfylli af alls konar þarflegum og hentugum varningi.
Matvörur allar fyrir kaupstaðarbúa, sjávar- og sveitabændur, og hefir þess sjerstaklega verið gætt, að velja vörurnar af beztu tegundum.
Nýlenduvörur; niðursoðinn matur; frakkneskt chocolade; fuglafræ; vínföng; encore-whisky, fl. 1.75, í tylftum 1.70; gosdrykkir;
- vindlar og tóbak.
Byggingarefni alls konar; litunarefni; málmar; veiðarfæri; eldunarvjelar; eldhúsgögn, emailleruð, úr potti og járni; matarglös, vönd-
uð; matkvíslar; matskeiðar; teskeiðar, úr alúminium, pletti, nikkel járni og trje; eggjaskeiðar, úr beini; emailleraðir potthlemmar;
steinolíumaskínur, Exelcior, 11,00, aðrar tegundir 2,00—16,00; guttaperka-hurðastilli; kertastjakar, úr nikkel, parið 2,25—2,50; slíp-
ólar; ullarklippur; merkitangir á sauðíjo; sauðskinn, íslenzk, sútuð erlendis, stk. 2,00; smjörkvartjel; smjörsalt; smjörljerept; sáld;
brúnspónn í hrífutinda; ferðakoffort, úr trje, járni, vaxdúk og ljerepti; göngustaflr; reykjarpípur; vasaúr, 4,00—40,00; speglar, 0,10—5,00;
lnllur og saumaborð, tlr mahogni og hnetuvið; hljóðfæri, svo sem harmóníkur, gítarar, fiðlur, klarínettur, lýrukassar; eidsvoða-
björgunarbönd.
Vefnaðarvörur, enn meiri en að undanförnu.
Tilbúinn íatnaður handa eldri og yngri, körlum og konum; hattar og húfur; skófatnaður alls konar.
Auk þess, sem hjer er talið, eru tii fjölbreyttar birgðir af alls konar öðrum varningi, fyrir gott verð.
Pantanir eru leystar samvizkusamlega af hendi, sjeð um góðan útbúnað og gengið vel frá því, er senda skal.
í miðjum þessum inánuði er aptur von á seglskipi með ^jölda af vörum.
í Reykjavíkurapóteki fæst:
Akvavit fl. 1,00, Cognac fl. 1,25, Whisjíy
fl. 1,90, Sherry fl. 1,50, Portvín, hvítt, fl. 2,00,
do. rautt fl. 1,65, Madeira fl. 2,00, Malaga
fl. 2,00, Pedro Ximenes fl. 3,00, Rínarvín fl.
2,00, Champagne fl. 4,00. Vindlar: Renomé
1 hndr. 4,50, Nordenskiöld 1 hndr. 5,50,
Donna Maria 1 hndr. 6,50, Brazil Fiower
1. hndr. 7,40.
Xvtt Atelier!
í Bankasræti nr. 7 (norðanvert við íbúð-
arhúsið) hefl jeg byggt fullgjörva mynda-
verkstofu eptir enskri teikningu. Þar fást
teknar: »Aristomyndir«, »Platinmyndir«,
»Argentotypmyndir« og hinar almennu
»Albuminmyndir«. Myndavjelar mínar eru
áreiðanlega góðar og allur frágangur eptir
nýjustu tlzku.
Reykjavík 18/4 1894.
August Guðmundsson
ijósmyndari.
Fiður breiðfirzkt mikið gott til sölu hjá
Sigurði Jónssyni fangaverði.
Proclama.
Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861, sbr
skiptalög 12. apríl 1878, er hjer með skor-
að á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi
umboðsmanns Ólafs Pálssonar á Höfða-
brekku, er andaðist 15. jan. þ. á., að lýsa
kröfuin sínum og sanna þær fyrir undir-
rituðum skiptaráðanda áður en liðnir eru
6 mánuðir frá síðustu birting þessarar aug-
lýsingar.
Skrifstofu Skaptafellssýslu,
Kirkjubæjarklaustri 21. apríl 1894.
Guðl. Guðmundsson.
Innköllun.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan. 1861. er hjer með skorað á
alla þá, er telja til skulda í dánarbúi fyr-
verandi sýslumanns H. E. Johnssonar, sem
andaðist að Velli 2. þ. m., að bera fram
skuldakröfur sínar og sanna þær fyrir
skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða,
frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýs-
ingar.
Skrifstofu Rangárvallasýslu 16. apríl 1894
Páll Briem.
Til SÖlu 2 kýr snemmbærar og 3 duglegir
áburðaihestar miðaldra. Ritst. vísar á.
Gott gulrófufrœ er til sölu á Skólavörðustíg
nr. 8, hjá Sigríði Asmundsdóttur.
Tapazt befir í trossu 2 grásleppunet og
rauðmagastubbur, með 2 korkdufium JM
skorið, duflfæri kaðall. Hver sem íinnur gjöri
mjer aðvart mót fundarlaunum.
Bráðræði 6/ó 1894. J. Magnússon.
9^— Reykt kjöt fæst í verzlun JónsÞórð-
arsonar, sömuleiðis nýtt smjör og tólg.
Hjer með bönnum við undirritaðir öllum að
reka tje eða hross i Mosfells og Miðdalsheiði
án okkar leyfis, sömuleiðis fyrirbjóðum við
smalamennsku á heiðum þessum. Ef brotið
verður gegn banni þessu munum vjer tafar-
laust reka rjettar okkar sem lög leyfa.
Guðm. Einarsson. Olafur tStephensen.
Eirlkur Guðmundsson.
Þeir fjelagsmenn Jarðrœktarfjelags
Reykjavíkur, sem óska að fá jarðyrkju-
mann til vinnu nú í vor, eru beðnir að
gefa sig sem allrafyrst fram.
Reykjavík 5. maí 1894.
H. Kr. Friðriksson.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Prentsmiáia ísafnldar.
34
er hann opnaði seðlabunkann. Hann taldi fyrst hundrað
þúsund dollarana fram á borðið í fallegum splunkurnýj-
um þúsund-dollara-seðlum; siðan komu smærri seðlar, og
leið framt að fjórðung stundar, áður komið væri upp í
125 þúsundin. En bunkinn var samt ekki nærri þrotinn
enn! Hann taldi áfram nærri því felmtsfullur ; þar komu
aðrir hundrað þúsund-dollara-seðlar og þar á ofan 25 þús.
í smærri seðlum.
»En þetta eru þá allir peningarnir!« kallaði hann
upp, en hinir tóku undir heldur ljettir 1 bragði. »Þjer
skilið þarna allri þessari "/4 miljón!«
»Svo er víst,« mælti Brown. »Enda fer því fjarri, að
mjer hafi nokkurn tíma til hugar komið, að stela frá
ykkur. Jeg ætlaði mjer að eins að veita yður dálitla
ráðningu og færa yður heim sanninn um það, að yður
skýzt háskalega, er þjer gjaldið svo smánarlega litið
kaup manni, er þjer berið fullt traust til og þarf ekki
annað en stinga hendinni niður í peningakistu bankans
til þess að verða fjáður maður. Það stoðar ekki að fara
með aðalgjaldkera banka eins 0g vinnuvjel, er greitt er
fyrir ákveðið gjald um hverja stund, er hún vinnur.
Nei, það er sæmdarstaða, sem vel á með að fara og vel
að launa«.
Bankastjórarnir horfðu sneiptir í gaupnir sjer.
Brown hjelt áfram ræðu sinni og mælti: »Jeg sje
35
mikið vel, að eptir það sem hjer hefir í skorizt, getur
bankinn naumast haft mín not framar. Jeg er því boð-
inn og búinn til að yfirgefa stöðu mína 0g selja bækurn-
ar, sem jeg lauk við í gær, í hendur eptirmanni mín-
um — því til þess notaði jeg seinni partinn í gær, en
ekki til þess að sækja peningana þar sem jeg hafði
fólgið þá. Peningarnir höfðu allt af kyrrir verið á sama
stað, í peningaskáp bankans. Hefði yður ekki orðið svo
mikið um í gær, heldur skoðað sjálfir í skápinn, munduð
þjer hafa sjeð þá þegar, hvers kyns var«.
Browm gekk ólotinn út úr bankastjórnarsalnum og
fram að púltinu sínu. Ekki fór hann samt að vinna,
heldur studdi þungbúinn hönd undir kinn. Að tæpum 5
mínútum liðnum heyrði hann kallað á sig. Hann leit upp
og sá, hvar yfirbankastjórinn stóð í dyrunum 0g benti
honurn að koma.
»Gerið svo vel og koma hingað snöggvast, herra
Brown«, mælti yfirbankastjórinn.
Enn var Brown staddur mitt á meðal hinna virðu-
legu yfirboðara sinna, og ávarpaði yfii'bankastjórinn hann
með svofeldum ræðustúf:
»Hr. Brown! Ráðningin, sem þjer veittuð oss, var nokk-
uð strembin. En fjarri er oss að láta yður gjalda þess.
Þó mundi samvinna milli vor og yðar naumast viðfeldin
á báðar hliðar eptirleiðis. Til þess að láta eigi jafnfæran