Ísafold - 21.07.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.07.1894, Blaðsíða 2
Eitrun rjúpna. »Drepa nennir enginn ulf allt þó myrði hann fjeð«. í greinum þeim, sem borizt hafa í blöð- unum, virðistsú skoðun hafa orðið ofan á, að rjúpnaeitrun og rjúpnasala fari svo i bága hvor við aðra, að eitrunin hljóti að rýma fyrir sölunni. Því verður að visu ekki neitað, að skoðun sú sje rjett, ef eitr- unaraðferð þeirri, sem nú tíðkast, verður fram haldið. Verði hinum eitruðu rjúpum kastað ofanjarðar ábersvæði, verður ekki með sönnu sagt, að fremur sje eitrað fyrir refi en fyrir hrafna, hunda og jafnvel menn. Tii þess að eitrunin geti orði hættulaus og náð tiigaDgi sínum, verður að haga henni allt öðruvísi. Eptir kenningu hjeraðslæknis Þ. Kjerúlfs er hentugast að skera djúpan skurð öðrum megin með bringubeininu á rjúpunni, láta eitrið i skurðinn og leggja hann siðan saman. Þar sem hraunholur eru til, á bezt við að leggja hinar eitruðu rjúpur hjer um bil 3 feta langt inn í holurnar, en þar sem landslagi hagar öðruvísi má hlaða vörðu eða dys úr grjóti, hola innan, og með svo stórum holum til hliðanna við jörð, miili steinanna, að tóan geti að eins smogið þar inn, og má hlaða vörðuna eða dysina svo, að nota megi hana ár eptir ár óbreytta, með því að hafa efsta steininn svo, að taka megi hann af, og leggja eitrið niður í holið undir honum. Til þess að gjöra agn þetta enn þá veiðilegra, er gott að smeygja mjóum og litlum trjeteini f háls rjúpunnar, svo höfuðið rísi nokkuð. Með því verður hún líkari lifandi rjúpu. Ekki mun ráðlegt að skerða hana að öðru leyti. Ef eitruninni er hagað eins og hjer er bent á, sem öllum virðist innan handar að gjöra, yrði óskiljandi, að hún á nokkurn hátt geti farið í bága við rjúpnasöluna. Hjer liggur sú spurning beintfyrir: Er nauðsynlegt að hafa rjúpur til eitrunar? Henni má svara bæði neitandi og játandi. Upp til sveita, þar sem sauðfjenaður er í hirðingu og hýstur hverja nótt, virðist mega vel komast hjá því. Þar má með góðum árangri eitra hross, folöid, sýktar kindur o. fl. Fyrir þvf er full reynsla. Við sjáfarsíðuna er allt öðru máli að gegna. Tóan er þar langtum matvandari, þar sem hún hefir bæði fjöruna og sauðfjenað manna, hirðingarlítinn, til að lifa á. Þar verður rjúpan ávallt nauðsynlegt agn, því tóan sækir lítið eða ekkert að hrossskrokk- um eða öðru óvönduðu agni, enda mundi þar allri eitrun, sem nokkurt lið er í, gjör- samlega lokið, ef hætt væri að eitra rjúp- una. Þetta er einnig nokkurn veginn full- reynt. Þá er eptir’að minnast á hag þann, sem orðið getur af rjúpnasölunni annars vegar og rjúpnaeitrun hins vegar. Hjer er alls ekki unnt að gjöra nokkurn áreiðanlegan samjöfnuð, því skýrslur eru ekki til að byggja á, en óhætt mun vera að fullyrða, að skaði af dýrbíti á öilu landinu sje margfalt meiri en hagnaðurinn af sölunni; því dýrbit á sauðfje skiptir sjálfsagt þús- undum áriega yfir allt land. En hjer þarf alls engan samanburð, með því rjúpnasala og rjúpnaeitrun með rjettri aðferð ekki geta tálmað hvor annari, eins og áður er sýnt, enda er engin ástæða til að ætla, að óþörfu og skaðlegu banni gegn rjúpnaeitr- un, þó það kæmist á, sem vonandi er að ekki verði, yrði framfylgt með meiri trú- mennsku en refaveiðareglunum nú er gjört. Það er annars, þegar á allt er litið, ekki minnkunarlaust, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að útrýma allri tóu, en til þess þarf auðvitað hörð lög, og umfram allt, strangt eptirlit með því, að lögunum verði framfylgt og hlýtt með meiri alúð, fylgi og trúmennsku en nú er gjört hvað reglur um refaveiðar snertir. Það er ekki heldur von á góðu, sje það satt, að sýslunefndarmenn sjeu farnir að leyfa sjer á nefndarfundum að mæla með friðun refa, hvort sem það er af gróðafíkn af belgjasölunni eða öðru, og hinum sömu belgja-höfðingjum eigi að síður trúað fyrir eitrun í sínum hreppum. En þó einhverj- um sýslunefndarmanni kunni að hafa orðið á slík ósvinna og heimska, er ætlandi, að það sje hrein undantekning. Það er ekki hægt að ímynda sjer nokk- urn sannan dýravin, sem ekki styður að því af öllum mætti, að melrökkum verði útrýmt úr landinu, og væri það sannarlega fagurt verkefni fyrir Dýravinafjelagið. Hörmulegri sjón er varla til en lifandi sauðkind, nöguð upp undir augu, eða rifin á hol. Það væri mikið mein fyrir landsmenn, einkum í sjóplássunum, ef rjúpna-eitrun, sem hefir gefizt svo vel, yrði gjörsamlega bönnuð, áður en jafngott eða betra ráð er fundið til að eyða refum. A. Þ. Músagangur í Amerlku hefir aldrei verið nefndur, hvorki i hinum glæsilegu lýsingum, sem útbýtt er gefins til allra, nje heldur í blöðunum, sem opt hafa flutt ýmislegt úr hrjefum þaðan; náttúrlega er þetta ekki nefnt í »Hagskýrslum« Baldvins, og enn síður mun það vera nefnt í prívat- brjefum, sem rituð eru af vinum og vanda- mönnum fáfróðum til leiðbeiningar og ferða- hvatar, en hvervetna er prjedikað um ágæt kornlönd, miljónir af ekrum, sem gefi af sjer ómælilega uppskeru, óendanlegan auð af korn- tegundum og jarðarávöxtum, en aldrei getið um að þetta geti misheppnast, nema ef vera skyldi af frosti eða veðráttu. Þessi lönd, sem mönnum er ráðið til að »nema«, eru öll svo miklum músagangi und- irorpin, að það þykir hin geigvænlegasta land- plága, og engu betri en flugurnar, pöddurnar og ýmislegt annað, sem opt heflr verið nefnt. Þessar músa- eða nagdýra-tegundir eyðiieggja víða allan jarðargróða jafnóðum og menn eru að koma honum upp. Stjórnin í Bandaríkjunum hefir nú í fyrra geíið út rit um þetta, eptir að hún hefir látið rannsaka það, og eru hjer teknar fáeinar greinar úr því riti um þessa »drepsótt« (pest), sem þar er kölluð svo. Þar er sagt. að sá skaði, sem þessi kvikindi valda, gangi yfir tvo þriðju hluta af Banda- fylkjunum og nái langt norður í Kanada. Menn hafa gert allt sem unnt hefir verið til að eyða músunum, bæði með skotum, gildrum, eitrunum, og heitið verðlaunum fyrir eyðing- una, en árangurinn hefir orðið mjög lítill; urmullinn er svo mikill, að enginn hefir við honum. Fyrir músadráp árin 1888 og 1889 eyddu tíu hjeruð í Norður-Dakota 37 þúsund- um og 248 dollörum, en i Suður-Dakota 2 þús- und og 247 doliörum; þetta gekk allt til verð- launa. I Minnesota var árið 1887 eytt rúmum fjórtán þúsund dollörum til verðlauna frá 1. maí til 1. október. Allt þetta er veitt af »ríkjunum« eða opinheru (almennings) fje, en það segir sig sjálft, að það fje fæst ekki nema með sköttum og álögum á búendurna. Ósjald- an komast svik upp. Þannig var það ráð tek- ið í einu hjeraði í Norður-Dakota (Ramsay County), að láta sýna rófurnar af dýrunum tit sanninda merkis, »en það sannaðist, að ýmsir vorra efnilegu Ameríkumanna klufu rófurnar i tvennt og heimtuðu verðlaun fyrir hvern hluta, eða þeir náðu lifandi kvenndýrum, sem gengu með unga, skáru af þeim rófurnar og sleptu þeim svo, til þess þær gæti gotið á síðan og þeir fengið fleiri rófurt. Yar svo hætt við verðlaunagjafirnar og farið að eitra. I Benson County var árið 1888 keypt stryohnin fyrir 100 doll., í Nelson County (hvorutveggja í Norður-Dakota) fyrir 200 dolh, en dugði ekki; fór eitrið í hveitið og var það etið þannig; má nærri geta hvílík fæða þetta hafi verið. (Dr. Lockhardt segir, að árið 1892 muni hafa verið eytt þrem þúsundum dollara í stryohnin, í Whitman County, Washington, og margar ekrur korns sjeu eyðilagðar). I Contra Costa County, Californíu, var skaðinn af músagang- inum 1878 á einu missiri metinn 150,000 doll- ara, og höfðu margir misst helming uppsker- unnar. Ein tegundin nær frá Texas og laiigt norð- ur í Kanada, og leggur undir sig Norður- og- Suður-Dakota, Iowa, Nebraska og Kansas.. Þessi kvikindi koma fram þegar á vorin, en, liggja í dái um veturinn. Það yrði of langt að telja upp þær skýrslur og kvartanir um spillingu og eyðileggingu, sem bændur þar hafa gefið; en svo lítur út sem Islendingum sje- þetta ókunnugt. Annars eru og fleiri tegundir sem leggja undir sig eins mikið svæði; undir eins og húið er að ryðja mörk eða höggva skóg og gera jörðina hæfilega fyrir kornyrkju, þá er þetta komið í hælana á mönnum. Reynt hefir og verið að eyða þeim með reykinguru og vatnsaustri inn í holurnar, en það hefir- aldrei hrifið til .fulls; viða verður aðvakayfir- akrinum eða landinu, og má nærri geta, hversu þægilegt þetta er allt saman. I Dakota var- fyrrum allt fullt af villinautum og músum ^ þar voru greifingjar, hreisikettir, refir oghauk- ar; nú er allt þetta horfið og kornekrur komn- ar hvervetna þar, sem þessi dýr áður höfðust. við í næði, en mýsnar einar eru eptir; »verð- launum er heitið fyrir eyðslu þeirra, án þess. nokkur annar árangur verði en gjaldþroti- Einn bóndinn i Rughy (Norður-Dakota), Savey að nafni, ritaði 15. júlí 1889, að þeir yrði að- verja líf sitt og eigur, eða þá yfirgefa landið' að öðrum kosti. Hann hefði reynt engisprett- ur og annað slíkt, en þetta væri enn verra;: mýsnar æti hveitigresið þegar er það færi að' spretta; þegar ekki væri annað, þá æti þær grasið, og opt hver aðra; þær hafi eyðilagt 60—80 ekrur korns fyrir honum og sumstað- ar meir en helming uppskerunnar. í Cando- (Norður-Dakota) voru frá því um vorið og til 1. júní 1890 drepnar 1500 mýs, og í mörgum 7—8 ungar; frá 1. júní og fram í miðjan júlf voru drepnar 2,500; á einu kvöldi 135 — allt. þetta einungis á litlu svæði. Þetta er alls ekki ritað til þess að aptra. fólkinu frá, að flytja vestur i þessi músalönd; þvert á móti mun það fara að eins og vant er,. og engu trúa nema því sem það vill heyra,. auglýsingum agentanna um þessa makalausu sælu á þessum makalausu dýrðardrekum á þessum makalausu sáluhjálparferðum til hins fyrirheitna lands, og væri óskandi að sem flestir færi þangað til að prisa drottinn ásamt. með yppurstu prestunum í þeim ameríkska Israel. B. G. Sjónleikirnir. Þeir voru vel sóttir síðast og þótti að vanda mikið koma tiií »Redaktionssekretæren«. Sömuleiðis tii söngsins »Söngíjel. frá 14. jan.« Það syngur og í milli leikja bæði í kveld og á morgun. Yerða 4 leikir hvort kveldið, þar á meðal »AbeJcatten«, sem ekki hefir verið fyr leikinn af þessum dönsku leik- endum, og leikur þar með góður leikaril bjer úr bænum, er það hefir gert í þess-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.