Ísafold


Ísafold - 23.05.1894, Qupperneq 4

Ísafold - 23.05.1894, Qupperneq 4
116 Fundarboð. Með því að jeg hefl áformað að bjóða mig fram til þingsetu fyrir Reykjavík- urkjördæmi fyrir næsta kjörtímabil, þá leyft jeg mjer hjer með . að biðja heiðraða kjósendur bæjarins að koma á fund næstkomandi laugardag, 26. þ. m. kl. 71/2 e. h. i fundarsal W. Ó. Breið- fjörðs kaupmanns. Jeg mun þá skýra frá skoðunum minum á ýmsum iandsmál- um og taka þátt í væntanlegum umræðum. Reykjavik 22. maí 1894. Hannes Hafstein. Uppboösauglýsing. Miðvikudaginn 30. þ. m. verða erfðafestu- blettirnir Hábœjartún sunnanvert við Kapla- skjólsveg, tilheyrandi Guðmundi Jónssyni í Hábæ, og Móabæjarblettur í Kaplaskjóli, tilheyrandi Guðmundi Jónssyni fyrv. í Móabæ, að undangengnu iögtaki, seldir til lúkningar ógreiddum erfðafestugjöldum á opinberu uppboði, sem haldið verður hjer á skrifstofunni kl. 12 á hád. Söluskiimálar verða birtir á undan upp- boðinu og verða til sýnis bjer á skrifstof- unni degi fyrir. Bæjarfógetinn í Reykjavík 21. maí 1894. Halldór Daníelsson. Uppboösauglýsing. Þriðjudaginn 29. þ. m. verða ýmsir munir, svo sem stofugögn, borðbúnaður, sængur- fatnaður, eldhúsgögn 0. fl., allt tillieyrandi dánarbúi fyrv. sýslumanns Eggerts Briem, seldir við opinbert uppboð, sem haldið verður í húsinu nr. 6 í Lækjargötu og byrjar kl. 11 f. hád. Söiuskilmálar verða birtir á undan upp- boðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 22. maí 1894. Halldór Daníelsson. Hnakkar og söðlar. Undirskrif'aður heíir til sölu hnakka, söðla, töskur, ístaðsólar, beizlistauma og höfuðleður, hnakkólar, svipuólar, gjarðir o. fl., allt vand- að og með góðu verði. Reykjavík 21/s ’94, Þingholtsstræti 9. Daníel Símonarson. Sundkennsla. Bæjarstjórnin útvegar ókeypis sund- kennslu í 3 vikur fyrir 18 hrausta og nokkuð stálpaða drengi, sem gengið hafa á barnaskólann 1 vetur. Fátækir drengir ganga fyrir. Þeir, sem þetta boð vilja nota, finni skólastjóra Morten Hansen fyrir 30. þ. m., og mun hann koma þeim á framfæri. Kennsluna verður að nota stöð- ugt og dyggilega meðan hún stendur yfir. Sundpróf fer fram á eptir. . Reykjavík 23. maí 1894. Skólanefndin. í ensku verzluninni fæst: Glycerin-kindabað. Ensk ljáblöð (með fílsmynd). Hveitimjöl. — Overheadmjöl. Bankabygg og aðrar matvörur, góðar og mjög ódýrar. Fataefni. — Ljerept. — Fionelet og margs konar álnavörur. Niðursoðið kjöt og ávextir, og margar aðrar vörur, allar góðar og ódýrar. Verzlun G. Zoega & Co. Með skipinu »August« er nýkomið mik- ið að leirtaui, svo sem: Diskar, smáir og stórir. Bollapör. Krukkur. Mjólkurskálar. Smjörkúpur úr glasi og leir. Sykurker og rjómakönnur. Þvottaskálar meö tilheyrandi krukkum. Samkvæmt opnu brjefl 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skor- að á alla þá, er telja til skuldar I dánar- búi fyrverandi sýslumanns Eggert Brierns, sem andaðist 11. marz þ. á. hjer í bænum, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllanar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 18. maí 1894. Halldór Daníelsson. S imkvæmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skor- að á alla þá, sem telja til skuldar í dán- arbúi Guðmundar Einarssonar tómthús- manns frá Bala hjer í bænum, sein andað- ist 5. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn i Reykjavík 18. maí 1894. Halldór Daníelsson. 3 stofur og eldhús í björtum og lopt- góðum kjallara í miðjum bænum er til leigu nú þegar. Ritstj. vísrr á. Normal-kaffi frá verksmiðjunni »Nörrejylland« er, að þeirra áliti, er reynt hafa, hið bezta kaffi í sinni röð. Normal-kaffi er bragðgott, hollt og nærandi. Normal-kaffi er drýgra en venju- legt kaffi. Normal-kaffi er að öllu leyti eins gott og hið dýra brennda kaffi. Eitt pund af Normal-kaffi endist á móti U/2 pd. af óbrenndu kaffi. Normal-kaffi fæst í flestum búðum. ;0f Binka-útsölu hefir: Thor E. Tulinius. Strandgade Nr. 12 Kjöbenhavn C. NB. Selur að eins kaupmönnum. í Reykjavíkurapóteki fæst: Akvavit fl. 1,00, Cognac fl. 1,25, Whisky fl. 1,90, Sherry fl. 1,50, Portvín, hvítt, fl. 2,00, do. rautt fl. 1,65, Madeira fl. 2,00, Malaga fl. 2,00, Pedro Ximenes fl. 3,00, Rínarvín fl. 2,00, Champagne fl. 4,00. Vindlar: Renomé 1 hndr. 4,50, Nordenskiöld 1 hndr. 5,50, Donna Maria 1 hndr. 6,50, Brazil Flower 1. hndr. 7,40. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiftja tsafoldar 50 honum með, — það var þá fyrst, er hann veitti því eptir- tekt, að hjer var eitthvað óvanalegt á ferðum. Hann virti fyrir sjer krásina og gat ekki varizt þess að kýma dálítið. »Nú-nú, hvað er það þá, kona? Komdu bara með það! Hvað er það, sem þig munar 1?« »Hvað mig munar í? Hvernig stendur á því, að þú spyr um það?« »Hm, eins og það muni vera tilgangslaust, að þú gæðir mjer svona vel í dag! Og svo hvað þú heldur þjer til í dag! Jeg skal ekki bera á móti því, að það fer þjer dável. Þú er þó raunar allt af lagleg kona og þokka- leg. Hana-nú, komdu nú með það! Hvað er það þá, sem þjer leikur hugur á?« Húsfreyja hafði stokkroðnað. Hún hafði ekki ætlazt til, að málið væri hafið með þessum hætti. »Það er satt, að jeg þurfti að tala um nokkuð við þig«, mælti hún og var stirt um mál; »en það er ekki svona auðhlaupið að því«. »Jæja, taktu þjer þá gott tóm til þess. Það er helgi- dagur í dag, og jeg hefi tekið eptir þvf, að fólk er sjald- an vant að bregða sjer til að deyja á helgum degi.. .Nú, það hlýtur að vera eitthvað ekki smávægilegt, fyrst þú átt svona örðugt með að stynja því upp«. »Heyrðu, maður minn góði, þú mátt til að lofa mjer 51 að hafa frið til að segja það sem mjer býr í brjósti, og þú verður líka rjett einu sinni að reyna að setja þig í spor giptrar konu«. »Konunnar minnar, vonandi?« »Og þú mátt ekki taka fram í fyrir mjer ! .. Nú-nú; á jólunum núna erum við búin að vera 18 ár í þessum sömu hýbýlum«. Læknirinn ýtti frá sjer diskinura, lagði frá sjer tóbaks- pípuna, sem hann var nýbúinn að kveikja í, og stóð upp. »Ef þú ætlar að fara að tala um að flytja hjeðan, þá fer jeg heldur mína leið undir eins. Það er ekki til nokk- urs hlutar fyrir þig að færa það í tal«. »Mjer dettur alls ekki í hug að koma upp með það«, mælti húsfreyja 0g þreif í ermina á manni sinum. »Þjer er óhætt að vera kyrr þess vegna. Það sem jeg var að velta fyrir mjer, er það, að þegar maður hefir verið svona lengi i sama húsnæði og aldrei gert hót við það, þá er engin furða, þó að það sje farið að líta miður vel út«. »Jeg kann nú vel við það«, anzaði læknirinn 0g lit- aðist um ánægjulega. »En þú kynnir þó enn betur við það, ef gert yrði al- mennilega við það einhvern tíma. Líttu nú bara á gólfi ð! Jeg er að berjast við að laga það, en farfinn festist ekki á gömlum, gagnslitnum við«.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.