Ísafold - 23.02.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.02.1895, Blaðsíða 1
Kemur útýmist einu sinni eða tvisv.íviku. Verö árg.(80arka minnst) 4 kr., erlendis 5kr. eða 1 i/j doll.; borgist fyrir mibjan júlí (erlendi^ fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 23. febrúar 1895. XXII. árg. Forstöðukonuembættið •og kennslustörf við kvennaskólann á Ytriey. Þessar sýslanir eru lausar og verða veittar frá 1. október þ. á.: Forstöðuemba:ttið . . . laun 450 kr. Sýslan annarar kennslukonu — 200 — __— þriðju --------- — 200 — ---fjórðu ------------ — 150 — Auk launa þessara er húsnæði og fæði m. m, ókeypis. Eiginhandarrituð umsóknarbrjef þeirra, «em sækja um sýslanir þessar, eiga að vera komin til undirritaðs formanns stjórnarnefndar skólans fyrir 14. maí næst- komandi. Af reglugjörð skólans, sem prentuð er í Stjórnartíðindunum 1889, B bls. 181, geta umsækjendur sjeð, hvað kunna þarf til að geta tekizt störf þessi á hendur. Geitisskarði, 22. janúar 1895. Á. Á. Þorkelsson. Með sömu skilyrðum sem verið heflr Veitir forstöðunefndin námsmeyjum inntöku 1 kvennaskólann á Ytriey. Umsóknarbrjef sjeu komin til undirskrifaðs fyrir 14. maí þ. á. Geitisskarði, 22. janúar 1895. Á. Á. Þorkelsson. „Mörg er búmannsraunin”. Eptir síra Ólaf Ólafsson í Arnarbæli. I. Búmannsraunirnar íslenzku eru margar og margbreyttar, og þær eru ekki hvað minnstar, sem í haust og það sem af er vetrinum hafa heimsótt bændur landsins; önnur geysað um allt land og hin að minnsta kosti um mestallt Suöurland og Yesturland, eptir blöðunum að dæma. Jeg á við bráðapestiua og málnytuskað- ann á kúm. Bráðapestin hefir í haust og vetur verið sú landplðga og meinvættur, að margur búandi maður mun lengi ekki bíða bætur þess skaða, sem hann hefir orðið fyrir af hennar völdum; og sumum hefir hún kom- ið í þann kút, sem vansjeð er að þeir nokkurn tíma komist úr. Skaðinn er margfaldur; það er missir skepnunnar sjálfrar, ogsvoalls þess gagns, sem af skepnunni hefði flotið, ef hún hefði lifað; hann kemur því niður ekki einungis á þessu ári, heldur og, og það engu síður, á næstu árum. Tjónið er eðlilega fyrst og fremst efna- legt; en það er líka siðferðislegt; því þess «ru mörg dæmin, að, þá er menn verða fyrir stórkostlegum eignamissi og atvinnu- hnekki, þá lamast og dofnar kjarkurinn og þrekið hjá mörgum manni. Vitaskuld er, að það bætir ekki úr skák; en það er núsvona samt hjá sumum; því eins og það er satt, að »vex hugur, er vel gengnr«, eins er hitt líka víst, að hugurinn opt þver, er illa gengur. Tjónið og skaðinn kemur fram í því, að margur maður er miklu fá- tækari eptir þetta haust, að landssjóðurinn mun missa miklar tekjur, því tíundir munu stórum lækka; og hann kemur líka fram í því, að margar nytsamlegar framkvæmdir verða að engu, sem í hefði verið ráðizt, ef allt hefði gengið vel. Það væri nú í meira lagi fróðlegt, ef menn gætu vitað með vissu, hve mikill skaði sá er, sem bráðapestin hefir gjört öllu landinu i haust; en því miður mun ekki þurfa að gera ráð fyrir, að sannar skýrslur um það birtist nokkru sinni. En þó að ekki sje hægt að vita það með fullri vissu, þá er samt gaman að gera sjer um það sennilega áætlun. Er þá eðlilegast að miða við þann skaða, sem maður veit, að orðið hefir að pestinni í meðalsveit; reikna svo eptir því, en gæta þess að reikna eigi of hátt. Jeg veit með vissu, að hjer í sveit eru dauð yfir 700 fjár; það er fje á öllum aldri, sauðir, veturgamalt fje og lömb; virðist því ekki of hátt, að reikna hverja kind á 5 kr. Það verða í þessari sveit að minnsta kosti 3500 kr. Til þess nú að fara ekki of hátt, þá vil jeg gjöra, að í meðalsveit hafi drepizt um 400 fjár. Jeg veit með rökum, að í mörgum lireppum hefir drepizt rnikið meira, sumstaðar fullum helmingi meira; en í sumum smáum hreppum mun það vera ininna. Samt hefir á einum bæ í minnsta hreppi sýslunnar drepizt 100 fjár. A landinu eru taldir um 180 hreppar; 400 X180 gjörir 72000 fjár, og 5X72000 gjörir 360,000 kr. Þessi upphæð ætti þá að vera stundar- skaðinn, sem allt landið hefir í haust og vetur beðið af bráðapestinni. Þetta eru stórar tölur, og jeg vildi óska, að þær væru of stórar; en því miður ótt- ast jeg fremur hitt, að þær sjeu heldur of iágar en of háar. Helzt vil jeg halda, að skaðinn nemi yfir iand allt hálfri miljón. En hvort sem nú þessi reikningur er nokkrum þúsundum of lágitr eða of hár — fullkomin vissa um það fæst líklega aldr- ei — þá er samt eitt víst, og það er það, að minnkun er að því fyrir alla þjóðina, ef ekkert verður hjer eptir gjört til þess að afstýra þessum ósköpum eptirleiðis. Hið skynsamlegasta virðist vera það, að fá hingað góðan dýralækni til þess að rann- saka eðli og aðfarir bráðapestarinnar; væri ekki horfandi í að kosta til þess nokkr- um hundruðum króna, ef það mætti verða að gagni. Ekki mundi honum henta að sitja í Reykjavík og láta senda sjer á glös- um blóð úr pestdauðum kindum. Næsta þing ætti að leggja fram Qeð handa lækn- 18. biað. inum, en hann ætti að taka sjer aðsetur í einhverju því hjeraði, þar sem pesthætt er. Er það ólíklegt, að ekkert gagn yrði að slíkri tilraun, ef dugandi maður fengist, Að minnsta kosti er það mannlegra fyrir þjóðina að gjöra þessa tilraun, heldur en að horfa á fjeð drepast niður í hundruð- um og þúsundum, og hafast ekki að. Geti þetta haust og þessi vetur ekki komið þjóð og þingi í skilning um, að knýjandi nauð- syn sje að hefjast handa í þessu máli, þá er varla sýnilegt, hvað þarf að ganga á til þess að menn vakni. Á vori kotnanda verða þingmálafundir um land allt; þá eiga bændur að muna að vera vakandi og skora á þingmenn sína að hafa mál þetta í huga og sinna því vel og röggsamlega. Það er tilvinnandi fyrir landssjóðinn að kosta til nokkrum hundruðum króna í þessu efni, því hann missir miklar tekjur sakir pestarinnar; það mun bezt sjást í vor, sem kemur, er bændur fara að telja fram fjen- að sinn til tíundar. (Níðuri.). Hin rjetta slátrunaraðferð. Jeg vil ekki leiða hjá mjer að svara herra dr. J. Jónassen í annað sinn, vegna þess að málefnið er svo mikilsvert; hjer er um það að tefla, að breyta rótgrónum vana, og gjöra dauðann kvalaminni fyrir skepnur svo skiptir miljónum. Dr. J. J. segir, að jeg hafi »ekki hrakið eitt einasta atriði« í fyrstu greininni hans. Má vera, að svo sje. Jeg skal ekki þræta uin það. En jeg vil benda honum á, að það er ekki hann, sem á að dæma um slíkt, heldur lesendur blaðsins og þeir menn út um land, sem slátra skepnum. Það er lengst frá mjer að gjöra lítið úr vísindunum. Þau eru mikilsverð þegar reynslan sannar þau. En svo nefnd vísindi, sem hafa reynsluna og beilbrigða skynsemi á móti sjer, eru einkisvirði. Hinum lærðu mönnum hættir stundum við, að veifa fyrir sjer svonefndri vísinda- legri þekkingu, þegar þeir tala við svo- kallaða ólærða menn. Jeg veit, að dokt- orinn ætlar að dauðrota mig með vísindum og líffæraþekkingu, þótt hann að öðru leyti berjist í móti rotunaraðferðinni; en hjer vill svo vel til, að í þessu okkar umtals- efni þarf ekki á visindum að halda ; reynsla og heilbrigð skynsemi eru einhlítar, til að geta dæmt rjett í þessu máli. Jeg tala því hjer við rjettan og sljettan dr. J. Jónassen. Fyrir minum augum er hann ekkert »autoritet« í þessu máli. Því, sem reynslan segir mjer, trúi jeg bezt. Dr. J. J. »líkar það lakast við mig« að jeg »haldi að skepna, sem skorin er á háls, missi ekki meðvitundina fyr en mænan er skorin sundur«. Jeg hef aldrei sagt þetta Jeg hef sagt, að hún missi fyr meðvitund.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.