Ísafold - 01.09.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.09.1894, Blaðsíða 2
226 aðfengið, og látið inn i heyhús sín hiklaust og athugalítið, en þau eru stundum áföst í- búðarhúsunum sjálfum. Jeg heli sjeð meira að segja komið með hey ofan úr sveit í stor- rigningu og því óðara demht inn, eins og öðru, sjálfsagt ekki meira en svo þurru undir. Jeg get ekki að þvi gert, að jeg er beinlín- is smeykur við eldsvoða af þessu háttalagb og íinnst mjer eldsvoðanefnd bæjarins ætti að athuga það; menn hefðu gott af að vit i þó, að hún er til. Eða hvers er áhyrgðin, ef í húsum kviknar af þeim völdum og meira eða minna tjón hlýzt af? Sá sem heyið á, er eldkveikjan stafar frá, þykist náttúrlega sýkn saka, þó að heyið haíi verið linþurrt; það haíi verið svo almennt í sumar, og óvið- ráðanlegt; hann fær sínar hrunabætur óskert- ar, og svo eigi meira um það. — Nágranni. íslenzk bóndabeygja á 17. öld. í alþingisbókinni yfir árið 1633 er tekið upp aðaiefnið úr kvörtunarbrjefi, sem bænd- ur í Desjarmýrar og Njarðvikur sóknum á Austfjörðum sendu Arna lögmanni Odds- syni. »Sje yður kunnugt, að vor yfirvaldsmað- ur bóndinn Bjarni Oddsson, hefir opinber- að fyrir oss forboð vors náðuga herra og konungs, Kristjáns 4. með það nafn um engelskan kaupskap, að íslenzkir megi hvorki veiðarfæri, sem er: strengi og línur eður neitt annað við engelska verzla eður neina höndlan við þá hafa. En með því að við þessa sjáfarsíðu eð- ur um fjörður hafa fátækir menn mesta björg og uppheldi af fiskifari, svo sem yð- ar heiðursemi kann nærri að geta, þá þurfa þeir sífeldlega að kaupa veiðarfæri til sinnar nauðþurftar og fyrir sín skip, hver (o: veiðarfæri) oft misfarast, bæði i stórdráttum og svo með öðru móti, svo sem dagleg reynsla sýnir, svo einn fátæk- ur maður kann ei við færri strengi hjálp- ast en þrjá, sá þó, sem ekkert skip úti hefur og engan mann nema sig sjálfan, þeir fleiri, sem meira hafa um að vera, svo fátækir menn geta ei goldið sinar skuldir og jafnvel máske missir kóngurinn 8inn skatt fyrir þá stóru þörfnun, sem þeir hafa á strengjum, ef þeir skulu ekki af engelskum veiðarfæri kaupa. í öðru lagi þá selur gengur, þá á vetrinn líður, þá kunna menn ekki honum að ná vegna nótaleysis. í þriðja lagi komast ekki fátækir menn hjeðan úr sveit í kaupstaðina, því að hjer eru margir menn, sem engan færleik eiga, en sumir einn, sumir tvo, sumir þrjá og þeir fæstir. Þar með er iangur og torveld- ur vegur í kaupstaðina yfir ferjur og heið- ar, svo að menn eru eigi skemur en viku aptur og fram í þeirri reisu; einnig marg- ir einvirkjar og mega ei heiman fara á miðjum hjálpartíma sumarsins. í fjórða máta hafa menn ekki fengið veiðarfærin, svo sem þeim hefur þarfnazt af dönskum, þá í Kaupstaðinn hafa kom- izt, og stundum með öllu synjandi farið, svo sem nú gefur raun vitni. Þetta fyrir- farandi er anno 1632. Og biðjum vjer yður auðmjúklegast guðs vegna og fyrir skyldu yðvars embættis, þessa vora klögun fyrir Compagníið (verzl- unarfjelagið) að láta koma, svo sem og fyrir vor yfirvöid andleg og veraldleg. Og krefjum vjer allir og beiðumst í þessari allri fyrnefndri sveit áðurgreint Compagní, að láta hjer (ganga) skútu eður jagt, sem áður hefur gengið, þá þýzkir kaupmenn hafnirnar höfðu, minnst tvisvar á sumri með sína vöru og sækja aptur þá íslenzku, og skikka osS) nægilega og góða strengi, linur og nótgarn eptir kongl. Majts taxta, að þeir skuli landið með nægilegri kaupmannsvöru forsorga. Annars kunnum vjer engan veginn að bjargast, fyrst vjer megura ei fyrnefnd veiðarfæri af engelsk- um kaupa með nægilegu verði og kann ske því, sem ekki er kaupmanns vara, þvi að margir geta hjer í fjörðum keypt upp á 30—40 eða 50 fiska, þeir sem ekki eru megnugir í kaupstaðina að fara. Og er þetta vor helzta klögun í þetta sinn«. * * * Það er sannnefnd bóndabeygja, sem þetta brjef lýsir. Kaupmenn heimta af bændum fisk fremst af öllu, og borga hann mun betur en landvöru; en hins vegur skjóta þeir loku fyrir, að bændur geti aflað fiskj- ar, bæði með því að fá konung til að banna alla verzlun við Englendinga, og því, að flytja sjálfir ekki það, sem til fiski- veiðanna þurfti að hafa. Historicus. Hljóm-mynda-vjelin. Þah er hið nýjasta kynjatól Edisons. Kineto-fonograf heitir það hjá honum, og er nafnið búið til úr grísku, en er að vonum ekki meðfærilegt íslenzkri alþýðu, og virðist af tvennu til skárra, að gefa því eitthvert islenzkt heiti; það stoðar eigi að setja það fyrir sig, þó að það þuríi skýringar við áður almenningur veit glöggt, hvað í því felst; því svo er um mörg íslenzk orð og heiti, góð og gild, að þau eru í sjálfu sjer alls eigi einhlit til að lýsa fyrir ókunnugum því sem þau eiga við. Hljóm-mynda-vjelin er tvö tól saman sett. Annað þeirra er hljómritinn (fonograf), er margir kannast við; því hann er nú orðinn fram undir það 20 ára gamall. Hann er orð- inn algengur í Ameríku og þykir eins ómiss- andi eins og talþráðurinn (telefóninn). Hann ritar hvaða hljóm sem er, — mál manna, söng og hljóðfæraslátt — og skilar því aptur hve- nær sem vill alveg rjett og reglulega. Kaup- maður, emhættismaður, blaðamaður o. s. trv. þarf ekki annað, er hann les brjef sin, en aö mæla svarið upp á þau inn i hljómvjelina, og láta síðan skrifara sinn rita hrjeíin (svörin) eptir henni í góðu tómi. Skrifarinn gerir ekki nema snýr með sveif máltólinu í vjelinni. Hún mælir þá orðin fram, eins og þau voru í hana töluð, og í sama róm, svo hart eða hægt, sem bann vill, eptir því hvað hart er snúið sveif- inni. Hann getur stigið sveifina með fætinum, eins og rokk, og ritað brjefið á ritvjel eptir fyrirlestri hljómritans. Fyrir nokkru komu fáeinir vinir enska skáldsins Browning, sem dáinn er fyrir nokkr- um árum, saman á einum stað í Lundúnum, í þvi skyni, að heyra hann tala. Þar var engri fjölkyngi beitt. Hann hafði einu sinni áður en hann dó talað inn í hljóðrita, er geymt hafði orð hans og skilaði þeim nú frá sjer aptur keiprjett og í bans greinilegum róm og með hans framburði. Hin vjelin nefnist lcinetograf eða hreifi- myndvjel. Eins og hljómritinn drekkur í sig hvern hljóm, skrásetur hann, geymir hann og skilar honum frá sjer aptur hvenær sem vill, og margopt, ef vill, eins drekkur hitt tólið £ sig myndir, skrásetur þær, geymir þær og skilar þeim frá sjer aptur, þegar vill. Það' sem hljómritinn gerir fyrir eyrað, það gerir þetta tól fyrir augað. Og eins og hljómritinn. endurkveður öll orðin, er töluð hafa verið ínn í hann, hvert á fætur öðru, í einni þulu, eins endurmyndar myndvjelin allt sem fyrir hana hefir borið,hvert á fætur öðru,í samfastri,rjettri röð, ótal myndir i einni runu, — endurmynd- ar allt sem fyrir augun ber, eins og hljómrit- inn endurkveður það sem fyrir eyrun ber. Eins og hljómritinn endurtekur mál nianns áfram margar mínútur og margnr klukku- stundir, eða eins lengi og hann befir talað £ það sinn, eins endurmyndar myndvjelin allt útlit hans allan þann tíma, allar hreifingar hans, limaburð o. s. frv., allt sýnilegt hátt- erni hans. A sama stendur, þó að í staðeins. manns sjeu tveir, tíu eða hundrað manns. Sömuleiðis þótt það sje einhver skepna, eða landslag eða hvað sem er annað. Vjelirt speglar það allt og endurmyndar — allt hið> sýnilega líf. Á þessu skilst, hvað hljóm-mynda-vjelin er., Það eru áminnzt tól tvö saman og 1 samvinnu hvort við annað. Það er kynjatól, sem end- urtekur hæði það sera heyrist og sjest, alveg eins og það heyrist og sjest, í sömu röð og hlutfalli hvað við annað. Með því áhaldi hefðu vinir Brownings eigi einungis heyrt hann mæla, heldur einnig sjeð hann, meðan hann var að tala, sjeð andlitsdrætti hans og limaburð, augnaráðið, er málinu fylgdi, o.s.frv. Vjelin sýnir hest á harða stökki og endurróm- ar jafnframt hnegghans; í henni sjest hundur- inn hlaupa og heyrist jafnframt í honum geltið. Vjer sjáum í henni jafnsnemma öldurótið og- heyrum brimhljóðið. Vjer gerum bæði að sjá og heyra til leikenda á ágætu leikhúsi og allt sem þar fer fram. Heiðu Forn-Grikkir og Rómverjar haft hljómmyndavjel, mundum- vjer nú eiga kost á bæði að heyra og sjá Demosþenes og Cicero í ræðustólnum og nema af þeim málsnilld. Margir vita sæmilega glögg deili á hljóm- ritanum. Um hitt áhaldið, myndvjelina eða. kinetógrafinn, er það að segja, að hann er raunar eigi annað en Ijósmyndarvjel, þeim mun fullkomnari en ella gerist, að hún tekur margar myndir á hverri sekúndu, hverja á fætur annari,varðveitirþær og íramleiðir siðan í sömu röð jafnhratt. Hún tekur 46 myndir á sekúndunni, 2760 myndir á mínútunni og; 165,600 myndir á klukkustundinni. Haldi maður ræðu heila klukkustund, tokur vjelin af honum á meðan 165,600 myndir. Hraðinn er svo mikill, að þegar myndirnar eru »undn- ar af«, sjer þeirra engin skil, heldur en væri það ein mynd, en eins og lifandi, með sifelldum tilbreytingum. Maðurinn sjest með öllum hans svipbreytingum og hreifingum, eins og þær hafa verið, er vjelin endurmyndaði hann. Hann sjest alveg eins og hann væri lifandi. Þegar 46 myndir líða fram fyrir sjón vorri á einni sekúndu, verður úr því eins og ein jöfn hreifing. Hraðinn er samur og jafn, eins og meðan myndin var tekin. Það er með öðrum orðum, að þær 165,600 royndir af ræðumanni, er talað hefir eina klukkustund, liða fram fyr- ir augu vor á jafnlöngum tíma, 1 klukkustund,en öðrum þræði mælir hljómritinn orðin, er hann hefir talað, jafnhratt, þannig, að hvert atkvæði verður samferða þeirri hreifingu, þeirri svip- breytingu, er því orði eða atkvæði fylgdi, er maðurinn talaði þau. Ljósmyndirnar eru teknar á ofurnæmt band úr efni því, er nefnist celluloid. Bandið er D/s þuml. á breidd, en myndirnar þumlungs- stórar í ferhyrning. Hálfsþumlungsjaðarinn utan með er hafður til þess að gera i hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.