Ísafold - 09.06.1894, Side 3

Ísafold - 09.06.1894, Side 3
135 margir þangað gjafir slíkra manna, enda voru þan á síðari árum vel efnnð orðin, þótt fátæk hefðu búskapinn byrjað og eigi setið í launa- háu embætti, en dugnaður, forsjálni og hæfi- leg sparsemi uku fljótt efnahaginn. Yar þó heimiii þeirra hið gestrisnasta. Sauðlauksdals- kirkju gáfu þau 200 rd. þá er hún var byggð 1863 og síðar mjög vandaðan og fagran hökul og rykkilín. Þar sem hún dó, tór ein af fyr- irtakskonum þessa lands. Systir hennar, Ingbjörg Eggertsdóttir, sem um síðustu 30 ár hafði dvalið hjá henni dó 25. s. m., nær 84 ára gömul, ógipt, en hafði eignazt 1 son, er dó um tvítugt. Hinn 29. s. m. andaðist á sama bæ heiðurs- konan Ingibjörg Sigurðardóttir, 56 ára að aldri. Hún giptist 26. sept. 1859 Sigurði hók- bindara Gíslasyni, hróður síra Magnúsar, manns mad. Steinvarar. Eignuðust þau 10 mannvæn- leg hörn, er öll eru á lífi; þar af er Gísli Sig' urðsson, fyrnefndur, eitt. Þennan mann sinn missti hún í maí 1875; hann drukknaði af þil- skipi. Aptur giptist hún 17. okt. 1877 eptir- lifandi manni sinum, Árna Jónssyni. Þau eignuðust 2 efnilega syni; var hinn yngri þeirra fermdur i vor. Ingibjörg sál. varthin mesta merkiskona fyrir margra hluta sakir; tápmikil mjög til líkama og sálar, dugnaðar-, ráðdeildar- og umhyggju-mikil kona, hin vand- aðasta við hvern, er við var að eiga, kom hvervetna fram til góðs hin ástríkasta eigin- kona og móðir og húsmóðir, sönn prýði hvers þess heimilis, er hún dvaldi á, meðal annars sökum sinnar miklu stillingar og geðprýði. Hún bjó með fyrri manni sínum í Vestur- Botni við Patreksfjörð, og enn með síðari manni sínum nokkur ár, en áður i Hænuvík i sömu sveit. Síðustu árin dvöldu þau hjónin hjá einni dóttir hennar í Kvígyndisdal, þar sem »infiúenzan« varð hennar banamein. Sama dag og mad. Steinvör, 23. apríl, and- aðist í Saurbæ á Rauðasandi enn ein merkis- kona, Eagnheiður Gisladóttir, ekkja eptir Jón yngrajónsson á Kvígyndisfelli við Tálknafjörð< 80 ára að aldri. Hjónaband hennar varaði mjög stutt, en fram úr þvi, að hún • missti mann sinn, veiktist hún — hafði vakað yfir honum sjúkum og lagt mjög mikið á sig. Lá hún síðan alla æfi rúmföst eða rúm 40 ár. Dvaldi allan þann tíma hjá Ara óðalsbónda Einnssyni í Bæ; hann á systur hennar, Guð- rúnu.lF Faðir þeirra var Gísli, bóndi í bæ á Selströnd. Bagnheiður var hin mesta mynd- ar- og gæðakona, gáfuð og vel að sjer til munns og handa, trúkona mikil og hin guð- hræddasta, skemmtin og glaðvær í viðmóti, blið í lund, mjög grandvör til orða og verka, góðhjörtuð og góðgerðasöm við fátæka, en góðviljuð öllum; tjör- og tápkona, afkastamik- il, meðan heilsa leyfði, framúrskarandi þolgóð í sínum langa og opt stranga sjúkdómi, heyrð- ist aldrei um hann kvarta með einu orði, og yfir höfuð sönn fyrirmynd kristinnar konu. Hinn 28. apríl ljezt á heimili sínu Hvallátr- um við Patreksfjörð sómakonan Guðrún Snœ- bjarnardóttir, breppstjóra Pálssonar í Duf- ansdal við Arnarfjörð, 66 ára að aldri. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum, en giptist 9. sept. 1849 Össuri ekkli og hreppstjóra Öss- urssyni, bónda á Hvallátrum. Hann hafði áð- ur átt Valgerði Gísladóttur, pfests Ólafssonar í Sauðlauksdal, systur síra Magnúsar. er þar var eptirmaður föður síns. Þau Össur og Guðrún eignuðust 10 börn. Af þeim lifa 6: 1 sonur og 7 dætur, öll uppkomin og mann- vænleg. Hún varð ekkja 11. júni 1874. Guð- rún sál. var mjög vel greind kona, guðrækn- asta og trúaðasta kona, góðsöm við alla. en einkum við volaða og sjúka, hin gestrisnasta, mjög ræðin og skemmtin, dugnaðarsöm og ráðdeildarmikil búkona, hin bezta eiginkona og móðir og húsmóðir, sönn móðir hjúa sinna og stjúpbarna, er hún tók í sina umsjón í æsku; guðs orð og guðs ótti vildi hún að á- vallt væri sú regla og mælisnúra, er allt heim- ilislíf hennar lagaðist eptir. Það innrætti hún og alla æfi af fremsta megni ungum og göml- um, allt fram í andlátið. TJm all-langan tíma fjekkst hún, enda þótt ólærð væri, við ljós- móðurstörf, og leysti það sem annað, vel og með heppni af hendi. J. B. Úr Skagafirði skrifar frjettaritari ísafoldar 30. f. mán.: Meðal þeirra er dáiö hafa úr in- fiúenza hjer í sýslu, vil jeg nefna húsfrú Hólmfríði Björnsdóttur, kona Jóseps Björns- sonar búfræðings og hreppstjóra í Asgeirs- brekku; er að henni hinn mesti mannskaöi, því að hún var hin duglegasta, umhyggju- samasta og skynsamasta kona, á bezta aldri (34 ára) og hraustbyggð. Þau hjón áttu 6 ung börn. Tveim dögum síðar andaðist á sama bæ faðir Hólmfríðar sáh, Björn Pálmason, 62 ára, nýtur og dugandi maður; hafði hann lengi búið með miklum dug og röggsemi í Ásgeirs- brekku, og verið gróðamaður og ineð merk- ari bændum í sinni sveit. Hinn 21. maí ánd- aðist Danlel Olafsson (prests Þorvaldssonar í Viðvík), söðlasmiður á Eramnesí, og 2 dög- um síðar annar bóndinn á sama bænum, Bjarni Jónsson. Enn fremur Sigurður Sig- urðsson, mikill járnsmiður á Sauðárkrók, og Geirlög Eiriksdóttir, á níræðisaldri, á Bæ á Höfðaströnd, tengdamóðir Konráðs hreppstjóra Jónssonar í Bæ, mjög greind og góð kona. Margir fleiri eru nýlega dánir víðsvegar í sýslunni, og á ýmsum stöðum liggja menn mjög þungt. Veiðibann. Hjermeð fyrirbýð jeg öll- um, útlendum sem innlendum, að veiða silung í Soginu og Þingvallavatni fyrir Kaldárhöfðalandi i júní, júlí og ágúst-mán- uðum, nema þeir hafi aðgöngumiða frá mjer, sem fást keyptir á hótelunum »ís- land« og »Reykjavík«. Reykjavik, 4. mai 1894. Guðm. Thorgrimsen. VERZLUN P. C. KNUDTSON & SONS selur alls konar kornvörur, kaffi, sykur &c. fyrir lágt verð, gegn peningum út í hönd. Enn fremur: Góð ofnkol á 4 kr. skpd. Ágætt margarine á 60 a. pd. Þakpappa á 2 kr. 60 a. rúlluna. Nýkomið til verzlunarinnar: ÁGÆTAR SAUMAVJELAR, eldavjelar, steinolíuvjeiar, katlar og kaffikönnur, hengilampar, borðiampar, lampakúplar og margt fleira, er allt selzt með vægu verði, gegn peningaborgun. » LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐA R « fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. 72 »Jeg læt hann liggja { klefanum hennar Stínu. Hún getur haft rúmið sitt i eldhúsinu á meðan«. »Hm, jæja. En hver á að stunda hann? Hvorug ykkar Stínu hefir tíma til þess«. »Nei, en það er ekki annað en að jeg sendi eptir henni mad. Muller gömlu, sem stundaði mig svo vel fyrir 2 árum. Jeg vaki þá fyrir hana, þegar hún þarf að taka sjer dúr ... Vertu ekki neitt að hafa á móti því! Mjer er engin vorkunn að vaka eina eða tvær nætur, þar sem þú ert á þönum dag og nótt allt árið fyrir sjúklinga þína«. Læknirinn strauk hendinni þýðlega um höfuð konu sinni og mælti: »Höfum það þá svona í drottins nafni! Þú talar þá við hana Stínu og býr þetta undir. Á meðan fer jeg að ná í vökukonuna og sækja allt sem þarf í lyfjabúðina«. — Það voru mæðudagar, er nú komuif og enn mæðulegri nætur. Það var svo að sjá, sem sveinninn mætti eigi tefj- ast að halda á eptir móður sinni. Hann hafði megnustu hita- sótt margar stundir samfieytt og var allt af að kalla á hana, þangað til varirnar voru orðnar svo þurrar, aðþað varn- aði honum máls. »Jeg hefi litla von«, mælti læknirinn nokkrum dögum eptir, er hann hafði skoðar sjúkling sinn vandlega áður en gengið væri til rekkju. »Verði hitasóttin eigi rjenuð i fyrra málið, þá er úti um hann«. 69 »Og þó eru öll systkinin hans miklu laglegri og skemmtilegri« mælti læknisfrúin, eins og hún væri hissa. »Nema það hafi verið einmitt af því, sem hún móðir þeirra unni honum svo mjög». Læknisfrúin hugsaði sig dálítið um. »Já, það getur verið, að hún raóðir hans hafi gert það« mælti hún. »Jeg vil ekki heldur hallmæla honum neitt. Hann gerir það sem jeg segi honum, er iðinn og þægur; en ekki get jeg látið mjer þykja vænt umhann. En annars getur hann komið opt að finna systkinin sín og átt okkur jafnan að«. Læknirinn ansaði engu. En undarlegt var það, hvað konu haus fannst hún vera óánægð með sjálfa sig, er hún gekk til rekkju um kveldið; hún vissi ekkihvernigá því stóð.------ »Líttu nú á, hvort jeg hef ekki rjett fyrir mjer um það, sem jeg sagði um drenginn«, mælti kona læknisins morguninn eptir, er maður hennar sat hjá henni stundar- arkorn eptir að þau voru búin að borða; það var sunnu- dagur. »Þarna hefir hann setið í sömu skorðum allan morguninn, varla hreift legg nje lið og ekki skipt sjer af neinu. Hann er alveg fjörlaus. Þó að systkin hans sjeu að leika sjer og ólmast í kring um hann, þá lltur hann ekki við; það er eins og hann viti ekki neitt af neinu*.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.