Ísafold - 05.02.1895, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 arka
rninnst) 4kr., erlendis ð kr. eða
1 '/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg' bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8•
Reykjavík, þriðjudaginn 5. febrúar 1895.
6. blað.
XXII. árg.
Eptirmæli. Hinn 27. júlí BÍðastliðinn andaðist að heimili sínu
Snjallsteinshöfða í Holtaprestakalli merkiskonan Margrjet Teitsdóttir, á
73. ári. Hún fæddist 182a að Snjallsteinshöfða, og hafði allið þar allan
sinn aldur. Hún giptist 1842. eptirlifandi manni sínum, hinum góð-
kunna dugnaðar- og sómamanni Magnúsi Jónssyni frá Brekkum í As-
bæjarsókn; hafði hún þannig lifað með honum í hjónabandi á 53. ár,
áttu þau hjón 20 börn, þribura einu sinni, en nú lifa að eins 9 af þeim;
en þau eiga þrjátíu og þrjú barnabörn, og eitt barnabarna-barn sitt hef-
ur þeim auðnazt að sjá.
prátt íyrir hina miklu ómegð *var afkoma hjóna þessara ailtaf góð
og blómgaðist bú þeirra æ meir eptir árum, og var heimili þeirra að
siðustu eitt af hinum efnabeztu og fyrirmyndlegustu að öllu leyti, og
bendir þetta til, að hjer sje fallin frá sú kona, sem nokkuð var í varið,
enda er það mála sannast, að Margrjet sál. var framúrskarandi kona
útbúin miklu atgerfi til líkama og sálar. Táp og fjör, atorka, iðjusemi.
hagsýni, ráðdeild og reglusemi einkenndu hana jafnan, i einu orði: hún
var búkona hin mesta. Á blómaárum sínum var hún há og þreklega
vaxin, og „sópaði af henni með fyrirmannlegu fasi“. Engin oflætis-kona
var hún þó, því hún gat sjer hið bezta orð fyrir jafnlyndi og stillingu
og „heyrðist aldrei öðru hærra“ segja kunnugir. Drenglunduð, trygg
og vinföst var hún umfram marga aðra og átti þar margur trausts að
leita, sem hún var. Af gestrisni þeirra hjóna fer mikið orð, enda bar
margan að garði þeirra, því fjölfarinn vegur liggur svo að segja um
hlaðið þar, en öllum var með kostum tekið og mikilli rausn, velvild og
allri fyrirgreiðslu.
Margrjet sál. var hin bezta eiginkona og samtaka manni sínum í
allri búskaparsnilld, enda voru samfarir þeirra hinar beztu, og móðir
var hún ágæt börnum sinum, og í sambandi við það verður þess að
geta, að hún var sjerlega vel kristin og trúuð kona, er unni heitt sinni
gömlu göðu trú, og ól börn sin upp með hinni mestu umhyggju og
kostgæfni í öllum góðum siðum, og bera börn hennar, þau, er eptirlifa,
greinileg og fögur merki þess.
Til merkis um veglyndi og hjálpfýsi hennar má telja það, að hún
(eða þau hjón) tók og uppól að mestu leyti 6 umkomulaus börn, ásamt
sínum mikla hóp, og öllum, sem bágt áttu, var hún hjálpandi með ráð
og dáðum, og yfir höfuð var hún og heiraili hennar svo, að flestir sem
til þekktu. og þeir voru margir, minnast hennar og þess með virðingu
og kærleikshug.
Að slíkum konum er skaði og söknuður, en þeirra er einnig gott
að minnast og það verður aldrei of loflega gjört; mætti hin yngri og
komandi kynsJóð kvenna vorra taka sjer til fyrirmyndar nokkuð af þvi
góða, er látin góðkvendi höfðu til að bera.
Nú búa börn hinnar látnu, 2 synir og dóttir ein, á Snjallsteins-
höfða, með veg og sóma, og hinum sama snilldarbrag, og í horninu
hjá þeim er hinn háaldraði virðulegi ekkill, faðir þeirra, og ber með
stakri prýði harm sinn og hærur. (Ö. F.)
Klemens Jónsson
sýslumaftur í Eyjafjarðarsýslu og bayarfógeti á Akureyri
Gjörir vitanlegt: að með því að ástæða þykir til að álíta, að eptirnefnd veðskuldabrjef fasteigna, sem eru yfir 20 ára gömul og
sem finnast óafmáð í afsals- og veðmálabókum Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, sjeu eigi lengur í gildi, þá stefnist
hjermeð samkvæmt 2.£og. 3. gr. í lögum 16. september 1893, um sjerstaka heimild til, að afmá veðksuldbindingar
úr veðmálabókunum, handhafendum að eptirfylgjandi veðbrjefum
Hvenær veðbrjef- ið er útgefið Hvenær þinglesið Veðsetjandi Veðhafandi Eyrir hvaða upphæð Hin veðsetta fasteign
5. júlí 1805 10 júlí 1805 Guðm. Oddson, Reykjum Hans hátign konungurinn 84 rdl. 6 sk. Reykir
s. d. s. d. E. Jónsson, Brimnesi Sami 56 — 98 — Brimnes
8. d. s. d. Ólafur Bergson, Kálfsá Sami 40 — 35 — Kálfsá
s. d. s. d. Bergur þórðarson, Hring- Sami 319 — Vemundarstaðir og Skeggja- brekka
s. d. s. d. Jón Jónsson, Ósbrekku Sami 57 — Ósbrekka
7. júní lb06 7. júní 1806 þorgr. Jónsson, Siglunesi Jón Sigurðss. Böggverstöð. 63 — 10 hndr. úr Gunnólfsá
■30. sept. 1845 12. ágúst 1846 f>. Daníelsson Hið opinbera fyrir Stefán Tekjur af stærri
Jónsson Eyjafj.s. jörðum Syðri-Gunnólfsá
3. marz 1848 8. ágúst 1849 Sira M. öigurðss. Gilsbakka Jústitskassinn 200 rdl. Ytri-Gunnólfsá
20. jan. 1854 28 maí 1854 Jón Sigurðsson Vallahreppur 300 — 11 hndr. úr Ósbrekku
30. desbr. 1859 1860 Friðrik Jónsson, Grund Páll þorvaldsson 100 — 3 hndr. úr Hrúthól
s. d. 1860 Grímur Magnússon Gudmannsverzlun 117 — 57 sk. Hólkot
1. sept. 1873 1874 Páll þorvaldsson Eyfirzka ábyrðarfjelagið 500 — Lón
til þess að mæta á hinu venjulega manntalsþingi þóroddstaðahrepps, sem haldið verður í þinghúsi hreppsins vorið 1896, á þeim
degi, sem síðar verður tiltekinn og auglýstur, til þess þar og þá að koma fram með skuldabrjef það, er hver kann í höndum að hafa
og sanna heimild sína til þess; ef enginn innan þess tíma eða á stefnudegi kemur fram með neitt af fram^ 'greindum skuldabrjefum
mun með dómi verða ákveðið, að þau hvort fyrir sig beri að afmá úr veðmálabókunum.
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu Akureyri 3. nóvember 1894.
KÍ. Jónsson.
__________________________________________________________(L. 8.)___________________________________________________________
Klemens Jónsson
sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og- Ijæjarfógcti á Akureyri
Gjörir kunnugt: Að með því að ástæða þykir til að álíta, að eptirnefnd viðskuldabrjef fasteigna, sem eru yfir 20 ára gömul og
sem finnast óafmáð í afsals- og veðmálabókum Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar sjeu ekki lengur í gildi, þá stefnist
hjer með samkvæmt 2. og 3. gr. í lögum 16. september 1893, um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbind-
________________ingar úr dómsmálabókunum, handhafendum að eptirfylgjandi veðbrjefum:
Hvenær veðbrjefiðl er útgefið Hvenær * pinglesið Veðsetjandi Veðhafandi Fyrir hvaða upphæð Hin veðsetta fasteign.
25. maí 1805 27. maí 1805 Jóh. Gruntvig Siglufirði Hans hátign konungurinn 66 rdl. 64 sk. Vatnsendi
6. maí 1805 s. d. Jóhann Kroyer ibid Sami 302 rdl. Höfn
5. júlf 1805 10. julí 1805 þorg. Jónsson þóroddstað Sami 34 rdl. Hvanndalir
27. mai 1805 27. mai 1805 Styrbjörn þorkelsson Sami 106 rdl. 64 sk. Hóll
8. apríl 1805 11. júlí 1805 Peter Berich Siglufirði Faktor Joh. Hemmert 96 rdl. 34f sk. Saurbær
1. janúar 1846 15. sept. 1850 Thaae Örum & Wulff 22000 rdl. Verzlunarhús á Siglufirði
7. nóvbr. 1870 1871 Ljörn Skúlason Th. Daníelsson 150 rdl. 1£ hndr. úr Siglunesi
23. septbr. 1872 1873 þorleifur þorleifsson Eyfirzki ábyrgðarsjóðurinn 100 rdl. 2 hndr. úr Siglunesi
1. septbr. 187? 1874 Jóh. Jónsson í Höfn Sami 500 rdl. £ Hóll
s. d. 1874 Arni Gíslason Sami 200 rdl. 8 hndr. úr Skardal
til þess, að mæta á hinu venjulega manntalsþingi Hvanneyrarhrepps, sem haldið verður í þinghúsi hreppsins vorið 1896 á þeim degi,
sem síðar verður tiltekinn og auglýstur, til þess þar og þá, að koma fram með skuldabrjef það, er hver kann í höndum að
hafa og sanna heimild sína úil þess; ef enginn innan þess tíma eða á stefnudegi kemur fram með neitt af framangreindum skulda-
brjefum, mun með dómi verða ákveðið, að þau hvort fyrir sig beri að afmá úr veðmálabókunum.
Til staðfestu er mitt nafn og embættisinnsigli.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu, Akureyri 3. nóvbr. 1894.
Kl. Jónsson,
(L. S.).