Ísafold - 09.02.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.02.1895, Blaðsíða 3
39 hjá fyrir landssjóð að kippa útúr viðskift- nnum nokkru af seðiaupphæðinni, þar til alt jafnaði sig. Þá gerir meistarinn eigi lítið úr tapi landssjóðs, ef bankinn legðist niðr (sjá 32. gr. bankalaganna). Þessu skal eg fljótlega svara: Hvað kostaði landssjóð þessi hálfa miljón króna í seðlum ? Alls ekki ákvæð- isverð seðlanna, heldr eingöngu tilbúníngr þeirra. Hvað f»r landssjóðr nú árlega í vöxtu hjá bankarium af seðlunum? 5000 kr. Hve mikið vex viðlagasjóðr bank- ans árlega sökum seðlanna? 10,000 kr. Hve mikið á nú landssjóðr að greiða, ef bankinn hætti, sem annars er eigi minsta útlit til? Alt það geymslufé er menn eiga hjá bankanum og síðan alla seðla þá er sPyrjast uppi. Hvað ' fær svo landssjóðr í aðra hönd? Allan viðiagasjóðinn, sem var i síðustu árslok orðinn 119,377 kr., svo og allar eignir og kröfur bankans í verðbréf- um og skuldabréfum. Það yrði sannarlega góðr skíldíngr fyrir landssjóð, og þó fengi hverr maðr sitt. Arnljótr Ólafsson. íPj.konan* með hirðuleysið. í Fjallkon- 6. tbl. 4. þ. m. er grein með fyrirsögn: >Hirðu- laus jj'elagsstjórn«. Stjórnarnefnd Þjóðvina- fjelagsins er borið þar á brýn, að það sje hirðuleysi hennar að kenna, að fjelagsmenn í Kaupmannahöín haii eigi verið búnir að fá bækur sínar 14. t. m. En hún er ekki svo sek sem sagt er. Hinn 14. júní voru bækurn- ar sendar hjer frá Reykjavík í kassa til Khafn- ar. I/isti yíir fjelagsmenn átti að hafa verið látinn í kassann, en af því jeg siðar var eigi viss um að það hefði verið gert, þá var til frekari vissu sendur annar listi til Khafnar 15. október yíir þá, sem bækurnar áttu að fá. Þegar bækurnar komu til Khafnar, vildi svo óheppilega til, að herra Nikuiás Runólfsson, sem jeg ætlaði að biðja fyrir útbýting bók- anna. var kominn á leið til íslands. Jeg tal- aði við hann í ágústmánuði hjer í Reykjavík’ og lofaði hann mjer að taka þetta að sjer, þegar hann kæmi heim til sín. Herra N. Runólfsson er áreiðanlegasti maður og virtur af öllum, er þekkja hann, svo jeg skil ekki, hvað þvi veldur, að tjelagsmenn voru eigi búnir að fá bækurnar, og vil jeg biðja þá vel- virðingar á því. Það er eðlilegt, að >Sunnanfari«, sem er gef- xnn út í Khöfn, minnist á þessa bókavöntun^ Vegna fjelagsmanna þar, en mjer virðist að ‘^■i-konan* hefði getað, öllum að skaðlausu, leitt þaj) m4l hjá sjer. Ritstjórinn átti hægt að fá upplýsingar hjá 4 stjórnarnef'ndar- mönnumi aem ^úa fáa faðma frá húsdyrum hans, um, hvort dómur hans um liirðuleysi fjelagsstjórnarínnar var á rökum byggður. Samvizkusamir menn láta sjer annt um, að hlaupa eigi bæ trá bæ með ranga dóma um aðra. Rvík 14. febr. 1895. ^r■ Gunnarsson (forseti Þvfl.), Ai-nessýslxx (Eyrarb.) 15- jan.: Grafreitur fyrir Eyrarbakkasókn var vígður 27. nóv. f. á. — hef skrifað yður það áður, en það brjef xnun hafa misfarizt — af' sóknarprestinum, sifa Óiafi Helgasyni, sem um leið jarðsöng þar kinn fyrsta mann, Jón Jónsson bónda írá Litlu-Háeyri, hálf'sjötugan að aldri. Athöfnin fór fram um hádegi og byrjaði þannig, að likið var borið í kirkjuna, var leikið á har- xnonium sorgarlag. Var síðan sunginn sálm. ör. 450 og að því loknu flutt líkræðan og sung- tnn sálm. nr. 463. Þá var aptur leikið sorg- arlag; líkið borið í kirkjugarðinn og sunginn sálm. nr. 107. Þar næst lýsti sóknarprestur- inn vigslunni með snjallri og hjartnæmri ræðu og lagði út af þessum orðum Krists: >Jeg er upprisan og lifið« og >Grát þú ekki«. Að lokinni vígslunni var sungið versið nr. 600, þá sálm. nr. 606, líkið jarðsungið og að síð- ustu sunginn sálm. nr. 610. Kirkjugarðurinn er ferhyrndur völlur, 60 álnir í horn og garðurinn hlaðinn úr grjóti. Hann er 21/* alin á hæð og 2 álnir á þykkt, nema sú hliðin, sem að sjónum veit; þar er hann 2*/» alin á þykkt. Stendur hann austast á Bakk- anum, fyrir framan Mundakot, lítið eitt fyrir innan sjógarðinn. Uppi yíir sáluhliðinu er klukka í umgjörð. Kirkjugarðinum hefir hin nýja sóknarnefnd skipt í 4 ferhyrnda reiti. Frá sáluhliðinu, sem er á vesturhliðinni, liggur 3 álna breiður gang- stigur yfir garðinn til austurs. Annar stígur jafnbreiður liggur um miðjan garðinn frá norðri til suðurs, og loks 3 álna breiður gang- stígur umhverfis alian garðinn að innan. Athöfnin fór að öllu leyti mjög hátíðlega fram, enda var veður hið blíðasta, stillilogn og ljett lopt. Viðstaddir voru um 500 manns. Til þess að skipti á Stokkseyrarsókn sjeu fullgjör, vantar samþykki landshöfðingja. Að því fengnu verður öllu skipt jafnt: eignurn, skuldum og tekjum íyrir yfirstandandi tekju- ár. Eyrarbakkasókn á að ná yfir að eins þorpið Eyrarbakka með Óseyrarnesi. Af þvi, sem til tíðinda hefir borið síðan, skal jeg fyrst minnast á flutnmg á efni i í Þjórsárbrúna. Er það nú allt, sem ætlast var til að dregið yrði á sleðum, komið upp að brúarstæðinu, og töluvert af hinum smærri stykkjum, sem kliftæk eru og átti að reiða upp eptir að sumri, er nú búið að draga vel áleiðis. Skemmtanir, sem hafðar hafa verið hjer í vetur, eru sjónleikirnir >Schapins hrekkja- brögð«, >Nei« og nætursýningin úr >Æfintýri á gönguför«. Varað því góð skemmtun,eink- um þó >Nei« og nætursýningunni. Fjdrpestin hefir verið með skæðasta móti hjer eystra í haust. Hefir hún drepið mjög margt á sumum bæjum i ofanverðri sýslunni, svo sem t. d. á Fjalli á Skeiðum er sagt að sjeu dauðar 116 kindur yfir bæinn. Heilsufar fólks hjer á Eyrarbakka er með lakara moti; liggja hjer margir í taugaveiki og barnaveiki. Úr barnaveiki eru nýdáin 3 börn og úr taugaveiki 1 maður, Árni Álfsson skósmiður, efnilegur maður á þrítugsaldri. Bankastellu-farganið úr Cambrigde- meistaranum hefir naumast nokkurn tima fengið röksamlegra nje snjallara svar en þetta blað flytur nú, f'rá hinum ágæta hag- fræðing og mikla skarpleiksmanni (A. Ó.). En skjótast mun honum, þótt skýr sje, ef hann býst við, að hugvekja þessi muni draga nokkuð úr austri meistarans; hon- um ljettir aldrei meðan lif hans endist, og meðan til eru hjer blöð, sem leika það gráa gaman, að spotta lesendur sína með því að bera á borð fyrir þá ár eptir ár hið takmarkalausa lokleysuraus hans um þetta raál, þó að þeir, sem fyrir tjeðum blöðum ráða, viti mjög vel, að þar er ekki nokk- ur heil brú í. Það er alveg hið sama og ef þeir Ijetu einhvern steinblindan sjer- vizkupoka fylla hjá sjer hálfa árganga með endalausum röksemda-barningi fyrir þvl, að jörðin væri alls eigi hnöttótt, held- nr flöt eins og pönnukaka. Þá munu og fylgismenn meistarans, ef nokkrir eru enn, sitja við sinn keip, að hætt er við, eptir sem áður, þó að þeir lesi þessa hugvekju, svo ágætlega sem hún er samin og sannfærandi fyrir hvern skynj- andi mann. Þvi aðtrúþeirra á, að meist- arinn hafl rjett fyrir sjer, stafar svo sem ekki af rækilegri íhugun málsins eða rann- sókn eða bankfræðilegri þekkingu, heldur af óljósum náttúruhvötum, sumum skiljan- legum, en sumum óskiljanlegum, — t. a. m. engan veginn œtíð af því, að bankinn hafi hjálpað þeim um lán í neyð þeirra og far- ið síðan fram á einhver skil einhvern tima fyrir dómsdag. Likíð af manninum, vinnumanni G. Zoega kaupmanns, Sigurði Sigurbssyni, fannst í morg- un hjer í Tjörninni norðanverðri í ísnum rjett við land, horn af flik á honum meira að segja komið upp úr ísnum. Leiðarvísir ísafoldar. 1526. Eru ekki þeir, sem útskrifazt hafa af Möðruvallaskólanum, og lausir vilja verða, skyldir, samkvæmt lögum 2. fetir. 1894, til þess að kaupa lausamennskuleyli og ieysa leyfis- brjef hjá hlutaðeigandi lögreglustjóra, sem og að öðru leyti að fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í tjeðum lögum? Sv.: Með því að þeir naumast virðast verða taldir með vinnufólki, nema í reglulegri vinnumennsku sjeu, munu þeir eigi verða skyldaðir til að leysa lausamennskuleyfi. 1527. Er það rjett af hreppsnefnd, að leggja á mig sveitarútsvar, þar sem jeg er ekki svo gamall, að jeg sje talinn verkfær, og vinn þar að auki kauplaust hjá foreldrum mínum? Sv.: Rjett getur það verið þess vegna, ef ástæður spyrjanda að öðru leyti eru svo vaxn- ar, að nefndin jafnar á aðra menn í sveitinni, sem líkt stendur á fyrir. 1528. Jeg hefi haldið ómaga fyrir mann og ætlaði hann að borga mjer meðgjöfina, en vegna veikinda, og þar af leiðandi atvinnu- missis, gat hann ekki staðið í skilum. Get jeg nú ekki fengið meðgjöfina frá þeim hreppi, sem maðurinn er sveitlægur í? Sv.: Jú, ef ómaginn er skylduómagi hins veika, og hann með engu móti getur staðið straum af honum sjálfur. 1529. Ber ekki sáttanefndarmönnum borgun fyrir að ferðast á sáttafund og reyna til að koma sætt á, þó ekki sættist, og ef þeim ber borgun fyrir það, hvaðan eiga þeir að hafa hana ? Sv.: Jú, úr amtsjafnaðarsjóði. 1530. Sýslumaður skipar hreppstjóra með öðrum aðstoðarmanni, að gjöra almenna fjár- kláðaskoðun í hreppnum, mót sanngjarnri borgun, en hreppsnefndin býðst til að gjöra það fyrir alls enga borgun, svo ekki þurfi að leggja það gjald á hreppsbúa. Er rjett af sýslumanni að neita þvi? Sv.: Já, eptir lögum 5. jan. 1896, 1. og 2- gr., eiga hreppstjórar að hafa þennan starfa á höndum ásamt þeim aðstoðarmönnum, er amtmaður tilnefnir. 1531. Hefir hreppsnefnd vald til að fara 1 búðarreikninga hreppsbúa sinna, að þeim forn- spurðum, og taka út úr þeim eptir vild sinni. Og ef slíkt tiltæki er óleyfilegt, hvað segist þá á slíku ? Sv.: Nei. Sektir. 1632. Er það rjett aðferð af hreppsnefndar- oddvita, að láta meðnefndarmenn sína endur- skoða hreppsreikninga? Sv.: Já, sbr. tilsk. 4. mai 1872, 20. gr. 1532. Er ekki rjett að reikna tiundir til prests og kirkju eptir >Leiðarvísi« Sig. Krist- jánssonar, og er ekki rangt að reikna tíund- irnar út eptir sama mælikvarða ? Sv.: Fasteignartiund skal reiknuð eptir Gizurarstatútu 1096, 1. gr., en lausafjártiund eptir tíundarlögunum 12. júlí 1878.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.