Ísafold - 09.06.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.06.1894, Blaðsíða 2
liættismannaflokknura, en einkum margt verzlunarm'anna, en fátt iðnaðarmanna og sjómanna (og — ritstjóri »Fj.konunnar«). Jón Jensson kusu nokkrir embættismenn, 2 kaupmenn og örfáir verzlunarmenn aðrir, en margt iðnaðarmanna og einkum bænda (meiri háttar útvegsbændur m. m.). Alls voru hjer á kjörskrá 378. Þá höfðu Borgfirðingar kjörfund að Leirá 7. þ. m. og kusu Þórhall Bjarnarson prestaskólakennara með 87 atkv. Hinn fyrv. þingm. þeirra, Björn Bjarnarson búfr. frá Reykjakoti, hlaut 75 atkv. Þriðja þing- mannsefnið í því kjördæmi, Runólfur Þor- steinn Jónsson frá Grund á Akranesi, tók aptur framboð sitt, er að kosning kom. Á kjörskrá eru i því kjördæmi 260 alls; þar af sóttu kjörfund 162, og má það heita mikið vel gert; kom nær hver kjósandi úr sumum hreppum, og það þeim sem lengst áttu (upphreppunum). Fyrra þingmannsefnið á Leirárkjörfund., B. B., vitnaði í ræðustúf á undan kosningu í yfirlýstar skoðanir sínar á þingmála- fundi á Akranesi í vor og þingtíðindin; taldi þær því almenningi kunnar. Yar enn- fremur að sýna fram á, að hann hefði á síð- asta þingi verið vel á bandi með meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna í öllum meiri háttar þingmálum. Hitt þingmannsefnið, síra Þórhallur Bjarnarson, iýsti sínum skoðunum allýtar- lega, bæði í ræðu og í svörum upp á fyrir- spurnir. Um stjórnarskrárendurskoðun sagði hann svo, að í sumar mundi hann greiða orðalaust atkvæði með frumvarpinu frá 1893, til staðfestingar ályktun þings- ins þá, en áskildi sjer óbundnar hend- ur eptirleiðis; mundi hann leita álits kjós- enda í því máli sjerstaklega, ef á dagskrá kæmi, og leggja niður þingmennsku, ef svó færi að sjer bæri á milli við meiri hluta þeirra í því máli. Um fjárhagsmál landsins talaði hann allýtarlega, kvaðst fráhverfur breytingum á landssjóðsálögum að svo stöddu, tollum og sköttum, þar á meðal afnámi lausafjárskatts; að rýratekj- ur landssjóðs taldi hann eigi hægt, og hann vonaði hins vegar, að ekki þyrfti að auka þær. Kvaðst mundi gera sjer að reglu, að afráða aldrei neitt verulegt í því efni að kjósendum fornspurðum. Bitl- ingagjöfum á þingi kvaðst hann mundi róa að öllum árum að afstýra, taldi betra fyrirkomulag að lá(a landshöfðingja hafa lítils háttar fjárveitingu til umráða til vís- indaiegra og verklegra fyrirtækja, eins og áður gerðíst. Smágufubátaferðir vildi hann styrkja vel, en mótfallinn hinum íslenzku strandferðum með því fyrirkomulagi, er samþykkt var á síðasta þingi (Randulffs- ferðum). Búnaðarstyrk vill hann auka með svo felldu móti, að komið væri upp einum fullkomnari búnaðarskóla en nú eru þeir, landsskóia, helzt með vel nýtum og reyndum útlendum forstöðumanni og með vísindalegum tilraunum. Styrk vildi hann og veita til að koma á fót þilskipa- ábyrgðarsjóði. Meðmæltur niðurfærslu ept- irlauna eins og frumv. frá 1893, enda mundi frekara hvorki fáaniegt nje hyggi- legt. Með 75 aura kirkjugjaldinu fyrir- hugaða; sýndi fram á, að þó að það kynni að virðast hækka útlát til kirkju á sumum gjaldþegnum, þá næmi sú hækkun samt hvergi nærri þvi, sem nú hvíldi á þeim, ef skylduvinnan væri metin til peninga; mót- fallinn almennum kirkjusjóði í því sniði, er á dagskrá var á síðasta þingi. Móti samsteypu amtmannaembættanna í eitt, wildi heldur afnema þau bæði, en vísaði til þess, aö í'engist stjórnarbótin fram, hlyti það mál að útkljást þá von bráðar. Gjaf- sóknarstyrk úr landssjóði varð tilrætt um, og vildi B. B. afnema hann til embættis- manna í skipuðum málsóknum þeirra, en Þ. B. kvaðst þurfa að íhuga það mál og rannsaka, áður en hann afrjeði neitt í því efni; báðir móti því, að svipta kirkjur og aðrar opinberar stofnanir gjafsóknarstyrk. Með úrskurðarvaldi sáttanefnda var Þ. B., en móti sjerstöku varnarþingi í skulda- málum. Strandferðaskipið Thyra, yfirmaður Garde, kom hingað 7. þ. m. norðan um land og vestan, og með henni talsvert af farþegum, þó að eins 2 útlendingar (enskir ferðamenn). Frá Húsavík kom með skip- inu BenicL. Sveinsson sýslumaður, snöggva ferð, og frá Seyðisfirði Kristján Jónasar- son verzlunarmaður. Veðrátta. Eptir fádæma langvinna þurrka í vor brá til votviðra hjer um slóðir fyrir viku. Hefir mikið hleypt fram gróðri á þeim tíma, þó að heldur svalt hafi verið samt, eins og áður. Líkt er að frjetta af veðráttu að norðan nú með »Thyra«, en hvergi þó getið um hafís; hún varð hans hvergi vör. Inflúenzasóttin stóð sem hæst yfir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu nú þegar »Thyra« var þar á ferð. Lá á Akureyri meiri hluti bæjarmanna rúmfastur, þar á meðal yfirvöld og kaupmenn margir. Úr Skagafirði skrifað 30. f. mán.: »Inflú- enzan hefir gengið almennt hjer í sýslunni síðan nál. 13. maí, og byrjaði á Sauðár- krók. Dagana 15.—17. maí sýktist fjöldi fólks á stórum svæðum. Sárfáir hafa sloppið alveg; á suma hefir hiín lagzt Ijett, en á fjölda þungt, og eru nú margir mikið veikir, og eigi sjeð fyrir afleiðingarnar. Sumstaðar cru þær þegar miklar, eigi að eins verkfall, vapdræði og kostnaður, held- ur og nokkur manndauði«. Hvalveiðar Norðmanna. Amlie hval- veiðamaður á Langeyri við ísafjörð hefir fengið sjer í vetur þriðja hvalveiðagufu- bátinn, er heitir Jarlen, á stærð við hina eldri, »Reykjavik« og »ísafold«. Auk þess eru hvalveiðastöðvar að komast á fót á 2 stöðum nýjum við Djúpið, á Hesteyri í Hesteyrarfirði og Dvergasteinskoti í Álpta- firði. Hefir fjelag eitt í Túnsbergi, »Brödr- ene Bull«, leigt í því skyni nokkuð af Hest- eyrinni ,og kom skip þeirra, »Chevy Chase«, til ísafjarðar 20. maí, með tilhöggvið hús, er reisa skal á Hesteyri. Dvergasteins- kotið hefir keypt í sama skyni erindreki fjelags eins í Kristjaníu, að nafni T. Her- lofsen. Má á því marka, að Norðmönnum þykja hvalveiðarnar hjer býsna-arðsamar. Gufuskipið »Á. Ásgeirsson« kom sína fyrstu ferð hingað til lands 9. maí, til ísafjarðar, frá Middlesbrough á Eng- landi, með salt og kol til eigandans, Á. Ásgeirssonar. Það er 564 smálestir að stærð. Sigling. Júní 8. kom Cupido, (67, C. Jensen) frá Mandal með timbur til lausa- sölu. S. d. Venus (91, a. Fries) til Eyþórs verzlunar með kol frá Dysart. Barðastr.sýslu vestanv. 2. apríl: Það sem af er vorinu, heíir veðrátta yíir höfuð veriö góð, þurrvibrasöm og vindalítil, einkuru síðan á leið, en opt nokkuð köld, opt frost um nætur, en stundum fest snjó á fjöll, og um sumaripálin gjörði alhvítt af snjó í byggð. Hæstur hi* helir verið +11° R. I dag er sunnanrigning. Gróður er fremur lítiil. Tún þó græn orðin og farið að lifna í úthögum. Margir voru orðnir heytæpir, þá er skepnur fóru af gjöf. ' Þó munu skepnuhöld almennt vera í góðu lagi að öðru leyti en því, að tóa liggur sumstaðar á fje og drep- ur unglömbin jafnóðum og þau fæðast, svo ýmist verður að vaka yfir fje eða hýsa það á. nóttum. Afli er góður á opin skip, einkum inni í fjörðum, en fremur hafa þilskipin kvartað um misfiski. Ekkert vöruskip er enn komið hingað til kaupmanna, en von er á því þá og þá til Geirseyrarverzlunar. Dm vöruverð vita menn því eigi enn, enda er það sjaldan uppkveðið með vissu fyr en seint á sumri. Hinn 8. þ. m. á að verða kjörfundur að Brjánslæk. Sjálfsagt þykir, að síra Sig. próf. verði endurkosinn, enda óvíst, að aðrir bjóðist. Veturinn kvaddi og sumarið heilsaði hjer mjög alvarlega, því að um suinarmálin var »infliíenzan« orðin hjer útbreidd allvíðast, og var eigi almennt af ljett fyr en um mánuð af sumri eða síðar. Margir lágu þungt, nokkrir dóu. Allur almenningur ,er varla búinn að ná sjer enn, enda urðu margir að fara á fæt- ur fyr en æskilegt hefði verið, til að gegna. allra-nauðsynlegustu heimilisstörfum. Sum- staðar varð að fá hjá hjálp af öbrum bæjum til að mjólka kýr. En mjög misjafnt lagðist sóttin á menn. Sumir lágu að eins 1 eða 2' daga, en aðrir allt að U/s viku og sumir lengur. Mannalát og eptirmæli. Mad. Steinvör Eggertsdóttir, prests Bjarna- sonar landlæknis Pálssonar, kona síra Magn- úsar Gíslasonar, er var prestur í Sauðlauks- dal yfir 30 ár, fædd að Mosfelli í Grímsnesi 24. des. 1817; ólst upp að mestu leyti hjá Helga biskupi Thordersen, fyrst í Odda, þar sem hann var þá prestur og prófastur, og síðan í Reykjavik, eptir að hann var orðinn biskup. Erá honum giptist hún 8. juni 1846 eptirlifandi manni sínum, og fluttist sama vor með honum að Saublauksdal, þar sem þau hjón bjuggu eptir það, þangaö til árið 1882, þá er þau fluttu að næsta bæ, Kvigyndisdal,. og bjuggu þar í 10 ár, en 2 síðustu árin voru þau þar í húsmennsku. Þar andaðist hún 23. apríl síbastl. eptir stutta banalegu i »in- flúenza«. Hafði hún þá búið í 46 ár, en lifað í hjónabandi í nær 48 ár, þar af í 88 ár i Sauðlauksdal. Mad. Steinvör sál. var hin mesta táp- og fjör-kona til líkama og sálar, dugnaðar- og ráðdeildarsöm í bezta lagi, vel ab sjer til munns og handa, enda gædd góð- um andlegum og líkamlegum hæfileikum, fríð sýnum, djörf og hreinskilin, en jafnframt skemmtin og viðfeldin í vibmóti, trúkona og gubhrædd, hin ástrikasta eiginkona, er með stakri umhyggjusemi stundaði mann sinn, er opt var heilsulasinn, einkum á síðari árum, en áður 6 ár rúmliggjandi, húsmóðir stjórn- söm og sköruleg, en jafnframt athugul og notaleg, og stundaði jafnan heimilisstörfin með stakri alúð og reglusemi, iðjusemi og þrifnaði og atorku, meöan heilsa og kraptar entust. Eigi varb þeim hjónum barna auðið, en 3 fátækra manna börn ólu þau upp. Eitt af þeim er Gísli Sigurbsson, námspiltur í trje- smíði, i Reykjavík. Þar að auki var heimili þeirra hjóna ætíð þurfamönnum opið, og sóttu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.