Ísafold


Ísafold - 23.05.1894, Qupperneq 2

Ísafold - 23.05.1894, Qupperneq 2
114 svo margt annað, sem aflaga fer, að einn sjer það sem annar sjer ekki. Setjum nú svo, að einhver væri svo skapi farinn, að hann ijeti sig engu skipta, hvort það færi betur eða ver um sveitarbörnin, — hann sæi auðvitað ekkert, enda þótt honum gæf- ist margt tækifæri til að horfa á. Kynleg er sú áskorun andmælanda míns, er hann skorar á mig, í nafni allra landa sinna, að jeg segi til, hvar ummæli mín geti átt við. Það vill hann fá að vita, til þess að almenningur fái refsað þeim með því að glápa á þá! Til þess að sýna mín- um heiðraða B. dálítið eptirlæti, þá skal jeg geta þess, að orð min geta átt við að meiru eða minna leyti í öllum fjórðungum landsins og eigi fremur fyrir austan en fyrir sunnan, norðan og vestan. En ef mjer leyfist að gera dálítið að gamni mínu, þá er jeg hræddur um, að jeg gerði andmælanda mínum alls ekki þægt verk með því, þótt jeg færi að til- taka þetta nánara, því að fyrst hann er fenginn til að svara mjer og skora á mig í nafni allra landa sinna, þá er ekki fyrir það að synja, að hann yrði líka sendur í nafni almennings til að refsa þessum »ná- ungum«, sem hann svo kallar; ja, ef til vill með »hendi og vendi«, eins og þar stendur. Þetta gæti orðið nokkuð snún- ingasamt fyrir hann, hvað sem nú bless- uðu almenningsálitinu líður, og óvíst hann megi vera að því. Ekki gerir andmælandi minn mikið úr þeirri ósk minni, að hjer sje stofnuð heim- ili handa sveitarbörnum einum, eins og gert er erlendis, þar sem börnin eru falin á hendur þar til völdum mönnum, til að veita þeim sama uppeldi og börnum er veitt á góðu heimili. Hitt álítur B. hag- kvæmara ráð, að láta almenningsálitið jafna um þá, sem illa ferst, svo að þeir sjái að sjer. í Danmörku voru nú fyrir skemstu 60 til 70 slík barnaheimili og það er nú orð- ið almenningsálit þar, að þau sjeu hinar blessunarríkustu stofnanir þar í landi. En til er og annað, sem liklegt er, að gæti vel átt við hjer, og það er, að koma heimilislausum börnum fyrír á þeim heim- ilum, þar sem líkast er, að þeim verði veitt gott uppeldi, og gefa sómasamlega með þeim. Margir íslenzkir bændur hafa sýnt, að þeir eru vel til þess fallnir, að ala upp sveitarbörn, og hafa enda tekið að sjer munaðarlaus börn orðalaust og al- ið þau upp eins og sín eigin ; það er fag- urt að verja fje sínu til þeirra hluta, og varla get jeg ætlað, að þeir bændur myndu gera lítið úr ósk minni. Jeg get heldur ekki ætlað, að þetta yrði til þess, að hæna menn að kaupstöðunum; osr þótt barna- heimili væri stofnuð, þá virðist engin á stæða til, að hafa þau í kaupstöðum. Á þeim heimilum þarf að eins að búa svo um, að börnum verði veitt andlegt og líkamiegt uppeldi eptir þörfum, og til þess eru sveitirnar betur lagaðar en kaupstað- imir, ef annars til þess kæmi: Jeg enda svo þessar línur með sömu orðum og einn forstöðumaður barnaheim- ilis í Danmörku (Holstensminde) beinir til þjóðfjelagsins þar: »Það eru miklir ónotaðir kraptar fólgnir í þeim barnaskara, sem ekkert heimili á. Hagnýttu þjer þessa krapta; veittu þess- um börnum hæli af kærleika þínum, fóstr- aðu þau með umhyggju og iáttu þjer ekki blöskra að leggja dálítið í sölurnar fyrir þau. Gjörðu þetta sakir veslings smæl- ingjanna sjálfra, af því að þau þurfa þess með; en gerðu það ekki siður sjálfs þín vegna, því að þjer er sannarlega enginn hagnaður að því, að missa alia þá krapta, sem fólgnir eru í þeim. En allrasízt er þ.jer hagur í því, að þau snúist á móti þjer, og það getur þó hæglega til borið, ef þú gerir þau ekki að þínum börnum með því að auðsýna þeim dálítinn kær- leika og leggja dálítið í sölurnar fyrir þau«. Bjarni Jónsson. „Jón Ólafsson um vesturfarir“. Svo nefndur greinarstúfur í ísafold XXI. 22 frá hr. ritstjóra Jóni Ólafssyni í Winni- peg byrjar þannig: »Jeg sje, að agent Beaver-línunnar (þeirr- ar sem flytur fólk »upp á krít«, það er, lánar þeim farið, en tekur svo 10—12% um áiið í vöxtu af því, er hingað kemur), ei að auglýsa heima, a51 öllum löndum sje útveguð vinna, er hingað kemur* o. s. frv. Jeg veit ekki til, að Beaver-línan hafi iánað einum einasta manni fargjald frá Islandi til Vesturheims; en aptur á móti veit jeg að Manitobastjórn Jánaði síðastl. ár mörgum þcim, er vantaði fargjald flest- um að nokkru leyti, en sumum að öllu Jeyti, og get jeg ómögulega sjeð, að hægt sje að ásaka stjórnina fyrir það; en hefði hún þat á móti áskilið, að fóik þetta ynni af sjer fargjaldið og að upphæð þess væri óákveðin og jeg, sem útflutningsstjóri, hefði afgreitt vesturfara upp á þá skilmála, þá var jeg orðinn sekur við útflutnings- lögin; en því var engan veginn þannig varið, heJdur áttu vesturfarar að borga þetta í peningum, þegar þeir gætu. Enginn maður getur víst álitið að pen- ingar sjeu hið sama sem vinna, þó að vinnan framleiði þá, nje heidur, að Beaver- línan sje hið sama sem Manitobastjórn, þó að hún, eptir vissum samningum við stjórri- ina, hafl flutt vesturfara þá, er stjórnin lánaði far handa. Hve háa vöxtu Mani- tobastjórn heflr áskilið sjer af láni þessu, er mJer liulið, og rengi jeg ekki ritstj., að hans framburður sje sannur. Jeg hefl aldrei auglýst, að »ölJum« lönd- um, er vestur koma, sje útveguð vinna, heldur þeim, er gjörðu mjer aðvart í tíma, °S gekk mjer ekki annað til þess, en að herða á þeim, er á annað borð ætluðu að flytja vestur, að gefa sig fram í tíma, svo að jeg fengi ráðrúm til að skrifa herra W. H. Paulson í Winnipeg (þeim er hefir þann starfa á hendi, að útvega innflytjend- um vinnu) um að útvega einhverri vissri tölu af fólki vinnu, og að jeg aptur í tíma gæti fengið svar frá honum, hverju honum í þessu hefði orðið ágengt, og jeg svo hefði getað látið vesturfara vita, hvers þeir í þessu tilliti mættu vænta, svo að þeir sjálfír gæti ráðið, hvort þeim þætti álitlegt að fara eða ekki. Allanlínu-agentinn heflr auglýst hið sama; hann er þó kunnugri vestra en jeg; því nefnir ritstjórinn það ekki? Mig furðar annars á því, að ritstjórinn skuli vera að hnýta við Beaverl. eða velja henni glettnisglósur, einmitt þeirri Jínu,. sem bezt hefir reynzt ísJenzkum vesturför- um. Enginn þarf að bera mjer það á brýn, að jeg hvetji fólk til að flytja vestur; það er fjairi mínu skapi, heldur læt jeg menn að öllu leyti ráða sjer sjálflr, enda væri það ósamkvæmt stöðu minni sem útfiutn- ingsstjóra, að ginna fóJk til útflutninga, og stríðandi á móti fyrirmælum útflutnings- laganna, en auðvitað hvet jeg þá til, sem á annað borð ætla að fara, að taka sjer far með minni línu; það er sjálfsagt og enda skylda mín gagnvart fjelagi því, er jeg er umboðsmaður fyrir. Beykjavík 16. maí 1894. Þorgr. Guðmundsen. Aflabrögð. Vilcuna sem leið var fyrir- taks-afli í suðurveiðistöðunum hjer við flóann, einkum í Leirusjó, af vænni ýsu, á lóðir með sildarbeitu, um og yfir 100 f hlut á dag hjá þeim beztu, með 700 hlut- um eptir vikuna, en 4—500 almennt. Hjer inn frá minna um afla, en þó heldur að lifna; síldar farið að verða vart og kem- ur þá fiskigangan á eptir. Sigling. Maí 20. Carl (97, Lindegaard) frá Leith með ýmsar vörur til pöntunar- fjelags Suðurnesjamanna (Þorbj. Jónasson- ar). 21. Ragnheiður (73, BönneJykke) frá. Dysart með kol o. fl til W. Christensens. 22. August (78, Drejö) frá Dysart með kol o. fl. til G. Zoega & Co; lagði af stað frá Skot- landi 7. maí. Lausafregn segir Lárus sýslumann Þ. Blöndal (skipaðan amtmann nyrðra) Ját- inn, en miklar Jíkur til að muni missögni vera, sem betur fer, með því hún er ó- rekjanleg til góörar heimildar. Mikið SUnd. Maður svani í haust yfir Messinasund, Dr. Daland frá Filadelfíu, ekki þar sem það er mjóst, heldur milli Faro á Sikiley og Beggio á meginlandi (Ítalíu), 12- rastir vegar eða meira en Vþ mílu danska. Hann var að því 2 stundir og 20 mínútur, og var ekki meira eptir sig en það, að hann fór í leikhús um kvöldið. Mjóst er sundið milli Scylla og Charydis, lítið meira en i'þ röst. Hm 130,000,000 °/o hefir lóðin undir bezta verzlunarsvæðinu í Chicago aukizt £ verði síðan Indíanar seldu það iand fyrir hjer- um bil 10 aura ekruna. Árið 1830 höfðu ura l1/2 hundrað manna bústað þar, og kostaði þá. fjórðungur ekru 20 dollara. Hússtæði, sem. selt var þar 1834 fyrir 200 dollara, var kom- ið UPP 1 öOOO doJlara árið eptir, en kostar nú. 1,200,000 dollara. Auðsæld og farsæld. Eptir Pullman.heims- frægan svefnvagnasmið í Ameríku m. m., sem mælt er að eigi 10 milj. pd. sterl. eða 180' miljónir króna, eru höfð þessi ummæli nýlegá/. «Jeg ætlamjerlíði nú ekki betur eða að jeg. sje að minnsta kosti ekki hóti sælii en þegar jeg átti eigi til 1 dollar í eigu minni og varð, að vinna baki brotnu frá morgni til kvölds. Mjer smakkaöist mun betur þá þrjár máltíðir á dag en nú. Jeg hafði færri áhyggjur og, mjer soínaðist betur, og jeg get bætt því við yfirleitt, að jeg ætla að jeg haíi verið miklu sælli í þann tíð en j<?g hefi opt verið síðan jeg varð vellauðugur maður. Og þó er mikið notalegt að vita sig eiga auð;fjár», Biflíufjelagið enska hjelt 1 vetur hátíð- legan fund í Lundúnum í minningu þess, að' þá voru liðin 90 ár frá stofnun þess. Hefir þaö gefið út 135,894,552 biflíur, testamenti og guðrækileg rit síðan það var stofnað (1804). Nú gefur það út 4 milj. biflíur á ári, eða. 13,000 á dag.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.