Ísafold - 12.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.09.1894, Blaðsíða 3
539 fyrir peninga, 25—25'/2 kr. skpd. at ýsu og 30—31 kr. skpd. af smáíiski, — eða talsvert minna en kaupmenn höfðu fyrir þann lisk geiið í sumar. Hinn 7. þ. m. kom seglskipið Bagnheiður (73, Bönnelykke) frá Englandi til W. Christ- ensens, sína 4. ferð í sumar. Af Alþingistíðindum þ. á. eru út komin 2 hepti (20 arkir) af umræðum neðri deildar og 1 ' hepti aí umræðum efri deildar, auk skjalapartsins, er lokið var í þinglok. Þau verða væntanlega fullprentuð fyrri part næsta mán. (októbev). Englands-banki i Lundúnum hjelt 200 ára afmæli sitt í sumar 27. júlí. Hann var stofnaður 27. júli 1694 af hlutafjelagi með , 1,200,000 pd. sterl. í stofnfje eða rúmum 20 milj. krónum. Fyrsta starf hans var að lána konungi (Yilhjálmi af Oraníu) talsvert fje; hann var í kröggum og varð að gjalda 8 af hundraði í vöxtu. I Skozkur fjeglæframaður. er hjet William Paterson, var sá er mestan þátt átti í bankastof'nunarhugmyndinni jbg allri ráða- gerðinni um fyrirkomulag hans. Hann var í stjórnarnefnd bankans 1 ár, en lengur ekki; það átti ekki við hann, gætnin og varúðin, sem snemma auðkenndi stjórn þeirrar peninga- stofnunar. Opt hefir hún f'engið bann hvass- an þessar 2 aldir, er hún hefir staðið. Verst var árið 1797; þá komst bankinn í þrot um tíma með gjaldeyri. Falsaðir voru seðlar bankans í fyrsta sinn 1758. Hættulegasti seðlafalsari, sem bankinn hefir nokkurn tíma orðið fyrir var uppi í lok 18. aldar og hjet Charles Priee. Hann hafði verið leikinn falsari frá unga aldri, og nam loks leturgrafaraiðn, til þess að geta stælt eptir seðlum bankans. Hann var mjög fimur og slunginn; og með því að hann hafði ekki nema alls einn mann í vitorði með sjer og sjer til aðstoðar, ljek hann list sína svo árum skipti og tókst vel að koma út seðlum sínum. Loks fekk þó rjettvísin fest hendur í hári hans. Þá rjeð hann sjer sjálfur bana, til þess að koma sjer undan manna höndum. Hokkrum sinnum hefir tekizt að leika á bankann og hafa fje af honum með vjelum á annan hátt. Fyrir 20 árum t. a. m. sviku nokkrir Ameríkuménn út úr honum 1,800,000 kr. í einu; en hann náði þó megninu af því aptur. Tala skrif'ara og sendiboða við bankann er um 1100. Framan af eða þangað til 1759 gaf bankinn ekki út minni seðla en 20 punda sterl. eða 360 króna. Árið 1797 fór hann að gefa út 1 og 2 punda seðla, en þeir lögðust skjótt niður aptur. Fimm punda seðl- ar eru nú algengastir og minni ekki tíðkaðir; þeir komu upp 1794. Sá heitir Powell, sem nú er framkvæmdarstjóri bankans og hjer um bil mestur auðvaidur í heimi. Hann er hinn 99. í röð frámkvæmdarstjóra bankans frá stofn- un hans. Hvað París kostar. Það voru í fyrra 83,000 hús í París, metin samtals á 7,776 milj. kr.; en óbygðar lóðir 4500 teigar (hektarar) eða sem svarar 14,000 vallardagsláttum, tald- ar 4,176 milj. kr. virði, eptir 93 kr. meðalverði á hverri ferhyrningsstiku (stika rúm l^alin). Hús og lóðir i borginni eptir því 1L,952 milj. kr. virði samtals eður nær 12 miljarðar í krónum. Fyrir 100 árum voru húsin í París ekki nema 26,000 og talin 700 milj. kr. virði, en óbygðar lóðir 6760 teigar, 1300 milj. kr. virði alls eptir 21 kr. meðalverði á hverri ferh.stiku. Ilús og lóðir í allri borginni þá tæplega 2000 mi!j. kr. virði eða ekki */e hluti á við það sem nú er. Fyrir 200 árum eða á dögum Lúðviks XIV. var tala húsanna í Paris 20,000, en óbygðar lóðir 7000 teigar. Þá var hver ferh.stika í óbygðri lóð ekki nema rúml. 3 kr. virði. Alls voru fasteignir bæjarins, hús og lóðir, að eins rúml. 600 milj. kr. virði. Loks voru fyrir 300 árum, seint á 16. öld, húsin í París 14,000, og óbygðar lóðir 7240 teigar eða um 22,000 vallardagsláttur, sem þá voru ekki nema 28 milj. kr. virði, en bærinn allur (fasteignirnar) 64 milj. kr. virði. En aðgætandi er, að verðhækkunin er raun- ar eigi eins mikil og sýnist í fljótu bragði, vegna þess, að peningar haf'a lækkað svo mjög í verði, meira en þrefalt frá því á 16. öld, og mikið meir en tvöfalt frá því á bylt- ingartímunum, fyrir 100 árum. Er því París í raun rjettri ekki nema 21 /a sinni meira virði nú en fyrir 100 árum, 8 sinnum meira virði en fyrir 200 árum og 50 sinnum meira en fyr- ir 300 árum. Fjármark Sveins Sigurðssonar á Haugi í Flóa er: geirstúfrifað hægra, hvatrifað vinstra. Undirskrifaður selur ágæt vín fyr ir franskt verzlunarhús, nefnil.: Rauðvín fleiri tegundir Portvín — — Sherry — — Champagne— — Madeira — — Sömuleiðis: cigaretter og munnstykki. Þessar vörur seljast fyrir innkaups- verð með frakt og tolli; sje keypt fyrir 10 kr. f einu fæst 6°/o afsláttur, fyrir 25 kr. eða meira 10°/o afsláttur. Enn fremur sel jeg: Bitter, franskan, á pottflöskum, 2 tegund- Curagao. Vermouth. Agætt tekex (Biscuits) og kaffibrauð mjög billegt. Reykjavík 28. júli 1894. ________C. Zimsen. Brunabótafjelagið Nortli British and Mercantile Insurance Company, stofnað 1809, tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bœi, vörur, húsgögn, hey, skepnur, o. fl., hvar sem er á landinu, fyrir lægsta ábyrgðar- gjald. Aðalumboðsmaður fjelagsins er W. G. Spence Paterson Hafnarstrœti 8, Beykjavík. Umboðsmaður í Austuramtinu, konsúll J. M. Hansen á Seyðisfirði. TJppboðsauglýsing. Eptir kröfu Jóns Bjarnasonar kaupmanns í Hafnarfirði verður húseign Benidikts járn- smiðs Samsonssonar í Skálholtskoti hjer í bænum, að undangengnu fjárnámi, boðin upp og seld, ef viðunanlegt boð fæst, á nauðungaruppboði, sem haldið verður þrisvar, laugardagana 22. sept. og 6. okt. þ. á. á skrifstofu bæjarfógeta og 20. okt. þ. á. í húsinu sjálfu. Uppboðskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið íyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. sept. 1894. Halldór Danielsson. 156 »Látið þjer yður eigi svo óðslega, ungi maður. .. Við sjáum nú, hverju fram vindur .. . Síðar meir máske. Jeg læt ekki kúga mig til nokkurs hlutar, en jeg er maður rjettlátur«. Þegar Passerand var orðinn einn, tók hann jafnskjótt til starfa. En kátleg vinna var það reyndar! Hann raulaði sönglag fyrir munni sjer, gekk um gólf, horfði út um gluggann og eyddi tímanum á þann hátt, er virt- ist koma illa heim við vandaverk það, er hann hafði að sjer tekið. »Hjer er Valentína víst vön að sitja«, sagði hann við sjálfan sig og hallaði sjer aptur á bak í legubekknum. »Kringlótti stóllinn litli þarna er sjálfsagt uppáhaldssætið hennar«. Hann virti fyrir sjer myndina af henni á veggnum og kyssti á hendina á sjer þangað. »Þinn um aldur og æfi« mælti hann. Ofninn bar hann ekki við að líta á. Þannig leið timinn, sem honum var settur. Klukkan sló fjögur. Passerand setti aptur upp hátíðasvipinn, lauk upp hurðinni og kallaði á alla inn. Síðan mælti hann með hárri röddu: »Allt er komið í lag. Jeg bið yður, hr. Lamartin, að láta kveikja í ofninum. Þá munuð þjer sjá, hvernig fer«. 153 Lamartin tók varla á heilum sjer; svo þungt lagðist þessi mæða á hann. Hann sendi nú eptir óbrotnum sót- ara, en mjög vel færum í sinni iðn. Hann tók allan ofninn ofan og setti geysistóran gorm af járnblikki á pípuna. En allt af rauk ofninn. Þá kom annar hugvitsmaður iðnaðarstjettar og tók burtu allan umbúnað sótarans, en setti í staðinn nokkurs konar lijálm af járni með fýsibelg. En ofninn virtist ekki hirða hót hvorki um hjálminn nje fýsibelginn. Hann rauk jafnt og áður, og það svo ákaft, að enginn hjelzt við inni. Lamartin var hamslaus og óskaði öllutn smiðum og ofnum norður og niður. Þá kom dyravörðurinn að máli við hann og bað hann að láta ejgi hugfallast. Kvaðst hafa talað við mann, sem herbergi hefði á leigu þar í húsinu, um ofn- inn. »Það er ungur maður« mælti hann, »sem á heima uppi á hæsta lopti. Hann segist skuli gera ofninn hjá yður góðan á 5 mínútum«. »Kallið undir eins á hann og segið honum að koma hingað niður að vörmu spori. Annarp tek jeg af honum húsnæðið«, Passerand kom jafnharðan. Hann hitti Lamartin, þar sem kann var að ganga um gólf inni hjá sjer, skjálf- andi af kulda, svo að nötruðu í honum tennurnar. »Hvað er að tarna? Eruð það þjer?« mælti liann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.