Ísafold - 23.05.1894, Page 1

Ísafold - 23.05.1894, Page 1
Kemur út ýmist emn sinni 'eða tvisvar í viku. Yerð Arg (minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1 >/* doll.; borgist fyrir mibjan j úlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uþpsögn(skrifleg) bundin vi& áramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.obtó- berm. Afgreibslastofa blabs- ins er i Auiturstrœti 8 XXI. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 23. mai 1894. Kaupmáli milli hjóna. Með konungsúrskurði 24. febr. þ. á. höf- Tim vjer fengið rjettarbót, sem talsvert í varið og meira en margan varir, er les hið ■örstutta brjef um það frá ráðgjafanum til landshöfðingja i nýlega útkomnum Stjórn- artíðindum. Efni brjefsins er raunar eigi annað en það, að »hanshátign konunginum hafl allra- mildilegast þóknazt að ákveða, að það sje eptirleiðis á hendur falið landshöfðingjan- um yfir Islandi að veita leyfisbrjef þau, er með þeim konunglég staðfesting er veitt á kaupmála milli hjóna*. En í sambandi við þau fyrirmæli síðustu fjárlaga, að slík leyþsbrjef skuli veita ó- keypis, gerir þessi konungsúrskurður það að verkum, að nú er næsta auðgengið að sjereign og fjárforráðum giptra kvenna, sem tilraun var gerð á þingi 1891 að fá heimildarlög fyrir og mikið þótti í varið og þykir almennt flestum frelsis- og fram- faramönnum. Rjettleysi giptra kvenna hvað fjáreign þeirra snertir og fjárforræði leiðir opt til thróplegs ranglætis og ófarnaðar fyrir þær. Þær eru ef til vill vel fjáðar eða auðugar á giptingardegi, en bóndinn öreigi. Daginn eptir eiga þær varla eyris ráð að lögum. Fjármunirnir eru að vísu í orði kveðnu sameign hjónanna; en með því að lög á- skilja bóndanum einvaldsráð yfir þeim, verður niðurstaðan hin sama sem að hann setti allar eigurnar einn saman. Hann get- ur farið með þær eins og honuin sýnist, stjórnað þeim svo heimskulega sem honum ■dettur í hug, fargað þeim á hvern hátt sem hann vill, sóað þeim í svalli og iðju- leysi, ef hann er svo gerður, en svelt konu ■og börn og dembt þeim siðan með sjer á sveitina, — svo framarlega sem konunni tekst eigi að fá hann gerðan ómyndugan 1 tæka tíð; en það er býsna-örðugt. Þó að sllk dæmi sjeu eigi aigeng, sem betur fer, þá eru þau þó til, og það ekki fá meira eða minna þessu lík. 0g lögunum •er það ekki að þakka, að þau eru eigi miklu fleiri. Eina ráðið til að afstýra þessum ófögn- -uði er og hefir verið það, sem kallað er kaupmáli milli hjóna, þ. e. sáttmáli milli þeirra um meiri eða minni afbrigði frá hjú- skaparsameigninni og einvaldsdæmi bónd- ans yfir eigum beggja. En slíkur sáttmáli hefir eigi verið fullgildur öðruvisi en með konunglegri staðfestingufráráðgjafanum, er þar að auki hefir kostað býsna mikið jafnvel 'talsvert á 2. hundrað krónur, næmi eigurn- ar nokkru til muna, 2000 kr. eða meiru. Sakir þeirra vafninga og kostnaðar hafa hjónakaupmálar því verið mjög svo fátíð- ar. En upp frá þessu ættu þeir að geta orðið mikið algengir. Þeir kosta, sem sagt, hjeðan af alls eigi neitt, nema pappír og trímerki á brjef til landshöfðingja, og síðan þinglýsing, ef gilda skulu gagnvart erfingjum og skuldheimtumönnum. Það má setja í þá eigi einungis, að engin sam- eign skuli vera milli hjónanna, — hvort eiga það, er átt hefir á undan hjónaband- inu, og það, er þau eignast hvort um sig, meðan bjúskapurinn stendur,—beldur einn- ig, að konan skuli að öllu leyti ráða fyrir sinni sjereign, en maðurinn eigi. Gera má og slíkan kaupmála eigi einungis áður en hjón giptast, heldur einnig löngu eptir að þau eru gipt; en setja verður auðvitað konunhi þá fjárhaldsmann til að samþykkja kaupmálann, með því að hún er ómyndug. Sömuleiðis þarf fjárhaldsmaður að koma til, ef konuefni er ómyndugt, og meðráða- maður eða meðráðamenn, sje annaðhvort hjónaefnanna eða bœði ófulltíða (hálf- myndug). Frekari leiðbeining í þessu efni má ann- ars lesa í »Formálabókinni«. Mun nú reynslan sýna, hvort eða að hve miklu leyti almenningur finnur til nauðsynar á fullkomnari rjettarbót að því er snertir sjálfstæði giptra kvenna yfirleitt. Hagnýti menn sjer litt þennan kost, er þeir eiga á að fá að njóta einna hinna verulegustu lilunninda, er slík rjettarbót um hljóðar, þá er það vottur um litla til- finningu fyrir þörf hennar; en meiri ann- ars kostar. Sveitarbörnin og almenningsálitið. Jeg hefi þess orðið var í vetur, að ýms- ir menn eru harla óánægðir við mig út af grein minni með yfirskriptinni: »Sveita- börnin«, í siðasta blaði »Norðurljóssins«. Jeg átti að vísu von á því, enda hefi jeg ef til vill, verið helzt til harðorður; en samt álít jeg ekki sjálfsagt að rita svo, að enginn veiti því eptirtekt, ef aðfinn- ingar eru ritaðar á annað borð. í »Fj.-k.« 12. maí er þessari grein minni loksins svarað, og gegnir furðu, hve lengi það hefir dregizt, ef það er satt, sem and- mælandi minn gefur í skyn, að jeg fari með hel-ber ósannindi. Það virðist vera vandalítið að bera það til baka, sem allir vita, að ósatt er. Andmælandi minn segir, að á sig hafi verið skorað að svara greininni, og svo tekst hann þann vanda á hendur, að lýsa sannleikanum yfir, þó ekki fyrir alda, heldur óborna. Og sannleikurinn er þá sá, að nú sje eigi framar neinn munur gerður á sveitar-börn- um og öðrum börnum, og þótt einhverjum kunni að koma til hugar að gera mis- mun á þeim, þá þori hann það ekki fyrir almenningsálitinu, því að slikt þætti svo mikið ódæði, að barnið yrði óðar tekið frá honum; að sveitarbörn sje vanalega lát- in vera kyrr í sömu stöðum, og staðirnir sjeu svo vel valdir, sem kostur er á. 29. blað. Svo eru nú mörg þessi orð; og ef allt þetta er satt, þá er auðsætt, að jeg stend illa berskjaldaður frammi fyrir hinu hvassa augna ráði almennings. Nú, jæja; látum það allt satt vera, sem B. (Björn, eða hvað hann nú heitir) segir. Et það er orðið rótgróið i hugsunarhætti ahnennings, að það sje svivirða og ódæði, að gera mun á sveitarbörnum og öðrum börnum, þá leiðir af því, að nú möglar enginn framar yfir því, að leggja fram svo mikið fje til framfærslu sveitarbörnum, að andlegt og líkamlegt uppeldi þeirra megi verða jafnt uppeldi þeirra barna, sem eiga sjálfstæða foreldra. Ef það kemur til mála, að öll kennsla, bæði umferðarkennsla og kennsla íbarna- skólum, sje borguð af almannafje (sveitar- sjóði t. *d.), svo öll börn, sveitarbörn sem önnur, geti notið hennar jafnt, þá á nú eng- inn að hreifa mótmæli gegn því; allur þorri manna vill fiað, en hinir þora ekki annað en gjöra slíkt hið sama, sem eru á öðru máli! Ef Pjetur eða Páll koma og bjóðast til að taka sveitarbörn með 30—40 króna meðgjöf eða jafnvel minna, þá á nú ekki slíku boði að vera sinnt lengur, því að engum mundi koma til hugar að láta ala börn sín upp við svo þungan kost, þar sem bersýnilegt væri, að ekki væri hægt að veita þeim mat fyrir meðlag þetta, og því síður meira. í stað þess er Pjetri og Páli borgað svo ríflega, að heimta megi af þeim með sanngirni, að þeir veiti börn- um sómasamlegt uppeldi. Annað væri svívirða. Og sje heimili þeirra eigi góð, þá er börnum heldur komið til þess bónda, sem kunnur er orðinn að því, að hann er laginn að gera inenn úr sveitarbörnum. Það þykir borga sig, þótt hann heimti fulla meðgjöf. Ef sveitarnefndir sjá, að þaðer óráð, að halda við fjölskyldu óskiptri, sem á sveit- ina er komin, þá eiga þær nú almennt að sýna þá rögg af sjer að taka börnin frá foreldrum og koma þeim fyrir á góðum heimilum, hvað sem fiað kostav, því svo mundu þeir vilja láta gera, sveitarnefnd- armennirnir, ef þeir ættu sjálfir hlut að máli. Með þessu móti er opt hægt að gera heilan hópbarna að dugandi mönnum, sem annars dröfnuðu niður af ómennsku og iðju- leysi. Svona á þá að vera litið á þetta mál af almenningi, ef það er satt, sem B. segir. En jeg segi nú, að það sje alveg nýskeð, ef hvergi bregður út af því, að almenn- ingur vilji hafa það svona, og gera þetta undantekningarlaust, og liinir fáir, sem í móti mæla, þori ekki annað en að gera slíkt hið sama. En því er svo varið um þetta eins og

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.