Ísafold - 23.03.1895, Page 2
86
skýrði frá störfum búfræðinga fjelagsins
næstl. ár og bar upp þá uppástungu, að
stjórnin fengi til umráða allt að 1300 kr.
þ. á. til að verja til búfræðinga og gæti
ef til vill kostnaðurinn til Stjórnarsandsins
borgast af því fje ; var það samþykkt, og
enn fremur að því að eins væri kostað til
mælinga á Skeiðunum (Sæm. Ey.), að
sýslunefnd Arnesinga legði til helming
kostnaðarins.
Framfarafjelagi Landmannahrepps var
veittur allt að 100 kr. styrkur til sand-
græðslu gegn jafnmiklu tillagi úr sýslusjóði.
Sömuleiðis Þorbirni í Nesi í Selvogi veitt-
ur 100 kr. styrkur til varnar sandfoki með
garði og sáningu.
Kosnir í verðlaunanefnd þeir Á. Thor
steinsson landfógeti, Björn Jónsson ritstjóri
og dr. med. J. Jónassen.
Forseti skýrði frá, að 5 húsabyggingar-
ritgerðir lægju undir dómi.
Mýrdalsþing veitt af Jandshöíhingja 16
þ. m. síra Gísla Kjartarjssyni Eyvindarhóla-
presti; hafði fengið 47 atkv. af 51 á kjörfundi
14. f. mán., en fundurinn ólöglegur þó sakir
mannfæðar.
Óveitt prestakall. Eyvindarhólar í Rang-
árvallaprófastsdæmi. Metið 1018 kr. 14. aur.
Fær 200 kr. bráðabirgðaruppbót næsta fardaga-
ár. Auglýst 19. marz. Veitist frá næstu far-
dögum.
Dr. Ehlers og siðferðið á íslandi.
í tilefni af grein þeirri, er út kom í 11. nr.
»Þjóðv. unga« þ. á. um »Dr. Ehlers og sið-
ferðið á Islandii, vil jeg biðja yður, herra rit-
stjóri, að taka i blað yðar nokkur orð, er mættu
verða til þess, að rjettlæta mig lítið eitt í
augum Dýrfirðinga, sem hafa orðið meira eða
minna æstir gegn mjer, eins og að nokkru
leyci virðist vera tilgangurinn með nefndri
grein. Jeg gjöri sem sje ekki ráð fyrir, að
grein þessi fái næga útbreiðslu, þótt «Þjóðv.«-
ritstjórinn verði svo náðugur, að taka hana í
blað sitt.
Mjer hefir aldrei komið til hugar, að bera
upp á alla Dýrfirðinga í heild sinni, að þeir
væru að neinu leyti ósiðsamari en fólk er
flest; jeg hygg þeir sjeu hvorki betri nje
verri. Þýðandi greinar Dr. E., hvort sem það
nú er ritstjórinn sjálfur eða einhver annar,
hefir að mínu áliti ranglega þýtt danska orð-
ið sDyrefjordi Dýrifjörður. Allflestir útlend-
ingar eiga við verzlunarstaðinn «Þingeyri«,
er þeir nefna »Dyrefjord«, og aldrei mun þeim
detta í hug, að nefna t. d. Haukadal «Dyre-
fjordc. Sama mun vera meiningin í riti Dr.
E., eða, sje eigi svo, þá rangfærir hann þar
algjörlega orð mín, eins og reyndar kemur
viða annarsstaðar fram í riti hans. Þegar
jeg átti tal við Dr. E., í sumar er leið, sagði
jeg honum að eins frá ástandinu ogólifnaðin-
um á »Þingeyri«, sem flestir, og jafnvel grein-
arþýðandinn sjálfur kannast við, að ekki sje
bót mælandi. Jeg nef'ndi aldrei á nafn neina
hvalveiðistöð, sem eptir grein Dr. E. virðist
eiga að leggja sinn skerf til óíifnaðar hjer; jeg
skal þvert á móti taka það fram, að það mun
sjaldgæft bæði hjer á landi og erlendis, að
jafnlítið saurlífi eigi sjer stað nokkursstaðar,
þar sem jafnmargt manna er saman komið,
sem á hvalveiðistöðinni í Framnesi.
Sumir hafa hneykslazt á þvi, að jeg hafi
sagt Dr. E., að »syfílis« kæmi »allopt« fyrir á
Þingeyri. Það er þannig að skilja, að jeg
hefi allopt haft til meðferðar »syfi!is«-sjúkl-
inga, en vel að merkja að eins þessa 3 Is-
lendinga, sem getur um í grein Dr. E.; hitt
hafa einkum verið Ameríkumenn og Danir. Það
er auðsætt, að það er eins og önnur velvild
Dr. E. til Islendinga, að ætla að leggja Dýr-
firðingum eða Þingeyringum til lasts, þótt
hans eigin landar og aðrar þjóðir leiti lækn-
ishjálpar á Þingeyri við »syfilis«.
Þingeyrarbúum finnst jeg hafa komið of
mikið við kaun sin, með því að sýna Dr. E.,
»Nunnuklaustrið« og »Hóruhúsið«. Jeg skal
fúslega játa, að þetta, og eingöngu þetta er
það, sem jeg hef'ði mátt láta vera að skýra
Dr. E. frá; en sem mildandi ástæðu fyrir
mig vil jeg geta þess, að jeg hjelt þá, að jeg
talaði við heiðvirðan mann og þekktan lækni,
sem ekki gæfi í heimildarleysi út á prent
hvað eina, sem lauslega væri kastað fram við
hann; en jeg sje að mjer hefir skjátlazt.
Svo er að skilja á grein Dr. E., að kofi sá
er hinn fallegi drengur var að leika sjer í
kringum, og kofi sá er hið hálf-visna gamal-
menni var að staula í kringum, sje sitt hvað,
og að hvor þessara kofa um sig hafí haft
annað af þessum tveim nöfnum, sem áður
voru nefnd. Þetta er annaðhvort misminni
eðá vísvitandi rangt af Dr. E. Það var einn
og sami kofinn, er bæði drengurinn og gam-
almennið voru við, og er hvorki nefndur
»Hóruhús« nje »Nunnuklaustur«; en þar með
er heldur ekki sagt, að sá kofi sje að neinu
leyti betri en hinn, er nöfnin haf'a hlotið. Það
hefir Dr. E. af vísdómi sínum fundið út, að
veikleiki gamalmennisins stafaði af »syfilis«
um það þori jeg ekki neitt að segja. því
hann er mjer svo miklu lærðari.
Þótt Dýrfirðingar liggi mjer nú á hálsi f'yr-
ir að hafa talað um siðleysi Þingeyringa, —
um aðra hefi jeg ekki talað — sem þeim
sjálfum er eöa má vera fullkunnugt um, að
hefir allt of mikið átt sjer stað um undan-
farin ár, þá vona jeg þó, að þessi »góðgirni«
mín, sem »Þjóðviljinn ungi« leggur svo mikla
áherzlu á, sem fyrst megi gef'a þeim, er gleymt
hafa sjötta boðorðinu, tilefni til að læra það
aptur og breyta eptir því.
Greinarþýðandinn segir meðal annars: » . . .
enda er það og löngu farið að kvisast um
land allt, að siðferöið sje þar (o: í Dýrafiröi)
verra en annarsstaðar hjer á landi . . . .«
Hvers vegna hneyklast Dýrfirðingar ekki á
þessu? Hvers vegna leggja þeir eigi hatur
eða óvild á þann, sem þetta hefir ritað um
þá? Það geta varla verið Þingeyringar einir,
sem eiga að taka það til sín.
Dýrfirðingar — náttúrlega með undantekn-
ingum — láta »Þjóðviljann« siga sjer á móti
mjer með grein þessari, en taka því með
þegjandi þökkum, þótt »Þjóðviljinn« sjálfur
fari um þá allhöröum orðum í hinni sömu
grein.
Sje þessi orðrómur að eins farinn að kvis-
ast um landið, þá mun hann þó líklega vera
í hámæli (o: um Þingeyri) meðal hinn amer-
ísku fiskimanna og fleirri útlendinga, er
hingað koma.
Að endingu skal jeg geta þess, aö jeg ætla
mjer að leiðrjetta ranghermi Dr. E. í »Uge-
skrif't for Læger« við f'yrsta tækifæri, þar eð
eigi mun vera til neins að svara honum í
innlendum blöðum.
12. febrúar 1895.
Sigurður Magnússon.
Til ritstjóra »ísafoldar«.
Garðyrkjufjelagið lætur fjelaga sína
fá þetta ár ókeypis dálítinn bækling, 28
smáleturs blaðsíður, er hefir inni að halda
ýmsar góðar smá-hugvekjur og bendingar
um ræktun algengra sáðjurta, bygðar á
innlendri reynslu, eptir nokkra landsins
beztu garðræktarmenn, svo sem fyrst og
fremst landlækni Schierbeck, Torfa skóla-
stjóra í Ólafsdal Bjarnason, Árna landfó-
geta Thorsteinson o. fl. Greinarnar helztu
eru um gulrófnaræktun, kartöflur, blómkál,
grænkál, uppræting arfa og vörn við hon-
um, ræktun og sáning gulrófnafræs. Er i
ráði að halda þessu áfram: gefa árlega út,
slíkan smá-bækling um samkynja efni, og
virðist mikið vel til fundið, af hinum nýja
formanni fjelagsins, lector Þórhalli Bjarnar-
syni.
Ferðaáætlun »Elínar« þ. á. fylgir
þessu tbl. ísafoldar til allra kaupenda blaðs-
ins í suöuramtinu, að Beykjavík meðtaldri,
og í 3 syðri sýslum vesturamtins.
Eins og áætlunin með sjer ber, fer bát-
urinn í sumar 27 ferðir milli Reykjavíkur
og Borgarness, og 12 ferðir auk þessbeint
á Straumfjörð — kemur við á Akranesi báð-
ar leiðir á öllum þeim (39) ferðunum —;
enn fremur 21 ferð milli Reykjavíkur og
Keflavíkur m. m., 4 ferðir inn i Hvalfjörð
og 3 austur í Vík. Aptur er Snæfellsness-
sýsla felld úr áætlun í þetta sinn.
Norskt gufuskip, »Agder«, um 200
smál., kom hjer í gær, á útleið frá fsaflrði,
vegna kolaskorts; hafði flutt þangað kola-
farm m. m. til Amlie hvalara á Langeyri
og lagt út frá Kristjaníu 6. þ. m.; ætlar nú
til Skotlands. Segir skipstjóri frosthörkur
talsverðarí Noregi sunnanverðum, en væg-
ara miklu nyröra. Hann ætlar verið hafa
fullt af ís í Eyrarsundi, en veit það ógjörla.—
Ráðaneytið (Stangs) frá völdum í Noregi,
eins og til stóð, en nýtt ófengið, eptir hálfs
mánað basl við það, og Oscar konungur j
heim farinn aptur til Stokkhólms við svo
búið; talað um að til vandræða horfl og
jafnvel stórtíðinda.
Nýmóðins eiturdækjur.
Mannhatur, lymska og þrælmennska suinra
sorpblaða skipar þeim að ýmsu leyti á bekk
með eiturdækjum þeim, er uppi hafa verið á
verstu spillingartímum mannkynsins, t. d. á
keisaraöldinni í Róm og við pát'ahirðina á 15.
og 16. öld.
Þcer voru leigugripir samvizkulausra otbeld-
ismanna og níðinga til þess að stytta þeim
aldur með eitri, er þeim stóð ótti af fyrir sakir
mannkosta eða annara yfirburða og þar af
leiðandi vinsælda.
Þau eru ýmist leigutól hins ofríkisfulla pen-
ingavalds eða auðvirðilegra skúmaskotsbófa
til þess að blinda augu lýðsins og æsa hann
til fjandskapar gegn hverju góðu málefni og
þeim fyrir þá sök ógeðfelldu, eða ausa helztu
forvígismenn þess auri lyga og rógs.
Þœr hjeldu lífi og limum ýmist f'yrir vernd
húsbænda sinna eða dugleysi og hugleysi
hinna, sem áttu þær yfir höfði sjer.
Þau haldast við lýði með líku móti, þar á
meðal ekki sízt fyrir heigulskap almennings
og rænuleysi, sem ekki hefir framtak í sjer að
hrinda ófögnuðinum af sjer, þo að hann sjái
þess brýna nauðsyn.
Sorpblöðin eru eiturdækjur vorrar aldar.
Aflabrögð. Nýfrjett er (með málþræð-
inum úr Hafnarfirði), að Erlendur bóndi
á Breiðabólsstöðum á Álptanesi reri í gær
á Svið og fekk 40 í hlut af feitum þorski
mest og nokkuð af stútungi, á færi, með
hrognkelsabeitu, — eyddi alls 4 ræksnum —
allt á lítilli stundu, með því að skjótt
hvessti og varð að hleypa. Fiskurinn mjög
ör. Þetta var djúpt á Seltirningamiðum,
um Fláskarðið.